Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 16
Stofán Stofámson h«for (T-ímamynd GE) NÆR SJÖ ÞUSUND HAFA Á TJALDSVÆÐINU í SUMAR JL Fimmtudagw 9. september 1971 GÚÐ NÝTING EDDU-HÖTELA í SUMAR SBReykjavik, miðvikudag. Eddu-hótelin, sem Ferðaskrif- stofa ríkisins rak í 10 skólabygg- ingum á landinu í snmar, hafa nú öll loka'ð. Nýting þeirra hefnr verið góð í sumar, en tölur Hggja ekki fyrir ennþá. öll hótelin munu starfa aftur næsta sumar. Átta af hótelunum lokuðu 20. ágúst, én hótelið í heiimavist menntaskólans á Akureyri starfaði til mánaðamóta, og á Laugarvatni var opið þar til nú um sl. helgi. Tvö ný Eddu-hótel bættust við I sumar, að Húnavöllum og á Kirkjubæjarklaustri. Hin voru á Laugarvatni, Skógum undir Eyja- fjöllum, Varmalandi í Borgar- firði, Reykjum í Hrútafirði, Akur eyri, Eiðum og i sjómannaskólan- um í Reykjavík. Ráðgert er, að öll þessi hótel opni aftur að vori, en ekki er ákveðið, hvort fleiri bætast við. Bolungavíkurbátar fengu 164 lestir í ágústmánuði Krjúl-Bolungarvík, miðv.dag. Heildarafli Bolungarvíkurbáta í ágústmánuði var 614,5 lestir. Afla hæstur bátanna var Guðmundur Péturs með 158,8 lestir, sem bátur inn fékk í þremur veiðiferðum. Næsthæst er Sólrún með 150 lest ir, sömuleiðis í þrem veiðiferð- um. Báðir þessir bátar stunduðu grálúðuveiðar. Eru þeir nú hætt ir þeim veiðum og er verið að útbúa þá á aðrar veiðar. Hinir bátarnir héðan voru flest ir á handfæraveiðum. Af þeim bátúm var Haflina aflahæst með 16,75 lestir. Hinir bátamir voru með aðeins minna, en margir með upp undir sama aflamagn. FB-Reykjavik, miðvikudag. Ferðamönnum fer nú senn að fækka hér á landi, enda aðal- ferðamannatímabilið að líða hjá. Tjöldum á tjaldstæðinu í Laugar- ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag. Á -morgun, fimmtudag, hefjast viðræður milli Breta og íslend- inga um endurskoðun á loftferða samningi landanna, en loftferða- saimningurinn, sem nú er í gildi, er síðan 26. maí 1950. Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri í sam göngumálaráðuneytinu, sagði Tím anum í dag, að það væru Bretar, sem hefðu farið fram á cndur- skoðun samningsins, enda væri mál til komið að endurskoða þennan samning, sem gilt hefur í 21 ár. Um þessar mundir eru Bretar að samræma alla loftferðasamn- inga sína og sagði Brynjólfur, að íslendingar þyrftu ekki að óttast að á okkur myndi halla í fyrir- huguðum samningum. Af hálfu Breta koma 2 menn frá rúðu- neytinu til viðræðna og 1 maður dalnum fækkar einnig, þótt þar hafi reyndar verið milli 10 og 20 tjöld síðustu dagana. Við brugð- um okkur inn á tjaldsvæðið og fengum þær upplýsingar hjá verð frá hvoru flugfélaginu um sig, BOAC og BEA. Af íslands hálfu annast samningaviðræður Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri, Hannes Hafstein, fulltrúi, Brynjólf ur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri og Haukur Classen, flugvallarstjóri, auk þeirra verður sinn maðurinn frá hvoru íslenzku flugfélaganna. inum, Stefáni Stefánssyni, að í sumar væru gistinætur á svæðinu orðnar hátt á sjöunda þúsund, og er það meira en nokkru sinni fyrr, þau sjö sumur, sem Stefán hefur verið vörður á tjaldsvæðinu. Þegar við ræddum við Stefán í gær voru gistinæturnar orðnar nánar til tekið 6567, en Stefán sagðist telja tjöldin, sem væru ó svæðinu hverja nótt, og reikna svo með tveimur í hverju tjaldi. Sagði hann, að það myndi vera nokkuð nærri því að vera meðal- tal þeirra, sem í tjöldunum búa, því oft er aðeins einn í hverju tjaldi, þótt í öðrum tilfellum séu nokkrir saman í tjaldi. Stefán sagðist vera búinn að vera sjö sumur vörður á tjald- svæðinu. f fyrsta sinn var hann þar sumarið 1965, og þá urðu gisti næturnar aðeins 1500 talsins. — Næsta ár, 1966, urðu þær 2425, 1967 voru gistinæturnar 3062, 1968 voru þær 3393. Árið 19S9 voru nætumar 3561 og árið 1970 voru þær 4814. — Ætlar gesta- fjöldinn í La’ugardalnum bvi greinilega að slá öll met í sumar. í júní-mánuði í ár voru gistinæt- umar 611, í júlí voru þær 2800 og í ágúst 3156, eða eins og var allt sumarið t.d. 1967. — Meirihluti þeirra, sem tjalda í Laugardalnum, ern útlend- ingar, sagði Stefán. — Þetta er allra viðkunnanlegasta fólk og hefur mér líkað mjög vel við það, að því leyti, sem ég hef þurft að hafa saman við Það að sælda. Margir eru mjög vinsamlegir, og frá ýmsum hef ég fengið kort, þegar fólkið er komið heim til sín aftur. Vlð báðum Stefán að segja okkur frá ef eitthvað skemmti- legt hefði gerzt á þessum sjö ára ferli hans í Laugardalnum. Hann Framhald á bls. 14. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi: VILL AUKA SJÁLFSTJÓRN LANDSHLUTANNA VIÐRÆÐUR UM LOFTFERÐA SAMNING HEFJAST í DAG Lögreglan elti drukkinn ökukennara á ofsahraöa OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Lögreglan í Hafnarfirði elti í gærkvöldi drukkinn ökukennara, s-m ók á brott eftir að hafa vald- ið árekstri í Silfurtúni. Ók þessi fyrirmyndar bílstjóri á ofsahraða upp Vífilsstaðaveginn og tókst ekki að stöðva hann fyrr en tveir lögreglubílar úr Reykjavík komu til aðstoðar, og var loks hægt að króa bílinn inni. í fyrstu neitaði maðurinn öllum sakargift um, en játaði í dag að hafa verið svolítið drukkinn og að hafa vald- ið árekstri og skemmdum á öðrum bíl. Auk þess að kenna á bíl, starfaði maður þessi sem leigubílstjóri á stórri bílastöð í Reykjavík. Ökukennarinn ók í gærkvöldi á bil í Silfurtúni og skemimti hann nokkuð. Bauð hann eiganda híls- ins borgun ó staðnum fyrir skemmdirnar, en þegar maðurinn vildi það ekki, heldur að málið hefði eðlilegan gang, ók leigubíl- stjórinn burtu, og á mikilum hraða upp Vífilsstaðaveginn. Lögreglunni í Hafnarfirði var tilkynnt um atburðinn og ók hún á eftir þeim drukkna. Var lög- reglan í Reykjavík látin vita og Ifóru tveir bílar upp að Elliða- vatni. Var tiltölulega auðvelt að rekja för leigubílsins, því hann rótaði upp mölinni á öllum beygj um. Ók hann upp að Elliðavatni, upp í Heiðmörk og náðist hann loks norðan megin við Hciðmörk ina, en þar koimu lögreglubílar beggja megin að honum og engr- ar undankomu var auðið. Þegar að var gætt var þessi bíll, sem bæði var til farþegaflutn inga og kennslu, ekki í betra lagi en svo að númerin voru tckin af honum. I ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag. Aðalfundur Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi, var haldinn á Rcyðarfirði dagana 4. og 5. sept. s.l. Á fundinn mættu 48 fulltrúar frá 30 svcitarfélög- um, auk stjórnar, framkvæmda- stjóra, framsögumanna, þing- manna kjördæmisins og gesta, alls um 70 manns. Formaður sambandsins, Reynir Zoega, Neskaupstað, setti fund- inn og flutti skýrslu stjórnar. Því næst hófust umræður um hin ýmsu mál, sem fyrir lágu, en helztu dagskrárliðir voru atvinnu- og umhverfismál, uppbygging og staða landshlutasamtaka, og heil brigðismál Austurlands. Á fund- inum voru gerðar margar álykt- anir, sem athygli vekja. f sam- bandi við vegamál skorar aðal- fundur SSA á stjórnvöld fjár- og vegamála, að láta hraða endur- byggingu þjóðvegar um Víðigróf í Skriðdal og jafnframt verði snjó ýtt af Breiðdalsheiði vikulega að vetrarlagi og þá á kostnað ríkis- ins. Að rannsakað verði vegar- stæði í Hvalnes- og Þvottárskirð- um og gerð kostnaðaráætlun um það verk á næsta ári. Að tækni- legum undirbúníngi verði lokið svo vega- og brúargerð í Skeiðar- ársandi geti hafizt á árinu 1972. Taldi fundurinn eðlilegt að til- högun framkvæmda verði þannig, að byrjað verði á mannvirkjagerð á vestanverðum sandinum á næsta ári, og síðan verði haldið áfram stig af stigi þannig að vega- og brúargerð á' sandinum verði lokið eigi síðar en 1974 Þá mótmælir fundurinn tillögu og greinargerð um heilbrigðismál milliþinganefndar, skipaðri af heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Eggert G. Þorsteinssyni, framkominni i apríl 1971. Fund- urinn lítur svo á. að í tillögunni sé stórkostlega skert heilbrigðis-, þjónusta á Austurlandi, þar sem fyrirhugað er að leggja niður Fá skrúðsfjarðarlæknishérað og lik- ur til að Djúpavogs- og Seyðis- fjarðarlæknishérað leggist niður. J í. M. 1A FRAMSÓKNARVISTIN Á HÓTEL SÖGU 16. september, 14. október og 18. nóvember Eins og undanfarna vetur mun Framsóknarfélag Reykiavíkur efna til framsóknarvista, og verða þær mánaðarlega að Hótel Sögu. Fyrsta vistin verður spiluð fiinmtudaginn 16. sentember í Súlnasalnum að Hót0l Sögu, og h°fst hún kl. 20.30, Aðgöngumiða má panta á skrifstofu flokksins, Hringbraut 30, simi 24480, og á afgreiðs'u Tímans, Bankastræti 7, sími 12323. Mið'>nna má síðan vitja á sömu stöðum oftir næstu h'lgi. Akveðið er svo að hnlda vist að Sögu 14. október og 18. nóvember. Gert er ráð fyrir jóla- hingói 12. desember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.