Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. september 1971 TÍMINN 9 Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN •'r-mkvæmclastjórl- Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson láb) Jón Helgason. lndriöi G. Þorsteinsson og l'ómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Rit. stjórnarskrlistofur t Edduhúslnu simar 18300 - 18306 Skrif- stotur Bankastræti 7 — Afgreiðsluslmi 12323 Auglýsingaslml: 10523 AOrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr UJ5.00 i mánuSi innanlands t lausasölu kr 12.00 elnt - Prentsm Edda hf r.. fi JIM HOAGLAND Stjórnmálaleiötogar hefja harðar deilur í Zambíu innbyrðis Breytingar á verð- lagningu búvöru ÞaS er ljóst, eftir nýlokinn aðalfund Stéttarsambands bænda, að fyrir dyrum stendur víðtæk breyting á lög- unum um framleiðsluráð landbúnaðarins, þar sem m.a. er að finna ákvæðin um verðlagningu landbúnaðarvara. Höfuðatriði núgildandi verðlagningarákvæða er það, að sexmannanefnd, skipuð fulltrúum framleiðenda og neyt- enda, semja um verðið, en nái hún ekki samkomulagi, skeri gerðardómur úr. Þetta fyrirkomulag gafst vel um talsvert skeið, en hefur verið í reynd óvirkt síðustu árin, því að samtök þau, sem áttu að tilnefna fulltrúa neyt- enda, hafa skorazt undan að gera það, og ríkisstjórnin því tilnefnt fulltrúa 1 stað þeirra. Sú skoðun hefur því rutt sér til rúms, að eðlilegt sé, að bændur semji um verðið beint við ríkisvaldið, eins og gert er víða annars staðar. En jafnhliða því, sem óhjákvæmilegt er að breyta ákvæðum um verðlagningu afurðanna af framangreind- um ástæðum, er eðlilegt, að ýms önnur mikilvæg atriði varðandi þessi mál, verði tekin til endurskoðunar. Á áðurnefndum aðalfundi Stéttarsambands bænda, var fallizt á það sjónarmið, að ríkisvaldið yrði viðsemj- andi við bændur um verðlagsmálin í stað fulltrúa neyt- enda. Jafnhliða lagði fundurinn áherzlu á eftirgreind atriði: 1. Að bændum verði í sambandi við umrædda laga- breytingu tryggðar sambærilegar tekjur við aðrar vinnandi stéttir. 2. Að fé því, sem varið er til niðurborgana á bú- vöruverði, sé veitt að meira eða minna leyti til lækk- unar á stofn- og rekstrarkostnaði og lækki þannig búvöruverðið. 3. Að athugað verði, hvort hægt sé með hreyfanleg- um skatti á innflutt kjarnfóður, að hafa áhrif á fram- leiðslumagn búsafurða með tilliti til markaðsskilyrða. 4. Að reynt verði að tryggja fjármagn til jöfnunar á aðstöðu þeirra byggðarlaga, sem við erfiðust fram- leiðsluskilyrði búa. 5. Að útflutningsuppbætur verði tryggðar í eigi minna hlutfalli við heildarverðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar en fellst í núgildandi lögum. Þetta eru þau meginatriði, sem aðalfundurinn lagði áherzlu á í sambandi við endurskoðun umræddra laga, og verður ekki annað sagt en hér sé mörkuð hyggileg og ábyrg stefna. Ákveðið var að kalla saman aukafund Stéttarsambandsins strax og endurskoðun laganna væri lokið. Byggöalög í hættu Nýlokinn aðalfundur Stéttarsambands bænda lagði sérstaka áherzlu á, að hraðað yrði gerð byggðaáætlana, einkum þar sem byggð er talin ótrygg. í því sambandi minnti fundurinn sérstaklega á það. að sumar sveitir og byggðalög á Vestfjörðum eigi á hættu að leggjast í eyði sökum ýmissa erfiðleika. í þessu sambandi benti fundurinn á. að taka ætti til athugunar, auk skipulegrar kvikfjárræktar, hugsanlegt fiskaeldi. aukna nvtingu hlunninda o.s.frv. Þá bæri að stuðla að bví. að miólkurframleiðsla á Vestfiörðum verði ævinlega til að fullnægja mjólkurneyzlu þar. Þessa ábendingu aða’funda'- Stéttarsambandsins verða þing og ríkisstjórn að taka fljótt til greina. — Þ.Þ. Gamall samherji Kaunda gerist keppinautur hans. TENINGUNUM var kastað þegar stjórnmálamaðurinn Simon Kapwepwe tilkynnti, að hann ætlaði að stofna nýjan stjórnmálaflokk til þess að keppa við fyrrverandi sam- herja sinn, Kenneth Kaunda forseta Zambíu. Við þessu hafði verið búizt um skeið, enda var eftir því tekið um alla sunnanverða Afríku. Kapwepwe var um langt skeið samherji Kaunda og eitt sinn varaforseti. Vinslit þeirra eiga rætur að rekja til hat- rams kynþáttametings, sem mjög grunnt er á í Zambíu og mörgum öðrum ríkjum í Afríku. Þetta gæti einnig haft .nikil áhrif á hin margslungnu kyn- þáttamál í sunnanverðri álf- unni, en þar hefir Zambía lykil aðstöðu. Mörgum hafði að und anförnu þótt sem Kaunda for- seti gerðist til muna friðsam- ari en áður í garð grannríkj- anna, þar sem minnihluti hvítra manna fer með völd. NÚ á Kaunda allt í einu við-harf'ari samkeppni að etja en ^áður í stjórnmálum. Af þeim sökum kann hann að verða knúinn til að gerast að nýju herskárri í orðastríðinu við portúgölsku Angóla, Moz- ambique, Rhódesíu og Suður- Afríku, að minnsta kosti ef Kapwepwe lætur til sín taka á þeim vettvangi. Zambía er mikilvægari efna hagslega en flest önnur Afríku ríki. Hún er þrioja mesta eir- vinnsluland í heimi. næst á eftir Bandaríkjunum og T >vét- ríkjunum. 7 mbaí hét Norður-Rhódesía ir/ n hún var nýlenda Breta og Kapwepwe og Kaunda voru voldugustu leiðtogarnir meðal þjóðarinnar þegar landið öðl- aðist sjálfstæði árið 1964. Þeir hafa fjarlægzt smátt og smátt undangengin tvö ár. KAPWEPWE sagði fyrir skömmu af sér lítilvægu ráð- herraembætti, sem Kaunda for seti skipaði hann í í október í fyrra og tilkynnti í Lusaka síð- ast í ágúst, að hann ætlaði að stofna Sameinaða framfara- flokkinn til þess að berjast gegn forsetanum í stjórnmál- um. Fregnir, sem bori hafa til Naii'obi, herma, að í odda hafi endanlega skorizt. þegar for- setinn hafnaði þeirr' kröfu Kapwepwe að „hreinsun" færi fram í ríkistjórninn: og ungir og betur þjálfaðir m"nn væru látnir taka við af gömlum emb ættismönnum, sem fengið höfðu ábvrgðarstoður að laun um fyrir góða frammistöðu sjálfstæðisbaráttunni. Ekki hnfur komið til veru- legra vandræða í stiórnmáh'm íandsins við úrsögn Kapwepwe úr ríkisstjórnim.i Þykir það benda til, að sú ákvörðun Kaunda hafi mælzt mjög vei Simon Kapwepwe fyrir, að láta alþjóðamál minna til sín taka en áður og reyna í þess stað að treysta aðstöð- una betur inannlands. i í * ^RÍíWotr- jíAUNDA forseti var kjör- inn formaður Einingarsamtaka Afrikjuríkja í fyrra og tók sér þá ferð á hendur til höfuð- borga vesturlanda til þess að reyna að afla stuðnings í bar- áttu Afríkuríkja gegn stjórn- inni í Suður-Afríku. Hann var einnig kjörinn forseti ráð- stefnu hlutlausra ríkisleiðtoga, sem stjórn Zambíu efndi til í september í fyrra. Sumir sam- herjar Kaunda létu jafnvel að því liggja, að hann hefði f hyggju að reyna að keppa að því að verða kjörinn eftirmað- ur U Thants sem framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna. Sagt er, að Kaunda hafi orð- ið fyrir miklu áfalli í janúar í vetur, þegar vini hans, Milton Obote forseta í Uganda, var steypt að stóli. Ríkið varð einn ig fyrir miklu áfalli fjárhags- iega, þegar heimsmarkaðsverð á eir tók að falla og jarðhrun lokaði einni af auðugustu nám- unum í landinu. SAMBÚÐ Zambíu við ná- grannaríkin er einatt mjög mis vindasöm .Kaunda getur leyft sér að vera herskár þegar fjár- hagsaðstaða ríkisins er hag- stæð. Þegar harðnar í ári fjár hagslega gerist hann aftur fri? samari í garð grannríkjanna, sem búa við stjórn hvíts minni hluta. en Zambía á mest sam- an við "'au að sælda í efna- hagsmálum. Til dæmis tilkynnti stjórn Zambíu ''yrir nokkrum vikum. að hún hefði í hyggju að flytja inn 75 þúsund smálestir af korni frá Rhódesíu, en áður hefði verið að því stefnt að hætta viðskiptum við Rhóde- síumenn. Svo stendur á, að upp skerubrestur hefur orðið hjá kornræktarbændum í Zambíu í sumar, þriðja si larið í röð. TILKYNNINGIN um þessi viðskipti var birt í sömu vik- unni og Kaunda lét loka há- skóla Zambíu og vísa úr landi tveimur háskólakennurum, sem höfðu stutt stúdenta til mótmæla við skrifstofur franska sendiherrans í Lusaka í tilefni af byí, að Frakkar tilkynntu um mikla vopnasölu til Suður-Afríku. Kaunda hafði staðið í þeirri trú, að honum hefði tekizt í fyrra að fá Frakka til að fall- ast á að hætta við vopnasölu til Suður-Afríku. En nú bann- aði hann mótmælaaðgerðir við sendiráð Frakka og fór væg- um gagnrýnisorðum um vopna- söluna. Stjórn nágrannarikisins, Mal awi hefur vinsamleg samskipti við þau ríki sem hvítur minni- hluti stjórnar. Sagt er, að stjórn Zambíu hafi undan- gengna mánuði haft mun vin- samlegri samskipti við stjorn Malawi en áður. Kapwepwe hefur haft orð fyrir eindregna andstöðu gegn stjórn hvítra manna, en hann hefur ekki beinlínis ráðizt gegn Kaunda fyrir stefnubreyt- ingu hans í utanríkismálum. Hann hefur raunar lýst stefnu sinni í einstökum atriðum síð- an að hann sagði skilið við Kaunda forseta, enda vakti for- setinn sérstaka athygli á þessu í hvassyrtri ræðu föstudaginn 27. ágúst, þar sem hann réðist harkalega gegn Kapwepwe. KAPWEPWE mun einkum treysta á ættflokk sinn, Bemba ættflokkinn, í stjórnmálabar- áttunni, en sá ættflokkur er fjáðari en aðrir ættflokkar í landinu. Menn af þessum ætt- flokki gegna flestum störfum í „eirbeltinu“, eins og námu- svæðið er að jafnaði nefnt. Stjórnmálamenn af ættflokki Bemba hafa haldið því fram opinberlega, að ríkistjóm Kaunda beiti ættflokkinn mis- rétti. Þessar ásakanir virtust ætla að valda stjórnmálaerfið- leikum í apríl í vor, en þá kom Kapwepwe til liðs við Kaunda og hvatti forustumenn ætt- flokksins til að sýna þolin- mæði. Kaunda hefur, sfðan í vor, vikið frá störfum eða refsað allmörgum mönnum af Bemba- ættflokki fyrir -.neint brot, en látið ýmsa menn af öðrum ætt- flokkum, halda stö-fum, sem Kapwepwe telur óverðugri en þá Bemba, sem refsingu hlutu. Kaunda er af fámennum ætt- flokki og því ekki verulega l.áður hinni miklu ættflokka- hollustu, sem eerir öðrum stjórnmálaleiðtogum í Zambíu afar erfitt um vik. Hann hefur hvað eftir annað kallað ætt- flokkahollustuna ,sjúkdóm“. og fjölyrt um nauðsynina é að kveða niður „sauruga og aun- virðilega glæpahringa ættflokk ann;.“. * | : %a msmBMum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.