Tíminn - 14.08.1971, Side 9

Tíminn - 14.08.1971, Side 9
.AUGARDAGUR 14. ágúst 1971 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN t'ramkvæmdastjóri ttristján Benedlktsson Ritstjórar Þórar.lnn Þórarinsson (áb) Jón Helgason. Indriöi G Þorsteinsson og •'ónaas Karisson Auglýsingastjórl: Steingrímur Gislason Rit íTjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu. símar 18300 - 18306 Skrtf «tofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusími 12323 Auglýsingasiml: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300 Askriftargjald kr 195,00 i roánuði innanlands t lausasölu kr 12,00 eint. — Prentsm Edda hf Ummæii forseta ASI í viðtali Nýs lands við Björn Jónsson, forseta Al- þýðusambands íslands, segir hann m.a., að verkalýðs- samtökin muni örugglega taka jákvæða afstöðu til stefnu ríkisstjórnarinnar í kjara- og efnahagsmálum, þar sem stefna ríkisstjórnarinnar sé í öllum meginatriðum sú stefna, sem verkalýðshreyfingin hefur barizt fyrir um langt skeið að upp yrði tekin. Forseti Alþýðusambandsins telur, að viðhorf í verka- lýðsmálum séu nú gjörbreytt til hins betra og að verka- lýðshreyfingin eigi nú möguleika á að bera fram til sigurs fjölmörg af helztu baráttumálum síðustu ára. Ennfremur segir Bjöm Jónsson: „Strax á þeim örstutta tíma, sem ríkisstjórnin hefur setið að völdum, hefur hún í mikilsverðum atriðum gert að veruleika leiðréttingar á misferli fyrrverandi ríkis- stjórnar gagnvart verkalýðssamtökunum, en eins og kunnugt er, þá hafði fyrrverandi ríkisstjórn rofið samn- inga við verkalýðssamtökin frá siðastliðnu ári og rýrt kjörin frá þvi, sem þar var ákveðið, með ráni vísitölu- stiga og lögþvinguðum breytingum á kaupgjaldsvísitölu. Samtökin höfðu án árangurs reynt að knýja fram leið- réttingu í þessum efnum. Nú hafa réttir samningar tekið gildi á ný fyrir tilverknað nýju ríkisstjórnarinnar. Hér er því strax um gjörbreytta afstöðu ríkisvaldsins að ræða til verkalýðshreyfingarinnar. Hér er þó vafalaust aðeins um upphaf nýrra viðhorfa að ræða, þar sem stjórnarsáttmálinn felur að öðru leyti í sér fyrirheit um mjög mikilsverðar kjarabætur og fé- lagsleg réttindi og ekki síður um gjörbreytt vinnubrögð varðandi atvinnu- og efnahagsmál í samræmi við markaða stefnu verkalýðshreyfingarinnar". Réttindi og sérstaða íslands sem eyríkis í sjónvarpsviðtalinu við forsætisráðherra á þriðjudags- kvöld sagði hann að í athugun væri, hvort segja ætti upp landhelgissamningunum við Breta og Vestur-Þjóðverja, með 6 eða 12 mánaða fyrirvara. í samþykkt sem gerð var í Vínarborg um milliríkjasamninga, segir að samn- ingum, sem ekkert uppsagnarákvæði hafa, megi undir vissum skilyrðum segja upp með 12 mánaða fyrirvara. Þessi samþykkt hefur ekki verið fullgild af nægilega mörgum ríkjum enn, en verið er að athuga, hvort skyn- samlegt sé samt að fara eftir þessu ákvæði Vínarborgar- samþykktarinnar. Forsætisráðherrann lagði áherzlu á, að ísland hefði algera sérstöðu i landhelgismálum. Talað væri um rétt strandríkis, en við ísland ætti fremur að tala um rí t eyríkis, sem ætti allt sitt undir fiskveiðum. 80—90% útflutningstekna íslendinga væru af fiskafurðum. Þjóðar- auður íslendinga er í fiskimiðunum. Aðrar þjóðir, þótt þær séu taldar miklar fiskveiðiþjóðir, eru alls ekki sam- bærilegar, t.d. væru fiskafurðir ekki nema 10% af út- fiutningsvörum Noregs. Ennfremur benti forsætisráðherrann á það, að sjötti hluti ríkja heims hefði nú stærri landhelgi en 12 sjó- rnílur. allt upp í 200 mílur. Landhelgi þessara ríkja hefði að vísu verið mótmælt af stórveldum, en gegn þessum þjóðum hefur engu vopnavaldi verið beitt. Engin þjóð í heiminum á eins mikið undir fiskveið- um og ^erndun og nýtingu fiskimiða við strendur lands síns sem íslendingar. Hví skyldi þá eiga að meina íslend- ingum að nota þann rétt, sem aðrar þjóðir. er miklu minna eiga undir fiskveiðum, hafa tekið sér? — TK TÍMINN Sovétríkin nálgast Banda- ríkin óöum aö fiotastyrk Rússar hafa eflt flota sinn afar mikiS undangengin átta ár og halda áfram að efla hann. Þeir hleypa til dæmis af stokkunum nýjum, kjarn orkuknúnum kafbáti annan hvern mánuð Síðast í júlí birti Herald Tribune tvær fréttir um efl ingu rússneska flotans í sam anburði við flotastyrk Bandaríkjanna. Fregnum þessum ber ekki alveg sam- an um flotastyrkinn, (Mida er önnur upprunnin í Moskvu en hin í London, en eigi að síður gefa þær all glögga mynd af ástandinu. Fregnin frá Moskvu: SERGEI GORSHKOV aðmír- áll lýsti því yfir í sumar á hátíðisdegi flotans, að sovézki fiotinn hefði „aldrei verið jafn öflugur og hann er nú“. í grein, sem hann skrifaði í Pravda, sagði hann meðal snn- ars: „Reglulegar æfingar flotans og siglingar hans sýna svart á hvítu, að Sovétríkin eflast jafnt og þétt sem flotaveldi. Þetta er ekki að skapi þeirra, sem árásarstefnu aðhyllast .: og þeir reyna að telja ýmsum ’ þjóðúin''hbims‘trú' um,"áð þeim>rf stafi alvarleg ógn af mætti sóv- ézka flotans á höfunum". Sjötti floti Bandaríkjamanna á Miðjarðarhafini’. verður þeg- ar á þessu ári minni en Svarta- hafsfloti Rússa og hefur yfir færri byssum að ráða. Sovét- menn hafa nú allt s.ð sextíu herskipum á siglingu um Mið- jarðarhafið, en herskip Banda- ríkjamanna eru um fjörutíu talsins. RÚSSNESKA beitiskipið Dzerzhinsky, sigldi í júní um Hellusund inn í Miðjarðarhaf- ið. Um borð voru þeir Andrei A. Grechko varnarmálaráð- herra Sovétríkjanna og Gorsh- kov aðmíráll, yfirmaður rúss- neska flotans, en þeir höfðu fylgzt með mjög umfangsmikl- um flotaæfingum á Svartahaf- inu. Margir litu svo á, að þeir væru með þessari för sinni að sýna fram á, hve mikið traust þeir bæru til hins rússneska flota, enda mætti telja hana tákna, að einveldi bandaríska flotans á Miðjarðarhafinu væri lokið. Ekki eru nema átta ár síðan að floti Sovétríkjanna gat naumast talizt annað en at- kvæðalítill strandvarnafloti. en nú er hann annar öflugasti floti heims. í hinum ýmsu deildum rússneska flotans á Kyrrahafi, Eystrasalti, Svartahafi og Norð ur-íshafinu eru um 25 beiti- skip, 100 tundurspillar, nálægt 1600 smærri skip og 407 kaf- bátar að því að talið er. f FLOTA Sovétmanna er ekkert flugvélamóðurskip, en hins vegar eiga þeir tvö ný skip, sem hafa um borð þrjátíu þyrlur hvort, og er þeirra hlut- verk að finna kafbáta og granda þeim. Gorshkov aðmíráll sagði í áminnstri grein sinni, að Banda ríkjamenn hefðu komið sér upp „kafbátaeldflaugakerfi til varna“ og gerðu „sér vonir um að geta með aðstoð þess varið strendur lands síns gegn flest- um gagnárásum kjarnorku- vopna. En þetta er falsvon ein. Eng- ar hervarnir, hvorki fli'tavarn- ir né aðrar, geta bjargað árás- arríki, sem leggur í þá hættu að hefja styrjöld gegn Sovét- ríkjunum eða öðrum sósíalist- ískum ríkjum, undan hefndar- hrammi þeirra.“ Vladimir Kasatonov aðmír- áll, aðstoðarmaður Go'-shkovs, ritaði grein í blað varfarmála- ráðuneytisins Krasnaya Zvezda (Rauðu stjörnuna) hinn 25. júlí s.l. Þar tók hann uodir að- vörun yfirmanns síns og lagði á það áherzlu, að kj.'irnorku- knúnir kafbátar væru nú „sá hluti rússnska flotans, sem yfir mestum gagnárásarmætti -byggiú - «>þ í‘. bí ■ SAMKVÆMT* þeim upplýs- ingum, sem vamantálaráðu- neyti Bandaríkjanna hefur síð- ast látið frá sér fara, eiga Rúss- ar nú 87 kjarnorkuknúna kaf- báta og standa Bandaríkja- mönnum nokkurn veginn jafn- fætis í því efni. Svarar þetta til, að Rússar hafi komið sér upp sem svarar einum kjarn- orkuknúnum kafbáti á mánuði síðan á árinu 1968. Rússar standa Bandaríkja- mönnum enn að baki að því er varðar kafbáta, sem skotið geta kjarnorkueldflaugum, era taldir eiga 17 slíka en Banda- ríkjamenn 41. Flotasérfræðing ar Bandaríkjanna líta þó svo á, að þetta bil vérði brúað ein- hvern tíma á árinu 1973. Kasatanov aðmíráll sagði í grein sinni í Rauðu stjömunni, að kjamorkukafbátar Sovét- manna væra „bæði nógu marg- ir og öflugir til þess að geta með prýði annað hlutverki sínu við að verja hagsmuni ríkis okkar“. Varnarmálaráð- herrann, Grechko marskálkur, hefur hins vegar fyllilega gefið í skyn, að valdhafamir í Kreml hafi alls ekki í hyggju að hætta að auka við flotann. Haft er eftir honum meðal annars, að ástand alþjóðamála sé með þeim hætti, að Sovét- ríkin verði „að efla sem mest efnahagsmátt sinn og varnar- mátt, og auka verulega baráttu getu og viðbragðsflýti bæði landhers síns og flota“. Fregnin frá London: í ÚTGÁFU hins kunna rits ..Fighting Ships“ 1971—1972 er því haldið fram, að flota Bandaríkjanna „hraki háska- lega mikið“ hlutfallslega, bæði að stærð og baráttugetu, en floti Sovétríkja na sé orðinn „risavaxinn floti risaveldis". Floti Sovétríkjanna sé orðinn stærri en floti Bandaríkjanna að því er varði heildartölu ofansjávarskipa og kafbáta, og kafbátafloti þeirra sé fast að því eins öflugur og kafbáta- floti Bandaríkjanna. Ennfremur segir í ritinu, að Rússar séu korrmir fram úr Bandaríkjamönnum bæði í tölu kjarnorkueldflauga, sem skjóta megi milli heimíálfa, og eins £ sprengimagninu, sem skjóta megi í senn. Sovétmenn smíði nú árlega að minnsta kosti sex kafbáta, sem skotið geti kjarn- orkueldflaugum. Rússar verði því búnir að ná Bandaríkja- mönnum á þessu sviði árið 1975, og ef til vill komnir fram úr þeim. LÖGÐ er sérstök áherzla á þrju eftirtalin atriði: í fyrsta lagi sé „brýn nauð- [| syn“ fyrir vesturveldin að I koma sér upp sameiginlegum e flotastyrk, sem gæti flutninga- t-, skipa á Indlandshafi og sigl- 1 ingaíeiðum til Austur-Asíu. I „Æskilegast" sé, að í þessum J flota séu herskip frá __ Banda- M ríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, | Nýja Sjálandi, Indlandi, Pakist | an, Malaysíu, Singapore, Portú | gaí og Suður-Afríku. f öðru lagi hafi mörg hinna 1 smærri ríkja lagt áherzlu á að koma sér upp litlum, hrað- skreiðum herskipum, „sem út- búin eru til að miða og skjóta afar langdrægum eldflaugum". Með þessu móti geti hlutfalls- lega lítill floti búið yfir mikl- um mun meiri árásarmætti en 1 ætla megi eftir stærð hans. f þriðja lagi eigi Bretar á hættu að „falla mjög í áliti um alla framtíð“ ef þeir hverfi með öllu frá eign flugvélamóð- urskipa og annarra hinna stærri herskipa, og ætli sér eingöngu að treysta á flota smáskipa. ÞÁ ER haldið fram í ritinu, að Bandaríkjamenn standi nú og f náinni framtíð framar Rússum f flotastyrk aðeins á einu sviði, eða í eign flugvéla- nóðurskipa. Bandaríkjamenn eigi nú eða hafi í notkun fjórtán flugvélamóðurskip, búin orrastuflugvélum. Þeir v»rði »kki aðoinc að halda þess ari skipaeign við. ef þeir ætli sér nð standa Ru=ram á sporði % á hafinu, heldur að auka hann. f sovézka flotnnum er ekkert flugvélamóðurskip búið orr- ustuflugvélum. Ritið segir Rússa eiga 83 kjarnorkukafbáta og 318 aðra kafbáta. en Bandarikjamenn eigi 54 kjarnorkuknúna kafbáta og 42 aðra. Þá eigi Rússar einnig tvö skip. sem búin eru þyrlusveitum, 23 önnur beiti- skip búin eldflaugum, 100 tundurspilla eg önnur slfk skip búin eldflaugum 130 freigátur og korvettur og auk þess all Framhald á bls. 12. J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.