Fréttablaðið - 29.12.2003, Side 20
bílar o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Rúnar Freyr Gíslason leikarisegist ekki vera mikill bíla-
karl. „Ég svo praktískur að
draumabíllinn er bara einhver
góður station-bíll. Nú er ég kom-
inn með fjölskyldu og vil bara
eitthvað sem ég ræð við. Mig
dreymir ekkert um eitthvað sem
ég get ekki fengið.“
Engu að síður lét Rúnar Freyr
sig dreyma í sumar um stóran
jeppa, einhvern sem kemst allt.
„Ég, vinir mínir og konurnar okk-
ar fórum inn í Kvígindisfjörð,
sem er á suðurhluta Vestfjarða-
kjálkans. Þetta er eiginlega
óbyggður fjörður og við lentum í
voðalegum hrakningum á venju-
legum bílum. Einn vinur minn var
á jeppa og hann þurfti að keyra
alla á honum,“ segir Rúnar. „Þá
fór mig að dreyma um einhvern
rosalegan upphækkaðan jeppa
með svakalegum tækjum.“
Dagsdaglega ekur Rúnar um á
‘98 árgerðinni af Daihatsu Sirion.
„Ég er á rosalega litlum og
skrýtnum bíl, algjörri saumavél
sem kemst ekki neitt. Hann er
gulur í þokkabót. Konan mín segir
að það sé fínn bíll og ég er búinn
að vera í rifrildi við hana alveg
frá ‘98. Það er komið á sjötta ár
sem ég er búinn að reyna að berj-
ast gegn honum og fá mér station-
bíl,“ segir Rúnar.
Hann þvertekur aftur fyrir að
eiga sér sérstakan draumabíl og
segist frekar vilja öryggi og prak-
tík. „Ég er afar jarðbundinn, bara
týpískt naut.“ ■
Draumabíll Rúnars Freys:
Einhver
góður station-bíll
Vinnuvélanámskeið
Kvöldnámskeið.
Námskeiðsstaður, Þarabakki 3.
109 Reykjavík (Mjódd).
Verð 39.900.-
Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737
Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður
Ford Focus C-Max:
Öruggur
gagnvart börnum
BEÐIÐ EFTIR
BENSÍNI
Íraskir bílaeigendur
hafa þurft að bíða í
löngum biðröðum
undanfarið eftir því
að fá bensín á bíl-
ana sína. Yfirvöld í
landinu kenna
gríðarlegum inn-
flutningi á nýjum
bílum undanfarna
sjö mánuði um
ástandið.
Bakhnykksvörn Volvo:
Dregur úr
áverkum
WHIPS-bakhnykksvörnin semVolvo kynnti til sögunnar
fyrir fimm árum dregur úr alvar-
legum bak- og hálsáverkum um
a.m.k. 50% og í sumum tilvikum
um allt að 75%.
Þetta kemur fram í niðurstöð-
um nýrra rannsókna sem voru
gerðar á vettvangi raunverulegra
bílslysa. WHIPS-vörnin virkar
þannig að við árekstur hreyfist
sætisbakið og höfuðpúðinn í sam-
ræmi við hreyfingar líkamans og
þannig er dregið úr höggi á lík-
amann. Bak- og hálsáverkar eru
algengustu og að mörgu leyti al-
varlegustu áverkar sem koma í
kjölfar bílslysa og eru niðurstöð-
urnar því ákaflega góð tíðindi. ■
TOYOTA Á TOPPNUM
Japanski bílaframleiðandinn
Toyota skoraði hátt í nýlegri
gæðakönnun þýska tímaritsins
Autobild. Fimmtán helstu bílateg-
undir í Þýskalandi tóku þátt í
könnuninni, sem var gerð fyrir
árið 2002. Þar hlaut Toyota 8,8
gæðastig alls miðað við allar teg-
undir framleiðandans til þessa.
Komst Toyota þar með fram úr
þýska risanum Mercedes sem
hafði áður verið í efsta sæti.
■ Gæðakönnun
Hörður Smári Hákonarson, 65ára Reykvíkingur, datt svo
sannarlega í lukkupottinn á dög-
unum.
Þá var nafn hans dregið upp úr
pottinum í leiknum Léttara líf
með Smáralind. Þetta þýðir að
Hörður Smári ekur inn í nýtt ár á
glænýjum Hyundai Getz frá B&L.
Hörður Smári segir þetta vera
eina stærstu og óvæntustu jóla-
gjöf sem hann hafi fengið. „Ég
trúði þessu tæpast þegar það var
hringt í mig. Hélt kannski að það
væri verið að gera at í mér. En
sem betur fer þá var þetta satt og
ég er himinlifandi með vinning-
inn. Það er gott að fá þetta svona á
gamals aldri. Þetta er mjög góð
búbót,“ sagði Hörður sem starfar
sem bensínafgreiðslumaður á
bensínstöð Skeljungs við Gylfa-
flöt.
Þátttaka í leiknum var feikilega
góð en u.þ.b. 70.000 gestir Smára-
lindar fylltu út þátttökuseðil. ■
Hyundai Getz dreginn út:
Hörður datt
í lukkupottinn
HÖRÐUR SMÁRI
Hörður Smári Hákon-
arson tekur við vinn-
ingnum úr höndum
Haraldar Haraldssonar,
fulltrúa B&L.
FjölskyldubíllinnFord Focus C-Max
fékk hæstu einkunn
sem gefin hefur verið
í árekstrarprófi
hinnar virtu stofnun-
ar Euro-NCAP fyrir
öryggi gagnvart
börnum.
C-Max var eini
bíllinn sem fékk fjór-
ar stjörnur, eða 38
stig, sem er hæsta
einkunn sem gefin
hefur verið hingað til.
Stigin sem voru gefin
eru reiknuð út frá þeim áverkum
sem mælast á árekstrardúkkum.
Aukastig eru gefin fyrir hversu
auðvelt er að setja bílstóla í bílinn
og fyrir aðvörunarkerfi sem
varna alvarlegum áverkum. ■
FORD FOCUS
Fékk hæstu einkunn í árekstrarprófi Euro-NCAP fyrir öryggi
gagnvart börnum.
RÚNAR OG SAUMAVÉLIN
Rúnar ekur um á saumavélinni Daihatsu Sirion. Það er nóg að gera hjá Rúnari um þessar
mundir því á annan í jólum var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Jón Gabríel Borkmann
þar sem hann fer með stórt hlutverk.
M
YN
D
/A
P
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T