Tíminn - 08.10.1971, Side 6

Tíminn - 08.10.1971, Side 6
1 i ' 1 1 i i í r * i t r ■ < i f >' f t i i r > TIMINN FÖSTUDAGUR 8. oktdber 1971 ð þarf oft aS stympast vlS hrossin í Laufskálarétt og hér á myndunum tveim sést hvar hraustir SkagfirSingar stympast við tvö hrossin I réttlnni. (Tímamyndir Stefán Pedersan) í hrossarétt í Hjaltadal Ein fjölmennasta hrossarétt f Skagafirði, er Lanfskálarétt í Hjaltadal, en þar rétta bænd- ur f Ilólahrcppi og ViSvíkur- hreppi hross sín. Rcttað var í Laufskálarétt laugardaginn 25. september s.l. og tók þá Stefán Pedersen ljósmyndari á Sauð- árkróki meðfylgjandi myndir. Eunnugir töldu að í réttina hefðu komið 5—600 hross, og þurfti að reka þrisvar inn í almenninginn. Þarna voru mörg mjög falleg hross, enda margir bændur í áðurnefndum hrepp- um eigcndur góðra hrossa. Það er aðdáunarvert hvnð reyndum hestamönnum tekst vel að reka hrossin í viðkom- andi dilka, en alltaf þarf Þó að taka eitthvað af hrossum með valdi, og koma þeim þannig í dilkinn sinn. Það eru kannski þessi átök við hrossin, sem mesta athygli aðkomumannsins vekja, en þótt beita þurfi valdi, er laglega að farið, og enginn hrottaskapur viðhafður. Afrétturinn þar sem hrossin úr þessum tveim hreppum ganga, er girtur, og er hross- nnum smalað í seinni göngum, ásamt því fé sem orðið hefur eftir í fyrstu smalamennskunni. Sigurmon á Kolkósi ef hér að beina hrossum sírvum í dllkinn með sínum ágæta staf. ikkl veitlr af að margir hjálplst við að koma hrossunum i dllkana, ér hjálpast marglr að og ýla á hrossið. Hér á myndinni fyrir ofan eru ungir menn úr Skagafirði að koma ódælu hrossi I réttan dilk I Laufskálaréft. Að ofan til hægri er Guttormur Óskars. son á Sauðárkróki að hressa sig á réttarpelanum, meðan réttarstjórinn Guðjón frá Ási horfir á. Að neðan er Björn Runólfsson, Hofsstöðum, að lita yfir hrossahópinn slnn i dilknum sínum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.