Tíminn - 14.08.1971, Qupperneq 3

Tíminn - 14.08.1971, Qupperneq 3
3 LAUGARDAGTJR 14. ágóst 1971 482 milljonir til félagsmála SJ—Reykjavík, föstudag. Útgjöld Reykjavíkurborgar til félagsmála árið 1970 námu 482. 256.714,05 kr., að því er segir í ckýrslu Félagsmálastofnunar borg arinnar. Þarna eru þó ekki taldir með ýmsir liðir, t.d. rekstur leigu húsnæðis í eigu borgarsjóðs, sem eru raunverulega framlög á sviði félagsmála. Útgjöldin skiptast þannig: Framkvæmd félagsmála kr. 13. 443.048,90, félagsleg aðstoð Við einstaklinga 107.192.369,55, barna heimili, dagvistun, vistun og sum- ardvöl barna 45.071.728,60, styrkir til hjúkrunar-, líknarstarfa og ým- issa samtaka, sem að félagsmál- um vinna 6.604.609,00, framlög til' almannatrygginga, sjúkrasamlags og sjóða 306.274.843,60, vinnu- miðlun, almannavarnir o.fl. 3.670. 114,40. Hlutur félagsmála í heildar- rekstri borgarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár, nam hann í fyrra 39.1% af heildarrekstrar- gjöldum en 30.7% 1966. Viðmiðunarkvarði við úthlutun fjárliagsaðstoðar: Á árinu var tekinn upp sérstakur kvarði til að nota til viðmiðunar við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar til skjólstæðinga Félagsmálastofnun- arinnar .Við útreikning á fram- færsluþörf skjólstæðinga stofnun- arinnar, voru lögð til grundvallar lægstu árslaun verkamanna að viðbættum fjölskyldubótum fyrir 2 börn samtals kr. 191.700,00. Við útreikning á hlutfallslegri skipt- ingu þessara tekna, var stuðzt við skiptingu útgjalda í vísitölugrund völlum frá 1. marz 1959 og 2. janú ar 1968. Útgjökl til húsnæðis, hita og rafmagns voru þá ákveðin með hliðsjón af húsnæðiskostnaði í leiguíbúðum Reykjavíkurborgar. Við útreikning á framfærslu- þörf óg skiptingu útgjalda var miðað við framfærsluþörf og út- gjöld hjóna með 2 börn. Enn- fremur var gerð tafla yfir hlut- fallslega neyzluþörf fjölskyldumeð lima og var þar stuðzt við erlend ar_ töflur um svipað efni. Á grundvelli þessara útreikninga á framfærsluþörf og útgjaldaskipt ingu voru búnir til viðmiðunar- kvarðar, sem eru breytilegir eftir tegund aðstoðar. í viðmiðunar- kvörðunum eru fastar stærðir eins og útgjöld til húsnæðis, hita, raf- magns, opinberra gjalda, stétta- félagsgjalda, lyfjakaupa og lækn- inga ekki reiknaðir með, enda ávallt um ákveðnar upphæðir, sem hægt er að meta sérstaklega. Önn- ur útgjöld fjölskyldunnar eru tek- in með inn í viðmiðunarkvarðann. TÍMTNIM ... Stjórn Brunabótafélags íslands: Magnús Magnússon, bæjarstiórl í Vestmannaeyjum; Björgvin Bjarnason, sýslu- maður; Ásgeir Ólafsson, forstjóri BÍ; Jón G. Sólnes, bankastjóri, formaður stjórnar BÍ. 1.2 MILLJÓNIR KR. FÓRU í BRUNAVARNAKOSTNAÐ Föstudaginn 6. þ.m. var aðal- fundur fulltrúaráðs Brunabóta- félags íslands haldinn á Akureyri. Formaður framkvæmdastjómar, Jón G. Sólnes bankastjóri, setti fundinn. Fundarstjórar voru kosn- ir Ásgrímur Hartmannsson bæjar- stjóri og séra Sigurður Haukdal. Fundarritarar voru kjörnir Björg- vin Brynjólfsson sparisjóðsstjóri og Óskar Helgason símstöðvar- stjóri. Rétt til fundarsetu hafði einn fulltrúi frá hverjum kaup- stað og einn frá hverri sýslu, alls 36 fulltrúar, mættir voru 35. Formaður flutti skýrslu stjórn- arinnar. Hann rakti rekstur félags ins í stórum dráttum og skýrði frá hinni miklu aukningu, sem orð ið hefði í rekstri og umsvifum fé- lagsins síðan skipulagsbreyting var gerð á starfsemi félagsins 1955. Forstjóri félagsins, Ásgeir Ól- afsson, gaf yfirlit um hina ýmsu þætti í rekstri Brunabótafélags- ins. Kom m.a. fram að iðgjalda- tekjur félagsins hefðu aukizt í brunatryggingum um 30,8% mið- að við fyrra ár en 28.2% í öðram tryggingargreinum. Heildar ið- gjaldatekjur 1970 námu kr. 161.5 milljónum. Mest tjón urðu i brunatryggingum eða kr. 31.5 milljónir. Heildarrekstrarkostnað- ur nam kr. 12.3 milljónuim eða 7.81 % sem er^ mjög lág kostnaðar- prósenta. f brunavarnarkostnað greiddi félagið kr. 1.176.000.— á s.l. ári. Félagið endurgreiddi til viðskiptamanna og deilda sem arð og ágóðahluta kr. 7.366.000,— af viðskiptum sl. árs. Hefur þá greiddur arður og ágóðahluti num ið samtals kr. 42 milljónum á s.l. Maður fyrir bíl - slasaðist á fæti og augnabrún ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Bifreiðaslys varð í dag á mót- um Kirkjustrætis og Aðalstrætis. Bar það þannig til, að 36 ára gamall maður gekk í veg fyrir Volkswagen bíl, sem var að beygja inn í Kirkjustrætið. Skipti það engum togum, maðurinn lenti á vinstra framhorni bnsins, við það kastaðist hann upp á kistulok ið og valt síðan fram af því í göt- una. Maðurinn var fluttur í Slysa varðstofuná og reyndist hann slas aður á fæti og annarri augna- brúninni. 16 árum eða yfir 80% af tekjuaf- gangi af starfsemi félagsins þetta tímabil. Hreinn varasjóður félagsins namur nú kr. 70.5 milljónum. í arðjöfnunarsjóði eru kr. 5.456. 000,— en að viðbættum trygginga- sjóðum nema sjóðir félagsins sam- tal^ kr. 124.7 milljónum. Um ávöxtun sjóða félagsins sagði for- stjórinn m. a.: „Við ávöxtun sjóða félagsins hefur verið fylgt þeirri megin reglu að dreifa lánsfénu til hinna ýmsu bæjar- og sveitarfélaga og annarra viðskiptamanna í sem réttustu hlutfalli við viðskipti þeirra við félagið. Þau lán sem hafæ verið látin sitja í fyrirrúmi, eru lán til slökkvitækjakaupa og lán til vatnsveituframkvæmda og eru síðast töldu lánin lang stærsti flokkur útlána félagsins. Þá hafa verið veitt lán til skólabygginga og félagsheimila í sveitum. Af 106 milljónum króna í útlánum pr. 1. júní s.l. voru 97 milljónir lán til sveitarfélaga utan Reykjavíkur." Bárður Daníelsson brunamála- stjóri flutti fróðlegt erindi á fund inum um ástand og horfur í bruna- og eldvarnarmálum. f framkvæmdastjórn til næstu fjögurra ára voru kjörnir: Jón G. Sólnes, bankastjóri, Ak- ureyri, formaður, Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri, Vest- mannaeyjum, varaformaður, Björgvin Bjarnason, sýslumaður, ísafirði, ritari. f 'várastjóm: Friðjón Þórðar- son, sýslumaður, Stykkishólmi, Bjarni Guðbjörnsson, alþm., fsa- firði og Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri, Kópavogi. AVIDA Bi Fávizkunöldur Og nöldrið heldur áfram í Mogganum. Nú eru það inn- lendar skipasmíðar, sem þessi nýja og vonda ríkisstjórn ætl- ar að drepa. f leiðara Mbl. í gær gefur að líta þessa speki: „Eins og fyrr er að vikið eru nægileg verkefni í inn- lcnda skipasmíðaiðnaðinum eins og sakir standa. Og að óbreyttum aðstæðum liefði ekki þurft að kvíða verkefna- skorti. En þá gerðist það, að ný ríkisstjórn tekur við völd- um í landinu og hennar fyrsta verk er að veikja samkeppnis- aðstöðuna við erlendu skipa- smíðastöðvarnar með því að veita jafnháa lánafyrirgreiðslu til fiskiskipa smíðaðra erlendis og væru þau smíðuð hér á landi.“ 1. staðreynd f fyrsta lagi ber að vekja at- hygli á þeirri játningu Mogga- ritstjórans, að það „eru nægi- leg verkefni í innlenda skipa- smíðaiðnaðinum eins og sakii standa." 2. staðreynd f öðru lagi er lögð sérstök áherzla á uppbyggingu inn- lends skipasmíðaiðnaðar í mál- efnasamningi ríkisstjórnarinn- ar. f málefnasamningnum seg- ir orðrétt að ríkisstjórnin hafi ákveðið það meðal lielztu verk- efna í atvinnumálum „að leggja áherzlu á eflingu skipa- smíðaiðnaðarins með það tak- mark fyrir augum, að íslending ar smíði að miklu leyti skip sín sjálfir og geti annazt viðhald fiskiskipa og kaupskipa.“ 3. staðreynd f þriðja lagi ákvað ríkis- stjórnin í málefnasamningnum eftirfarandi: „Skal þegar gera ráðstafan- ir til, að íslendingar eignist svo fljótt sem verða má a.m.k. 15—20 skuttogara af ýmsum stærðum og gerðum.“ Þessar ráðstafanir hefur ríkisstjórnin nú gert. Hún vill fá þessa skut- togara sem allra fyrst í gagn- ið. íslenzkar skipasmíðastöðv- ar gátu ekki annað þessu vegna þess að þær eru bundnar við önnur verkefni eins og Mbl. upplýsir. Þess vegna v?/ð að fá þessa togara erlendis frá, ef þeir eiga að koma sem fyrst að gagni. Þess vegna er heitið sérstakri viðbótarfyrirgreiðslu til að þessir skuttogarar verði keyptir sem fyrst og það mun ekki á nokkurn hátt níða nið- ur íslenzkar skipasmíðar. 4. staðreynd f fjórða Ia"i hefur iðnaðar- ráðherrann lýst því yfir, að það muni stefnt að því að koma skipulagi og öryggi á rekstur íslenzkra skipasmíðastöðva með því að ríkisvaldið veiti stuðning til þess að íslenzkar skipasmíðastöðvar geti jafnan haft örugg verkefni 2—3 ár frain í tímann. Þegar allar þessar staðreynd Framhald á bls. 12 FYRIR JEPPA XÆKNILEGAR UPPLÝSINGAU XDP 4.88 XDP 4.90 XDP G.90 STOIvKFJÖLDI 4 4 6 jRÚMTAK CM'’ 1.946 2.112 3.168 Hestöfl 68/4.500 75/4.500 106/4.000 HÁMARKSÁTAK . M/KG 12/2.200 13.3/2.200 20.1/2.000 VERÐIÐ MJÖG HAGSTÆTT BRÆÐURNIR ORMSSON h/f Lágmúla 9. sími 38820

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.