Tíminn - 13.10.1971, Page 9

Tíminn - 13.10.1971, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 13. ofetóber 1971 TÍMINN 9 <9 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN framkvæindastjórl: K.rlst]án Benediktsson Rltstjórar: Þórartns Pórarinsson (áb). Jón Helgason, IndrlB! G. Þorstetnsson og Tóma.s Karlsson Auglýsingastjórl: Stelngrímur Glslason Rtt- stjórnarskrlístofur t Edduhúslnu. símar 18300 - 18306 Skrif- stotur BankastrætJ 7 — Afgreiðsluslmi 12323. Auglýsmgaslmi: 13523 Aðrar skrifstofur stmi 18300 Askrlftargjald kr 199.00 i mánuði lnnanlands t lausasðlu kr 12,00 elnt. - Prentam. Edda hf Fjárlagafrumvarpið Eagt fram Fjárlagafrumvarpið fyrir 1972 var lagt fram á Alþingi í gær. í athugasemdum með frumvarpinu segir, að fjár- lagafrumvarpið sé byggt á núgildandi lögum um tekju- stofna ríkissjóðs og þeirri skattvísitölu, sem tekin var í lög á síðasta þingi, en hækkuð úr 100 í 106.5 stig vegna verðhækkana. Ekki var unnt að miða tekjuáætlun við neitt annað en gildandi lög og reglur, þótt að breytingu sé stefnt. Tími til undirbúnings fjárlagafrumvarpsins var mjög takmarkaður. Þess vegna hefur ekki verið unnt að grand- skoða útgjaldaliði frumvarpsins, en að því er nú unnið. í málefnasamningi stjórnarflokkanna er ákveðið að endurskoða tekjuöflunarleiðir ríkisins með það fyrir aug- um, að skattabyrðinni verði dreift réttlátara en nú er gert. Slíkri endurskoðun er ætlað að haldast í hendur við endurskoðun tryggingalöggjafarinnar, þannig að öll- um þjóðfélagsþegnum verði tryggðar lífvænlegar lág- markstekjur. Stefnt er að því að tekjur, sem einungis hrökkva fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, verði ekki skatt- lagðar, og réttlátari skattframkvæmd verði tryggð betur en nú er með hertu skattaeftirliti. Þá er stefnt að því að persónuskattar eins og til almannatrygginga verði felldir niður. pn tekna aflað með öðrum hætti. Þessi enöuT&koðun er nú hafin og er samtlmis unnið að endurskoðun tekjustofna ríkisins, sveitarfélaga og tryggingakerfis. Er stefnt að því að flýta þessari endur- skoðun, svo að hægt verði að miða tekjuöflun ríkissjóðs á næstu fjárlögum við það skattkerfi, sem lögtekið verð- ur að lokinni endurskoðun á tekjustofnun ríkisins. . Útgjöld þess fjárlagafrv., sem nú hefur verið lagt fram, hækkar um 2,9 milljarða frá gildandi fjárlögum. Útgjöld vegna launahækkana munu hækka um 963 milljón- ir króna. Vegna lagasetningar á síðasta þingi, sem kemur til framkvæmda á þessu ári hækkar fjárlagafrumvarpið um 500 milljónir. Ríkisstjórninni er ljóst, að stefna hennar er ekki fram- kvæmanleg nema takist að hafa hemil á verðbólgu. Ákveðið var að halda verðstöðvun þeirri, sem gilda átti til 1. sept., áfram, með því að auka niðurgreiðslur og fella niður skatta af nokkrum nauðsynjum almennings. í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt hefur verið fram, er gert ráð fyrir að halda niðurgreiðslum áfram, og nemur út- gjaldahækkun í frumvarpinu vegna þess 508 milljónum króna. En ákveðin hefur verið endurskoðun á öllu nið- urgreiðslukerfinu og er sú endurskoðun nú hafin. Þessi útgjaldaiiður fjárlaga getur því breytzt að þeirri endur- skoðun lokinni. Hækkun fjárveitinga tii verklegra framkvæmda Svo langt sem geta ríkisútgjalda leyfir í þessu frum- varpi eru fjárveitingar til verklegra framkvæmda og iéiagsmála auknar verulega til brýnustu verkefna. Fram- lag til sjúkrahúsa og læknabústaða hækkar um 48 milljónir, til skóla um 44 miljónir, til togaralána 29 milljónir, til framleiðnisjóðs landbúnaðarins . um 22 millj., til rafvæðingar í sveitum um 18 millj., til land- náms um 17.7 millj., til flugvallarmála 19 millj., til gæzluvistarsjóðs um 8 milljónir og til íþróttasjóðs um 8 milljónir króna, svo nokkur dæmi séu nefnd. — TK 1 ERLENT YFIRLIT Verður klofningur í Verkamanna flokknum um nýja stefnuskrá? Róttæku öflin voru í meirihluta á flokksþinginu í Brighton ÁRSÞING Verkamannaflokks- ins brezka, sem var haldið í Brighton í síðustu viku, þyk- ir vísbending um að flokkur- inn sé á leið til vinstri og muni stefna áfram í þá átt næstu misserin. Róttækari hluti verkalýðshreyfingarinnar og róttækari armur flokksfélag anna settu mestan svip á þing- ið. Krafa þessara aðila er að I flokkurinn færist í þá átt að vera sosialiskur verkalýðsflokk ur. Hinir hófsamari leiðtogar flokksins óttast hins vegar, að þetta geti leitt til þess, að flokkurinn verði minnihluta- flokkur um langa framtíð, því að hin róttæka stefna muni fæla stóran hluta milli- stéttarinnar frá honum, en það sé hún, sem ráði því, hvaða flokkur ber sigur úr býtum í kosningum. Þeir hvetja því til þess, að flokkurinn sé fyrst og fremst hófsamur umbótaflokk- ur, sem leggi áherzlu á skipu- lagningu, launajöfnun og trygg ingar, en leggi þjóðnýting- aráform sem mest á hilluna. Hinn róttæki armur Verka- mannaflokksins svarar þessu á þá leið, að það eigi ekki að vera helzta markmiðið að sigra í næstu kosningum, heldur að koma fram sosial- iskri stefnu, þótt það kunni að dragast eitthvað. ERLENDIR fréttamenn, sem sóttu þingið, töldu frétt- næmast að fylgjast með af- stöðu flokksins til væntanlegr- ar atkvæðagreiðslu í þinginu um aðild Breta að Efnahags- bandlaginu, sem verður 28. þ. m. Flokksþingið lýsti sig and- vígt aðildinni með yfirgnæf- andi meirihl. og var harðri gagn rýni beint gegn þeim fámenna hópi þingmanna Verkamanna- flokksins, sem hyggst greiða atkvæði með aðildinni, en for- ingi þeirra er varaformaður þingflokksins, Roy Jenkins fyrrv. fjármálaráðherra. Þess var krafizt, að þessir menn yrðu handjárnaðir eða gerðir flokksrækir. Þeir létu sig þó ekki. Wilson tókst að finna lausn á þessu máli, sem er talið gott dæmi um málamiðl- unarhæfileika hans. Það verð- ur ekki refsivert, þótt þing- menn greiði atkvæði með aðild í atkvæðagreiðslunni, sem á eins og áður segir, að verða 28. þ.m. í framhaldi af henni koma svo ýms frumvörp, sem leiða af þátttökunni i Efna- hagsbandalaginu, og er þar einkum um að ræða ýmsa skil- mála, sem Verkamannaflokk- urinn hefur gagnrýnt. í at- kvæðagreiðslu um þessi mál verður þess krafizt, að þing- menn flokksins standi einhuga gegn þeim, en að öðrum kosti eigi þeir refsiaðgerðir yfir höfði sér. Líklegt þykir, að Wilson hafi tekizt með þess- ari lausn að afstýra alvarleg- WILSON um klofningi í flokknum í sam bandi við Efnahagsbandalags- málið. EN eining Verkamanna- flokksins hefur ekki verið tryggð með þessu. Öllum kem- ur saman um, að Verkamanna- flokkurinn þurfi að semja nýja stefnuskrá fyrir næstu kosn- ingar, því að ekki sé hyggilegt að ganga til kosninga með sömu stefnuskrána og leiddi til ósigurs í kosningunum í fyrra. Á þinginu nú reyndu róttæku öflin að móta að nokkru hina nýju stefnuskrá með því að bera fram ýmsar róttækar tillögur. Sumar voru sam- þykktar, eins og t.d. um þjóð- nýtingu banka og vátrygginga, og hefur verið dregin af því réttilega sú ályktun, að þingið hafi fært flokkinn til vinstri. Einstaka hinna rót- tækustu voru felldar, en mörg- um var vísað til flokksstjórn- arinnar, en það er aðferð til að komazt hjá opinberum átökum, a.m.k. að sinni. Hér var um að ræða tillögur eins og t.d. þær, að Norður-írland væri sameinað Eire, að Bret- land gengi úr Nato og að Bret- ar hættu einhliða kjarnorku- vígbúnaði. Sumir fréttamenn telja, að tvær síðastnefndu til- lögurnar hafi notið svo mikils fylgis á þinginu, eins og það var skipað, að þær myndu hafa veríð samþykktar, ef til at- kvæðagreiðslu hefði komið Slíkt hefði hins vegar getað klofið flokkinn og var því í nafni einingarinnar valin sú leið að vísa þeim til flokks- stjórnarinnar. Þótt þessi deila leystist á þá leið að sinni, að átökunum var frestað, þykir hún eigi að síð- ur vísbending um, að erfitt muni verða að semja flokknum nýja stefnuskrá og vafasamt sé, að þaS muni takast, nema farið verði verulega að vilja vinstri armsins, sem nýtur stuðnings meirihluta verka- lýðsfélaganna. Hættan sem fylgir þessu, er sú, að svo langt verði gengið, að það fæli milli- stéttirnar frá flokknum. ÝMSIR kunnugir menn telja, að svo mikill skoðana- munur sé innan Verlcamanna- flokksins að hann væri þegar klofnaður, ef það væri ekki kosningafyrirkomulagið, ein- menningskjördæniin, sem héldi honum saman. Sama gildir raunar einnig um íhaldsflokk- inn. f reynd mynda þessir flokkar ekki samstæðar heild- ir, líkt og flokkar á Norður- löndum, heldur eru miklu fremur kosningabandalög hópa og samtaka með harla mismun andi skoðanir. Þetta gildir þó ennþá frekar um stóru flokk- ana í Bandaríkjunum. Eins og nú standa sakir, virðist stjórn fhaldsflokksins standa höllum fæti og væri lik leg til að tapa, ef kosningar færu fram. En margt getur breytzt á þeim tæpum fjórum árura, sem eftir eru af tjör timabilinu. íhaldsmenn vonazt til þess að geta rétt hlut sinn og ekki sízt byggja þeir vonir á því, að óeining eigi eftir að vaxa innan Verkamannaflokks- ins. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.