Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 1
SAMVINNUBANKINN ÁVAXTA? «PARIFÉ YÐAJt MEÐ HÆSTU VÖXTUK SAMVINNUBAMKfK'W Fimmtudagur 9. september 1971 Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í júlímánuði En óhagstæð- ur um 2.218 nfljónir jan.-júlí 71 Ráðherramir, sem sátu rá'ðherra- fund Norðurlandaráðs í Helsing- fors í Fhmlandt f gaer. F. v. Ótaf- ur Jóhannesson forsætisráðherra, Kjell Olof Feldt viðskiptamálaráð- herra Svíþióðar, Nybö Andersen viðsklptamálaráðherra Danmerk- ur, Per Kleppe viðskiptamálaráð- herra Noregs og Kristian Gestrin varnarmálaráðherra Finnlands. (UPI-mynd) Ráðherrafundur Norðurlandaráðs NTB—Helsingfors, miðvikud. Umhverfisvernd, eitur- lyfjavandamálið, samgöngumál og iðnaðarmál voru meginefn- in á fundi ráðherra frá öllum Norðurlöndunum, sem komu í dag saman til fyrsta norræna ráðherranefndarfundarins í Ilelsingfors. Framhald á bls. 14. fyrir 20 milljónir næsta vor ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. Sem kunnugt er af fréttum, hafa allmörg sveitarfélög á Austurlandi lengi haft áhuga á að leggja olíumöl á götur í bæjunum fyrir austan. Bergur Sigurbjörnsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, sagði í viðtali við Tímann í dag, að á fundi sambandsins, sem haldinn var á Reyðarfirði um sl. helgi, hafi forráðamenn þeirra sveitarfélaga, sem áhuga liafa haft á olíumalarlagn- ingu, komið saman til fundar. Á fundinum var ákveðið að leggja olíu- möl á Austurlandi fyrir 20 milljonir næsta vor. Það eru aðallega sjávarplássin fyrir austan, sem ætla út í þessar framkvæmdir næsta ár, og verður olíumölin aðallega lögð í kringum staði þar sem matvælaiðnaður fer fram, eins og t.d. frystihús og aðrar líkar stofnanir. í fyrstu var hugmyndin að blanda olíumölina fyrir austan, en þegar ekkert heppi legt efni fannst í hana þar, hóf- ust umræður milli sveitarfélag- anna ag Olíumalar h.f. um kaup á olíumöl að sunnan. Er nú ákveðið að olíumölin verði blönd- uð hér fyrir sunnan í vetur, en næsta vor verður hún síðan flutt .austur með skipi. Á skipið að hafa lagningartækin að auki um borð, verður komið við á öllum ■höfnum, þar sem leggja á olíu- möl, og mölin og tækin sett í land. Er búizt við að taka muni einn Framhald á bls. 14 Síldarbátar gefast upp ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. „Það finnst hverki pnnktur, al- veg sama hvar leitað er,“ sagði Sveinn Svexnbjörnsson leiðangurs- stjóri á Árna Friðrikssyni í viðtali við blaðið í dag. í nótt leituöu bát- arnir ásamt Áma Friðrikssyni í Breiðamerkurdjúpi, en það er eini staðurinn fram til þessa, sem síld hefur fengizt á. Sveinn sagði, að nú væri komin bræla á miðunum og bjóst hann við, að þeir fáu bátar, sem á mið- FramhaH á bls. 14 EJ—Reykjavík, miðvikudag. Á tímabilinu janúar—júlí 1971 var vöruskrptajöfnuður íslands óhagstæður um 2.21S.0 milljónir króna — þrátt fyrir það að vöru- skiptajöfnuðurinn í júlímánuði væri hagstæður um 250 mUljónir. Htfhitningur í júlí nam 1.622 miHj. fl.385.4 millj. í júlí 1970) en iimflutningur 1.372:0 millj. (1. 237.1). Irniflutrrntgur í janúar—julí 1971 nam 7S89S milfj. (7.269.1 millj. í fyxia) en innSutningurinn nam 1O5107Í5 xnilij. (0.-886.7 millj. í fyrra>). ffimx ðhagstæði vöru- skiptajöfnuður fyxai helming þessa árs statfær því fyrst og Erandialö á bls. M. Austfirðingar leggja olíumöl Brezku sjónvarpsmennimir um borð í varðskipinu Þór í dag. Fremstir ræðast þeir við Penycate, framleið- andi, og Taylor, fréttamaður. (Tímamynd GE) BBC-menn kanna land- helgis- og varnarmál SJ—Reykjavík, miðvikudag. Hér eru nú staddir fimm mcnn frá brezka sjónvarpinu BBC, í því skyni fyrst og fremst að útbúa sjónvarpsefni, sem lýtur að landhelgis- málinu og áformum ríkisstjórnarinnar um að bandaríski herinn verði sendur burt, en einnig er hugsanlegt, að þeir taki hér upp annað sjón- varpsefni. Þeir vonast til að fyrsta sjónvarpsmynd þeirra héðan verði sýnd í Bretlandi í næstu viku. Sjónvarpsmenn þessir starfa all- ir við þáttinn „24 hours“, en 1 honum ér á hvei-ju kvöldi hálf- tíma í senn, fjallað um ýms mál, sem ofarlega eru á baugi í heirn- inum. Yfirstjórnandi þáttarins nefnist Peter Pagnaminta, en fast- ir starfsmenn iim 40, en auk þess vinnur fjöldi annarra starfsmanna brezka sjónvarpsins á einn eða anniu- hátt að honum. Þáttur þessi nýtur vinsælda í Bretlandi og venjulega horfa um 4—5 millj. manna á hann, en stundum fleiri, eða allt upp í 8 milljónir. Við get- um því búizt við að almenningur í Bretlandi verði stórum fróðari um landhelgis- og vamarmál ís- lands, ef starf brezku sjónvarps- mannanna hér á lindi ber árang- ur Við áttum í gær tal við tvo sjónyarpsmannanna, John Peny- cate, framleiðanda og David Tay- lor, fréttamann. Penycate kom Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.