Tíminn - 14.08.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1971, Blaðsíða 1
181. ffal. — Laugardagur 14. ágúst 1971 — 55. árg. * « * * * * * * * * I # * * ,_____NUSANIONN ÁVAXTAH SPASUrÉ YOAfi < MEÐ WESTU VÖXTUM SA*SIViKMyBANKa*M Landsleikurinn ísland - Japan — sjá bls. 13 Einar Ágútsson, utanríkisráöherra, fer utan í næstu viku: Ræðir landhelgismálið bæði í London og Bonn IGÞ—Reykjavík, föstudag. • í dag barst Tímanum fréttatilkynning frá ríkisstjórninni, þar sem skýrt er frá því að Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra fari til London og Bonn í næstu viku, og ræði þá við ráðherra um viðhorfin varðandi útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Með í ferðinni verða þeir Pétur Thorsteinsson, ráðu- neytisstjóri og Ingvi Ingvarsson, skrifstofustjóri. • í þættinum „Menn og málefni", í Tímanum á sunnudag, verður rætt um landhelgismálið og kynningu þess erlendis. • Fréttatilkynning ríkisstjórnarinnar um utanför utan- ríkisráðherrans og annan fund iandhelgisnefndarinnar fer Myndin var tekin í skrifstofu utanríkisráSherra í gær. Talið frá vinstri: Ingvi Ingvarsson, skrifstofustjóri; Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri og Einar Ágústsson, utanríkisráðherra. (Tímamynd Gunnar) hér á eftir: „Annar fundur landhelgisnefnd arinnar var haldinn í skrifstofu forsætisráðherra kl. 10 föstudag- inn 13. ágúst. Fundinn sátu forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra Einar Ágústsson, iðnaðar- ráðherra Magnús Kjartansson, og þeir Finnbogi Rútur Valdimars- son, Gylfi Þ. Gíslason og Jóhann Hafstein. Ennfremur sátu fund- inn ráðuneytisst.iórarnir Guðmund ur Benediktsson, ritari nefndar- innar og Pétur Thorsteinsson. KormS þroskast með bezta móti EB—Reykjavík, föstudag. Klemenz Kristjánsson á Kornvöll um við Hvolsvöll, sagði Tímanum í dag, að kornið hjá sér liti út með allra bezta móti. Sagðist hann bú- ast við, að geta farið að slá kornið upp úr 25. ágúst, sem cr fyrr en venjulega, en þetta er 49. árið sem Klemenz ræktar korn. Ennfremur kvaðst Klemcnz telja að eins Iiti út með kornið lijá þeim fáu aðilum öðrum hér á landi, sem cnn rækta korn, en það munu aðeins vera 3 eða 1 hændur undir Eyjafjöllum, svo og Sámsstaðahúið. Klemenz sagði, að 1969 og 1970 hefði kornið ekki þroskazt vegna óhagstæðs tíðarfars, en nú væri ár- angurinn sem sagt annar. Hefði kornið tekið vel við sér eftir lang- varandi þurrka, þegar rigndi á Suð- urlandi upp úr miðjum júlí. 1 vor sáði Klemenz byggi, höfrum og vor- rúgi í hálfan annan hektara við Kornvelli. Eins og margir sjálfsagt muna, var mikil gróska í kornrækt hér- lendis 1960—1965, og sáðu þá bænd ur víðsvegar um land korni. Frá 1965 hefur kornræktin stöðugt dreg izt saman og fáir aðilar sáðu korni í vor, eins og skýrt var frá. T. d. var ekki sáð korni í Gunnarsholti í ár, og er það fyrsta árið um langt skeið, sem það er ekki gert. 1 A- Skaftafellssýslu og á Fljótsdals- héraði var m. a. nokkuð um korn- rækt 1960—1965, en hún hefur ai- gjörlega lagzt niður, vegna óhag- stæðs tíðarfars, slæms jarðvegs, lækkunar á innfluttri fóðurvöru og vafalaust af öðrum ástæðum. Við ræddum í dag við nokkra af þeim aðilum, sem fyrir fáum árum stunduðu kornrækt og var skoðun þeirra flestra, að hér hefði verið um misheppnaða tilraun að ræða, og vafasamt væri að kornrækt ætti framtíð fyrir sér á Islandi. Klemenz á Kornvöllum var á ann arri skoðun, þegar við áttum sím- tal við hann í dag. Hann sagði, að Framhaid á bls. 14. Utanríkisráðherra gerði grein fyrir fyrirhugaðri ferð sinni til Bretlands og Vestur-Þýzkalands. Kom þar m.a. fram, að hann mun eiga viðræður í London við Joseph Godber, Minister of State for For eign and Commonwealth Affairs, miðvikudaginn 18. þ.m. Ráðherr- ann fer síðan til Bonn og þar eru ráðgerð viðtöl við ráðuneytisstjóra utanríkis- og sjávarútvegsráðu- neytanna og væntanlega einnig við Walther Scheel, utanríkisráð- herra, föstudaginn 20. þ.m. Á fundi landhelgisnefndar gerði utanríkisráðherra grein fyrir þeim málflutningi, sem hami hyggst hafa uppi í fyrrgreindum samtöl- um, og lýstu allir viðstaddir nefnd armenn fullu samþykki þar við. f ferð með utanríkisráðherra verða þeir Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri, og Ingvi Ingvars- son, skrifr fustjóri. Ráðgert er að utanríkisráðherra komi aftur til fslands laugardag- inn 21. þ.m.“ Eitt mesta heyskapar- sumar sem sögur fara af SB—Resykjavík, föstudag. Heyskapur er nú langt kominn á landinu og sums staðar reyndar lokið. Sumarið hefur verið alveg sérstakt lieyskaparsumar og nýt- ing heyja með afbrigðum góð. Víða um land eru allar hlöður orðnar yfirfullar og licy komið í stóra stakka úti við. Mikið fram- boð er á heyi, en engin eftirspurn, þar sem nú er áreiðanlegt, að all- ir fá nóg hey af túnum sínum. Fyrstir til að hefja slátt í sum- ai voru Eyfirðingar innan Akur- eyrar, en þar var byrjað á nokkr- um bæjum strax um sólstöður. Síðustu viku júní byrjuðu nokkr- ir bændur á Suðurlandi, en þar var svo sláttur almennt hafinn um mánaðamótin júní—júlí. Síð- ast hófst sláttur aimennt á Vest- fjörðum. ékki fyrr en um síðustu mánaðamót, en vel hefur gengið og eru vestfirzkir bændur nú langt komnir. Þurrviðri töfðu fyrir sprettu um Norður- og Vestur- land, en lang minnst úrkoma var á Vestfjörðum og spretta því nokk uð á eftir. Heyskapartíð hefur verið með oindæir :m góð og hafa hey hvergi hrakizt. Til eru þó sveitir, þar srm skúrir hafa tafið heyskapinn, en ekki til vandræða. Nú má heita að eftirtekja fyrri sláttar sé öll komin undir þak, nema það, sem ekki er rúm fyrir. Eftir er að slá bletti hér og þar eins og gengur, en það er varla nokkuð til að tala um. Seinni sláttur hefur viða verið lagður af, seinni árin, en þar sem fyrst var byrjað að slá í sumar, eru nú margir bændur farnir að slá aftur, en þar sem seinna var byrjað, sprettur hægt vegna þurrk Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.