Tíminn - 11.08.1971, Síða 16
Reynir Leósson ætlar aS brjótast út úr rammgerum fangaklefas 7 -1
Slítur af sér fjötr-
ana með óþekktu afli
Miðvikudagur 11. ágúst 1971.
FORSETA-
HEIMSDKN-
INNILÝKIIR
ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Forsetahjónin Kristján og
Flalldóra Eldjárn eru enn í heim
sókn á Austurlandi. í dag
höfðu þau viðdvöl á Brcið-
dalsvík, Djúpavogi og komu
til Hafnar í Hornafirði í
kvöld. f gærkvöldi höfðu for-
setahjónin viðkomu á Stöðvar-
firði, en sl. nótt gistu þau á
Staðarborg í Breiðdal.
Forsetahjónin komu til Stöðv-
arfjarðar um kl. 18 í
gær. Á landamerkjum
Fáskrúðsfjarðarhrepps og
Stöðvarfjarðarhrepps tóku
oddviti Stöðvarfjarðar, hrepps-
nefnd og eiginkonur þeirra
á móti þeirn. Þar á merkj-
unum var forsetafrúnni
færður blómvöndur, en síðan
var ekið af stað inn á Stöðvar-
fjörð, þegar kom að brúnni við
þorpið, var búið að gera þar
skrauthlið og börn stóðu þar
með íslenzka fána og náði röðin
alveg upp að skólahúsinu. Við
skólahúsið ávarpaði Guðmundur
Björnsson > framkvæmdastjóri
forseta, en forseti svaraði með
ávarpi. Á eftir gekk forsetinn
um á meðal fólksins og rabbaði
við það. Síðan bauð hreppsnefnd
in til kvöldverðar, þar ávarp-
aði Bjöm Kristjánsson oddviti
forsetahjónin, en forsetinn þakk
aði. Þegar kvöldverði var lokið,
Framhalc á bls. 14
H OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Reynir Lcóson er þjóðkunnur
B maður síðan hann sýndi ótrúlega
■ krafta sína og getu til að leysa
■ sig úr ramgerum fjötrum í sjón-
_ varpinu ekki alls fyrir löngu.
Voru tilþrif Reynis svo röskleg
“ að fólk sem á horfði trúði vart
■ sínum eigin augum og hefur marg
■ ur haft á orði að þetia sé í raun-
™ inni yfirnáttxiruiegt, og mun það
mála sannast að því er Reynir
" segir sjálfur. En kraftajötunnnm
■ á enn eftir að sýna getu sína, og
B mun einhvern næstu daga láta
H fjötra sig með sex handjámum,
_ sem gerð eru úr hertu stáli við
1 stálstiga og ætlar hann að losa
® sig af eigin rammleik. Þá mun
B Reynir á næstunni freista þess
g að brjótast út úr fangaklefa. Verð
_ ur hann handjárnaður áður en
hann verður lokaður inni í klef-
" anum. Verður þetta hvorutveggja
H kvikmyndað og sýnt víða um heim.
B Nú má ætla að ekki sé mikill
™ vandi að brjótast út úr fangaklefa
á fslandi, enda virðist nær hvaða
1 strákur sem vill leika það eins og
H dæmin sanna. En þess ber að
B geta að strokfangar hafia farið úr
n fangelsum, sem löngu eru orðin
úrelt og alls ekki mannheld. Reyn
" ir ætlar aftur á móti að láta loka
■ sig inni í rammbyggðum klefa,
B annaðhvort í nýju fangagcymsl-
m unni við Snorrabraut eða í fanga-
geymslu á Keflavíkurílugvelli.
“ Eru á báðum stöðunum traustir
■ klefar, sem engu venjulegu fólki
fl dytti í hug að reyna að komast
iy út úr sé þeim á annað borð lokað.
_ Reynir siagði Tímanum, að dóms
málaráðherira væri búinn að gefa
H vilyrði sitt til að hann fengi að
B spreyta sig á að komast út úr
B fangelsi oig yrði klefi látinn í
té í þeim tilgangi. Verður tekin
sjónvarpskvikmynd af atburðinum,
sem vætanlega verður sýnd hér
en aðallega er ieikurinn gerður
fyrir erlendan markað. Munu lög-
reglumenn sjá um að járna Reyni
og loka tryggilega á eftir hon-
Næstu daga, eða áður en hann
brýzt út úr klefanum, ætlar hatm
að þreyta aðra raun. Hann ætlar
að láta hlekkja sig við járnstiga
með sex handjárnum á höndum
og fótum og binda sig með keðju
líka við stigann. Úr þessu ætlar
hann að losa sig á nokkrum mín-
útum. Segist Reynir ekki efast
um að þetta gangi vel.
Hefur þú æft mikið undanfarið?
— Þessi atriði eru alveg óæfð,
en ég er tilbúinn að fara í þetta
tafarlaust. Ég hef ekki reynt að
láta loka mig inni til að brjótast
Framhald á bls. 14.
um.
Það er sama bve rammlega Reytrh- Leóson er bondinn. Hann losar sig avSveldlega úr ötlum fjötrum.
ANÆGÐ YFÍR ELLÍLAÍÍNAHÆKKUN
SB—OÓ—Reykjavík, þriðjud.
Gamla fólkið sem sótti elli-
lífeyrinn sinn í dag fékk
20% hærri upphæð í hend-
ur en það fékk er það
sótti lífeyrinn síðast. Stafar
það af bráðabirgðalögum ríkis-
stjómarinnar um að lagðar
skuli fram 170 millj. kr. til
hækkana tryggingabóta síð-
ustu fimm mánuði ársins.
Hækkaði ellilífeyrinn um 980
kr. fyrir einstaklinga og
1764 kr. fyrir hjón. A
fimmtudaginn verður byrjað að
borga út örorkubætur og fá ör-
Ragnheiður GuSmundsdóttir
yrkjar þá einnig 20% hærri
upphæð. Sama dag verður byrj
að að borga út barnalífeyri og
meðlög, sem hækka um 40%.
Örorku- og ellilífeyrir hækk-
ar nú til einhleypinga úr kr.
4.900,00 í kr. 5.880,00 á mán-
uði og til hjóna hækkar ellilíf-
eyririnn úr kr. 8.820,00 í kr.
10.584. Þeir, sem fá ellilíf-
eyri eru nú nær 15 þúsund
manns og hátt á 4. þús. öryrkjar
fá bætur Auk hækkunar bót-
anna ákvað ríkisstjórnin að
enginn bótaþegi hafi minna en
kr. 7.000,00 á mánuði, þannig
að þeir sem ekki hafa aðrar
tekjur en elli- og örorkulífeyri
fá greiddan mismun sem þessu
nemur.
Tíminn hafði í dag tal af
nokkrum bótaþegum, sem voru
að koma út úr Tryggingastofn-
uninni eftir að hafa náð í
ellilífeyrinn. Kom þeim öllum
saman um að talsverður mun-
ur væri að fá þá upphæð, sem
nú var greidd heldur en þegar
þau sóttu lífeyrinn sinn síðast.
Hannes Sveinsson er sjötug-
ur að aldri. Ifann kveðst ekki
hafa getað stundað vinnu síð-
Hannes Sveinsson
an árið 1963. Hann sagði að
þetta hefði verið orðið alveg
óbrúklegt og væri talsverður
munur að fá þessa hækkun,
sem gjarnan hefði mátt koma
fyrr. Sagði Hannes að ekki
veitti af talsvert hærri ellistyrk
en þó væri vel í áttina, að
stjórnvöld hefðu hækkað styrk
inn sem raun ber vitni.
María Magnúsdóttir kvaðst
vera ósköp ánægð með þessa
hækkun, sem orðið hefði á elli
styrknum sínum.
— Þetta er nú samt ekki of
Framhald á bls. 14.
María Magnúsdóttir
Flskverðið
hækkar
ÞÖ—Reykjavík, þriðjudag.
í ölkynningu frá Verðlagsráði
sj ávarútvegsins, sem Waðið fékk í
dag, kemur fram að fiskur hækkar
frá 1. ágúst sl. að telja um 11%
til 18,84%. Mest er hækkunin á
þorski eða um 18.84%, en minnst á
kola eða um 11%.
Tilkynning Verðlagsráðsins er á
þessa leið.
„Verðlagsráð sjávarútvegsins
hefur lokið endurskoðun lágmarks-
verðs á bolfiski, flatfiski og skel-
fiski samkvæmt ákvæðum bráða-
birgðalaga frá 21. júlí 1971 um
breytingu á lögum nr. 79 31. des-
ember 1968, um ráðstafanir í sjáv-
arútvegi vegna breytingar gengis
íslenzkrar krónu og um hækkun á
aflahlut og breytt fiskverð.
Samkomulag náðist ekki í Verð-
lagsráðinu, en í yfirnefnd ráðsins
varð samkomulag um eftirfarandi
breytingar á lágmarlcsverði er gild-
ir frá 1. ágúst 1971.
Þorskur hækkar um 18.84%, grá-
lúða hækkar um 12% og koli um
11%. Aðrar fisktegundir hækka
um 18,3%, þar á meðal humar,
rækja og hörpudiskur.
Við framangreindar verðhækk-
anir er tekið tillit til niðurfellingar
á greiðslu hlutdeildar í útgerðar-
kostnaði samkvæmt 3. gr. laga nr.
79/1968, sem var 11% til viðbótar
auglýstu lágmarlcsfisltverði.
Reykjavík, 10. ágúst 1971.
Verðlagsráð sjávarútvegsins“