Tíminn - 13.10.1971, Side 8

Tíminn - 13.10.1971, Side 8
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 13. október 1971 3 Haustferð með Far- fuglum í Þórsmörk Ölluin ber saman um að Þórsmörk sé undraheimur. Þar er alltaf eitthvað nýtt að sjá, og maður verður aldrei leiður á að skoða nóttúruna þar. Þetta á ekki sízt við á haust- in, en haustlitina e: ''rein unun að sjá í Mörkinni. Þetta gátum við, sem vorum í hópi Farfugla fyrir stuttu, sann- færzt um, en þá var um 70 manna hópur frá Farfuglum í Þórsmörk. Þetta var fólk á öllum aldri, sumir komu í Þórs mörk í fyrsta skipti, en aðrir voru búnir að koma þarna oft, t.d. hafði einn okkar komið ur og í bílljósunum virtist Krossá vera enn meiri en hún var í raun og veru. Þegar búið var að aka og hlaupa í klukku- tíma eftir eyrunum, fundu þeir Gísli, Úlfar og fleiri góð- ir menn vað, sem hægt var að komast yfir. Þegar hér var komið, var hinn reyndi ferða- maður, Ragnar Guðmundsson, búinn að vaða yfir Krossá á mörgum stöðum, en Ragnar var ekfc' ’aus við að vaða, þó svo að vtt værum komin yfir á einum stað, því að við þurft- um að fara yfir Krossá á fjór- um stöðum um nóttina. Það tók morgunverðinum var rætt um hvert skyldi halda í gönguferð- ir. Útkoman var sú, að um það bil helmingur fólksins ákvað að ganga á Krossárjökul, en hinn helmingurinn ætlaði að ganga á Rjúpnafell. Veður til gönguferða var mjög gott, að vísu var skýjað en heitt var úti, 10—12 stigi hiti. Ákvað ég að fylgja þeim hópi, sem ætlaði á Krossár- jökul, en í honum var margt fólk, sem búið var að vera oít í Þórsmörk, eins og t.d. Gestur Guðfinnsson, sem hefur kom- ið í Mörkina yfir hundrað Guðjón Guðmundsson, fararstjórinn í ferSinni og starfsmaður Farfugla í sumar. þarna inneftir yfir hundrað sinnum að sögn. Farið var í tveim hópum inn í Þórsmörk, fyrri hópurinn fór á föstudagskvöld, en sá seinni fór eftir hádegi á laug- ardag. Undirritaður fór með hópi þeim, sem fór á föstudags- kvöldið. Lagt var af stað frá Reykjavík kl. 8 og fórum við í tveim fjallabílum í eigu þeirra Úlfars Jakobsen og Gísla Eiríkssonar, og voru það þeir, sem óku, en seinni hópur- inn kom eftir hádegi á laugar- dag með Bjarna Guðmundssyni í Túni. Ekki vorum við komin lengra en upp í Ártúnsbrekkuna, þeg- ar menn tóku fram gítar og munnhörpu og byrjað var að syngja af fullum krafti. Sungið var ctanzlaust austur fyrir Sel- foss, en áimilli laga var stung- ið inn bröndurum, sem komu öllum í enn betra skap. Ekki var staðnæmzt fyrr en á Hellu, var þar stigið út Úr Fjðllagarparnlr þrír. Talið frá vinstri, Bjarni Guðmundsson, Úlfar Jakobsen og Gísii Eiríksson fyrir framan bílunum og komið við í veit- ingaskálanum. Þeir sem voru svangir gátu satt hungur sitt þar, eH flestir þurftu, áður en sezt var að snæðingi, að koma við á spyrtiherbergjunum. Þeg ar allir voru búnir að fá sitt, var haldið áfram í einni lotu austur að Krossá og í fyrstu gfkk ekkert of vel að finna vað, enda komið svarta myrk- bilana sína. okkur tvo tíma að komast inn að Skagfjörðs-skála í Langa- dal, og er þangað var komið, var klukkan orðin tvö. Þegar menn voru búnir að koma sér fyrir í skálanum, var farið að sofa. Menn vöknuðu vel upplagðir á laugardagsmorgun og yfir sinnum. Við, sem ætluðum á Krossárjökul stigum upp í Báru Úlfars Jakobsens, en Úlfar og Gísli ætluðu að koma okkur eins langt á Báru og þeir gætu. Síðan var ekið inn með Krossá, meðfram Stangar hálsi og Búðahamri, en margir eru þeir, sem finnst sá staður einna fegustur í Mörkinni. Við komumst á bílnum alla leið að Teigstungum og lögðum bílnum undir Gelti, sem er rúm lega 500 metra hár hnjúkur yzt á Teigstungum. Á þessum kafla þurftum við að fara þrisvar yfir Krossá, en þeir Úlfar og Gísli voru ekki í nein ' \' . Farfuglahópurinn, sem fór f Þórsmörk. (Tímamyndir um vandræðum með að finna vöð, enda mætti áin vera slæm, ef fjallabíllinn gæti ekki brot- izt yfir. Við yfirgáfum bílinn um ellefu leytið og ge«eum inn með Teigstungum að sunnan- verðu og stefndum á Guðrún- artungur. Eftir tveggja tíma göngu var komið upp á axl- imar fremst í Guðrúnartung- um. Þar var sezt niður og menn virtu fyrir sér ægifagurt útsýni til Tungárkvíslarjökuls og í Múlatungur. Áður en lagt var af stað aftur, fengu flestir sér bita, því að nú var lengsti spottinn eftir. Gengum við inn gil eitt mikið, sem liggur með- fram Guðrúnartungum og var þar víða fallegt að sjá, td. virtu menn fjallið Litfara, lengi fyrir sér, enda er það geysilega fallegt og skiptir si- fellt litum, eftir því hvernig birtan fellur á það. Það tók okkur góðan klukkutíma að ganga inn gilið og að Krossár- jökli. Það gekk greiðlega, að komast upp á jökulinn, enda er hann ekki mikið sprunginn þetta neðarlega, en ofar í jökl- inum mátti sjá stórar jökul- hrannir sem höfðu hlaðizt upp. Niðurganga af jöklinum gekk frekar greiðlega, samt urðu all ir að fara mjög varlega og urð um við að þræða grunnar jökul sprungur á stórum köflum til að komast áfram. Ekki er hægt að segja að jökullinn sé mjög fagur á þessum slóðum, sand- ur og leir liggur hér yfír öllu, en á einstaka stað stend- ur kristaltær jökullinn uppúr. Feröin niður af jöklinum gekk vel og brátt vorum við komin upp í bQinn hans Úlfars, sem er heimsins bezti bfll eftir því, sem Úlfar segir sjálfur. Á laugardagskvöldjð var hald- in kvöldvaka, en áður en hún hófst náðum við aðeins tali af Guðjóni Guðmundssyni, farar- stjóranum í þessari ferð, en Guð jón hefur verið starfsmaðuf Farfugla í sumar. Guðjón, sagði að þessi haustferð væri slðasta ferð Farfugla á þessu sumri og væri það gamall siður Farfugla að hafa síðustu ferðina í Þórs- mörk á hverju ári. Aukningin hefur verið mjög mikil í ferðum Farfugla f sum- ar eða yfir 100% frá þvf í fyrra. Andinn f Farfuglaferðunum er ávallt mjög góður, og er strang- lega passað, að fólk hafi ekki áfengi um hönd, en ef það kem- ur fyrir þá er það fólk rekið úr hópnum, en það hefur víst sjald- an komið fyrir. Að sjálfsögðu hófst kvöld- vakan á því, að Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar var sung ið, síðan var farið í leiki en lag ið tekið þess á milli, eða þá að brandarar voru sagðir. Þegar leið á kvöldið, fór stemningin að minnka hjá fólkinu, en Þá birtist óvæntur skemmtikraft- ur en það var Úlfar Jakobsen sjálfur. Þreif Úlfar næsta gít- ar, sem hann sá og byrjaði að leika og syngja af hárri raust. Við þetta komst mannskapurinn í mikið „stuð‘ og var Úlfar í engum vandræðum með að halda fólkinu kátu. Fólk vaknaði glatt og endur- nært á sunnudagsmorgun, enda var veður miög gott, glaðasól- skin og 16 stiga hiti. Fór svo að alJir fóru í gönguferðir, sumir fóru að skoða Systurnar sjö, cn þeir, sem ekki höfðu komið í Þórsmörk áður, gengu á Vala linúk og í SJeppugil. Voru menn á göngu fram yfir h&defiL m upp úr kl. 3 var farið að hugsa til heimferðar. Á heimleiðinni gekk ferðin yfir Krossá mjög vel. enda hafði hún breitt um Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.