Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 2
2 29. desember 2003 MÁNUDAGUR „Já, ég hef ofurtrú á stjórnmálamönnum.“ Andrés Jónsson er formaður Ungra jafnaðar- manna. UJ hefur óskað eftir að fá að sjá lista yfir stofnfjáreigendur í SPRON. Þessara lista hefur ver- ið gætt af töluverðri ákefð á undanförnum árum. Spurningdagsins Andrés, ertu bjartsýnn á þetta? ■ Lögreglufréttir Ójafn leikur í leikhúsrekstri Forráðamenn Loftkastalans gagnrýna harðlega stefnu ríkis og borgar í leikhúsmálum. Stóru leikhúsin tvö fá hundruð milljóna króna í styrki en Loftkastalanum var synjað um rekstrarstyrki á næsta ári. LEIKHÚS „Frá og með næstu áramót- um nýtur Loftkastalinn engra opin- berra styrkja og vandséð hvernig við fáum þrifist í því umhverfi sem ríki og borg hafa skapað. Að óbreyt- tu munum við slíta félaginu næsta vor og íhuga málshöfðun á grund- velli samkeppnislaga,“ sagði Ari Matthíasson, ráðgjafi Loftkastalans. F o r s v a r s - menn Loftkastal- ans telja að hið opinbera mis- muni þeim sem stunda leikhús- rekstur og sendi L o f t k a s t a l i n n S a m k e p p n i s - stofnun kæru í sex liðum vegna þessa fyrir jólin. Þar er óskað eftir því að stofn- unin úrskurði um hvort þau mark- mið samkeppn- islaga, að opin- berir styrkir raski ekki samkeppni á leikhúsmarkaði, séu brotin. Frá stofnun hefur Loftkastal- inn verið í fararbroddi íslensks leikhúss og oftar en ekki átt að- sóknarmestu sýningarnar. Loft- kastalinn bryddaði upp á nýjung- um, svo sem sumarsýningum. Stóru leikhúsin fylgdu svo í kjöl- farið þegar sýnt þótti að þær nutu verulegra vinsælda. Á átta ára starfstíma Loftkastalans hefur rekstrinum verið haldið gang- andi án verulegra opinberra styrkja. Styrkir Reykjavíkurborgar til rekstrarins námu samtals 9,9 millj- ónum króna árin 1995 til 2003. Auk þess fékk félagið fimm milljónir árið 1995 frá Íþrótta- og tóm- stundaráði vegna verkefna fyrir ungt fólk. Þá hefur félagið tvívegis notið fyrirgreiðslu frá Leiklistar- ráði vegna einstakra verkefna, samtals sex milljónir króna. Í allt nema styrkirnir 20,9 milljónum króna á átta árum. Forsvarsmenn Loftkastalans segja þessar styrkveitingar afar rýrar þegar litið er til þess að leik- húsið á í beinni markaðslegri sam- keppni við stóru leikhúsin, Þjóðleik- húsið og Borgarleikhúsið, sem njóta samanlagt 600 til 700 milljóna styrkja frá ríki og borg á þessu ári. „Loftkastalinn hefur verið helsta skjól frjálsra leikhópa og það var gríðarlegt áfall þegar borg- in ákvað að hætta stuðningi við fé- lagið. Samningar ríkis og borgar við stóru leikhúsin koma í veg fyr- ir samkeppni. Stóru leikhúsin þrengja mjög að okkar starfsemi, keppa beint við Loftkastalann um útleigu og stunda undirboð á mark- aði,“ segir Ari Matthíasson. Ari segir að erindum Loftkastal- ans til menntamálaráðherra og borgarstjóra og ósk um viðræður vegna Loftkastalans hafi ekki verið svarað. the@frettabladid.is Ekkert lát á skæruárásum: Milljón dollarar til höfuðs eftirlýstum ÍRAK Stjórnvöld í Írak hafa ákveð- ið að leggja eina milljón dollara til höfuðs tólf eftirlýstum stuðnings- mönnum Saddams Husseins, fyrr- um Íraksforseta, sem enn ganga lausir af þeim 55 sem Bandaríkja- menn lýstu upphaflega eftir. Áður höfðu tíu milljónir dollara verið lagðar til höfuðs þeim þrettánda, sem er Izzat Ibrahim al-Douri, fyrrum helsti aðstoðarmaður Saddams, en hann er talinn aðal- skipuleggjandi skæruárásanna á liðsmenn bandamanna í Írak. Á sama tíma halda skæruliðar áfram árásum á hermenn banda- manna, en í gær féllu tveir banda- rískir hermenn til viðbótar í tveimur aðskildum sprengjuárás- um. Sú fyrri var gerð í höfuðborg- inni Bagdad en þar létu tvö írösk börn einnig lífið auk þess sem margir særðust. Seinni árásin var gerð nálægt borginni Fallujah vestur af Bagdad en þar særðust þrír bandarískir hermenn auk þess sem lést. Á meðan var tilkynnt að einn búlgarskur hermaður og fimm íraskir borgarar hefðu látist á sjúkrahúsi í kjölfar sprengjuárás- arinnar í Karbala á laugardaginn, þar sem fjórir búlgarskir og tveir taílenskir hermenn fórust ásamt sjö íröskum borgurum. Þá féllu þrír lífverðir kúrd- íska herforingjans Jawamirs Attiyah Kakis þegar reynt var að ráða hann af dögum í norður- hluta Íraks. ■ Spáin fyrir gamlárskvöld: Allra veðra von VEÐUR „Eins og staðan er núna er voðalega erfitt að segja til um veðrið á gamlársdag,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur. „Það lítur út fyrir að það verði lægðardrag yfir landinu, ekki mik- ill vindur en úrkoma sums staðar á landinu. Það verður mikill vindur á miðunum í kringum okkur og lítið þarf að breytast til að vindurinn skili sér inn á land. Ef vindurinn mætir úrkomunni er ljóst að það verður ekki spennandi veður alls staðar á landinu,“ segir Óli Þór, „en spáin getur breyst og skýrist að öll- um líkindum seinnipartinn í dag.“ ■ Afnám sjómannaafsláttar: Ekki tekið bótalaust VÉLSTJÓRAR „Það er ljóst að við mun- um aldrei gefa sjómannaafsláttinn eftir óbættan. Ég hef sett fram ákveðnar hugmyndir um mótvægis- aðgerðir vegna afnáms afsláttarins og þeim hefur verið mjög vel tekið,“ sagði Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, á aðalfundi félagsins í gær. Helgi vill að útgerðin taki á sig það sem sjómenn tapa með afnámi sjómannaafsláttar og að ríkið gefi eftir auðlindagjald þannig að staða útgerðar og sjómanna verði sú sama fyrir og eftir breytingu. „Þarna erum við að tala um sam- eiginlegt hagsmunamál allra sjó- manna og munum berjast hart gegn því að tapa þeim tekjum sem sjó- mannaafslátturinn tryggir okkur.“ ■ Eldisþorskur: Dælt úr kvíum FISKELDI Snæfugl dældi eldisþorski úr kvíum Síldarvinnslunnar úti á Norðfirði í gær. Um er að ræða 3.000 fiska og er meðalþyngd þeir- ra milli fimm og sex kíló. „Þorskin- um verður svo slátrað og hann unn- inn í fiskiðjuveri fyrirtækisins,“ segir Björgvin Jóhannesson, for- stjóri Síldarvinnslunnar, og kveður dælingu hafa gengið vel. Fyrir nokkru urðu mistök við dælingu eldisfisks sem varð til þess að hluti hans slapp og gekk í ár víða um land. Í gær gekk hins vegar allt eins og best varð á kosið. ■ VOPNAEFTIRLIT Í LÍBÝU Mohamad ElBaradei, yfirmaður Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, var í fararbroddi eftirlitsmanna sem könnuðu fjórar stöðvar þar sem Líbýustjórn hafði unnið að því að koma sér upp gjöreyðing- arvopnum. ElBaradei hefur sagt að Líbýumenn hafi virst vera langt frá því að koma sér upp gjöreyðingarvopnum. FLUTTIR HEIM Sameinuðu þjóðirn- ar fluttu í gær 151 búrúndískan uppreisnarmann frá átakasvæðum í austanverðu Kongó. Flutningarn- ir eru hluti af tilraunum til að draga úr átökum sem geisað hafa á svæðinu um margra ára skeið. Uppreisnarmennirnir tóku þátt í borgarastríðinu í Kongó. Aðild að Evrópusambandinu: Andstaða vex í Noregi ESB-AÐILD Meirihluti Norðmanna er andsnúinn aðild að Evrópu- sambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska Dagbladet. 44% að- spurðra segjast vera á móti því að Noregur gangi í sambandið, 40% segjast því hlynnt en 16% eru óákveðin. Andstaðan við ESB-aðild hef- ur aukist í Noregi undanfarna mánuði. Í september sögðust 38% á móti aðild en í janúar voru aðeins 27% Norðmanna andsnú- in ESB-aðild Noregs. Á sama tíma sýnir ný skoð- anakönnun frá Svíþjóð að and- staða við evruna hefur aukist frá því Svíar kusu um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu 14. sept- ember. Nú segjast aðeins 38% aðspurðra hlynnt því að taka upp evruna en voru tæp 42% í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Sam- kvæmt skoðanakönnuninni eru 59% Svía nú andsnúin evrunni en voru 56% í atkvæðagreiðsl- unni í september. ■ Mannránið í Íran: Gíslunum sleppt ÍRAN Þrír evrópskir hjólreiða- menn, tveir þýskir og einn írsk- ur, sem rænt var af mannræn- ingjum í Sistan-Baluchistan-hér- aði í suðausturhluta Írans þann 8. desember, hafa verið látnir lausir. Mönnunum var rænt þar sem þeir voru á leiðinni á hjólum sín- um á milli borganna Zahedan og Bam, þar sem jarðskjálftinn reið yfir á föstudaginn, og er talið að mannræningjarnir, sem kröfð- ust sex milljóna dollara lausnar- gjalds, séu eiturlyfjasmyglarar. Að sögn Kamals Kharrazis, utanríkisráðherra Írans, var kröfum mannræningjanna hafn- að og var gíslunum sleppt laus- um um helgina við góða heilsu, að sögn Kharrazis. ■ PÚSTRAR Í MIÐBORGINNI Lög- reglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af sjö líkamsárás- um í miðborg Reykjavíkur að- faranótt sunnudags. Ekki var um alvarlega pústra að ræða, en nokkrir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl. HLJÓP Á BROTT Fjórir voru tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Einn lenti í árekstri, en ók af vettvangi og yfirgaf bifreiðina. Hann hljóp inn í Þingholtin, en var eltur uppi af lögreglu sem handtók hann og færði í fanga- geymslur. VILL ÁLIT SAMKEPPNISSTOFNUNAR Á STYRKJASTEFNUNNI Ari Matthíasson, ráðgjafi Loftkastalans, sendi Samkeppnisstofnun erindi fyrir jól og vill að stofnunin skoði hvort ríki og borg fari að lögum í úthlutun styrkja til leiklistarstarfsemi. „Loftkastal- inn hefur ver- ið helsta skjól frjálsra leik- hópa og það var gríðarlegt áfall þegar borgin ákvað að hætta stuðningi við félagið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LÖGREGLA „Við erum ánægðastir með þann árangur sem kemur fram í betri unglingamenningu,“ segir Önundur Jónsson, yfirlög- regluþjónn á Ísafirði, um þá miklu fækkun sem orðið hefur á afbrot- um og fangelsunum í lögsagnar- umdæmi hans. Þannig nefnir hann að fangelsunum hafi fækkað úr því að vera 233 árið 1985 niður í 102 árið 2002. Árið 1990 voru framin 90 innbrot á svæði Ísa- fjarðarlögreglu en þau voru að- eins 6 á seinasta ári. Sérstaklega segist Önundur fagna árangrinum varðandi unglingana þar sem for- eldrar, lögregla, félagsmálayfir- völd, skólayfirvöld og sjálfir ung- lingarnir hafi lagst á eitt til að bæta ástandið. „Hér starfar forvarnarhópur- inn VÁVEST sem unnið hefur mikið og gott starf varðandi for- varnir. Við teljum það vera mik- inn sigur hvernig til hefur tekist. Við förum mikið út á meðal ung- linganna og leggjum ofurkapp á að útivistarreglur séu virtar. Ef þeir eru með áfengi gerum við það upptækt og því er eytt. Þeg- ar við verðum varir við að ung- lingar eru undir áhrifum höfum við strax samband við foreldr- ana. Árangurinn kemur skýrt fram í því að í skoðanakönnun- um sem gerðar eru á landinu kemur fram að drykkjuskapur unglinganna okkar, reykingar og fíkniefnaneysla eru undir með- allagi.“ ■ ÖNUNDUR JÓNSSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNNINN Segir að lögreglan leggi áherslu á að vera í góðu sambandi við unglingana en stilli sér ekki upp sem andstæðingum þeirra. Unglingavandamál eru hverfandi á Ísafirði: Afbrotum hefur snarfækkað M YN D S ÍM O N Ö R N ■ Afríka HELGI LAXDAL Formaður Vélstjórafélagsins vill að útgerð- in bæti sjómönnum tekjutap vegna af- náms sjómannaafsláttar en ríkið gefi í staðinn útgerðinni eftir auðlindagjald. LIÐSMAÐUR BANDAMANNA Tveir bandarískir hermenn féllu í skæru- árásum í Írak í gær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.