Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.09.1971, Blaðsíða 5
FnWMTUDAGUR 9. september 1971 TIMINN 5 J£ MED MORGUN KAFFINU Tveir blaðanienn, sem leigðu saman íbúð, keyptu flösku af koníaki til að eiga, ef þeir skyldu verða veikir. „Mér líður hálf illa í dag“, sagði annar þeirra nokkrum dögum síðar. „Ég held, að ég verði að fá mér glas af koníaki“. „Það er of seint', svaraði hinn. „Ég var veikur allan dag- inn í gær‘. ★ Vilhjálmhr Stefánsson land- könnuður, gerði lítið að því að vera spaugsamur eða fyndinn í ritum sínum. Þó bregður stund- um fyrir fyndni í hans alvar- lega og látlausa frásagnarstil. Vilhjálmur sagði i einni bók sinni frá þjóðflokki á norður- slóðum, sem hann hafði sér- stakar mætur á fyrir siðferðis- þroska og frábært mannúðar- þel til allra manna. Alkunnugt er, að frumstæðir þjóðflokkar verða sérstaklega flatir fyrir áfengi, þegar þeir kynnast því fyrst. í frásögn sinni um þjóðflokk þennan sagði Vilhjálmur:: „Ég reyndi í lengstu lög að forða þeim frá sambandi við menningarþjóðirnar af hræðslu við, að þær sendu honum brenni vin og trúboða.“ □ £ N I — Marnrna hennar var alltaf að segja „aumingja frú MitchcU". DÆMALAU51Erum viðaujni'ig3ar? Stöku börn verða frægari en önnur. Hann Cri-Cri er einn þessara frægu drengja, sem í framtíðinni á varla eftir að fletta svo tímariti, að hann rek- ist ekki á mynd af sjálfum sér. Þið, sem lesið Spegil Tímans, hljótið því nú þegar að vita hver Cri-Cri er. Hann er soni ur þeirra , hjóna Mirju og ’Gunter 'ísac’Vis. HéÉ' hol'fð for: eldrarnir á soninn, og faðirinn segir: — Nú er ég hamingju- samur, ég á fallegustu konu heims, og stórkostlegt barn. Gtinter mun leggja það í vana sinn, að skipta um bleiur á litla Cri-Cri, ef rétt er frá skýrt í stórblöðum heimsins. Það veldur honum heldur engum vandkvæðum, því hann fór og lærði til bleiuskiptinga áður en sonur hans, Rolf, fæddist, en sá er nú fimmtán ára. Þegar Cri-Cri fæddist barst foreldr- um hans heillaóskaskeyti frá fyrrverandi eiginkonu föður hans, Birgitte Bardot. í skeyt- ínu stóð: — Kossar frá BB til barnsins. Mirja var fyrir SÉömmiCKéifha í Svíþjóð í heim sókn hjá forejdrum sínum. Þá gladdi hún sænska blaðalesend- ur með því að skýra frá því, að öll fötin hans Cri-Cri væru keypt í Svíþjóð, og þaö ekki að ástæðulausu. Sænsku barnaföt- in væru fallegri, smekklegri og vandaðri heldur en þau þýzku. — ★ — ★ — Karl Bretaprins fór fyrir skömrnu í smáflugferð í flugvél, sem flýgur hraðar en hljóðið. Hann lagði sig fram um að fljúga hvað eftir annað sem allra næst höll frænku sinnar, Margrétar, og sagði um leið: — Vonandi fær hún nú reglulegt taugaáfall, svona einu sinni. — ★ — ★ — Kóka-kóla er tákn um heims- valdastefnu og kapítalisma. í tvö ár hefur verið bannað að tappa kókakóla á flöskur í Tékkóslóvakíu, en nú hefur það verið leyft á ný. Þó er það einungis til sölu fyrir erlenda ferðamenn. Bannað var að selja kókakóla nokkru eftir að Dubcek var vikið frá, en árið 1969 á meðan hann réð ríkjum í Tékkóslóvakíu. hafði tekizt' samkomulag með framleiðend um kókakóla í Fandaríkjunum og framleiðendum gosdrykkia í Tékkóslóvakíu um, að drykk- urinn yrði framleiddur þar úr erlendum hráefnum. Eftir að framleiðsla er nú hafin á nýj- an leik, þótt hún sé einungis ætíuð útlendingum. kostar flaskan um 25 kr., sehi mun vera fjórfalt vcrð svipaðs drykkjar, sem er tékkneskur. og sagður eftirlíking hins kapít- alíska kóks. Það fór svo að Tina Onassis j gifti sig og það manni, sem fað j ir hennar þekkti ekki og hefði ! aldrei samþykkt, að hún gift- j ist. Tína er 20 ára, og eiginmað j urinn er 27 árum eldri, verð- j bréfasali að nafni Joseph J Bólker. Hjónavígslan fór fram j í Las Vegas, og þar var enginn * viðstaddur úr fjölskyldu brúð- ; arinnar. Dómarinn, sem fram- j kvæmdi hjónavígsluna, Carl j Christensen, vissi ekkert hvaða j fólk hann átti að gifta fyrr en j það stóð fyrir framan hann, og | með brúðhjónunum var hálf j tylft gesta, en eins og fyrr seg- | ir, enginn úr Onassis-fjölskyld- j unni. Ari Onassis er ekki ánægð j ur með þetta hjónaband, en það j þýðir ekki að mögla úr þessu. j Sumir halda því fram, að Tina j hafi aðeins gifzt Joseph til þess j að gera eitthvað á móti föður J sínum, og aðrir segja að hún, j og sömuleiðis bróðir hennar ! Alexander, sem lengi hefur j verið í slagtogi við þýzka baron- j essu, hafi bæði leitað sér fé- j laga, sem líktust föður og móð- ' urhugmynd þein-a, því bæði j fóru þau mjög á mis við um- j hyggju foreldra sinna í upp- ! vextinum. Annars er Tína { hreint og beint sauðþrá, og ef j til vill hefur hún með þessu j hjónabandi viljað sýna öllum j furstunum, prinsunum og greif- ! unum, sem hafa elt hana á ! röndum vegna væntanlegs biilj- j ónaarfs, að henni stæði gjörsam j lega á sama um þá alla. En Það j er um billjónirnar eða trilljón- ! irnar að segja, að Ari veltir því j nú fyrir sér, að því er sagt er, j hvort hann ætti ekki að gera j Tinu arflausa, en enginn veit j hvað framtíðin ber í skauti sér, = hvorki fyrir hana né nokkurn j (IIHMMnUltllltlMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIItlllMUIimillUlUIMIIMIIIIIIIIIIHtllllllllllMllimiUli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.