Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 26
22 29. desember 2003 MÁNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 31 1 DESEMBER Mánudagur FLUGELDAR Á SKÍÐASTÖKKPALLI Flugeldar lýsa hér upp nýjan skíðastökk- pall í Oberstdorf í suðurhluta Þýskalands sem var opnaður á laugardaginn en bygg- ing hans kostaði 1,5 milljarða. Skíðastökk ■ ■ LEIKIR:  19.15 Landsleikur í körfubolta. Ís- land gegn Catawba College í íþrótta- húsinu í Þorlákshöfn. ■ ■ SJÓNVARP  16.15 Ameríski fótboltinn á Sýn. Endursýndur leikur Tennessee Titans og Tampa Bay Buccaneers.  18.25 Ensku mörkin á Sýn.  19.20 NFL tilþrif á Sýn.  19.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Southampton og Arsenal.  22.00 Gillette sportpakkinn á Sýn. KÖRFUBOLTI Framherjinn öflugi Chris Webber, sem leikur með Sacramento Kings í NBA-deild- inni í körfuknattleik, veit ekki hvenær hann getur byrjað að spila með liðinu á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan hann meiddist illa á hné í leik gegn Dallas Mavericks í úr- slitakeppninni síðasta vor. Webber, sem var skorinn upp í sumar, hefur ekkert getað æft að ráði til þessa en hann sagðist samt vera á batavegi. „Ég má fara að auka álagið á hnéð en læknarnir hafa ekki enn gefið mér leyfi til að mæta á æfingar. Þessi meiðsli voru alvarlegri en haldið var og því mun ég fara eftir því sem læknarnir segja í einu og öllu,“ sagði Webber. Rick Adelman, þjálfari Sacra- mento, sagðist vera ánægður með framfarirnar sem Webber hefði sýnt að undanförnu en að það væri allt of snemmt að koma með tímasetningu fyrir væntanlega endurkomu hans. „Við söknum hans mikið enda er hann okkar besti leikmaður en við þurfum að fá hann til baka í toppformi og hann verður einfaldlega að fá að jafna sig,“ sagði Adelman. Sacramento Kings er með næstbesta árangurinn í NBA- deildinni það sem af er tímabils þrátt fyrir að vera án Webbers en liðið hefur unnið tuttugu leiki og tapað átta, einum meira en helsti andstæðingurinn, Los Angeles Lakers. ■ CHRIS WEBBER Chris Webber veit ekki hvenær hann verð- ur klár í slaginn á nýjan leik. Óvissa hjá Chris Webber Er ekki enn farinn að æfa með Sacramento eftir hnémeiðsli sem hafa hrjáð hann síðan í vor. Freddie Kanoute: Spilar líklega með Malí FÓTBOLTI Franski sóknarmaðurinn Freddie Kanoute, sem leikur með Tottenham, mun að öllum líkind- um spila með landsliði Malí í Afr- íkukeppninni sem hefst 24. janú- ar. Kanoute, sem hefur ekki leikið A-landsleik fyrir Frakkland og getur spilað fyrir Malí þar sem faðir hans er þaðan, mun verða frá í sex vikur, sem er mikið áfall fyrir Tottenham. Forráðamenn liðsins reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra Kanoute um að spila ekki fyrir Malí, en hann hefur skorað sjö mörk í tólf leikjum í úrvalsdeild- inni. ■ FÓTBOLTI Mark Palios, fram- kvæmdastjóri enska knattspyrnu- sambandsins, segir að sambandið hafi gert rétt þegar það dæmdi varnarmanninn Rio Ferdinand í átta mánaða bann fyrir að missa af lyfjaprófi. Palios segir að sam- bandið hafi þurft að setja for- dæmi og það hafi það gert. „Ég sé ekki fyrir mér að félög leyfi leikmönnum sínum að missa af lyfjaprófi framvegis,“ sagði Palios og bætti við að ef hann yrði fyrir strætisvagni á morgun þá væri hann í það minnsta stoltur af því að hafa náð að koma þessu máli í gegn. Hann sagði að enska knattspyrnusambandið hefði gengið í gegnum erfitt ár en að það væri loksins á réttri leið. „Ég er ekki ánægður með sjálf- an mig. Ég er eiginlega frekar dapur þar sem ég veit að knatt- spyrnuna hefur sett niður þar til núna,“ sagði Palios. Forráðamenn Manchester United og Rio Ferdin- and sjálfur eru ekki á sömu skoð- un og Palios og hafa tilkynnt að málinu verði áfrýjað og því fylgt eftir af hörku. ■ MARK PALIOS Mark Palios, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, er ánægður með bann Rio Ferdinands. Enska knattspyrnusambandið lætur heyra í sér: Palios ver bannið á Ferdinand

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.