Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 30
Þetta er í fyrsta sinn í sögubókmennta á Íslandi sem bók
kemur út milli jóla og nýárs,“
segir Kristján B. Jónasson,
bókaútgefandi hjá Forlaginu,
sem var að gefa út bókina Þú
getur hætt að reykja eftir Guð-
jón Bergmann. „Það má því
segja að áramótabókaflóðið sé
að hefjast.“
Bókin byggir á námskeiðum
sem Guðjón Bergmann hefur
haldið síðustu ár. Guðjón var
sjálfur stórreykingamaður en
sneri baki við tóbaksfíkninni.
„Mig langaði til að hætta að
reykja eftir að hafa lesið bókina.
Slíkur var sannfæringarkraftur-
inn og ég sem hef aldrei reykt,“
segir Kristján. Bókin byggir á
einfaldri hugmynd og verður sá
sem vill drepa á sígarettunni að
undibúa sig vel.
„Þeir sem fá sér smók þegar
þeir fá sér í glas verða að hætta
að drekka,“ útskýrir Kristján og
bætir við að aðferðin sé mjög
huglæg.
Það hljómar kannski sem
hálfgerð bilun að gefa út bók
stuttu eftir jólabókaflóðið en
Kristján hefur útskýringu á því.
„Það hefur enginn verið svo
vitlaus að gefa út bók milli jóla
og nýárs,“ segir Kristján. „En að
öllu gamni sleppt er þetta í raun
mjög einfalt. Um 90% þeirra sem
strengja áramótaheit ætla að
hætta að reykja. Þessi bók hefði
drukknað í jólabókaflóðinu og því
tilvalið að gefa hana út nú. Þetta
er sá tími ársins sem fólk ætlar
að endurskipuleggja sig.“
Kristján útilokar ekki frekari
útgáfu á slíkum bókum á jafn
óvenjulegum tíma. „Ég hugsa
þessar bækur í einhvers konar
tímaritaformi. Bókin kostar að-
eins 999 krónur og er því álíka
dýr og tveir sígarettupakkar.
Fólk tímir því að kaupa hana.
Þetta er fyrsta prufan í áramóta-
bókaflóðinu.“ ■
Hrósið 26 29. desember 2003 MÁNUDAGUR
Árni Björgvinsson, fyrrumeigandi Amigos í Lækjar-
götu, hefur endurnýjað og opnað
á ný veitingastaðinnn Rauða
ljónið á Eiðistorgi.
„Húsnæðinu hefur verið
gjörbylt,“ segir Árni. „Þetta er
allt miklu opnara, en það er líka
hægt að skipta staðnum upp í
minni einingar, sem býður upp á
mikla möguleika.“
Eldhúsið opnar um áramót,
en veitingastaðurinn verður op-
inn frá hádegi og fram á kvöld.
„Matseðillinn verður almenns
eðlis en husanlega með
mexíkósku ívafi,“ segir Árni.
„Við verðum með lifandi tón-
list um helgar, því nú er kominn
hljómsveitarpallur og aðstaðan
góð fyrir minni tónleika og að
sjálfsögðu böll. Svo verður auð-
vitað hægt að fá sali fyrir veisl-
ur og hvers konar uppákomur.“
Árni er bjartsýnn á rekstur-
inn og ákvað að skipta ekki um
nafn. „Ef ég hefði til dæmis kall-
að þetta Vesturbæjarbarinn eða
eitthvað álíka hefðu allir sagt:
„Já, þetta er þar sem Rauða
ljónið var.“ Svo mér fannst bara
betra að halda nafninu.“
Árni segist ekki síst stíla upp
á fólk úr Vesturbænum og af
Nesinu og vonar að fólk muni
líta á barinn sem sinn hverfisb-
ar. „Við erum líka með flottan
búnað til að sýna íþróttaleiki og
hvers konar íþróttaviðburði og
ætlum að kappkosta að fólk geti
komið þarna og gert sér glaðan
dag af hvers kyns tilefni. Með
nýjum eigendum koma nýjar
áherslur,“ segir Árni. ■
Opnun
RAUÐA LJÓNIÐ Á EIÐISTORGI
■ hefur gengið í endurnýjun lífdaga,
en nú með nýjum eigendum
og nýjum áherslum.
Hrósið fá Finnbogi Vikar Guð-
mundsson, Saga Ásgeirsdóttir og
Steinunn Gunnlaugsdóttir fyrir að
fylgja hugsjónum sínum og dvelja
úti í Palestínu yfir hátíðarnar til
að taka þátt í mótmælaaðgerð-
um og hjálparstarfi.
Söngkonan Þórunn Antoníadvelur nú í London. Nýlega
söng hún með hljómsveitinni
Junior Senior í hinum virta tón-
listarþætti Top of the Pops á
BBC: „Þetta var jólaþátturinn
og það átti að taka upp lagið sem
er búið að vera í efsta sæti
breska vinsældalistans í ár,“
segir Þórunn Antonía. „Dönsku
strákarnir í Junior Senior áttu
topplagið um tíma en ég kynnt-
ist þeim af tilviljun í veislu hjá
vini mínum. Junior Senior
hringdu í mig frá Japan því bak-
raddasöngkonan þeirra komst
ekki með til Bretlands. Þeir áttu
að fara að syngja í tveimur sjón-
varpsþáttum og vantaði söng-
konu með sér,“ segir Þórunn
Antonía, sem kom fram með
hljómsveitinni í Top of the Pops
og sjónvarpsþætti hins virta
djasspíanista Jools Holland. „Ég
sló til og fékk diskinn sendan í
pósti en við náðum ekki að æfa
neitt saman svo það var bara
kveikt á myndavélinni og hopp-
að út í,“ segir Þórunn, sem hafði
gaman af ævintýrinu. „Þetta var
rosalega skemmtilegt, ekki síst
fyrir það að fá tækifæri til að
koma upp á BBC og sjá allt þetta
stóra batterí.“
Þórunn Antonía hefur nýver-
ið lagt lokahönd á nýja plötu.
„Ég og Wayne Murrey skipum
dúett sem heitir The
Honeymoon. Við kölluðum okk-
ur áður The Lovers en urðum að
breyta nafninu. Við syngjum og
semjum öll lögin í sameiningu
og höfum átt mjög gott sam-
starf. Platan kemur út með
haustinu en fyrsta smáskífan
kemur í mars og við erum mjög
ánægð með afraksturinn.“
The Honeymoon, er með samn-
ing við útgáfufyrirtækið BMG en
það stendur til að það sameinist
Sony á næstu dögum. ■
í dag
Rakettur
bannaðar í
þéttbýli
Fræðimanns-
ferill Hannesar
í hættu
Vill skila
SPRON-
gróðanum en
veit ekki hvert
Gríman 2003
Besta leiksýningin, að mati áhorfenda
Miðasala í 5629700 og sellofon@mmedia.is
www.sellofon.is
þri. 30. des. kl. 21, UPPSELT
fös. 2. jan. kl. 21, örfá sæti
Ósóttar pantanir
seldar í dag
og á morgun
ÁRNI BJÖRGVINSSON
Hefur opnað Rauða ljónið á Eiðis-
torgi og gjörbylt staðnum, sem býð-
ur nú upp á ýmsar nýjungar.
Rauða ljónið opnað á ný
Söng í Top
of the Pops
Tónlist
ÞÓRUNN ANTONÍA
■ Söngkonan Þórunn Antonía gerir það
gott í London. Heilsíðumynd birtist af
henni í The Face á dögunum og hún
söng með dönsku hljómsveitinni Junior
Senior í sjónvarpsþættinum Top of the
Pops á BBC, en Junior Senior átti topp-
lagið á breska vinsældalistanum í ár.
THE HONEYMOON
Söngkonan Þórunn Antonía og
Wayne Murrey skipa dúettinn The
Honeymoon en þau hafa nýverið
lagt lokahönd á nýja plötu sem
inniheldur rólega og þægilega
stemningstónlist.
Bækur
ÞÚ GETUR HÆTT AÐ REYKJA
■ heitir ný bók eftir Guðjón Bergmann
sem Forlagið gefur út. Útgáfustjóri
Forlagsins útilokar ekki frekari útgáfu á
jafn skrýtnum tíma.
KRISTJÁN B. OG BÓKIN
Kristján B. Jónasson í Forlaginu ætar að prófa að gefa út bók milli jóla og nýárs, sem
hann segir vera í fyrsta sinn í sögunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Fyrsta bókin í áramótabókaflóðinu