Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 8
8 29. nóvember 2003 LAUGARDAGUR ■ Þjónusta Góð fyrirmynd „Sömu grundvallarhugmyndir hafa mótað réttinn til nýtingar náttúruauðlinda og Íslendingar hafa einkum horft til Rússlands þegar fjármála- og viðskiptalíf- inu hafa verið settar reglur.“ Ásgeir Sverrisson í Viðhorfspistli. Morgunblaðið, 28. nóvember. Hunda- og kóngalíf „Ég hef stundum farið einn nið- ur að styttunni af kónginum og reynt að átta mig á því hvað veldur þessum ósköpum en verð einskis vísari. Þetta er mér hul- in ráðgáta en hundurinn brjálast alltaf.“ Hundur Einars Ólafssonar þolir ekki styttuna af Kristjáni IX. DV, 28. nóvember. Kjörin fyrir glæpasögur? „Ég er alveg óhræddur í Reykja- vík. Samanborið við stórborgir úti í heimi er hún í versta falli hrekkjusvín.“ Ævar Örn Jósepsson glæpasagnahöfundur. DV, 28. nóvember. Orðrétt Breski Íhaldsflokkurinn sækir í sig veðrið: Nýr leiðtogi lyftir flokknum BRETLAND Breski Íhaldsflokkurinn nýtur meira fylgis en Verka- mannaflokkurinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í dagblaðinu The Telegraph. Fylg- isaukning íhaldsmanna er nær öll á kostnað frjálslyndra demókrata. 38% aðspurðra sögðust styðja Íhaldsflokkinn, 36% Verkamanna- flokkinn og 19% Frjálslynda demókrata. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir Michael Howard, sem var kjörinn leiðtogi íhalds- manna fyrir aðeins rúmum þrem- ur vikum. Íhaldsflokkurinn hefur ekki mælst með jafn mikið fylgi síðan Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók við forystu í Verka- mannaflokknum fyrir níu árum. Samkvæmt könnuninni eru 59% kjósenda óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og 65% telja hana hafa gerst seka um óheiðar- leika. 31% sagðist vilja sjá Blair í embætti forsætisráðherra, 27% Howard og tíu prósent Charles Kennedy, leiðtoga Frjálslyndra. Iain Duncan Smith, fyrrum leið- togi Íhaldsflokksins, naut aldrei fylgis meira en 21% aðspurðra í skoðanakönnunum. ■ Lævís takmörkun á tjáningarfrelsinu Formaður Starfsmannasamtaka RÚV segir vinnubrögð útvarpsstjóra í Spegilsmálinu forkastanleg. Telur yfirvofandi skipulagsbreytingar læ- víslegar. Hollvinasamtök RÚV lýsa áhyggjum. FJÖLMIÐLAR „Það eru forkastanleg vinnubrögð í þessu máli öllu. Út- varpsstjóri neitaði að tala við Frið- rik Pál Jónsson þrátt fyrir að hann hafi verið beðinn um að gera það. Útvarpsstjóri á að standa með sínu fólki þar til eitthvað sannast,“ seg- ir Jón Ásgeir Sigurðsson, formað- ur Starfsmannasamtaka Ríkisút- varpsins, um framkomu og viðhorf Markúsar Arnar Antonssonar út- varpsstjóra til aðstandenda út- varpsþáttarins Spegilsins. Hann segir að eðli málsins samkvæmt hefði útvarpsráð átt að kynna sér þessi mál til að fá botn í það hvort ávirðingarnar ættu einhverja stoð í raunveruleikanum. „En það er ekkert gert og bara hlaupið til og ályktað,“ segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir rifjaði upp að árið 1998 kvart- aði Davíð Odds- son forsætisráð- herra yfir því í a ð d r a g a n d a borgarstjórnar- kosninga að slag- síða væri á fréttaflutningi Útvarpsins, Sjálfstæðisflokknum í óhag. „Það mál var krufið til mergjar og í ljós kom að ekkert var athuga- vert og jafnvægi var í fréttaflutn- ingnum,“ segir Jón Ásgeir. Hann tekur í sama streng og fréttastjóri og varafréttastjóri Út- varpsins varðandi skipulagsbreyt- ingar innan stofnunarinnar, sem hann telur ekki aðeins óþarfar heldur skaðlegar. „Þessar óbeinu takmarkanir á tjáningarfrelsi eru þær lævísleg- ustu og erfiðast er að eiga við þær. Þarna virðist eitthvað slíkt búa að baki,“ segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir er umsjónarmaður þáttarins Víðsjár, sem útvarps- stjóri líkti í frægum tölvupósti við helgarútgáfu „Hljóðviljans“. Hann segir að Starfsmanna- samtökin verði með fund í næstu viku þar sem þessi mál verði rædd. „Í þessu máli er augljóslega trúnaðarbrestur á milli útvarps- stjóra og þeirra sem sakaðir eru um ákveðna hluti,“ segir Jón Ás- geir. Stjórn Hollvinasamtaka Ríkis- útvarpsins sendi „að gefnu tilefni“ frá sér ályktun í gær vegna þessa máls. „Hollvinir Ríkisútvarpsins vara við aðgerðum sem auka mið- stýringu innan stofnunarinnar og ítreka mikilvægi þess að stofnunin og starfsmenn hennar haldi fag- legu sjálfstæði og breidd í innra starfi,“ segir meðal annars í álykt- uninni. rt@frettabladid.is Sjómannaafsláttur: Dapurt innlegg SJÁVARÚTVEGUR „Þetta útspil fjár- málaráðherra er verulega dapurt innlegg í aðdraganda kjaravið- ræðna og til þess eins fallið að draga stórlega úr möguleikum á að sjómenn og útvegsmenn nái að semja sín í milli,“ sagði Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins. Hann vísaði þar til yfirlýsinga um afnám sjómannaafsláttar og yfirlýsinga Geirs Haarde þar um á nýliðnu þingi útvegsmanna. Sjó- menn brugðust hart við, enda segja þeir afsláttinn hluta af kjör- um sínum og viðurkenningu á sér- stöðu sjómannsstarfsins. ■ BRÉFIN SKRÁÐ Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Medcare Flögu, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, ganga frá skráningu fyrirtækisins á aðallista Kauphallar Íslands. Kauphöll Íslands: Flaga fór vel af stað HLUTABRÉF Bréf fyrirtækisins Medcare Flögu fengu góða byrjun í Kauphöll Íslands. Bréfin voru skráð á fimmtudag og þá gátu við- skipti með þau hafist. Mikil eftir- spurn var eftir bréfunum í útboði til fagfjárfesta. Gengið í þeim við- skiptum var sex krónur á hlut. Verð bréfa Medcare Flögu hækk- aði í átta, en lokaverð dagsins var sjö krónur á hlut. Hækkun dags- ins nemur því tæpum 17% yfir daginn. Alls voru viðskipti með bréfin 148 fyrir 235 milljónir króna. ■ Stökur á Akureyri keyptu Loðskinn á Sauðárkróki: Eiga allan iðnaðinn SKINNAIÐNAÐUR Einkahlutafélagið Stökur á Akureyri hefur keypt allt hlutafé Loðskinns á Sauðár- króki. Stökur eiga jafnframt meirihluta hlutafjár í Skinnaiðn- aði hf. á Akureyri og þar með all- an skinnaiðnað í landinu. Loðskinn Sauðárkróki var stofnað árið 1999 af Búnaðar- banka Íslands eftir gjaldþrot samnefnds fyrirtækis. Yfirtók bankinn þá eignir og rekstur þrotabúsins og hefur rekið fyrir- tækið sem skuldaskilaeign und- anfarin ár. Ítrekað hefur verið reynt að selja fyrirtækið, en án árangurs, fyrr en nú. Ormarr Örlygsson, fram- kvæmdastjóri Skinnaiðnaðar á Akureyri, hefur tekið við fram- kvæmdastjórn Loðskinns. Ormarr segir ekki ljóst hvernig rekstri fyrirtækisins verði hagað til framtíðar. Þó sé ljóst að einhverjar breytingar verði á starfseminni. Þær ættu að liggja fyrir um miðjan næsta mánuð. Um 40 manns vinna hjá Loðskinni á Sauðárkróki. ■ VIÐSKIPTI Radisson SAS Hótel Saga og Háskóli Íslands hafa tekið upp samstarf sem felst í því að hótelið tekur að sér alla sölu- og markaðssetningu á funda- og ráðstefnusölum Há- skóla Íslands þann tíma sem húsnæðið er ekki nýtt undir kennslu eða aðra starfsemi. Um er að ræða sex sali í Háskólabíói og kennslustofur í Lögbergi og Odda auk funda- og fyrirlestrar- sala í hinu nýja Náttúrufræða- húsi. „Við teljum að samstarfið sé báðum aðilum til góðs. Háskól- inn fær betri nýtingu á húsa- kosti sínum auk þess sem fag- aðili sér um markaðs- og sölu- starf jafnt innanlands sem utan,“ segir Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS. ■ HOWARD OG BLAIR Rúm þrjátíu prósent breskra kjósenda telja Tony Blair hæfastan til að gegna embætti forsætisráðherra en 27% vilja sjá Michael Howard í embættinu. SPEGILLINN Starfsmenn Spegilsins hafa orðið fyrir einkunnagjöf útvarpsstjóra, sem uppnefnir þáttinn Hljóðviljann. Formaður Starfsmannafélagsins segir að útvarpsstjóri eigi að standa með sínu fólki þar til sannist að ávirðingar eigi sér stoð. Á myndinni er Helga Vala Helgadóttir dagskrárgerðarmaður að störfum. „Útvarps- stjóri á að standa með sínu fólki þar til eitthvað sannast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LOÐSKINN Eigendur Skinnaiðnaðar á Akureyri keyptu allt hlutafé Loðskinns á Sauðárkróki í gær og eiga þar með allan skinnaiðnað í land- inu. M YN D /V IG G Ó Radisson SAS: Samstarf við Háskólann SAMSTARF UNDIRRITAÐ Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS, Páll Skúlason háskólarektor og Stefán Ólafs- son, stjórnarformaður Háskólabíós. FLEIRI Í MIÐGARÐ Fleiri nýta sér þjónustu Miðgarðs, þjón- ustumiðstöðvar Reykjavíkur- borgar í Grafarvogi, nú en fyrir tveimur árum ef mið er tekið að þjónustukönnunum Gallups fyrir borgina. Fyrir tveimur árum sögðust 15,2% nýta sér þjónustuna en 20,0% nú. 14,2% segjast nýta sér þjónustu Vest- urgarðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.