Tíminn - 14.08.1971, Page 8

Tíminn - 14.08.1971, Page 8
TIMINN LAUGARDAGUR 14. ágúst 1971 INGOLFUR DAVÍÐSSON KOMIÐ I VESTUREYJAR I Á BREIÐAFIRÐI Gamalt og nýtt í Flatey á Breiðafirði. Melgras á fjárhúsþökum í Hvallátri, 25. iúlí 1971. Villilaukur vex í Laukahvammi Hvallátri, rétt við túnjaSarinn. tlvammurinn er fremur skjólgóð- r og mun skefla í hann á vetr- im. Laukurinn vex innan um rózkumikið língresi. Talið er, að Þórarinn Þorláks- on bóndi, f. 13. 2. 1814, d. 1894 i afi gróðursett laukinn. Þórarinn ar fæddur og uppalinn í Hval- látri, tók þar við búi af föður ínum árið 184? og bjó þar til . auðadags. Frásögn um að Þói-ar- snn hafi gróðursett og ræktað lauk j ennan, er eftir Guðrúnu Jóns- óttur frænku Þórarins, en hún om til Þórarins ung að aldri (f. 840) og var hjá honum og ekkju ans æ síðan. Guðrún gat þess, að iíklega hefði Grímur Thorlaks- on, sem var bróðir Þórarins og stundaði tannlækningar í Kaup- . tannahöfn (d. 1881) sent Þór- rni fræ lauksins. Þessar upplýsingar gaf Sveinn íunnlaugsson kennari, en hann afði þær eftir önnu Óldfsdótt- ir í Hvallátri. Jón Daníelsson bóndi í Hval- átri og uppalinn þar (f. 1904) egir að meira hafi verið af laukn um á unglingsárum sínum en nú g hafi mjög mikið drepizt frosta- eturinn 1918. Leggir og laukar voru notaðir sem krydd í mat og börn átu þá hráa. Kona Þórarins Þorlákssonar hét Rannveig Jónsdóttir og bjó all- lengi ekkja eftir hann. Hún varð- veitti Laukahvamminn mjög vel næm því eins og helgidóm. Á hennar heiimili voru ungir hvann- leggir etnir með smjöri. Hvönnin var friðuð og hafði húsfrúin sjálf eftirlit með hóflegri hvannatekju. Sögðu mér það Gísli Jóhannesson bóndi í Skáleyjum og systir hans Kristín, en hún átti heima í Hval- iátri á uppvaxtarárunum. Líklega er villilaukurinn búinn að vaxa uir, eina öld þarni í Lauka hvammi í fívallátri. Þórarinn hef- ur e.t.v. fengið hann hjá bróður sínum í Danmörku, en hann getur líka hafa sótt laukinn suður í Borgarfjörð en þar hefur hann varið frá ómunatíð í Bæ og Skán- ey. Laukaflatir er fomt örnefni í Bæ, það er jarðhitasvæði í tún- inu þar sem laukurinn vex. Senni iegá hafa læknar fýTfi 'á/Idá' flúft' laukinn til landsins og gróðursett hann í Bæ og víðar við gömul höfuðból, sem lækningajurt. Suimarveðrátta er mild í Breiða- fjarðareyjum og koma þar sjald- an' næturforst. Kartöflurækt er nokkur en var miklu meiri áður og seldu þá eyjabændur kartöfl- ur, eða létu í skiptum fyrir kjöt o.fl. afurðir landbænda. Samúel Eggertsson skrifar, árið 1894, að þá hafi garðar í Skáleyj- um verið 391 ferfaðmar. Fyrir 40 árum voru 5 íbúðarhús í Skál- eyjum, þar af 3 þurrabúðir og bjuggu þar alls 40—50 manns. 30—40 manns munu þá og hafa átt heima í Hviallátri og svipaður fjöldi í Svefneyjum, Bjameyjum og Hergilsey, eða fleiri stundúm í Bjarneyjum, en færra í Sviðnum. Fjölmennt var þá í Flatey. Nú eru varla meir en 10—20 manns í hverri ey, eða jafnvel færra á vetuma. Skáleyjar aðeins nýttar að sumrinu nú orðið og Sviðnur i eyði og Hergisley. Menn lifa mest á hlunnindum. Munu fást um 50 kg af hreinsuðum æðar- dún úr hverri ey og 80—100 land- selskópar. Fjáreign minni en fyrr, 50—100 ær í ey að' jafnaðí; og 3—4 kýr og nokkur hænsni. Féð er'tflutt-'í land''fe<vórin. LangflesÞ' ar eyjamar vom lengi eitthvert mesta matarforðabúr á íslandi og sóttist fólk á fyrri öldum eftir að ráða sig þar í vist, því að þar þraut aldrei matföng, þó að sult- ur væri annarsstaðar. En margt fólk þarft til að nýta að fullu hlunnindin og góðir sjómenn verða Breiðafjarðareyjabændur að vera. Þar er víða vandratað vegna grynn inga og harðra strauma. „Mér finnst þetta vera paradis", sagði ung kona — Reykjavíkur- stúlka í Svefneyjum. „Ég fer til Reykjavíkur svona tvisvar á ári, en eftir eina viku fer mér að leiðast þar og flýti mér heim í eyjar aftur“. — Garðbrotin í Skál eyjum hafa nú flest verið sléttuð og gerð að túni. En enn lifa ör- nefnin: Erfiður, Latur, Langur, Stórigarður o.s.frv. Um 30 fuglateigundir verpa í Skáleyjum og 22 aðrar tegundir sjást þar öðru hverju, að sögn Gisla E^Jóhannessonar og Krist- ínar systur hans. Sjaldgæfastur mun Þórshamar vera. Nú er vel byggt í eyjunum og mun svo löngum hafa verið, að þeirra tíma hætti, en kröfur voru þá aðrar og minni en nú til lífs- þæginda. Séra Guðmundur, afi Katrínar og Unnar Thoroddsen var um skeið aðstoðarprestur í F’ateyj- arhéraði og sat í Skáleyjum. Komu þær systur Katrín og Unnur einu sinni í heimsókn og skoðuðu stofu þá er prestur hafðl búið í, en hún var lítil. Segir þá Katrín, “þeir hafa verið nægjusamir forfeður þínir Unnur“. Kartöflugarðar eru girtir grjót- görðum úr hellugrjóti. Spretta var góð í görðunum og virtist bar lítið sem ekkert um jurtasjúk- dóma. Kálmaðkur barst þó í einn garð, en sá var þá lagður niður. Gulrófur þrífast vel. enda mold sumssta'ðar feit af fugladriti. Mikið er um skarfakál; saxa sumir það saman við skyr eða nota sem salat. Þegar soðin var kof.a. ke 1'uida. aía tflifitiuingaf, þótti mjög til bóta að hafa skarfa kál í súpöna. Teistunni virðist fara fjölgandi og'sýntu hvarvetna .hópar.af þeim fyfír fjönt«óg þær sátu líka hinar spökustu á grjót- görðunum og grjótbryggjunum, en þær eru fjölmargar, og þar eru gamlir skreiðarhjallar, þaklausir. Mun oft björgulegt að líta á fisk- rárnar, eða svo var í gamla daga. Ég kom í skarfabyggðina í litlu klettaeyjunni Klofningi rétt hjá Flatey, og var þar sannarlega þétt setið uppi á eynni, skarfur við skarf. Þetta var 26. júlí og voru toppskarfamir með unga, mjög spakir. Mæðurnar hreyfðu sig varla, en opnuðu aðeins ginið og þvæstu er við gengum að þeim til að taka myndir. „f slíka fugla- paradís hefi ég aldrei komið áð- ur“, sagði þýzkur fræðimaður, sem var með í förinni. Eyjabænd- ur segja að toppskarfi og díla- skarfi komi illa saman. Toppskarf urinn sé harðfengari, þó minni sé, og, fæli hinn burt og verði ein- ráð,ur á varpstöðum sínum. Topp- skarfur þykir mjög fallegur á vorin, meðan toppurinn er í fullu litskrúði. Nokkur skarfa -og lundatekja er í eyjunum 'og einnig mikið um ritu (skeggju). Þórshani verpir í Flatey, Hvallátri, Skáleyjum, Svefneyjum o.fl. Breiðabjarðar- eyjum. Gæsum hefur farið mjög íjölgandi síðustu 10—15 árin og spilla þær varpeyjunum með gras- áti sínu. Vestureyjar eru lágar og gróð- ursælar, enda ber fuglinn mikið á. Flatey má heita eintómt gras- lendi og Hvallátur einnig. í Skál- eyjum og Svefneyjum er dálítið mishæðóttara og fjölbreyttara landslag. Kvistlendi er ekkert. Ég sá fáeinar grávíðplöntur í Hval- Iátri og örfáar bláberjalyngklær í Skáleyjum. þ.e. á heimaeyjunum, en í úfeyjum er hér og hvar til krækilyng, en þó mjög lítið um það. Kvað þó fremur vera að breiðast út. Smjörlauf er fágætt, nema í Seley, rétt hjá heimaeynni í Svefneyjum þar er mikið um það. Melgrns er vfða mikið og all- víða vex það á fjárhúsþökum tjl mikillar prýði og heldur vel sam an torfinu. En brött þurfa þötón að vera svo ektó letó. Blágresi vex x Sviðnum, en annars staðar aðeins lítillega í úteyjum. Þrenn- ingarfjóla vex einnig í Sviðmm. Slæðingurinn gulbrá, upprunalega komin austan úr Asíu, vex nú í Flatey, Hvallátri, Svefneyjum og Sviðnum og hefur sennilega vaxið þar í 15—25 ár. Var útrýmt f Skáleyjum. Til Reykjavíkur barst gulbráin skömmu fyrir síðustu aldamót, að sögn Bjarna Sæmunds sonar fiskifræðings. Marhálmnr var fyrr mjög algengur við eyjar og strendur Breiðafjarðar, en eyði lagðist að mestu í bráðsmitandi pest um og eftir 1930. Lifðu álftir áður mjög á marhálmi. Nú er hann að smáaukast aftur. í Flatey vaxa 130 tegundir blómajurta. Um 100 tegundir í Hvallátri og heldur fleira í Skál- eyjum og Svefneyjum, enda er landslag þar fjölbreyttara, meiri ásar og mýrlendi, líkara því sem er á landi. Ég kannaði aðeins gróður á heimaeyjunum, en víða mun og, vera mikil gróska í úteyjum. Klett ar víða fagurgulir af veggjaskóf og hinn dökki litunarmosi mjög algengur á steinum og klöppum. Þótti hann hagræði í gamla daga. Vel gengur með garðrækt í Vest ureyjum ef garðarnir eru á sæmi- legu skjóli fyrir særoki, sem eink um í haustveðrum gengur yíif eyjarnar. Næturfrost þarf varla að óttast að sumrinu. Blóm þrrf- ast vel í skjóli, en þýðingarlaust mun vera að rækta þar tré. Ég sá fáeinar rytjulegar birki- og grenihríslur í Skáleyjum. Ribs mætti e.t.v. rækta í góðu skjóli. Eyjabúar telja fiskveiði heldur vera að glæðast yegna aukinna friðunaraðgerða, en þéttar neta- girðingar hafa oft lokað Breiða- firði og hamlað fiskgöngum inn fyrir. Lúðuveiðibátur frá Stykkis- hólmi var byrjaður á veiðum upp við land hjá Hvallátri og fékk víst nokkra veiði. Samgöngur eru saamilegar. Bald ur fer þrjár ferðir í vikii á sumr- Framhald á bls. 14 /RS gamlafjárrétt í Svefney. Toppskarfar i Klofningi við Fiatey.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.