Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 20
22 29. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Ríkey Ingimundardóttir, móðir Ruthar Reginalds, er afar ósátt við ýmislegt sem segir í nýútkominni bók Ruthar. Ríkey segir bókina fulla af rangfærslum og íhugar nú að sækja Forlagið og Ruth til saka fyrir upplognar sakir og hugsanlega fá sett sölubann á bókina. Ríkey svarar nú dóttur sinni í harðorðu opnu bréfi: „Ekki benda á mig sem sökudólg“ Fréttablaðið hefur eftir RíkeyIngimundardóttur, móður Ruthar Reginalds, að hún íhugi nú að sækja dóttur sína til saka fyrir það sem fram kemur í nýrri bók Ruthar og Þórunnar Hrefnu Sig- urjónsdóttur. Hún segist ekki geta orða bundist vegna skelfilegra áskana sem þar koma fram, segir sannleikann skrumskældan. „Það er algilt að mikil neysla vímuefna á unga aldri getur heft andlegan þroska og valdið veruleikafirr- ingu,“ segir Ríkey. Fréttablaðið átti viðtal við Ruth og var það birt síðustu helgi en þar var farið í saumana á ýmsu sem í bókinni stendur. Meðal annars var fjallað um þær ásakanir, sem Ruth hefur sett fram um að foreldrar hennar hafi haft af henni greiðslur vegna plötusölu þegar Ruth var barna- stjarna. Þessu hafnar Ríkey alfar- ið. Blaðið birtir nú opið bréf Rík- eyar til dóttur sinnar. Millifyrir- sagnir eru blaðsins. Rangfærslur og annarlegur tilgangur „Þú ferð offari Ruth og ekki í fyrsta skifti sem órökstuddar fullyrðingar, ósannindi og hreinn skáldskapur beinast að mér frá þér. En ótrúlegt að sjá slíkt á prenti í nýútkominni bók þinni og staðhæfingar notaðar í hispurs- leysi til að pota þessari átakan- legu bók áfram á jólamarkaði. Útgefandinn Kristján B Jónas- son slær um sig í Fréttablaðinu 22. þessa mánaðar og heldur að vegna þess að engin andmæli hafi heyrst síðan bókin kom út sé það sönnun sektar. Og hann sé laus allra mála. Í mínu tilviki er það þannig að ég hafði einfaldlega ekki lesið bókina. Eftir lestur við- talsins útvegaði svo Pétur Már hjá útgáfunni Eddu mér bókina til af- lestrar. Var mér mjög brugðið. Rithöfundurinn Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hefur einnig álp- ast út á hálan ís. Að gera ekki bet- ur er sennilega viðvaningsháttur. Óábyrg skrif í sinni fyrstu bók koma henni vonandi ekki svo al- varlega í koll en alltof margar rangfærslur virka almennt illa á þá sem þekkja sögusviðið. Lítilsvirðing og uppspuni Hver er eiginlega tilgangurinn með svona bók sem á að byggja á hreinskilni? Í bókinni hefur furðu margt ‘gleymst’ eða bara ekki passað annarlegum tilgangi Ruth- ar. Vísast til að draga að sjálfri sér athygli í von um vorkun. Er henni þá sama hverju hún lýgur til eða hvern hún valtar yfir? Og hvað er þetta endalausa röfl um höfnun? Að vera ein í heiminum týnd og tröllum gefin og ósannar sögur um erfiðar heimilisaðstæð- ur á okkar annars ágæta heimili í Keflavík? Það var bara stuttu fyrir prent- un bókarinnar að ég síðast átti fund með Ruth og Þórunni. Þær vantaði frásagnir og myndir, Ruth mundi óskýrt og margt ekki úr fortíð sinni. Sömdum við um að ég fengi að lesa handritið og fengi síðan bókina. Það er greinilegt hvernig það fór. Voru þær virki- lega svona falskar? Atti bókin kannski að vera jólagjöf? Ruth þú ert vissulega drama- drottning og öll ljós verða að skína á þig. Þú hefur lent hræði- lega í því í lífinu en ekki benda á mig sem orsakavald og sökudólg, það stenst ekki. Það hefur hvarfl- að að mér Ruth að skrifa minning- ar úr mínu eigin lífi undanbragða- laust. Ruth þú fórst núna langt yfir strikð Ég sé enga ástæðu til þess til þess að þú nú komist upp með svona lítilsvirðingar og upp- spuna og fullyrðingar út í bláinn án þess að ég svari í nokkrum orð- um. Aldrei snert krónu Ég sá bara ekkert um þín né önnur fjármál fjölskyldunnar yf- irleitt. Jón Ólafsson hefur sína viðskiptasiðfræði. Hans orð eru mér enginn sannleikur. Magnús Kjartansson tók að sér upp á æru og trú að vernda þig og passa þeg- ar þú varst í Brunaliðinu og ég þurfti að vera erlendis. Aldrei vissi ég neitt um tekjur þínar þar. Þú lærðir bara að drekka og margt ‘fullorðins’ sem þú hafðir engan þroska til. Kannski vill Ámundi Ámundason segja þér satt til um afrakstur Bangsaplötu 2 án þess að vera með skæting? Honum var framseldur útgáfu- réttur án þess að nokkur vissi þar um fyrr en löngu seinna. Misjafn sauður í mörgu fé Þer eru svo mjög margir aðilar sem komu að þínum barnastjörnu- ferli og misjafn sauður í mörgu fé. Mér finnst það vissulega undr- unarvert hvað þú hafðir lítið upp- úr þér með allar þessar ‘tekjur’, ófáar ferðirnar fór ég með þig í endalausar upptökur, allskonar uppákomur, viðtöl og fleira og fleira. Það var mikið mál að gera þig út, allt heimtaðir þú flottast og fínast. Það segir sig sjálft að ekki var hægt að standa undir því með matarpeningunum einum saman. Sumt af þínum pening fór því í þín eigin flottheit og vissir þú vel um það. Annað veit ég ekki um. Ekki hafði mér dottið í hug að framreikna mér laun fyrir allan þann tíma og fyrirhöfn sem fór í þig en þú varst svo óforskömmuð að kalla mig fyrir lögfræðing fyr- ir nokkrum árum með þessa enda- leysu um arðrán framreiknað. Meira að segja hvað skyldi þetta eiga að vera mikið í dag. Þessi málshöfðun var felld niður enda gjörsamlega tilhæfulaus og var ekki til neins nema leiðinda. Rangfærslur á rangfærslur ofan Þú hefðir nú alveg getað sleppt þessu hallærislega grátkasti útaf Portúgalferðinni á bls. 222. Systir þín var raunverulega í lífshættu hún hlaut alvarlega heilaskaða í bílslysi og miklar persónuleika- breytingar út frá því. Hún flækt- ist um í undirheimum Reykjavík- ur í félagsskap þar sem neysla og alvarlegt ofbeldi voru réttir dags- ins. Þetta var ástæðan fyrir ferð- inni að koma henni í annað um- hverfi. Það var fyrir velvilja ferðaskrifstofu sem veittu mér aðstoð og keyptu af mér listaverk að ferðin var möguleg. Því miður fór það svo að stuttu fyrir brottför var henni hent niður stiga í al- gjöru rugli og lenti þá stórslösuð á spítala. Ég fór ein í taugasjokki í ferðina sem varð til lítillar gleði. Systir þín hefur nú um síðir frels- ast og fundið hamingjuna. Ég er alin upp í Reykjavík hjá föðurfor- eldrum en ekki norður í landi og ekki af móðurforeldrum eins og segir á blaðsíðu 85. Það er af nógu að taka í rangfærslum. Myndin á blaðsíðu 22 er ekki frá trúlofun okkar Kjartans. Það var ekki um neitt ástarsamband að ræða með bóndanum í Hrísholti á blaðsíðu 91. Ég réði mig þar sem ráðskonu eftir erfiðan skilnað. Þar tók við algjör þrældómur. Mér var raun- verulega bjargað fyrir rest frá þeim svikula bónda af vinafólki. Alkóhólistatal út í hött Alkóhólistahjakkið um mig sem á að hafa verið til stórskaða í okkar fjölskyldulífi er alveg dæmalaust. Í fyrsta lagi er ég ekk- ert sérstaklega gefin fyrir vín og hef heldur ekkert úthald til drykkju nema kannski kvöldstund endrum og eins. Eiturlyf hef eg aldrei notað og snerti ekki tóbak. Fyllibytta getur ekki fengið bestu meðmæli og rekið barnaheimili með 120 börnum og jafnframt séð vel um sitt heimili. Fyllibytta keyrir ekki daglega milli Kefla- víkur og Reykjavíkur í myndlist- arskóla og sér jafnframt vel um sitt heimili. Fyllibytta heldur ekki hátt í 70 einka-myndlistarsýning- ar og rekur sitt eigið gallerí með sóma. Ég flúði einu sinni gjörsamlega búin á taugum, mér var andlega að blæða út vegna þín og erkifíkils- ins Gauja. Áreitið og yfirgangur- inn var yfirþyrmandi. Það var ein- skær heppni að þið brennduð ekki ofan af okkur þar sem ég leigði og þið gerðuð ykkur um sinn heima- komin. Þá fékk ég inni í meðferð fyrir náð til að ná áttum andlega. Það fylgir því ekki nokkur ánægja að rekast í þessari bók þinni og Þórunnar, þjófsorðið sem þú klínir á mig er ekki skylt nein- um sannleika nú þarft þú að biðja mig opinberlega afsökunar og fyr- irgefa sjálfri þér alvarleg meið- yrði í minn garð. Ég hef oft spáð í merkingu draums sem mig dreym- di fyrir löngu síðan. Mér fannst sem snákur væri inní brjóstholinu hann vafði sig um hjarta mitt og herti að, tilfinningin var hræðileg. Síðan ...“ Ríkey Ingimundardóttir Reykjavík 27/11/2003“ RÍKEY INGIMUNDARDÓTTIR Listamaður og móðir Ruthar Reginalds íhugar nú málsókn vegna bókar dóttur sinnar. Þar eru settar fram ýmsar ásakanir á hendur henni. Ég hef frá upphafi elskað þig Ruth og verið stolt af þínum einstæðu sönghæfi- leikum. Ég hef alltaf borið þinn hag fyrir brjósti og tekið þínum málstað, það mikið oftar en nokkurn grunar af lestri bókarinnar. Ég er þátttakandi í þínu lífi, verið þér haldreipi, reynt að leggja þér lið eins og ég gat og haft endalausar áhyggjur þín vegna. Aldrei nokkurn tíma hef ég snert eyri af þínum krónum í mína þágu. ,, Það fylgir því ekki nokkur ánægja að rekast í þessari bók þinni og Þórunn- ar, þjófsorðið sem þú klínir á mig er ekki skylt neinum sannleika nú þarft þú að biðja mig opinberlega afsök- unar og fyrirgefa sjálfri þér alvarleg meiðyrði í minn garð. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.