Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 6
6 29. desember 2003 MÁNUDAGUR ■ Stjórnmál Veistusvarið? 1Hvað heita börn leikarahjónannaIngvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur, sem leika systkinin Grím og Gottínu í kvikmyndinni Kalda- ljósi? 2Hver er nýskipaður skólameistari viðFjölbrautaskóla Snæfellinga? 3Kringum hvaða palestínsku borg hafaÍsraelsmenn reist aðskilnaðarmúr? Svörin eru á bls. 27 Reykjanesbær tekur við umönnun hælisleitenda: Vel í stakk búin FÉLAGSMÁL „Við teljum okkur vel í stakk búin að takast á við þetta verkefni,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, en bæjarstjórn er í viðræðum við Út- lendingastofnun að taka að sér umönnun þeirra sem leita hælis hérlendis. „Við teljum að þetta falli vel að þeim þjónustugrunni sem við höfum. Það getur verið bæði hagstætt og um leið mikil- vægt að geta sinnt þessari þjón- ustu héðan,“ segir Árni og vísar til nálægðar Reykjanesbæjar við Leifsstöð. Reykjanesbær tók á sínum tíma að sér hóp flóttamanna sem komu hingað eftir borgarastríðin í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu. „Þá tók bærinn að sér þjónustu og aðstoðaði einstaklinga. Hér er í fyrsta lagi um að ræða þjónustu, að veita þeim eðlilega aðstoð eins og fæði og húsnæði,“ segir Árni. Árni segir Rauða krossinn, sem hefur séð um þessa þjónustu und- anfarin ár, reiðubúinn að hjálpa bænum við að koma þjónustunni af stað. „Við gerum ráð fyrir að þetta geti gerst upp úr áramótum og verið komið í fullan gang seinni part janúar.“ ■ FÍKNIEFNI Fjórtán fíkniefnamál hafa komið upp á Keflavíkurflug- velli það sem af er desember. Síð- ustu þrettán mánuði þar á undan komu mest upp sex slík mál í febrúar, mars og júní. Í desember hafa verið tekin tæplega fjögur kíló af hassi og tæp 600 grömm af kókaíni. Aðspurður segir Ásgeir Karls- son, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, erfitt að segja til um af hverju þessi aukning skýrist. Hann segir miklu máli skipta að hitta á réttu mennina til að leita á. Einnig sé hugsanlegt að aukið eftirlitið á gæti skýrt fjölgun þeirra sem teknir eru. Ásgeir segir jólamánuðinn oft hafa verið vafasaman þegar komi að fíkniefnum, oft hafi komið sendingar á þessu tíma árs. Þá nýti fólk sér ástandið þegar mik- ið er um sendingar og pakka. Hann segir líka hugsanlegt að meiri neysla geti tengst meiri frí- tíma. „Síðustu þrjú ár hefur verið augljóst að í hvert einasta skipti sem við grípum inn í og náum ár- angri breyta menn um starfs- aðferðir,“ segir Jóhann R. Bene- diktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, um innflutning fíkniefna í gegnum Leifsstöð. Hann segir leit að fíkniefna- smyglurum ekki ólíka því að stífla bæjarlækinn, það byrji að leka á einum stað og þegar komið sé í veg fyrir lekann byrji að leka ann- ars staðar. Hann segir að fyrir þremur árum hafi orðið mikil aukning á fíkniefnum sem náðust. Þá voru margir Íslendingar teknir sem voru þekktir í fíkniefnaheim- inum. Smygl var ekki eða illa und- irbúið, því náðust margir og stundum með mikið magn efna. „Árið 2001 og fram eftir árinu 2002 greindum við breyttar starfsaðferðir. Erlend burðardýr fóru að birtast í miklum mæli. Okkur varð ljóst að seljendur efn- anna erlendis höfðu tekið að sér að afhenda efnin upp að þrösk- uldi.“ Jóhann segir að á því tíma- bili hafi verið teknir á þriðja tug útlendinga með fíkniefni og af- plánuðu þeir fangelsisrefsingu hér á landi. Eftir að því tímabili lauk breyttu menn aftur um starfsaðferðir og fóru að flytja efnin innvortis í stórum stíl og geta því flutt minna magn í einu. hrs@frettabladid.is HJÖRÐ Í SÓTTKVÍ Tvær kúahjarðir hafa verið settar í sóttkví eftir að kúariðan greindist í einni kú í Washington-ríki. Kúariðutilfellið í BNA: Gæti kostað milljarða BANDARÍKIN Brian Evans, yfirdýra- læknir í Kanada, segir ótímabært að ætla að fyrsta kúariðusmitið sem komið er upp í Bandaríkjun- um hafi borist með mjólkurkúm sem fluttar voru inn frá Kanada. Landbúnaðaryfirvöld í Banda- ríkjunum fullyrða hins vegar að fyrsta tilfellið, sem upp kom á bú- garði í Washington-ríki, hafi greinst í einni af 74 mjólkurkúm sem í upphafi voru fluttar inn frá Alberta í Kanada til Idaho í Bandaríkjunum í ágúst 2001. Tvær kúahjarðir hafa verið settar í sóttkví eftir að smitið greindist og er óttast að það geti hafa alvarlegar afleiðingar og kostað bandaríska nautakjötsiðn- aðinn milljarða dollara. ■ Auðgunarbrot: Hátt á þriðja þúsund brot LÖGREGLUFRÉTTIR Auðgunarbrot sem komu til kasta ríkissaksókn- ara í fyrra voru rúmlega 2.600 tals- ins en ákært var í tæplega helm- ingi tilfella, í 1.234 málum. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkissaksóknara fyrir árið 2002. Þar sést einnig að skjalafals og önnur brot er varða sýnileg sönn- unargögn voru 164 á sama tímabili og ákærur í þeim málaflokki voru 110. Ýmis önnur brot er varða fjár- réttindi voru 476 og þar var ákært í helmingi mála. ■ EBÓLUÓTTI Í SIMBABVE Grunur leikur á að fyrsta ebólutilfellið hafi komið upp í Simbabve fyrir jólin. Ebóla í Simbabve: Angólskur maður lést SIMBABVE Sunday Mail, eitt mál- gagna stjórnvalda í Simbabve, greindi frá því í gær að grunur léki á að kaupsýslumaður frá Angóla hafi látist úr ebólu á sjúkrahúsi í bænum Victoria Falls í norðvest- urhluta landsins í síðustu viku. Í frétt blaðsins segir að maður- inn hafi látist eftir augljós ein- kenni ebólu og hafi heilbrigðisyfir- völd staðfest það á föstudaginn og jafnframt að sýni hafi verið send til Suður-Afríku til greiningar. Maðurinn mun hafa komið til Simbabve frá Angóla með við- komu í Namibíu og Botsvana. ■ Tollkvótar á blóm: 42-faldur munur BLÓM Miklu munaði á tilboðum sem landbúnaðarráðuneytinu bár- ust í tollkvóta vegna innflutnings á afskornum blómum og potta- plöntum. Boð í innflutning á af- skornum blómum voru á bilinu frá einni og upp í 42 krónur á stykkið. Munurinn á tilboðum í kvóta fyrir pottaplöntur var minni hlutfallslega en meiri í krónum talinn, frá 22 krónum á stykkið upp í 155 krónur. Meðalverð sem kvótar fóru á var 34,17 krónur fyrir hvert af 265.000 afskornum blómum sem auglýst var eftir tilboðum í og 131 króna á hverja pottaplöntu af þeim 13.500 sem voru boðnar út. ■ ÁRNI SIGFÚSSON Þjónusta við hælisleitendur fellur vel að þeirri þjónustu sem bærinn veitir, segir bæjarstjórinn. JÓHANN R. BENEDIKTSSON Jóhann segir mikið um að fólk flytji fíkniefni innvortis og geti þar af leiðandi flutt minna magn í einu. FJÖLDI FÍKNIEFNAMÁLA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Ár Mánuður Fjöldi mála 2002 nóvember 1 - desember 4 2003 janúar 5 - febrúar 6 - mars 6 - apríl 3 - maí 1 - júní 6 - júlí 4 - ágúst 1 - september 5 - október 5 - nóvember 3 - desember 14 Margir teknir með fíkniefni í desember Fleiri fíkniefnamál hafa komið upp í desember en næstu þrjá mánuði á undan. Málin eru orðin rúmlega þrefalt fleiri en þau urðu í öllum desembermánuði á síðasta ári. VILJA LISTA YFIR STOFNFJÁREIG- ENDUR Ungir jafnaðarmenn hafa óskað eftir því við SPRON að fá aðgang að lista yfir stofnfjáreig- endur sjóðsins. Þannig vilja Ungir jafnaðarmenn komast að því hvaða stjórnmálamenn séu stofn- fjáreigendur og spyrja þá hvernig þeir hafi komist yfir stofnféð og hvort þeim finnist siðferðislega verjandi að hagnast á sölu þess.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.