Tíminn - 13.10.1971, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 13. október 1971
TIMINN
Gamla símstöðin á Selfossi
eyðilagðist í eldi í gær
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Ilúsið Austurvegur 1 á Selfossi
er talið ónýtt eftir eldsvoða í
kvöld. f húsinu var verzluni.n Elf
ur, skrifstofur Ferðamálaráðs og
samkomusalur Sjálfstæðisflokks-
ins. Húsið brann allt að innan, en
eldurinn komst ekki út og
stendur húsið því uppi. Ekkert
mun hafa bjargazt af vörum úr
verzluninni.
Slökkviliðið á Selfossi var til-
kynnt urn eldinn kl. 18.47 í kvöld
og voru báðir slökkvibílarnir send
ir á vettvang, ásamt mannskap.
Þegar það kom á staðinn, var
mikill eldur inni í húsinu.
Þetta er tveggja hæða tiimbur-
Fyrir bíl og marg
beinbrotnaði
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Fullorðinn maður slasaðist mjög
illa, er hann varð fyrir bíl á Miklu
brautinni í morgun. Heitir hann
Þorbjörn Bjarnason, rörlaginga-
meistari. Hann er 69 ára gamall.
Við áreksturinn brotnaði hann á
fæti, höfuðkúpubrotnaði, mjaðma-
grindarbrotnaði og rifbrotnaði.
Þorbjörn var á leið yfir Miklu-
brautina, rétt austan Lönguhlíð-
ar, þegar hann varð fyrir Wolks-
wagenbíl. Hafði bíllinn stanzað á
rauðu ljósi, en fór af stað þegar
græna ljósið kom. Var bíllinn enn
í öðrum gíri og því ekki á mikilli
ferð, 'þegar hann ifcall á mannin-
um. ’Dældaðist kistulok bílsins, og
framrúðan brotnaði er maðurinn
kastaðist upp á bílinn. Síðan skall
hann í götuna.
Var Þorbjöm fluttur á Borgar-
spítalann og var þar í aðgerð í
dag.
hús, sem áður var símstöðin á
Selfossi. Á neðri hæðinni er verzl
unin Elfur, en þar voru seld barna
föt, tízkufatnaður á unglinga og
þess háttar. Einnig voru þarna
skrifstofur Ferðamálaráðs og uppi
var samkomusalur Sjálfstæðis-
flokksins.
Engu mun hafa tekizt að bjarga
af vörum verzlunarinnar, en vél-
um af skrifstofunum var bjargað
og fleiru þaðan.
Veður á Selfossi er hæg norð-
læg átt og því voru næstu hús
ekki í hættu ,en ef hvassara hefði
verið, hefði eldurinn getað kom-
izt í gömlu kjötbúð kaupfélags-
ins hinum megin við götuna.
En þar sem ekki var hvasst,
var auðvelt að halda eldinum í
skefjum inni í húsinu. Innrétting-
ar munu vera ónýtar og allt mikið
skemmt af reyk og vatni. Talið er
að vörur verzlunarinnar séu allar
ónýtar. Eitthvað mun hafa verið
tryggt.
Slökkviliðið réð niðurlögum elds
ins á hálfri þriðju klukkustund.
Færð erfíð vegna
snjókomu nyrðra
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Ekkert var farið að fljúga milli Reykiavíkur og Akureyrar síðan á
sunnudagsmorgun, er blaðið hafði samband við Flugfélag fslands í
dag. Útlitið var þó að batna, og var talið að hægt yrði að fljúga með
kvöldinu. Um 300 manns bíða flugfars.
Það er veðrið fyrir norðan, sem
valdið hefur þessari truflun á
fluginu. Þar hefur verið snjóhragl-
andi síðan um miðjan dag á sunnu-
dag og mun nú víðast kominn um
30 sm djúpur snjór á Norður- og
Austurlandi.
í sömu andrá og við fengum þW
upplýsingar hjá F.l. að hríðin
fyrir norðan væri enn svo- mikil,
að ekkert yrði flogið alveg í bráð-
ina, fréttum við frá Akureyri, að
þar væri nú sólskin og virtist á-
gætis flugveður.
Vegir í nágrenni Akureyrar eru
flestir færir, nema Lágheiði, sem
hefur ekki verið opnuð. Vaðla-
heiði er þó lokuð litlum bílum,
en Dalsmynni fært. Öxnadalsheiði
er sæmileg og vegurinn áfram
vestur.
Um AusturlandsVegina cr það að
segja, að Oddskarð er talið ófært
Fagridalur -og—Fjarðarheiði eru
fær og Vatnsskarð var farið í gær.
Ekki hefur bætt á snjóinn fyrir
austan, en snjókoma er til hafsins
og dimmt yfir landinu.
Talið er, að kviknað hafi í út
frá rafmagni, en það er þó ekki
fullvíst og verður málið rannsak-
að. Enginn bjó í húsinu.
Ingibjörg Einarsdóttir
KONAN ENN
ÓFUNDIN
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Ingibjörg Einarsdóttir, sem
hvarí frá Kleppi sl. laugardag er
enn ófundin.
Hefur ekkert til hennar spurzt
síðan kl. 4.30 á laugardag. Var
líennár leitað álla helgina, í gær
og dag og verður leit enn haldið
áfram á morgun. Leitarflokkar
hafa marggengið fjörur og frosk-
menn leitað með ströndum um-
hveríis Klepp. Ingibjörg er 56 ára
að aldri.
Ráðizt á mann og
hann rændur
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Klukkan 23.35 í gærkkvöldi,
mánudagskvöld, var lögreglan
kvöld að Brautarholti 22, sem er
gengt danshúsaiu Þórscafé. Þegar
þangað kom hitti lögreglan mann,
sem sagði farir sínar ekki slétt-
ar. Kvaðst hann hafa verið rænd-
ur 11 þúsund krónum.
Var maðurinn, sem er 45 ára
gamall, að koma út úr Þórscafé,
þegar að honum réðzt maður, sem
hann sagðist ekki hafa séð áður.
Hafði sá engin umsvif önnur, en
að ráðast á þann sem var að koma
út af skemmtistaðnum, sneri hann
niður í götuna og tók veski
úr vasa hans, sem £ voru 11 þús.
krónur.
Að afrekinu loknu hljóp ræning
inn upp í Ijósan Volkswagenbíl,
sem stóð þar rétt hjá. Sat bílstjóri
undir stýri og var vélin í gangi.
Brunuðu þeir á brott með ráns-
fenginn, og hafa ekki sézt síðan.
Sá sem fyrir árásinni varð seg-
ir að árásarmaðurinn hafi verið
ungur að árum, fremur hávaxinn
með dökkt meðalsítt rár, í brún-
um fötum.
— PÓSTSENDUM —
DOMU
Á boðstólum á einum stað:
Fatnaður — Skór — Ferða- og sportvörur —
Búsáhöld — Leikföng — Raftæki -
Ritföng — Erlend blöð og tímarit
Gjafavörur —
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS
Á grundvelli
fyrirheita ríksstjórn-
arinnar
f Þióðólfi, blaði Framsóknar-
manna á Suðurlandi, segir m. a.
svo, um kjarasamninga þá, sem
nú standa yfir:
„Þessar vikurnar hafa verið
efst á baugi kjaramálin og
samningarnir milli Alþýðusam-
bandsins og atvinnurekenda.
Óþarft er að lýsa því, hve mik-
ið er í húfi, að vel takist til.
Hin mörgu vandamál þjóðfé-
lagsins fá því aðeins viðunandi
úrlausn, að vinnufriður haldist.
Að öðrum kosti mun ríkja
áframhaldandi efnaliagsleg upp
lausn og vandséð hvenær linni.
En full rök eru til þess, að til
samkomulags leiði á grundvelli
þeim, sem í málefnasamningi
stjórnarflokkanna greinir.
Ríkisstjórnin liefur þegar rétt
fram hönd til nokkurra kjara-
bóta beirn, sem áður höfðu orð-
ið fyrir auðsæju misrétti, með
leiðréttingu á kaupgjaldsvísi-
tölu og kjörum sjómanna- En úr
sker, að ríkisstjórnin hefur
heitið að bæta hag vinnustétt-
anna með margvíslegu móti og
skal nánar rakið.
Reynt verður að spyrna fæti
við hinni háskalegu verðlags-
þróun, sem átt hefur sér stað
undanfarið og leitt hefur af
sér síendurteknar gengislækk-
anir og óðaverðbólgu. Leitazt
verður við, að hækkun verðlags
hér á landi verði ekki meiri en
gerist í hélztu viðskiptalöndum
okkar. f því skyni verði beitt að
gerðum á sviði peninga- og fjár
festingarmála og ströngu verð-
lagseftirliti.
En til að ná þessu marki hef-
ur ríkisstjómin óskað að hafa
sem nánast samstarf við samtök
launafólks og atvinnurekenda.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
beita ekki gengislækkun við iu»
lausn efnahagsvandáhs.
Þannig er það yfirlýst stefna
að v nna gagngert að bættri af-
komu verkafólks, bænda, sjó-
manna og annarra þeirra, sem
við hliðstæð kjör búa.
Hinar fyrstu ráðstafanir, sem
ríkisstjórnin beitir sér fyrir til
að koma þessari stefnu sinni
fram, eru: Vinnuvikan verði
stytt í 40 stundir án breytinga
á vikukaupi. Orlof verði lengt
í 4 vikur og framkvæmd orlofs-
laga auðvelduð. Aukinn \erði
kaupmáttur launa vinnustétt-
anna í áföngum á næstu tveim
árum allt að 20%.“
Brjótum í blað
Ennfremur segir:
„Það fer ckki milli mála, að
ríkisstjórnin vill í verki stuðla
af fremsta megni að því, að
vinnufriður ríki og hagsmuna
launafólks sé í hvívetna gætt.
Því er treyst, að slík afstaða
ríkisstiórnarinnar megi endast
til þess, að samkomulag verði
um kjaramálin og samningana
óg eigi koini til áframhaldandi
óvið-áðanlegarar verðbólgubró-
unar. Ætla verður, að framrétt
bróðurhönd megi sín meir í
þessu efni en harkalegur áróð-
ur viðskotaillra forustumanna
Framhald ó bls. 12.