Tíminn - 08.10.1971, Page 1

Tíminn - 08.10.1971, Page 1
*** ************ f Wj? .1» RMPTÆKMOQU), >ttfBAI»itTBg.THtMtfj»‘<MB 228. fbl. Enn hopa jöklar Tungnaárjökull hefur hopað um 500 m. á 4 árum KJ—Reykjavík, fimmtudag. f Jökli, ársriti Jöklarann- sóknafélags íslands, fyrir árjð 1970, er gott yfirlit um jökla- breytingar eftir Sigurjón Rist vatnamælingamann. Nær yfir- litið yfir tímabilið 1966—1970. í athugasemdum og viðauk- nm við yfirlitstöflur segir Sig urjón: „Haustið 1970 voru lengdarbreytingar imældar á 52 stöðum. Jökuljaðar hafði gengið fraim á 13 stöðum, haldizt ó- breyttur á 12 stöðum en hopað á 27 stöðuim. Síðan veðráttan kólnaði eftir 1964 heyrist því oft haldið fraim, að jöklarnir muni fara að aukast. Engin slík snögg umskipti hafa átt sér stað. Heildarniðurstaðan er ámóta og undanfarin ár, enn halda jöklamir áfram að hopa. Eftirtektarverðasta mælingin er frá Tungnaárjökli austan Jök ulheima. Frá hausti 1969 til jafnlengdar ’70 hefur jökuljað- arinn hopað um 192 mctra, en á síðastliðnum 4 árurn hefur hann hopað samtals um hálfan kílómetra. Þá dregur Breiðamerkurjök ull að sér athyglina. Hann held ur áfram að rýrna vestan Jök ulsár, en gengur fram austan Jökulsárlóns og einnig fram í það austanvcrt. L,angjökull held ur áfram að hopa: nú í sumar (1970) hjálpaði Hekluvikurinn til að auka leysinguna, jökull inn var allur dökkur. Hofsjök ull virðist vera í jafnvægi." Athugun á Slipp- stöðinni: HEFUR SKILAÐ SKÝRSLU j»Ó—Reykjavík, fimmtudag. Nefnd sú, sem ríkisstjórnin skipaði 23. fyrra mánaðar til að kanna málefnj Slippstöðvar innar á Akureyri, hefur nú skil- að skýrslu sinni til ríkisstjórn arinnar. Nefndin dvaldi á Akureýri í síðustu viku og kannaði þá málin ýtarlega. Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, var formaður aefndarinnar. mn SENDIBILASTOÐlNHf — Föstudagur 8. október 1971 — 55. árg. Myndirnar eru af einbýlishúsunum, sem veriíS er að smíSa á Kópaskeri. (Tíma-myndir BÞ) Kornuppskeru lokið: Fengu 20-28 tunnur af hektara EB—Reykjavík, miðvikudag. Nú hafa þeir fjórir aðilar hér á landi, er ræktuðu korn á þessu suinri, skorið komið og eins og við mátti búast þroskaðist koruið með bezta móti. Samkvæmt þeim upplýsingum er Tíminn hefur afl að sér, niun Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri í Austur Eyjafjallalireppi, liafa fengið beztu uppskeruna, um 28 tunnur af liektara. Á Sámsstaðabúinu varð afraksturinn 20 tunnur af licktara, hjá Jóni Sigurðssyni, bónda í Eyvindarhólum í Austur-Eyja- fjallahreppi, var um sömu upp- skeru að ræða og ennfremur mun Klemenz Kristjánsson á Kornvöll- um við Holsvöll hafa fengið álíka uppskeru, en hann mun ekki vera búinn að þreskja allt sitt korn. Eggert á Þonvaldseyri sagði, í viðtali við Tímann í gær, að slæmt tíðarfar í september hefði dregið eitthvað úr kornuppsker- unni; gerði norðvestun rok og hlauzt dálítið tjón af vegna þess. — Eg hefði fengið yfir 30 tunn ur af liektara, ef óveðrið' hefði ekki komið, sagði Eggert. Eggert sáði í 7 liektara lands, þannig að hann uppskar nær 200 tunnur af korni. í fyrra fékk hann 30 tunmir af liektara, enda var tíð arfar þá með eindæmum óhag- stætt fyrir kornræktioa. Eggert sagðist liafa lokið uppskerustörf- um s.l. sunnudag. Allt kornið fer í fóður. Kristimi Jónsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum, sagði Tímanum, að þar á búinu hefði korni verið sáð í 5 hektara lands, og uppskeru hefði lo'kið s. 1. sunnudag. — Krist inn sagði, að slæmt tíðarfar í s.l. mánuði hefði dregið úr uppsker- unni svo og tafið uppskerustörfin. Ifins vegar væri uppskeran með bezta móti. 30 tunnur af þessu korni munu fara í útsæði, en allt hitt komið fer að sjálfsögðu í mjölframleiðslu. Kornuppskeru á Eyvindarhól- um lauk 20. september, en þar var í yor sáð í tvo og hálfan hekt- ara lands og sem fyrr segir, varð afraksturinn um 20 tunnur á hektara. Jón Sigurðsson í Eyvind arhólum sagði Tímanum, að í fyrra hefði hann fengið 13 tunnur af komi af hektara. -r- Allt komið, sem við fengum nú, verður þurrkað og malað, sagði Jón að lokum. 7 hús fokheld á níu vikum á Kópaskeri — fjórðungs viðbót við íbúðarhús staðarins KJ—Reykjavík, fimmtudag. Fyrir forgöngu Kaupfélags Norður-Þingeyinga var í sumar hafizt handa um byggingu sjö einbýlishúsa á Kópaskeri í sumar, og voru þau gerS fokheld á 9 vikum, en yfirsmiður við húsin var Stefán Óskarsson, Reyn í Reykjahverfi í S.-Þing. Fyrir voru á Kópaskeri um 25 íbúðar hús. Nokkur undanfarin ór hefur ekki verið byggt eitt einasta íbúð arhús á Kópaskeri, en húsnæðis vandræðin hafa vaxið þar með hverjn árinu seim líður. Margt ungt fólk hefur viljað setjast að á staðnum, en húsnæðisvandræði hafa staðið staðnum fyrir þrifum. Á þessu éri ákvað svo Kaupfélag Norður-iÞingeyinga að hafa for- göngu im byggiiigu íbúðarhúsa á Kópaskeri, og veitti það byggj endum fjárhagsaðstoð fyrsta áfangann, eða þar lái húsin verða lánshæf. Að því er fréttaritari Tímans á Kópaskeri, Barði Þórhallsson, sagði blaðinu, þá voru fengnar teikningar hjá Húsnæðismálastofn un ríkisins, og eru fjögur hús- anna byggð eftir sömu teikningu og þrjú eftir annarri. Fimm hús anna standa við nýja götu, en tvö era við götra þar sem byggt var fyrir nokkrum árum. Eigend- ur húsanna eni flestir ungt fólk, sem vantað hefur húsnæði á Kópa skeri, en vill búa þar og trúir á staðinn. Er þetta framtak þvi ánægjulegur vottur um að byggð arlagið á framtíð fyrir sér. Stefán Óskarsson byggingameist ari á Reyn í Reykjahverfi tók að sér að gera húsin fokheld, og Framhald á bls. 10 Feðgar björguBust aaumlega er báti bvolfdi á ísafjarBardjápi GS—ísafirði, fimmtudag. Vélbátnum Kópi ÍS 48 hvolfdi á ísafjarðardjúpi í morgun, er skips- menn voru að rcyna að innbyrða rækjuvörpu, sem þeir höfðu fest í botni í fyrradag. Tveir menn voru á bátnum og björguðust þeir báðir. Mennirnir eru feðgar og heita Vilhelm Annasson og Annas Kristmunds- son. Ekki mátti tæpara standa að tækist að bjarga mönunum, því rétt í þann mund, sem vélbáturinn Ver kom Þeim til aðsloðar, sökk Kópur. Tildrög slyssins voru þau, að í fyrradag fór Kópur á rækjuveið ar í ísafjarðardjúpi og voru þeir á honum, Vilhelm, sem er eigandi og skipstjóri bátsins og Annas faðir hans. Við svokölluð Breiða- sker festu þeir vörpuna og skyldu þeir hana eftir, þar sem veður var vont. í morgun fóru þeir svo að sælcja vörpuna og vpru þeir búnir að hífa lóðrétta víra, en þá náðu þeir ekki meira inn af vörpunni. Þá hreyfði Vilhelm bát inn lítilsháttar, og eins og hendi væri veifað hvolfdi bátnum og fóru báðir mennirnir í sjóinn. Vilhelm gat strax náð í keðju, sem fest var í stýrislykkju og komst hann á kjöl, en hann varð strax að renna sér aftur í sjóinn til þess að ná í föður sinn, sem var ó- syndur. Faðir hans var við stefni bátsins og hafði þar enga hand festu. Þegar Vilhelm hafði náð taki á föður sínuim fór hann með hann aftur með síðunni og kom ust þeir á kjölinn. Vélbáturinn Þristur, en skip- stjóri á honum er Halldór Her mannsson, var þarna nærstaddur og sáu þeir á Þristi hvað komið hafði fyrir. Þar sem Þristur var með vörpuna úti kallaði hann í vélbátinn Ver, sem var ekki bú inn að kasta vörpunni. Bergmann Þormóðsson, skipstjóri á Ver, brá skjótt við og stefndi hann bát sín um strax í áttina að Kóp, en vegalengdin á milli þeirra var um ein sjómíla. í þann mund, sem Ver kom á slysstaðinn sökk Kóp ur en þeir á Ver köstuðu bjarg hring til mannanna og drógu þá um borð. Þarna má heita að at- hygli skipstjórnarmanna á Þristi og Ver háfi bjargað tveknur mannslífum. í viðtali, sem fréttaritari Tím ans átti við Vilhelm, þá heldur hann, að það hafi verið komið mikið grjót í vörpuna, en þarna er mjög ósléttur botn. Vilhelm Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.