Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 57
 22.00 Hljómsveitirnar Blúsbyltan, Hölt hóra og Panil koma fram á Stefnu- móti Undirtóna á Grand Rokk.  23.00 Hin eina og sanna Víkinga- sveit leikur í Fjörugarðinum í Fjöru- kránni, Hafnarfirði.  Hljómsveitin Brimkló leikur í Sjall- anum á Akureyri.  Geirmundur Valtýsson og skemmtir á Players, Kópavogi.  Dj Valdi skemmtir á Felix.  Terrordisco á Kapital með Cosmo Vitelli ásamt dj-um Terrordisco  Hermann Ingi jr. spilar á Café Catal- ina í Kópavogi.  DJ Ísi sér um tónlistina á NASA.  Motown á Broadway. Jólahlaðborð og skemmtun. Milljónamæringarnir leika fyrir dansi.  Harmonikkudansleikur í kvöld í danshúsinu Ásgarði, Glæsibæ.  Írafár heldur útgáfutónleika í Aust- urbæ við Snorrabraut.  Dj Villi verður á Hverfisbarnum.  Glaumbar: Einar Ágúst og Gunni Óla spila á Glaumbar til klukkan 23, eft- ir það tekur Atli skemmtanalögga við.  Plötusnúðarnir Balli og Tommi verða á neðri hæðinni á Pravda og DJ Áki á efri hæðinni.  Lupin verður niðri og Jón Atli uppi á Laugavegi 22.  Sálin hristir uppí fólkinu á Gauknum fram eftir öllu.  Hin ástsæla gleðisveit Gilitrutt leikur í Pakkhúsinu, Selfossi.  Hinn stórskemmtilegi (skrýtni) Dj Stoned verður með ótrúlega sýningu á Café Amsterdam.  Sváfnir Sigurðarson trúbador ásamt Guðmundi Pálssyni bassaleikara endur- taka leikinn frá síðustu helgi á Café Aroma í Hafnarfirði.  Spilafíklarnir spila á efri hæðinni á Dubliner.  Miðnæturgleði í Egilsbúð, Neskaup- stað, með Bjartmari Guðlaugssyni í Stúkunni til klukkan þrjú.  Saga Class leikur fyrir dansi í Súlna- sal Hótel Sögu.  Flugdúettinn, þeir Sævar og Mummi, skemmtir á Ara í Ögri.  Páll Rósinkrans og Stjórnin verða í Leikhúskjallaranum. ■ ■ FYRIRLESTRAR  13.30 Jóhann Elí Guðjónsson læknir ver doktorsritgerð sína Psoriasis: Erfðir, klínísk einkenni og meingerð. Athöfnin fer fram í sal 101, Lögbergi. ■ ■ FUNDIR  15.00 Samtök herstöðvaandstæð- inga efna til opins fundar um her- stöðvamálið á Café Amor við Ráðhús- torgið á Akureyri. Aðalræðumaður er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Valgerður Bjarnadóttir flytur hugleiðingu um fyrsta stríðið. Upplestur og söngur. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar spil- ar, Karlakórinn Þrestir syngur og jóla- sveinar koma í heimsókn á opnun Jóla- þorpsins á Thorsplani í Hafnarfirði. Opið verður allar helgar á aðventunni.  14.00 Dagskrá verður í sal Nor- ræna hússins í tilefni af samstöðudegi með palestínsku þjóðinni. Ávörp flytja Omar Kitmitto sendiherra Palestínu, Mörður Árnason þingmaður Samfylking- arinnar og Katrín Jakobsdóttir varafor- maður Vinstri grænna. Hjónin Marta G. Halldórsdóttir söngkona og Örn Magn- ússon píanóleikari flytja nokkur lög.  14.00 Hinn árlegi basar KFUK í Reykjavík verður haldinn í húsi félagsins við Holtaveg. Á boðstólum verður mikið úrval af handgerðum munum, kökur og lukkupakkar fyrir börnin. ■ ■ SÝNINGAR  Afmælissýningu Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar lýkur á morgun.  Bergur Thorberg sýnir kaffimálverk í Vélasalnum í Vestmannaeyjum. Sýn- ingunni lýkur síðdeigis á sunnudag.  „Verðgildi, vor og vigt“ er yfirskrift sýningar Erlu B. Axelsdóttur í Húsi mál- aranna á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Í verk- um sínum notar Erla gamla vigt og lóð sem grunnhugmynd. Lóðin taka á sig persónulegar myndir, eru sem afl og flétta saman við upplifanir úr náttúrunni. Verkin eru unnin í olíu á striga, vatnsliti og blandaða tækni á pappír. Sýningunni lýkur á morgun.  „Klippt og skorið“ nefnist myndlistar- sýning, sem Örn Karlsson hefur opnað í ReykjavíkurAkademíunni. Örn vinnur mest með teikningar og samklipps- myndir (collage) en einnig texta sem hann beitir „orðaskurði“.  Auk verka úr safneigninni standa nú yfir þrjár sérsýningar í Safni, Laugavegi 37: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Weiner, Litir eftir Adam Barker-Mill og kynning á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnssonar.  Sýning Leikminjasafns Íslands, Frumherji og fjöllistamaður, Sigurður Guðmundsson málari, verður opin í gamla Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, í Hafnarfirði (á bak við Þjóðkirkjuna) kl. 14-17 laugardag og sunnudag. Aðgang- ur ókeypis.  Sýningin „Trompet úr járni og veltu- minkur“ með listamönnunum Tuma og Pétri Magnússonum verður opin í Gall- erí +, Brekkugötu 35 á Akureyri um helgina. Þetta er næstsíðasta sýningar- helgin.  Í Gerðarsafni í Kópavogi hefur verið opnuð sýning á japanskri samtíma- byggingarlist 1985-1996. Sýndar eru fjölmargar ljósmyndir af byggingum í Japan frá umræddu tímabili. Sýningin stendur til 7. desember. Gerðarsafn er opið 11-17 alla daga nema mánudaga.  Þetta vilja börnin sjá! nefnist sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum ís- lenskum barnabókum, sem nú er í Gerðubergi. Sýningin er unnin í sam- vinnu við Fyrirmynd, Félag íslenskra myndskreyta, og stendur til 11. janúar.  Olga Lúsía Pálsdóttir hefur opnað sýningu á grafískum verkum sínum í Mokkakaffi að Skólavörðustíg 3a. Yfir- skrift sýningarinnar er: „Stjörnuspeki í augum Olgu Lúsíu“. Sýningin stendur til 10. janúar.  Áskell Másson tónskáld heldur sýn- ingu á tónverkum frá upphafi til enda í Galleríi Sævars Karls í tilefni af 30 ára starfsafmæli sínu og 50 ára afmæli.  Ína Salóme er með sýningu á textíl- verkum í Listhúsi Ófeigs við Skóla- vörðustíg. Sýningin stendur til 30. des- ember og er opin á verslunartíma.  Birna Smith sýnir olíumálverk á striga í sýningarsal Hans Petersen á Garðatorgi í Garðabæ.  Ljósmyndasýning stendur yfir á Thorvaldsen í tilefni útgáfu ljósmynda- ljóðabókar K.U.K.L. Ljósmyndirnar á sýn- ingunni tók Jónatan Grétarsson. Signý Kristinsdóttir og Silja Þorbjörnsdóttir sömdu ljóðin. Sýningin stendur til 3 jan- úar 2004.  Þögn er yfirskrift sýningar Elínborg- ar Halldórsdóttur, Ellýar, sem opnuð hefur verið í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Sýningunni lýkur 7. desember. LAUGARDAGUR 29. nóvember 2003 59 JÓN STEFÁNSSON Reyndar hittist svo á að það erlaufabrauðsdagur hjá mér á morgun þannig að ég kemst ekki neitt,“ segir Jón Stefánsson, org- anisti í Langholtskirkju. „En ég myndi auðvitað fara og hlusta á barokk í Salnum. Ég á líka eftir að sjá Werther í Íslensku óperunni og svo hefur mig alltaf dauðlang- að til að sjá Dýrin í Hálsaskógi. Það hef ég aldrei séð, en þetta er eitthvað sem þjóðin á og er alltaf að vinna með þessi lög. Svo á ég líka eftir að sjá Tenórinn hans Guðmundar Ólafssonar. Ég veit að hann er góður tenór og er alveg viss um að þetta er skemmtileg sýning.“  Val Jóns Þetta lístmér á! ✓ Smáralind. 1. hæð, sími: 553 6622 - www.hjortur.is Hefur opnað í Smáralind * Eð a m eð an b ir gð ir e nd as t. Í tilefni 50 ára afmælis í nóvember bjóðum við eftirfarandi á 50% afslætti í dag: Matta rósin - vasi Verð áður 8.490 nú kr. 4.245 * Hvíta stellið - sælgætisdiskur Verð áður 4.805 nú kr. 2.402 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.