Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 29.11.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 58 Leikhús 58 Myndlist 58 Íþróttir 54 Sjónvarp 60 LAUGARDAGUR JÓLABAROKK Barokkhópurinn held- ur tónleika í Salnum í Kópavogi klukkan 18 í dag. Spilað verður á upprunaleg barokkhljóðfæri og Arngeir Heiðar Hauks- son verður sérstakur gestur. Barokkið hljómar en einnig sumt sem minnir á spænska flamengótónlist og 18. aldar skemmtitónlist. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA SNJÓKOMA EÐA ÉL Þó síst í höfuðborginni. Það er hálf napurt enda hreyfir lítið vind. Hlýnar seint á mánudags- kvöld. Sjá síðu 6 29. nóvember 2003 – 297. tölublað – 3. árgangur jol.is ● glöggið úti Engill í miðbænum jólin koma Brynhildur Björnsdóttir: ▲ SÍÐUR 44-45 ENGIN TENGSL Utanríkisráðherra hefur ekki upplýsing- ar um frekari upp- sagnir hjá varnarlið- inu en segir að upp- sagnir sem þegar hafa verið kynntar séu ekki í neinu sam- hengi við viðræður vegna varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands. Sjá síðu 6 SAMRÁÐ EFTIR LANDSSVÆÐUM Seinni frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna, sem kynnt verð- ur félögunum í næstu viku, fjallar meðal annars um samráð á einstökum landsvæð- um og Olíudreifingu. Sjá síðu 2 ÖLLUM SAGT UPP Starfsmönnum rækjuverksmiðju Póla var sagt upp í gær. 21 starfsmaður fékk uppsagnarbréf en for- ysta verkalýðsfélagsins telur að lög um hópuppsagnir hafi verið brotin. Sjá síðu 4 BANDARÍKJAMENN MEÐ Bandaríkin standa að nýjum vopnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að ríkisstjórnir beri ábyrgð á því að fjarlægja eða eyða öllum hergögnum á yfirráðasvæði sínu að stríði loknu. Þetta er fyrsti afvopn- unarsamningurinn sem stjórn Bush sam- þykktir. Sjá síðu 2 Rás 2 tvítug: Glímt við Jón Arason Ólafur Gunnarsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í nýrri bók sinni um Jón biskup Arason. SÍÐA 30 ▲ Bækur: Var alveg sama DECODE Davíð Þór Björgvinsson, pró- fessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, telur að breyta þurfi lög- um um gagnagrunn til þess að hægt sé að hefja vinnu við samsetningu hans ef halda eigi áfram í samræmi við þær hugmyndir sem liggja til grundvallar lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Breyta þarf lögunum þannig að þau kveði nánar á um meðferð og úrvinnslu gagnanna, en í dómi Hæstaréttar á fimmtudag var kom- ist að þeirri niðurstöðu að markmið laganna um persónuvernd væru ekki nægilega vel tryggð í lögunum. Davíð Þór telur að dómur Hæsta- réttar vegi ekki að hugmyndinni um gerð miðlægs gagnagrunns á heil- brigðissviði. „Ég tel að í honum sé Hæstiréttur búinn að gefa grænt ljós á að ef það eru gerðar nauðsyn- legar breytingar á lögunum í sam- ræmi við þær athugasemdir sem gerðar eru þá sé hægt að halda áfram með verkefnið á þeirri for- sendu sem lagt var upp með; það er að það sé hægt að safna upplýsing- um án upplýsts samþykkis hvers og eins,“ segir Davíð Þór. ■ spilar á laugardagskvöldum Gunnar Þórðarson: ▲ SÍÐA 62 Alltaf gaman 39 ára í dag Didda: ▲ SÍÐA 20 Skiptir á afmælisdegi 3.990 10 lítrar Meðallestur 25-49 Höfuðborgarsvæðið NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 75% 56% Móðir Ruthar Reginalds: Sakar Ruth um lygi BÓKAÚTGÁFA Ríkey Ingimundar- dóttir, móðir Ruthar Reginalds, skrifar harðort opið bréf til dóttur sinnar og sakar Ruth og höfund bókar um hana um hálfsannleik, í besta falli lygi. Ríkey íhugar nú málsókn á hendur Ruth og Forlaginu en hún vill meina að í bókinni komi fram skelfilegar ásakanir. Ríkey hafnar því alfarið að hún hafi arð- rænt dóttur sína, hún neitar því að vera alkóhólisti og spyr hver til- gangurinn með bók af þessu tagi sé. Hún segir alkunna að langvarandi neysla vímuefna geti heft andlegan þroska og valdið veruleikafirr- ingu. Sjá nánar á blaðsíðu 22. HEILBRIGÐISMÁL Eitt meginmarkmið sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 var að draga úr kostnaði, en skýrsla Ríkisendur- skoðunar um mat á árangri samein- ingarinnar leiðir í ljós að það mark- mið hefur ekki náðst. „Sameiningin hefur hvorki leitt til aukinna afkasta né sparnaðar eins og að var stefnt,“ segir í skýrsl- unni. „Þó að biðlistar hafi styst í sumum sérgreinum hafa þeir lengst í öðrum. Þá hefur sameining deilda, fækkun starfsfólks og minni yfir- vinna ekki orðið til að draga úr kostnaði,“ segir í skýrslunni. „Hann hefur þvert á móti hækkað svo mik- ið að nú fæst minni þjónusta fyrir hverja krónu en áður var.“ Í skýrslunni segir að rekja megi aukinn kostnað meðal annars til mikilla launahækkana og auk- ins kostnaðar vegna tækninýjunga og lyfja. Faglega séð telur Ríkisendur- skoðun að sameining spítalanna hafi skilað árangri. Stofnunin ber ýmsa þætti í starfsemi Land- spítala-háskólasjúkrahúss saman við bresk háskólasjúkrahús. Meðallegutími sjúklinga er mjög svipaður. Þegar horft er til tíu al- gengustu sjúkdómsflokka kemur í ljós að í sjö tilvikum er legutími á Landspítalanum styttri en í Bret- landi. Niðurstöður athugunar á kostnaði vegna 28 algengustu sjúkdómsflokka á Landspítalanum eru einnig viðunandi. Það er neikvætt að starfsfólk spítalans skilar minni afköstum en starfsfólk spítalanna í Bretlandi. Að meðaltali þarf Landspítalinn 42% fleiri starfsmenn til að skila jafn mörgum sjúkdómsverkum og bresku sjúkrahúsin. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að ólík samsetning verkefna geti haft áhrif á þennan samanburð. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki sé nægilega ljóst hvernig Landspítalanum sé ætlað að vera í framtíðinni. Það dragi úr möguleik- um stjórnenda á markvissri upp- byggingu og stjórnun. Gagnrýnt er að fjárheimildir hafi ekki aukist að sama marki og útgjöld. „Það hefur sömuleiðis sett sam- einingunni ákveðin takmörk að meginstarfsemin fer fram á tveim- ur stöðum,“ segir í skýrslunni. trausti@frettabladid.is sjá síðu 2 UNNIÐ AÐ RANNSÓKNUM Davíð Þór telur ekki að dómur Hæstaréttar vegi að grundvelli gagnagrunns á heil- brigðissviði. RUTH REGINALDS Bók hennar veldur verulegum usla innan fjölskyldunnar. Rás 2 er tvítug. Rokklandsstjórinn Óli Palli lét sér fátt um finnast þegar stöðin var stofnuð og segist hafa verið alveg sama. ▲ SÍÐA 40 Sigurður Björnsson: Verður aftur yfirlæknir HEILBRIGÐISMÁL Deilunni um starfslok Sigurðar Björnssonar sem yfirlæknis lyflækninga við Landspítala-háskólasjúkrahús lauk í gær með því að ákveðið var að Sigurður tæki aftur við stöðu yfirlæknis. Hann lýsti því yfir að hann hefði dregið til baka stjórn- sýslukæru sína til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis vegna brott- vísunar sinnar úr starfi yfirlækn- is og að hann myndi ekki að óbreyttu sinna sjúklingum á læknastofu sinni. Sigurður var færður úr starfi yfirlæknis í stöðu sérfræðings eftir að hann lýsti sig óbundinn af samkomulagi sem hann gerði við stjórn Landspítalans um að stunda ekki stofurekstur sam- hliða starfi sínu hjá spítalanum. ■ Gagnagrunnsdómur kallar á endurskoðun: Breyta þarf lögum Kostnaður jókst eftir sameiningu Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sameiningu spítalanna leiðir í ljós að kostnaðarlega hefur sameiningin engu skilað. Þvert á móti hefur kostn- aður hækkað. Ríkisendurskoðun gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SKÝRSLAN SKOÐUÐ Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi og Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, báru saman bækur sínar áður en ný skýrsla um sameiningu spítalanna var kynnt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.