Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. september 1971 13 1 ITlTTÍl rÍMINN ÚRSLITIN RÁÐIN UM AÐRA HELGI? Mótanefnd KSÍ hefur ákveðiS að úrslitaleikurinn í 1. Völsungur, Þróttur og ÍBÍ áfram í bikarkeppninni deildarkeppninni í knattspyrnu milli ÍBV og ÍBK, fari fram sunnudaginn 19. sept. á Laugaí'dalsvellinum og hefjist kl. 14.30. Þá var og ákveðið að leikur KR og Fram fari fram á sama stað daginn áður, og að leikur Fram og ÍA fari fram n.k. sunnudag. KI-p-Reykjavík. Undankeppnin í Bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu er nú komin vel á veg, og eru úrslit kunn í þrem riðlum, Vesturlandsriðli, Norðurlandsriðli og Austurlands- riðli. í Vesturlandsriðli sigraði 2. deildarlið ÍBÍ, en þar voru liðin fjögur. Úrslit leikja urðu þessi: * IBI Lið Völsungs frá Húsavík, sem sigraði í 3. deildarkeppninni í knattspyrnu, sigraði einnig í Norðurlandsriðli bik- arkeppninnar. Bolungarvík i UMSB — HVÍ rf ÍBÍ — UMSB J í Norðurlandsriðli urðu liðin Tjrjú, en aðeins einn leikur fór (éram, þar sem Leiftur gaf leik ^inn gegn KS, Siglufirði. Til úr- r*slita léku sigurvegararnir í 3. $eild, Völsungar og KS og fór leikur fram s.l. sunnudag á ’Siglufirði. Lauk honum með sigri ^ölsunga 5:1. í Austurlandsriðli tóku 5 lið •þátt í undankeppninni, en 3 leik 'Te fóru fram. Voru skoruð hvorki J3ii2ira né minna en 34 mörk í ■-þeim, þar af skoruðu sigurvegar- ,'árnir í riðlinum, Þróttur, Nes- TRaupstað, 20 þeirra í tveim leikj- pm. Úrslit í leikjunum urðu -þessi: Austri — Huginn 7:2 'Leiknir — KSH (KSH gaf) «. Þróttur — Austri 12:3 - •* Þróttur — Leiknir 8:2 í Suðurlandsriðli er keppninni ekki lokið, eri 'í þeim riðli eru liðin flest. í annarri umferð á Selfoss og Þróttur Re. eftir að leika, en sigurvegarinn úr þeim leik mætir Víkingi, Ármanni eða Njarðvík, en úr þessum riðli kom ast tvö lið áfram. Eins og sjá má á þéssari upp- talningu eiga 5 lið að komast í lokakeppnina, ásamt 1. deildar- liðunum 8. Það þýðir 13 lið, sem er einu liði of margt, til þess að jafnræði sé í keppninni. Það mál má leysa á þann hátt, að einn loikur fari fram áður en loka- keppnin hefst, og verða þá 12 lið í henni. Ef liðin í lokakeppninni verða 13, kemur eitt þeirra til með að sitja yfir eina umferð, og getur það valdið ruglingi á þessu öðru stærsta knattspyrnumóti, sem hér fer fram. I stórum mótum erlendis, er þetta fyrirkomulag haft á til að fá dæmið til að ganga upp, s.m.b. leikir Fram og Hiberninan frá Möltu í Evrópukeppni bikarmeist ara, í síðustu viku. Sundmót á Akureyri um helgina Unglingameistaramót íslands í sundi fer fram á Akureyri um næstu helgi. í mótinu tekur þátt margt af okkar bezta sundfólki, en það er flest mjög ungt að ár- um. M(:tið hefst á laugardag ’kl. 15,00, og því verður haldið áfram daginn eftir. Um framkvæmd móts ins sér sunddeild KA. STJÖRNU-R T-QTJENHAM klp—Reykjavík. — Eins og við sögðum frá í gær er hið heims- fræga knattspyrnulið Tottenham Hotspur, væntanlegt hingað á mánudagskvöldið, en á þriðjudag- inn kl. 18.15 leikur liðið við ÍBK á Laugardalsvellinum. f gær hófst forsala aðgöngu- miða við Útvegsbankann, og var þegar mikil aðsókn. Má búast við að fljótlega verði uppselt í stúk- una, en hún tekur 3500 manns, þar af fara um 1500 miðar til Keflavíkur og 250 í „klapplið“ Tottenham. Þessir kappar koma hér allir ásamt Ralph Coates, Barry Daines, Steve Perryman, Pat Jenn- ings, Joe Kinnear, Cyril Knowles, Anthony Want, Terence Naylor, Peter Collins, John Patt, Roger Morgan, Alan Cilzean, Phil Beal og Mike England. Alan Mullery. Fyrirliði Tottenham og var fyr- irliði Englands í fjarveru Bobby Moore. Einn af beztu framvörð- um heims og hefur ótrúlega yfir- ferð á velli. Hefur leikið 34 lands leiki fyrir England. Fór beint úr skóla til Lundúnaliðsins Fulham og gei’ðist atvinnumaður 1958. Lék sinn fyrsta deildarleik tveim- ur mánuðum síðar. Seldur til Tottenham 14. marz 1964 fyrir 72. 500 pund og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Manch. Utd. 21. marz. Með Fulham lék hann þrisvar í unglingalandsliðinu enska, en fyrsta landsleikinn fyr- ir England lék hann gegn Holl- andi 1965. Lék gegn Chelsea í úr- slitaleik bikarsins 1967. 1.76 m. á hæð en þéttur á velli, 78 kg. Fæddur í Notting Hill í Lundún- um 73. nóv. 1941. ■A: Martin Peters. Einn af kunnustu leikmönn- um Englands og hefur leikið 49 landsleiki og skorað 18 mörk í þeim. Hóf að leika með West Ham 1959, og gerðist atvinnumaður í október 1960. Lék sinn fyrsta deildarleik 1962 á föstudaginn langa. Lék sinn fyrsta lands- leik gegn Júgóslavíu 1966, rétt fyrir heimsmeistarakeppnina. Lék í fimm af sex leikjum Eng- lands í þeirri keppni og varð heimsmeistari. Hann skoraði mark í úrslitaleiknum gegn Vestur- Þýzkalandi. Hefur leikið í öllum fjórum landsliðum Englands (skóladrengja, unglingá, undir 23 ára). Varð Evrópumeistari með West Ham í keppni bikarhafa 1965. Kom til Tottenham í marz 1970 fy”ir 120 þúsund pund) og Jimy Greaves. 1.83 m. á hæð og 75 kg. Fæddur í Plaistow 8. nóv. 1943. Oft kallaður „skugginn“. ir Martin Chrivers. Varð fastur maður í enska landsliðinu í vor, eftir að hafa skor að mörg mörk á síðasta keppn- istímabili. Var meðal markhæstu leikmanna í 1. deild 1970—1971, skoraði 21 mark. Mjög sterkur leikmaður og leikinn af jafn stór- um manni að vera. Hann er 1.86 m. og 82 kg. Lék áður með Sout- hamton og sinn fyrsta deildarleik með því liði 1963. Var keyptur til Tottenham í janúar 1968 fyrir 80 þúsund pund og Frank Saul. Meiddist illa á hné 1969 og var lengi frá keppni. Hefur leikið flciri landsleiki 23 ára leikmanna fyrir England, en nokkur annar, eða 17. Fæddur í Southamton 27. apríl 1945. Hefur leikið 5 lands- leiki fyrir F gland og skorað í þeir 5 mörk. Skoraði bæði mörk Tottf'nham í úrslitaleik deildar- bikarsins s.l. vetur á Wembley er Tottenham vann Aston Villa 2:0. Danmörk sigraði í fyrstu heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu, sem fram fór í Mexikó í síðustu viku. Dönsku stúlkurnar léku til úrslita við lið Mexikó, og voru áhorfendur að leiknum 112.500, eða næst- um eins margir og á úrslitaleik HM karla. Leikurinn var mjög vel leik- inn (af kvenfólki að vera), 1 sérstaklega þó hjá dönsku stúlkunum, sem sigruðu 3:0. Öll mörkin voru skoruð af 15 ára gamalli skólastúlku, Sus- anne Augusteaen. Á myndinin er fyrirliði liðs- ins, Lisa Petersen, borin af leikvelli í gullstól og heldur hún á verðlaunagripnum, sem nefndur var „Ilinn gullni eng- ill“ Eins og áður hefur komið fram, er Tottenham-liðið skipað frægum leikmönnum, sérstaklega er þó framlínan fræg. Er það öfugt við Everton-liðið, sem hingað kom í fyrra, en það var skipað frægari i narmönnum að undanskildum Alan Ball. MARTIN PETERS Það er s'ama hvar á Tottenham er litið, allt eru þetta núverandi eða fyrrverandi liðsmenn Eng- lands, Skotlands, írlands eða Wales. Þe’ ktustu leikmenn liðs- ins — a.mk. hér á landi eru tví- mælalaust Martinarnir báðir, Mar- tin Peters og Martin Chrivers, sem eru fastir leikmenn í lands- liði Englands. Við munum hér ségja lítillega frá þeim, svo og fyrirliða liðsins, Alan Mullery. MARTIN CHIVERS ALAN MULLERY

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.