Fréttablaðið - 29.12.2003, Síða 23
19MÁNUDAGUR 29. desember 2003
Chelsea aftur á beinu brautina eftir sigur á Portsmouth í úrvalsdeildinni í gær:
Ljótur grikkur Lampards
FÓTBOLTI Claudio Ranieri, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, hikaði ekki
við að gera fimm breytingar á lið-
inu sem tapaði fyrir Charlton, 4-2,
á öðrum degi jóla. Hann setti
Marcel Desailly, Glen Johnson,
Joe Cole og Jimmy Floyd Hassel-
baink á bekkinn og skipti um
markvörð.
Eiður Smári Guðjohnsen var í
byrjunarliðinu á nýjan leik en
honum tókst þó ekki að skora
þrátt fyrir að hafa fengið nokkur
færi. Þessar breytingar skiluðu
sér í 3-0 sigri og þótt fæðingin
hafi verið erfið var sigurinn ör-
uggur og sannfærandi. Það tók
leikmenn Chelsea 65 mínútur að
brjóta niður þéttan varnarmúr
Portsmouth.
Þá skoraði bakvörðurinn Wayne
Bridge sitt fyrsta úrvalsdeildar-
mark fyrir Chelsea og leiðin á eft-
ir var greið. Frank Lampard, sem
hafði verið mikið gagnrýndur fyr-
ir frammistöðu sína í undanförn-
um leikjum, var besti maður vall-
arsins og sýndi fyrrum læriföður
sínum hjá West Ham og núverandi
stjóra Portsmouth, Harry Red-
knapp, litla miskunn. Hann skoraði
annað markið á 70. mínútu og
Kamerúninn Geremi gulltryggði
sigurinn á 82. mínútu.
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, var sáttur við sig-
urinn en ítrekaði enn eina ferðina
að liðið ætti langt í langt með að
standa jafnfætis Manchester
United og Arsenal.
„Munurinn á okkur og þeim er
sá að bæði Manchester United og
Arsenal verða að vinna titilinn á
meðan við verðum að halda í við
þau,“ sagði Ranieri. Hann sagðist
jafnframt hafa verið búinn að
bíða eftir leik sem þessum. „Des-
embermánuður hefur verið slak-
ur hjá okkur og það hlaut að koma
að því að liðið myndi sýna góða
frammistöðu.“ ■
FYRSTA MARKIÐ HJÁ BRIDGE
Frank Lampard, Claude Makelele, Eiður Smári Guðjohnsen, John Terry og Geremi fagna
hér Wayne Bridge, sem skoraði fyrsta mark Chelsea í gær.
TAP HJÁ GUÐJÓNI
Guðjón Þórðarson og
lærisveinar hans í
Barnsley biðu óvænt
lægri hlut fyrir
Chesterfield, 1-0, á
heimavelli í ensku 2.
deildinni í knattspyrnu
í gær. Völlurinn í
Barnsley var erfiður yfir-
ferðar en Barnsley tapaði
þar með þremur dýrmæt-
um stigum í toppbaráttunni
í 2. deildinni. Barnsley er
nú í fjórða sæti deildarinn-
ar, níu stigum á eftir
Plymouth sem er í efsta
sætinu.
SIGUR HJÁ RANGERS Rangers bar
sigurorð af Dundee, 2-0, á útivelli
í skosku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gær og minnkaði þar
með forystu Celtic á toppi deild-
arinnar niður í átta stig. Portú-
galinn Nuno Capucho og enski
bakvörðurinn Michael Ball
tryggðu Rangers sigurinn.
■ Fótbolti
SLÆMUR DAGUR HJÁ DANNY MILLS
Danny Mills, varnarmaður Middlesbrough, sést hér í baráttu við Ryan Giggs hjá Manchest-
er United í leik liðanna í gær en Mills skoraði eina mark leiksins, að vísu í vitlaust mark.
Mills maðkur
í mysu Boro
Skoraði sjálfsmark sem varð til þess að
Middlesbrough beið lægri hlut fyrir
Manchester United á heimavelli í gær.
FÓTBOLTI Manchester United náði
fjögurra stiga forystu á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar í gær
þegar liðið bar sigurorð af Midd-
lesbrough, 1-0, á Árbakka-leik-
vangi í Middlesbrough. Það var
varnarmaður Middlesbrough,
Danny Mills, sem skoraði sigur-
mark United en þessi harðskeytti
en jafnframt umdeildi leikmaður
varð fyrir því óláni að skora
sjálfsmark strax á 14. mínútu.
Leikmenn Manchester United
hafa verið á miklu skriði undan-
farið, unnu báða leiki sína um jól-
in og hafa sýnt að þeir ætla sér
ekkert annað en að verja titilinn.
Darren Fletcher, Skotinn ungi í
liði Manchester United, fékk að
líta rauða spjaldið og Alex Fergu-
son, knattspyrnustjóri Manchest-
er United var ekki sáttur við það
spjald. „Hann fór í tvær tækling-
ar og uppskar tvö gul spjöl. Er það
eðlilegt?“ spurði Ferguson eftir
leikinn en hann var þó sáttur við
úrslitin. „Við byrjuðum fyrri hálf-
leikinn mjög vel en lið Middles-
brough er erfitt viðureignar, það
er frábært varnarlega og ég er af-
skaplega hamingjusamur með að
hafa komist með þrjú stig í
burtu,“ sagði Ferguson.
Charlton skellti sér í fjórða
sæti deildarinnar með því að
leggja Tottenham að velli, 1-0, og
fylgja þar með eftir frábærum
sigri á Chelsea á annan dag jóla.
Ítalinn Paolo Di Canio lagði upp
enn eitt markið fyrir Charlton en
Carlton Cole skallaði hornspyrnu
Di Canios í netið. Tottenham er
komið í fallsæti en David Pleat,
knattspyrnustjóri liðsins, sá þó
ljósglætu eftir leikinn þar sem
það eru enn nítján leikir eftir af
tímabilinu.
Darius Vassell, enski landsliðs-
framherjinn hjá Aston Villa, er
vaknaður til lífsins. Hann skoraði
fyrstu tvö mörk sín á tímabilinu
þegar Aston Villa bar sigurorð af
Fulham, 3-0.
Robbie Fowler kom aftan að
sínum gömlu félögum þegar hann
tryggði sínum mönnum í
Manchester City eitt stig gegn
Liverpool með marki á lokamín-
útu leiksins. Þetta var annað mark
kappans í tveimur leikjum og
virðist hann vera að vakna til lífs-
ins á nýjan leik eftir slaka
frammistöðu það sem af er tíma-
bilinu.
Wolves vann sjaldgæfan sigur
þegar liðið bar sigurorð af Leeds,
3-1. Norski landsliðsmaðurinn
Steffen Iversen skoraði tvívegis
fyrir Wolves, sem vermir þó enn
botnsætið. ■