Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Íþróttir 19 Sjónvarp 24
MÁNUDAGUR
KÖRFUBOLTI Karlalandsliðið í körfu-
bolta leikur seinni leik sinn gegn banda-
ríska háskólaliðinu Catawba í Þorlákshöfn
í kvöld en fyrri leikurinn fór fram í gær-
kvöldi. Sigurður Ingimundarson stýrir
landsliðinu en í liði Catawba leikur Helgi
Már Magnússon.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
TALSVERÐUR ÉLJAGANGUR í borg-
inni og áfram kalt. Dregur úr frosti á morg-
un og þá jafnvel frostlaust við suðurströnd-
ina. Sjá síðu 6
● framandi áramótamatur
Gefa góð ráð
matur o.fl
Kokkarnir á Skólabrú:
▲
SÍÐA 14
29. desember 2003 – 325. tölublað – 3. árgangur
● söng í top of the pops
Þórunn Antonía:
▲
SÍÐA 26
Gerir það gott í
London
● ekur um á saumavélinni
Á engan
draumabíl
bílar o.fl.
Rúnar Freyr Gíslason:
▲
SÍÐA 16
ÍHUGAR MÁLSHÖFÐUN Loftkastal-
inn nýtur engra opinberra styrkja frá ára-
mótum meðan stóru leikhúsin fá drjúgar
greiðslur. Að óbreyttu verður félaginu um
Loftkastalann slitið næsta vor og íhuga for-
svarsmenn Loftkastalans málshöfðun á
grundvelli samkeppnislaga. Sjá síðu 2
OPNA FYRIR FLEIRI Vélstjórum hefur
fækkað á undanförnum árum og hefur Vél-
stjórafélag Íslands nú brugðist við því með
því að opna félagið þannig að fleiri en vél-
stjórar einir fái inni í félaginu. Formaðurinn
segir ákveðinn félagafjölda nauðsynlegan
til að reka öflugt félag. Sjá síðu 4
FLEIRI FÍKNIEFNAMÁL Rúmlega
þrefalt fleiri fíkniefnamál hafa komið upp á
Keflavíkurflugvelli það sem af er desember
en allan desembermánuð á síðasta ári.
Málin eru fleiri en næstu þrjá mánuði á
undan samanlagt. Sjá síðu 6
ÁRÁSUM LINNIR EKKI Árásir á er-
lenda heri í Írak halda áfram og féllu tveir
bandarískir hermenn í árásum í gær. Banda-
ríkjamenn heita andvirði rúmlega sjötíu millj-
óna króna fyrir upplýsingar sem leiða til
handtöku tólf þeirra 55 manna sem þeir
lögðu mesta áherslu á að ná. Sjá síðu 2
ÍRAN Opinber embættismaður hér-
aðsstjórnarinnar í Kerman-héraði
í Íran segist óttast að tala látinna í
jarðskjálftanum í borginni Bam á
föstudagsmorguninn eigi eftir að
hækka í 30.000. „Ég er hræddur
um að talan verði nálægt 30.000
því ástandið í þorpunum í kring-
um borgina er ennþá verra heldur
en í borginni sjálfri. Mörg þeirra
eru gjörsamlega í rúst og hætt við
því að þúsundir hafi orðið undir
rústunum,“ sagði embættismaður-
inn, sem ekki vildi láta nafns síns
getið.
Áður hafði Jahanbakhsh
Khanjani, talsmaður íranska inn-
anríkisráðuneytisins, tilkynnt að
tala látinna væri komin í 22.000
og ætti enn eftir að hækka. „Það
er ennþá verið að grafa og leita í
rústunum svo talan á örugglega
eftir að hækka nokkuð,“ sagði
Khanjani og bætti við að búið
hefði verið að jarðsetja 20.500
lík um miðjan dag í gær.
Jesper Lund, yfirmaður
Mannúðarskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna, sagði í gær að 22 al-
þjóðlegar leitar- og björgunar-
sveitir væru enn að leita í rúst-
unum en bráðlega yrði öll
áhersla lögð á að sinna þeim sem
fundist hafa lifandi.
Stjórnvöld í Írak áætla að um
100.000 manns hafi misst heimili
sín í jarðskjálftanum og að þar
af séu um 30.000 slasaðir.
Hjálpargögn hafa stöðugt
verið að berast víða að úr heim-
inum og voru á annan tug full-
hlaðinna flutningaflugvéla
komnar til Írans í gær með
hjálparliða og gögn, þar af fjórar
frá Bandaríkjunum. ■
Meðallestur 25-49
Höfuðborgarsvæðið
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
75%
56%
Ástandið enn verra
í minni þorpunum
Opinber embættismaður í Kerman-héraði í Íran segist óttast að tala lát-
inna í jarðskjálftanum í Bam verði nálægt 30.000 því ástandið í þorpun-
um í kringum borgina sé ennþá verra en í borginni sjálfri.
Atvinnuleysi vélstjóra:
Nálgast tíu
ára topp
VÉLSTJÓRAR Atvinnuleysi meðal fé-
lagsmanna Vélstjórafélags Íslands
virðist vera að aukast á ný. Félags-
gjöld vegna atvinnulausra félags-
manna hafa tvöfaldast, auk þess
sem fjöldi manna hefur óskað eftir
að vera á skrá hjá Vélstjórafélag-
inu yfir menn í atvinnuleit.
Í ársskýrslu Vélstjórafélagsins
sést að það sem af er þessu ári hafa
verið greiddar tæplega 18 milljónir
króna í bætur vegna 62 félags-
manna í samtals 4.993 daga. Í fyrra
voru greiddar tæpar 10 milljónir
vegna 30 manna í samtals 2.905
daga. Atvinnuleysið meðal vélstjóra
nálgast því tölur fyrir tíu árum en
þá náði atvinnuleysið hámarki. ■
Þingkosningar:
Óvenju mik-
il kjörsókn
BELGRAD, AP Útlit er fyrir að harð-
línumenn úr röðum þjóðernissinna
vinni ekki þann stóra sigur sem
þeim hafði verið spáð í þingkosn-
ingunum í Serbíu sem fram fóru í
gær. Fyrstu tölur bentu til þess að
stuðningsmenn lýðræðisaflanna,
sem komu Slobodan Milosevic frá
völdum árið 2000, mættu á kjörstað
í meira mæli en gert hafði verið
ráð fyrir.
Í gærkvöldi var talið líklegt að
þó svo að Róttæki flokkurinn,
flokkur harðlínuþjóðernissinna,
yrði stærstur gætu flokkar sem
vilja nánari tengsl við Vesturlönd
myndað stjórn, nái þeir að setja
niður deilur sínar. ■
M
YN
D
/A
P
FLUGELDAR Flugeldasala hófst
víða í gær og samkvæmt þeim
söluaðilum sem Fréttablaðið
hafði samband við fór salan vel
af stað. Magnús Árnason hjá
Gullborg segir úrvalið gríðar-
legt og að salan dreifist jafnt og
þétt á vöruna. Gullborg hefur
flutt inn flugelda í áratugi og
voru þeir fyrstu til að nefna
flugeldana íslenskum nöfnum. Í
ár eru skotkökurnar nefndar eft-
ir íslenskum fjöllum og flugeld-
arnir bera nafn íslenskra fugla.
Ævintýraflugeldar voru með
opið á Stórhöfða og í Brautar-
holti, en fleiri útsölustaðir verða
opnaðir innan tíðar. „Salan var
þokkaleg í dag, en fólk er að
byrja að taka við sér. Það verður
þó alltaf meira eftir því sem nær
dregur áramótunum. Vinsælast
er það sem heyrist hæst í,“ segir
Rúnar Ólafsson flugeldasali, „og
aldur viðskiptavina dreifist
mjög. Stærsti kaupendahópur-
inn er þó alltaf á bilinu 30-45 ára
karlmenn.“ Rúnar segir engar
sérstakar nýjungar hjá þeim í ár.
„Við vorum með nýjar kökur í
fyrra sem við bjóðum að sjálf-
sögðu aftur í ár.“
Mikið úrval er á flugelda-
markaði og fjölmargir söluaðil-
ar, meðal annars Kiwanisklúbb-
ar, íþróttafélög og björgunar-
sveitirnar. ■
FLUGELDAMARKAÐUR Á STÓRHÖFÐA
Flugeldamarkaðir opnuðu í gær
og þeir spenntustu voru auðvitað
mættir á fyrsta degi.
Flugeldasalan hófst í gær:
Hávært frekar en litskrúðugt
LÁTNIR GRÁTNIR
Maður grætur meðan samferðamenn hans bera lík eins fórnarlamba jarðaskjálftans í og við Bam. Í gær var búið að grafa rúmlega
20.000 lík en fleiri lík eru enn að finnast og því ljóst að tala látinna á enn eftir að hækka. Áætlað er að 100.000 manns hafi misst heimili
sín og að 30.000 hafi slasast til viðbótar þeim sem létust.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
KOMIÐ TIL KJÖRFUNDAR
Öryggisvörður leitar eftir merkingum sem
koma áttu í veg fyrir að fólk kysi tvisvar.