Tíminn - 11.08.1971, Qupperneq 1
KISTUTt
*
3CbJmx£iLcijxAAéJLctA* ft-f
RAF7ÆKJAUEILD, HAFfJARSTRÆTl 23, S
178. fbL
— Miðvikudagur 11. ágúst 1971. —
55. árg.
SAMVIHNUBANKJNN ÁVAXTA? SPARIFÉ YÐAR
MEÐ HÆS! U VÖXTUM
Landbúnaðarráðherra vígði kornturnana í gær
MASS DÆLT I FYRSTU
ÚR SKIPI í TURNANA
EB—Reykjavík, þriðjudag.
• Kornturnar Kornhlöðunnar h.f.
við Sundahöfn í Reykjavík voru
formlega teknir í notkun kl. 17.30
í dag með því, að Halldór E. Sig-
urðsson, landbúnaðarráðherra,
kveikti á korndælu, sem dælir korn
inu úr skipi inn í turnana.
• Fjöldi gesta var viðstaddur
vígsluna er fór fram í m.s. Brúar-
fossi, en í skipinu voru rösk 700
tonn af maís frá Ameríku, sem er
fyrsti farmurinn, sem tekið er á
móti í korngeymana.
Stjórn Kornhlöðunnar h.f. hélt
í tilefni vígslunnar fund með frétta
mönnum og kynnti þeim fram-
kvæmdir við byggingu kornturn-
anna og annað í sambandi við starf-
semi fyrirtækisins, en sæti eiga í
stjórninni þeir Hjalti Pálsson, fram
kvæmdastjóri Innflutningsdeildar
SÍS, og er hann formaður stjórnar,
Leifur Guðmundsson framkvæmda
stjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur
og Hjörtur Jónsson framkvæmda-
stjóri Fóðurblöndunar h.f. — en
eins og flestum mun vera kunnugt
stofnendor og Muthafar að
jöfnu: FóðurWandan hf. Mjólktrr-
félag Rvíkur og Samband ísl. sam-
vmnufélaga.
Myndin er tekm þegar kornturnamlr voru vfgðlr f gær. Á myndinnl sfást mja., f!h. HJortor Hiartar, forstfórl
Skipadeildar SÍS, Ingóffur Jónsson, fyrrverandi landbúnaSarráðherna, Eysteinn Jónsson, fyrrverand! ráðherra og
Haildór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra. (Thnamynd Gunnar)
Alfreð Þorsteinsson
Alfreð Þorsteinsson
tekur sæti í
borgarstjórn
IGÞ—Reykjavík, miðvikudag.
f bréfi til borgarráðs í dag
sagði Einar Ágústsson, utanríkis-
ráðherra af sér störfum borgar-
fulltrúa vegna annarra starfa. Við
sæti Einars í borgarstjóm tekur
Alfreð Þorsteinsson, blaðamaður,
set* verið hefur varamaður í borg
arstjóm. AllTe'ð er yngstur þeirra
fuiltrúa sem sæti eiga í borgar-
stjórn. Hann er tuttugu og sjö ára
gamall.
Halldór E. Sigurðsson, landbúnað-
arráðherra, flytur ræðu sína vlð
vígsluathöfnina I gær. Kornturnarnir
eru I baksýn.
Bílaumferð yfir
Flosagjá lögð niður
-»0—Reykjavík, þriðjudag.
Framkvæmdir við vegalagningu
á Þinigvöllum, innan þjóðgarðsins,
hefjast í næstu viku. Verður lagð-
ur nýr vegur á hálfs annars km
kafla. Á bílaumferðin að færast
vf Völlunum austur á hraunið,
iustur fyrir Folsagjá, sem sumir
eru farnir að kalla Peningagjá.
Nýi vegurinn kemur inn á núver-
andi veg milli brúarinnar á Flosa-
gjá og heimreiðarinnar við Val-
höll.
Ekki þarf að brúa gjána að nýju,
því hún er ekki opin þar inn frá
Framhald á bls. 14.
MOKA HÖRPUDISKINUM UPP
MEÐ NÝJUM VEIDARFÆRUM
Verzlun meS fóSurvöfu
í rsl. höndum
Tilgangur félagsins er að reisa
og reka kornturna við Sundahöfn
og annast losun, lestun og geymslu
á korni ásamt innflutningi og verzl
un með kornvöru til kjarnfóður-
framleiðslu. Þeir aðilar sem standa
að félaginu, hafa á nndanförnum
áratugum haft á hendi megnið af
fóðurkornsinnflutningi landsins
sem og kjarnfóðurframleiðslu úr
korni og öðrum hráefnum, erlend-
um og innlendum. Stofnun Korn-
hlöðunnar hf. er hugsuð sem skref
í þá átt að leggja grundvöll að nú-
tíma hagkvæmni um rekstur og
Framhald á bls. 3
KK—Blönduósi, þriðjudag.
Um hádegisbil í dag kom vél-
báturinn Hrímnir frá Bolungarvík
að bryggju á Blönduósi, en bát-
urinn hefur undanfamar vikur
verið að ranns. skelfisksmið fyr-
ir Norðurlandi og allt austur á
Stöðvarfjörð og hefur Hrafnkell
Eiríksson, fiskifræðingur stjómað
þessari leit. Síðan á föstudaginn
var hafa þeir félagar prófað nýja
gerð veiðarfæra við hörpurisks-
veiðar hér á Húnaflóa, er Einar
Guðmundsson, útgerðarmaður á
Höfðakaupstað keypti til landsins
fyrir nokkru og voru nú reynd
í fyrsta sinn. Sýndu veiðarfæri
þessi frábæran árangur.
Skelfisksplógur þessi eða skafa
er smíðuð á eynni Mön, en
þar umhverfis eru skelfiskveiðar
stundaðar í stórum stíl.
Fram kom í viðtali við Hrafnkel
Eiríksson, að verulegt magn er af
hörpudiski í Húnaflóa og má segja
að samfelld mið séu frá Króks-
bjargi og inn undir Blönduóss-
bryggju, og með þessu nýja tæki
gæti verið um hreina byltingu að
ræða í sambandi við hörpudisks-
veiðarnar.
Guðmundur Rósniundsson, skip-
stjóri á Hrímni, taldi árangurinn
með þessu nýja veiðarfæri frábær
an, og væri nú jafnvel möguleiki
á að ná sama magni af hörpdiski
á einni klukkustund og áður tók
sólarhring að veiða. Tveir megin-
kostir þessa plógs fram yfir eldri
gerðir, telur Cuómundur að séu,
að hægt er að fiska í misjafnari
botni og að upp kæmi hreinni skel.
Guðmundur þakkaði Einari ^uð-
mundssyni, útgerðarmanni, mikinn
dugnað og framsýni við innkaup
á þessum veiðarfærum til lands-
ins.
Framhald á bls. 14.
Nýjl hörpudlckaplógurinn sem nvargfaldaðl veiðina I Húnaflóa. Við hann
stendur skozkur skipstjóri, sem var með I veifiiför Hrimnis, og leiðbeindi
við notkun veðarfærislns. (Tímamynd KK)