Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 8
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 9. september 1971
1 leíðara Tímans 5. þ. m. var
rætt um nýbirta grein Kjartans
Jóhannssonar verkfræðings, um
hjúkrunarfólksskortinn. 1 til-
efni þeirrar greinar vil ég benda
ritstjóra Tímans á að lesa upp
aftur grein, er prófessor Jóhann
Hannesson og fleiri skrifuðu í
Morgunblaðið á sumardaginn
fyrsta. Þar var gerð ítarleg og
sönn grein fyrir vandamálum
Hjúkrunarskóla íslands og teldi
ég gott, nú að loknum stjórnar-
skiptum, að ritstjórinn læsi þá
grein enn vandlegar.
Grein Kjartans Jóhannssonar
virðist hafa gefið tilefni til þess-
arar athugasemdar í Tímanum
og vil ég því nefna nokkur atriði
í greinargerð hans. Þar er að
finna ítarlega útreikninga á
einni hlið þessa máls, þ. e. töl-
fræðilegar upplýsingar um vönt-
un hjúkrunarfólks á sjúkrahús
og aðrar heilbrigðisstofnanir.
Það er auðvelt að reikna, þegar
búið er að afla sér undirstöðu-
talna. Það getur hver sem er
með sæmilega reikningskunn-
áttu og ekki dreg ég í efa hæfni
starfsmanna ráðuneytanna í
þeim efnum. En þetta mál hef-
ur fleiri en eina hlið, og ekki
allar jafnauðskildar þeim, sem
hvorki hafa starfað á sjúkrahús-
um, né skyldum stofnunum.
Líklegt þykir mér, að grein-
argerð Kjartans Jóhannssonar
sé samin í framhaldi af þeim
umræðum, sem urðu um hjúkr-
unarfólksskortinn síðastliðinn
vetur, bæði á Alþingi, í dagblöð
nm borgarinnar og víðar. Þær
nmræður hefðu vafalaust getað
orðið gagnlegar og leitt til já-
kvæðra viðbragða, eða í það
minnsta til rækilegrar athugun-
ar á gömlum og nýjum upplýs-
ingum, sem stöðugt hafa verið
og ern fyrirliggjandi hjá þeim
aðilum, er farið hafa með heil-
brigðis- og meimtamál þjóðar-
innar.
Það vakti furðu mína, að eng-
inn virtist muna eftir, að rætt
hefur verið um þennan hjúkrun-
arfólksskort og samdar greinar-
gerðir um ráð og leiðir til úr-
bóta oft áður. Skemmst er að
minnast annarrar skýrslu, er
Kjartan Jóhannsson gerði, að
mig minnir 1967 um sama mál-
efni og nú, og 1958, eða þar um
bil, starfaði nefnd lækna, sem
gerði sams konar könnun á
þessu máli og samdi áætlun um
þörf hjúkrunarkvenna, miðað
við stækkun sjúkrahúsa og aukn
ar kröfur til heilbrigðisþjónust-
unnar í samræmi við kröfur tím-
ans. Það er misskilningur, að
ekki hafi áður verið reiknað út
frá langtímaviðhorfum. ítarleg-
ar upplýsingar hafa einnig oft
komið fram í blaðaviðtölum við
lækna, framkvæmdastjóra
sjúkrahúsa og fleiri aðila um
H iúkrunarkvennaskól inn
SÓLVEIG JÓHANNSDÓTTIR:
Hvert stefnir í heilbrigöis-
malum þjoðarinnar ?
skort á hjúkrunarfólki og þörf
á fjölgun þess, en jafnvel þess-
um aðilum hefur orðið það á,
að gleyma hversu óhæfilega
mikið starf hefur verið og er
lagt á marga þeirra beztu og
dyggustu starfsmenn. Þeir
virðast fylgja dyggilega þeirri
gömlu, íslenzku stefnu og sí-
gildu sannindum, að þyngstu
byrðarnar er ævinlega hægast
að leggja á þægasta klárinn.
Það gleymist í hita Þessara um-
ræðna, að Hjúkrunarskóli ís-
lands gerði stórátak í fjölgun
nemenda árið 1967, en þá var
byggingu skólahiissins, sem tek
ið var í notkun 1956, loksins lok-
ið. Þá var nemendum fjölgað
um helming í von um að orðið
yrði við beiðnum um fleira
starfsfólk. Sömu sögu má segja
af sjúkradeildunum, sem taka
urðu við þessum aukna nemenda
fjölda, án þess að fá fleira
starfsfólk til að sinna tilsögn
þeirra í störfum. Allir þessir að-
ilar sameinuðust í því að taka
á sig þetta aukna álag í von
um, að það yrði tímabundið og
beiðnum um aðstoð yrði svarað.
Niðurstaða umræðna síðasta
vetur varð sú, að ekkert þyrfti
að gera annað en auka nemenda-
tölu Hjúkrunarskóla Islands,
þá væri vandinn leystur, og enn
kemur fram sú sama stefna. En
hvað vinnst með því að fjölga
nemendum, þar sem skortir
starfskrafta til að kenna þeim?
Það hefur oft brunnið við, jafn-
vel hjá beztu mönnum, að
treyst væri á það, að almenn-
ingi mætti allt segja, enda hef-
ur hann í fæstum tilvikum nógu
góða aðstöðu til að gera athuga-
semdir.
1 grein Kjartans Jóhannsson-
ar er bent á þá leið til úrbóta í
vandamálum heilbrigðisþjónust-
unnar, að taka inn í skólann 100
nemendum fleira á þessu ári en
gert hefur verið. Eiga Þessir
nemendur að verða hjúkrunar-
konur án þess að hafa hlotið
fullnægjandi kennslu í samræmi
við kröfur starfsins?
Á síðasta hausti bentu alþing-
ismennirnir Einar Ágústsson og
Sigurvin Einarsson á, að hægt
væri að fá „menntaðar hjúkrun-
arkonur" til að kenna, senni-
lega bæði við skólann og á
fiUo öb inqq: iiid rifó'ifi/i Oi
©FBODÍS)
ER FRJÁLST
sjúkradeildum, þótt það kæmi
ekki ljóst fram, og við áfram-
haldandi umræður tóku þar
fleiri góðir stjórnmálamenn í
sama strenginn. Öllum sást
þeim yfir þá staðreynd, að
hjúkrunarkonur hafa fyrst og
fremst lært hjúkrun til að sinna
sjúklingum og þær geta nú val-
ið úr stöðum á þeim vettvangi.
Er ekki ofur eðlilegt, að þær
eins og aðrir kjósi að vinna að
þeim störfum, er hugur Þeirra
beinist að?
Nú er vitað mál, að margir
góðir stjórnmálamenn eins og
aðrir menn, hafa þurft á sjúkra-
hússvist að halda og sennilega
er þessi mikla trú þeirra á
kennsluáhuga hjúkrunarkvenna
tilkomin vegna þess, að Þeir
hafa notið góðrar aðhlynningar
hjúkrunarkvenna og síðan vafið
þær dýrðarljóma frá sjónarhóli
sjúklingsins. Rétt er, að kennslu
skylda fylgir starfi allra hjúkr-
unarkvenna. Það þarf að leið-
beina og fræða sjúklingana til
að meðferð þeirra beri tilætlað-
an árangur og það þarf að segja
til ýmsum nemendum og starfs-
stúlkum. En þessi mikla kennslu
skylda hjúkrunarkvenna sam-
rýmist oft illa starfsálaginu og
aðhlynningu sjúklinganna, með-
an ekki er nógu mörgu lærðu
hjúkrunarfólki á að skipa. Það
er skiljanlegt, að aðhlynning
sjúklingsins sitji í fyrirrúmi,
{jegar ekki er hægt að sinna
ollu og fræðsluþátturinn heldur
íStinn sitja á hakanum, en marg
ar hjúkrunarkonur hafa þó lyft
Grettistaki við að samræma
þetta tvennt. En tryggara hefði
verið að byggja málflutning á
Alþingi og annars staðar á opin-
berum vettvangi á meiri kunn-
ugleika og raunhæfari stað-
reyndum en fram komu í vetur.
Kjartan Jóhannsson minnist
einnig á þann möguleika að
lengja og auka nám sjúkraliða
og fá þannig fyrr inn á vinnu-
markaðinn snöggsoðnar hjúkrun
arkonur, En þá kemur enn fram
sama spurningin: Getur yfir-
hlaðið starfsfólk sjúkrahúsanna
einnig bætt á sig kennslu þess
starfshóps? Og getur Þjóðin
krafizt þess, að þrautseigustu
og verðmætustu einstaklingar
hjúkrunarstéttarinnar njóti sín
ekki vegna ómannúðlega mikill-
ar og vanmetinnar vinnu? Við
skulum hafa í huga, að á sjúkra-
deildunum verður verkleg
kennsla allra þessara starfshópa
að fara fram, en þar verður einn
ig að sinna sjúklingunum og
gerðar eru kröfur til að það sé
gert í samræmi við þá þekk-
ingu, sem á hverjum tíma er
lögð til grundvallar góðri lækn-
ismeðferð.
Eigi í alvöru að athuga aukn-
Vegna athugasemdar mennta-
nálaráðuneytisins í Tímanum 24.
i. ’71, við fullyrðingu minni í Málm
yjarbréfi 22. 8. ’71, þar sem ég
ullyrði ranglega, að stjórn húss
óns Sigurðssonar hefði verið skip-
ð af fyrrv. menntamálaráðherra,
iðst ég hér með afsökunar.
Ég bið þá, er sæti eiga í stjóm
ússins, sérstaklega afsökunar á
.ví að hafa fullyrt, að Gylfi Þ.
iíslason hafi skipað þá í það stí-f.
Míl þetta vekur til umhugsunar
im kjör opinbcrra starfsmanna. —
l\"rsu er háttað kjörum hins al-
nenna starfsmanns íslenzka rflris-
NÁMSFERÐ GYLFA Þ.
ins, ef ráðherralaun i fjölmörg ár
nægja ekki til þess að viðkomandi
sé fær (á eigin kostnað) um að
leigja sér smáíbúð erlendis í 3
mánuðl.
I sambandi við fræði Gylfa Þ.
Gíslasonar er vert að vekja athygli
á lokaorðum greinar um sænsk
efnahagsmál, sem birtist í málgagni
sænskra málmiðnaðarmanna, en
það blað styður sænska sósíaldemo
krata. Greininni lauk svo: „Núorð-
ið munu fáar ríkisstjórnir grípa til
hinnar úreltu íhaldsaðferðar, at-
vinnuleysisins, gegn verkamönn-
um.“
Með hliðsjón af hinu „hæfilega
atvinnuloysi" „viðreisnarstjórnar-
innar“. sem skanað var m£>ð hag-1
fræðilegum ráöum ríkisstjórnar-'
innar sáluðu. og með blessur fvrrv.
viðskiptamálaráðherra. má linst
vera, að nauðsynlegt er. fð ma'ÍJi
inn fari utan til náms
Þetta sá stiórn Jón '’gurðr-onar
hússins.
Af máli þessu má sjá. að laun
ráðlmrra eru sk’mmarlega !áe ða
alla vega rkki hærri -r svo að
ekki verður lagt til hhðar af þeim.
ingu á hjúkrunarfólki með
styttra og minna nám að baki,
þá er fyrsta skilyrðið til að sú
leið reynist fær, að endurskipu-
lagning starfa á sjúkradeildun-
um fari fram hið allra fyrsta.
Tillaga þess efnis hefur einnig
komið fram fyrir mörgum ár-
um. Hvemig væri, að nú kæmi
til framkvæmda, ekki aðeins til
umræðu, að deildarhjúkrunar-
konur fái ritara og aðstoðar-
deildarhjúkrunarkonu sér við
hlið? Em viðkomandi ráðuneyti
tilbúin að greiða fyrir því máli?
Efi læðist að manni, sé hugsað
til allra þeirra ára, sem Hjúkr-
unarskóli Islands hefur fengið
synjun á leyfi fyrir ritara, yfir-
kennara og fleiri nauðsynleg-
um starfsmönnum, en gott væri,
ef nú færi að rofa til og meiri
skilnings gætti í umræðum
manna um ástæðu fyrir hjúkr-
unarfólksskortinum.
Ég vildi leggja til, að þeir
stjómmálamenn, sem leysa vilja
þennan hluta af vandamálum
heilbrigðisþjónustu, skyggnd-
ust bak við tjöldin og
ræddu ekki aðeins við fram-
kvæmdastjóra stofnana og for-
mann stéttarfélags hjúkrunar-
kvenna, heldur einnig við þá,
sem stunda daglegu störfin á
sjúkrahúsunum og öðmm heil-
brigðismálastofnunum þjóðar-
innar. Er ekki senn kominn timi
til að kerfið verði byggt upp
með tilliti til mannlegrar af-
kastagetu deil(3arhjúkrunar-
kvenna, hjúkmnarkennara og
forstöðukvenna þessara stofn-
ana? Og Þá verði bæði tekið til-
lit til breyttra aðstæðna og not-
uð dýrkeypt reynsla liðinna ára.
Væri það ekki rannsóknarefni
fyrir skýrslumeistara ráðuneyt-
anna að kanna, hver orsök liggi
til þess, að hjúkrunarkonur
veigra sér við að hefja störf á
sjúkradeildunum og skipta fljótt
um vinnustaði, þegar þær kynn-
ast starfsálaginu? Það hefur
aldrei heyrzt að neitt sé athuga-
vert við þau öm skipti, þótt ailt
ætli að springa í loft upp vegna
atvinnuskipta hjúkranarkennara
vegna starfsálags og lágra launa.
Og hversvegna er jafnerfitt og
raun ber vitni að fá hjúkrunar-
konur til að sækja um deildar-
hjúkrunarkonustöður? Stöðug
skipti á starfsfólki þýða meiri
tilsagnarþörf, þar með aukið
álag á deildarhjúkrunarkonur.
Fjölmargir starfsmenn era ráðn
ir á hluta úr starfi, en það krefst
meiri vinnu við skipulagningu
og allt tekur einhvern tfma,
enda sýnir reynslan bezt, hve
vinnutími þessara hjúkrunar-
kvenna verður oft óhæfilega
langur. 1-ar við bætist það mikla
álag, sem leggst á samvizkusam-
ar deildarhjúkrunarkonur, þeg-
Framhald á bls. 6
■ ■■■■■■■■■■H
Ég tel hin kröppu kjör ráðherra
svo alvarlegs eðlis, að Alþingi beri
skvlda til að hækka áun þeirra við
fyrsta tækifæri. — Alþingi ber að
hafa sérstaklega í huga, að oigi
eru ráðherrar aðilar að neinu rtóít
arfélam. og Inkc mætti láta bá
njóta bess. að aldrei íara b< it í
verkfall og iafnvel ekki í Fnmqr.
frí Sé'-stakl"ga hef ég Þa i nuca
Gvlfn Þ Gíslasrn sem okki getur
gert greinarmun á verkföllum og
sumarfríi íslenzkra verkamanna.
Málmey, 27. 8. ’71.
Kristinn Snæland