Fréttablaðið - 29.12.2003, Page 14
matur o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Kanill lækkar blóðsykurinn
Danska fagblaðið Ingeniøren segir fráþví á vefsíðu sinni að hálf teskeið af
kanil á dag dugi til að lækka blóðsykur-
inn hjá sykursjúkum einstaklingum.
Rannsóknir sýna einnig að kanill lækkar
blóðsykur hjá fullfrísku fólk. Ekki er þó
ráðlegt að rífa í sig eplapæ og kanilsnúða
en upplagt að nota kanil út á þann mat
sem maður er vanur að borða, segir í
frétt frá Neytendasamtökunum. ■
Asti Riccadonna og Blue
Nun Gold Edition:
Freyðandi
með flug-
eldunum
Asti Riccadonna er létt,ávaxtaríkt og náttúru-
lega sætt freyðivín unnið
eingöngu úr Moscato
d’Asti þrúgunni frá
Piemonte-héraðinu á Ítal-
íu. Asti Riccadonna er til-
valið sem eftirréttavín
og hentar vel með
ýmiss konar kökum,
ísréttum og ávöxtum.
Asti Riccadonna fæst
í Vínbúðum
á 880 kr. og
er tilvalið
með flug-
eldunum.
Gull hef-
ur lengi verið tákn vel-
gengni og arðsemi fram-
tíðarinnar og því ekki
úr vegi að skála í Blue
Nun Gold Edition þar
sem 22 karata gull-
flögur dansa í glasinu.
Blue Nun Gold Edition
er milliþurrt, með
fersku yfirbragði og
fæst í Vínbúðum á
1.190 kr. ■
Gott um áramótin:
Svartbauna
ídýfa
Tilvalið er að búa þessa ídýfu efvon er á gestum á gamlárs-
kvöld. Hún er góð allan sólar-
hringinn.
1 1/2 bolli svartar baunir í dós
2 hvítlauksrif
3 msk grænmetisolía
1 stór græn paprika smátt söxuð, geymið
um eina teskeið til skreytingar
1 lítill rauðlaukur, smátt saxaður, geymið
um eina teskeið til skreytingar
2 tsk. mulið þurrkað kúmen
2 msk. eplaedik
Salt og pipar
1 tómatur, fínt saxaður
Þurrkaður chilipipar
Ferskt kóríander til skrauts
Doppa af sýrðum rjóma til skrauts
Hitið olíuna í potti. Bætið í
paprikunni, lauknum og kúmin.
Hitið og hrærið þar til paprikan
er orðin mjúk.
Hellið safanum af baununum
og setjið einn bolla af baunum út
í pottinn, ásamt 1/4 bolla af
vatni. Látið malla með lokinu á í
um 15 mínútur.
Setjið baunablönduna í bland-
ara ásamt edikinu. Blandið ör-
stutt, þar til blandan hefur
hrærst vel saman, en ekki láta
hana verða mjúka sem sósu.
Saltið og piprið. Færið yfir í
fallega skál og hrærið í 1/2 bolla
af baunum úr dósinni. Kælið
blönduna og skreytið með kórí-
ander, lauk, papriku og sýrðum
rjóma. Berið fram með tortilla-
flögum. Ídýfan geymist í tvo
daga í kæli. ■
Lakkrís og ber ... :
Barton &
Guestier
Barton & Guestier CabernetSauvignon er unnið eingöngu
úr Cabernet Sauvignon-þrúgunni
frá Languedoc-svæðinu er liggur
við Miðjarðarhafið í sveitum
Suður-Frakklands. Klassískar
franskar hefðir eru viðhafðar við
gerð vínsins en Barton & Guestier
Cabernet Sauvignon hefur djúp-
rauðan lit, ákafan berjailm ásamt
lakkrís og langa og mjúka end-
ingu. Vínið hentar vel með pasta-
réttum, grilluðu rauðu kjöti, önd
og ostum.
Verð í Vínbúðum 990 kr. ■
Stjörnusnakk:
Nýtt ára-
mótasnakk
Iðnmark hefur nýverið sett ámarkað nýtt Stjörnusnakk
sem heitir Partý mix pizza
margarita.
Þetta er
þriðja teg-
undin undir
l í n u n n i
Stjörnu partý
mix en fyrir
eru Partý mix
paprika og
Partý mix
s a l t & p i p a r.
Þessi vara hef-
ur notið mik-
illa vinsælda
hjá íslensk-
um neytend-
um undan-
farin ár.
I ð n m a r k
hefur starfað að vöruþróun í
nokkra mánuði með fyrirtæk-
inu Symrise í Þýskalandi sem
sérhæfir sig í kryddi fyrir
snakkiðnaðinn og fleiru í mat-
vælaframleiðslu. Eftir mikil
samskipti við Symrise hefur
Iðnmark fundið rétta bragðið
og ætlar sérstaklega að kynna
þessa nýju vöru um áramótin,
þegar snakkneysla landans nær
hámarki. ■
Coto Real:
Ofurspánverji vín ársins?
Ofurvín eru nýmóðins hugtaksem notað er yfir vín sem
vínfyrirtækin hafa lagt einstak-
lega mikið í. Fyrir réttum þrem-
ur áratugum kom fram vín sem
nefnist Tignanello hjá hinum
virta ítalska framleiðanda
Antinori og var það nefnt „Ofur-
toskani“, Super-Toscano, eftir
héraðinu Toscana þar sem það
er framleitt. Átti þetta vín stór-
an þátt í endurreisn ítalskrar
víngerðar.
Þegar spænska vínfyrirtækið
El Coto kom fram með vínið
Coto Real fyrir nokkrum árum
síðan þótti það sæta viðlíka tíð-
indum og var þegar byrjað að
tala um „Ofurspánverja“ eða
„Súper-Rioja“ enda héraðið
Rioja höfuðhérað spænskrar
víngerðar. Coto Real hefur á
undanförnum árum unnið til
fjölda verðlauna og hlotið mikið
lof í víntímaritum. Má nefna að
vínið hefur hlotið gullverðlaun á
vínsýningunum Challenge
International du Vin og Mundus
Vini í ár auk þess að fá yfir-
burðaeinkunir í tímaritum á
borð við Wine Enthusiast og
Wine Spectator.
Coto Real er nútímalegt vín
þar sem þrúgan Tempranillo er í
forgrunni, heil 70%, en blönduð
með 25% svörtum grenache og
5% graciano. Vínið er látið
þroskast á franskri og amerískri
eik í heila 20 mánuði og síðan
geymt á flösku í tvö ár áður en
það fer á markað. Vínið er djúp-
rautt og ávaxtaríkt með keim af
lakkrís, súkkulaði og kryddi.
Ákaflega kraftmikið vín sem
hefur afgerandi eftirbragð og
ræður við gífurlega volduga
kjötrétti eins og þá sem Íslend-
ingar bera á borð um áramót.
Coto Real
hefur hlotið
góðar um-
sagnir hér-
lendis, m.a.
verið valið
vín mánaðar-
ins í Gestgjaf-
anum, og
heyrst hefur
að það sé
nefnt sem
eitt af vínum
ársins hjá
v í n g a g n -
rýnendum. ■
Dádýr, akurhænur og fasanar:
Hægt að leika
sér með sósuna
Nú er hægt að fá alls kynsframandi dýr í kjörbúðum og
eru eflaust margir sem langar til
að prófa dádýr, akurhænu eða
fasana yfir áramótin en vita ekki
hvernig á að elda slíkar kræsing-
ar. Kokkarnir á Skólabrú bjóða
upp á villibráð af ýmsu tagi og
þeir segja auðvelt að matreiða dá-
dýr með góðum árangri.
„Við bjóðum upp á bæði grafið
og steikt dádýr,“ segir William
Scobie, matreiðslumaður á Skóla-
brú. „Fyrst steikjum við kjötið á
pönnu til að loka því. Hægt er að
nota hvaða krydd sem er, basil,
taragon, timjan, rósmarín, salt og
pipar. Síðan set ég það inn í ofn
við 160 gráðu hita. Svo er hitinn
lækkaður niður í svona 120. Þegar
bera á það fram er það skorið í
sneiðar eins og roast beef og
framreitt ýmist heitt eða kalt.
Soðið frá kjötinu er hægt að nota í
sósu. Meðlæti getur verið brúnað-
ar kartöflur, rauðkál eða blandað
grænmeti.“
Dádýr er dálítið líkt hreindýri á
bragðið en aðeins bragðminna.
Guðmundur H. Halldórsson, yfir-
matreiðslumaður á Skólabrú, seg-
ist yfirleitt aðeins krydda dádýr
með salti og grófum muldum svört-
um pipar. „Dádýrið er ekki mjög
bragðsterkt þannig að það er ekki
gott að krydda það of mikið. Það er
frekar hægt að leika sér með sós-
urnar sem maður hefur með því.“
Akurhænu má ekki ofelda
„Ef þú færð heila akurhænu er
hún yfirleitt pensluð með smjöri
og krydduð með salti og pipar.
Síðan er hún sett í frekar heitan
ofn í smástund til að fá gullin-
brúnan lit á skinnið. Svo lækka ég
alveg niður í 95 gráður og tek það
rólega þar til hún er tilbúin.
Safanum og fitunni sem lekur af
er svo dreypt yfir annað slagið til
að koma í veg fyrir að hún þorni.
Akurhænur eru litlar og það er
langbest að heilsteikja þær svona
svo þær verði safaríkar. Þær
mega heldur ekki við of mikilli
eldun því kjötið er fínt. Ef akur-
hænan er úrbeinuð er hægt að
pönnusteikja hana í smjöri, fyrst
á skinnhliðinni og svo á kjöthlið-
inni, og krydda með salti og pipar.
Svo hellir maður smá kjúklinga-
soði yfir, fær smá gufu, færir yfir
á bakka og eldar rólega í ofni.“
Guðmundur segir akurhænuna
aðeins bragðmeiri en kjúkling.
„En það er til dæmis miklu meira
villibráðarbragð af fasana. Fasani
er yfirleitt eldaður á sama hátt en
hann verður þurrari þannig að
það þarf að nota svolítið af fitu
ofan á hann, til dæmis andafitu.
Oft er hann líka vafinn með fitu-
miklu beikoni, aðeins brúnaður á
pönnu og svo eldaður í ofni.“
Soðsósa með dádýri, akur-
hænu eða fasana
Mýkið lauk í smjöri á pönnu.
Hellið út í smá hvítvíni, rjóma,
kjúklingasoði og soðinu af kjötinu
sem verið er að elda. Leyfið þessu
að sjóða svolítið niður. Þykkið
með smá maízena-mjöli. Gott er
að bragðbæta með Masala víni
eða sérrí.
Með dádýrinu er gott að bæta
út í þetta sveppum og villisvepp-
um sem bleyttir hafa verið upp í
Masala eða sérríi.
Með akurhænunni er gott að
nota græn vínber í sósuna. Berin
eru klofin og steinarnir teknir úr.
Setjið smá eplasíder út í sósuna og
vínberin í lokin. ■
KOKKARNIR Á SKÓLABRÚ
Ráðleggja um matreiðslu framandi dýra.
PARTÝ MIX PIZZA
MARGARITA
Þriðja tegundin í
Stjörnu partý mix.