Tíminn - 13.10.1971, Side 16
Dæmdur í árs
fangelsi
fyrir fjárdrátt
MiíSvikudagur 14. október 1971.
framkvæmdastjóri og eigendur ISnverks, talið frá vinstri: Páli Skúli Ma gnússon, framkvæmdastjóri, Björn Magnússon, Haukur Ingason, Bjarmt
Kristinsson, Grímur GuSmundsson, Kjartan Stefánsson, SigurSur Á. Mag nússon og Páli Stefánsson. (Ljósmynd G.E.)
IDNVERK H.F. \
Nýtt byggingaþjónustufyrirtæki B
ÞÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Iðnverk h.f. heitir nýtt fyrir-
tæki ,sem tók til starfa í
Reykjavík í dag. Iðnverk, sem
er stofnað af stórum framleið-
endum á sviði byggingariðnað
arins, er alhliða byggingaþjón-
usta, og mun fyrirtækið ann-
ast sölustörf og samningagerð-
ir fyrir stofnendur að aðra,
sem framleiða og flytja inn
vörur til húsbygginga og hús-
búnaðar.
Þá er Iðnverk búið að opna
söluskrifstofu og sýningarsal
í Norðurveri við Laugaveg/
Nóatún.
Páll Skúli Halldórsson,
fraimbvaamdastjóri Inðverks,
sagði á blaðamannafundi, sem
haldinn var í dag, að allar vör-
ur væru seldar á framleiðslu-
verði og án álagningar frá Iðn
verk h.f. Þá eru vörur fluttar
til kaupenda á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu án aukakostnaðar,
þrátt fyrir staðsetningu suimra
umboðsfyrirtækja utan Reykja
víkur.
Þá sagði Páll, að þetta fyrir
tæki gæti eflaust orðið til mik
illar hagræðingar fyrir húsbyggj
endur úti á landsbyggðinni,
Framrald á bls. 14.
■
■
■
■
Þannig lítur Omega staösetningatækiö út. Þessi mynd er tekin af ööru
tækinu, sem hefur verið til reynslu hjá Landhelgisgæzlunni undanfariö.
(Timamynd G.E.)
Landhelgisgæzlan
reynir ný Omega-
staðsetningartæki
t»Ó—Reykjavík, þriðjudag.
Um þessar mundir er Landhelgisgæzlan að reyna nýja gerð af
staðsetningartækjum. Þessi staðsetningartæki nefnast Omega Nevation
Tracor og eru þau bandarísk að uppruna. Landhelgisgæzlan fékk tvö
slfk tæki lánuð til reynslu og hefur annað þeirra verið um borð f
varðskipinu Ægi undanfarið, en hitt hefur verið reynt í aðalbæki-
stöðvunum við Seljaveg. Omega tækin byggjast á svipuðu kerfi og
Loran tækin, sem mikið hafa verið notuð af íslendingum, en þykja
mjög mikið nákvæmari og eru ekki eins háð góðum skilyrðum.
Unglingar dreifa kláðadufti, táragasi og „skfta-
pillum/# í skólum sínum og á fleiri stöðum
Settu kláðaduft í augu
stúlku í strætisvagni
EB—Reykjavík, þriðjudag.
Talsvert hefur borið á því undanfarið í skólum í Reykjavík, að
nemendur hafa dreift kláðadufti og daunillum efnum í skólunum, sen
valdið hefur mörgum óþægindum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem
Tíminn fékk í dag, hafa skólastjórar sent kvartanir til lögreglu vegna
þess arna, og lögreglan síðan sent kvartanirnar til tollgæzlunnar í
Reykjavík. Komið hefur í ljós, að frágreind efni eru á tollskrá.
S.l. föstudag var kveðinn
upp í Sakadómi Reykjavíkur
dómur í máli Jóns Ragnarsson
ar, fyrrverandi ritstjóra Lög-
birtings og Stjórnartíðinda.
Var hann ákærður fyrir fjár-
drátt. Var hann dæmdur í eins
árs fangelsi og til að greiða
fjármálaráffherra fyrir hönd
ríkissjóðs 1,4 millj. kr.
Sannað þótti að Jón hafi dreg
ið sér um 2 milljónir króna
frá ríkissjóði á árunum 1960
til 1969. Áður en dómur féll
var hann búinn að endurgreiða
um 750 þúsund kr.
Halldór Þorbjörnsson, saka-
dómari, kvað upp dóminn.
JAFNTEFLI I
4. UMFERÐ
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Þeir Petrosjan og Fischer
hófu fjórðu einvígisskák sína
í Buenos Aires kl. 19 í kvöld.
Skákinni lauk með jafntefli, en
nánari frásögn hafði ekki bor-
ist, er blaðið fór í.jprentun.
Hafa þeir þá 2 vinHinga hvor
eftir 4 umferðir.
Rafstöð við Þórisós
eyðilagðist
KJ-Reykjavík, þriffjudag.
Aðfaranótt laugardags kom
upp eldur í einni af rafstöffv-
unum viff Þórisós, og er taliff
að hún sé óhýt.
Rafstöðin var fyrir steypu-
stöðina og smíðaverkstæðið á
staðnum.
Rjúpan á
föstudag
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
Á föstudaginn 15. október
hefst rjúpnaveiðitíminn, og
eru sjálfsagt margir rjúpna-
veiðimenn farnir að athuga
iyssur sínar, hafi þeir á ann-
að borð þá ekki reynt við
gæsina. Rjúpnaveiði var með
afbrigðum iéleg í fyrra, cn í ár
á stofninn að hafa farið vax-
andi, og því von um betri feng.
)
Aldrei er það ofbrýnt fyrir
rjúpnaveiðimönnum að klæða
sig vel, og hafa með sér landa-
kort og áttavita, og helzt ein-
hver merkjatæki, lendi þeir í
villu. Er skemmst að minnast
þess að mennirnir tveir sem
voru í þyrlunni, sem hrapaði
á laugardaginn, voru með
merkjaljós með sér, og fund-
ust í myrkri þess vegna.
Ef góð reynsla fæst af þessum
tækjum, sem Landhelgisgæzlan
reynir nú, þá verða þessi tæki sett
um borð í varðskipin og búast má
við að önnur skip landsmanna taki
þau einnig í notkun. Ekki er langt
síðan að farið var að nota þessi
staðsetningartæki, en um þessar
mundir eru komnar upp 4 sendi-
stöðvar í heiminum, en aðrar fjór-
ar á að setja upp á næstunni og
nægir það til að dekka heiminn.
Ef farið verður að nota þessi tæki
hér við land, sem allar líkur benda
til, þá verða settar upp 2—3 litlar
leiðréttingarstöðvar hér á landi og
fæst þá nákvæm staðarákvörðun
á a. m. k. 300 metra radíus. Að
alstöðvarnar, sem íslendingar
koma til með að nota eru í New
York, Aidra i Noregi og á Trini-
dad á V-Indíum. Omega tækin
senda út á 10 kílóriðum.
En það er ekki eingöngu í skól-
um, þar sem fólk hefur orðið fyr-
ir óþægindum vegna meðferðar
unglinga á þessum efnum.
Guðmundur Hermannsson hjá
Reykjavíkurlögreglunni, sagði
Tímanum frá því í dag, að í ?íð-
ustu viku hefði sá atburður átt
sér stað í strætisvagni, að piltar
settu kláðaduft í augu ungrar
stúlku, með þeim afleiðingum að
senda varð stúlkuna á Slysavarð-
stofuna þar eð hún blindaðist á
báðum augum, en samkvæmt upp-
lýsingum, sem Tíminn hefur aflað
sér, getur kláðaduftið á þann hátt
valdið slímhimnubólgu. Var mál
þetta kært til lögreglunnar og er
nú í rannsókn hjá rannsóknarlög-
reglunni, samkvæmt upplýsingum
Guðmundur Hermannssonar.
Nokkuð hefur borið á því áður
í skólum borgarinnar að þar ér
dreift kláðadufti, svonefndar ,,skita
pillur" sprengdar, en um er að
Framrald á bls. 14.
FUF í Keflavík
Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Keflavik verður
haldinn í Aðalveri, föstudaginn 15. október kl. 8,30 s.d.
Dagsl^rá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Páll Jónsson fjallar
um bæíarmálin og svarar fyrirspurnum. 3. Önnur mál.
Félagar f jölmennið. Inntaka nýrra félaga.
Stjórn FUF Keflavik.
FRAMSOKNARVIST
Þórarinn
Framsóknarvist verður að Hótel Sögu n.k.
fimmtudagskvöld kl. 20,30. Stjómandi er
Markús Stefánsson. Glæsileg spilaverðlaun,
bæði fyrir þetta kvöld og fyrir 3ja kvölda
keppnina (flugferð til Kaupmannahafnar).
Að loknum spilum flytur Þórarinn Þórarins-
son, alþingismaður, ávarp.
Dansað verður á eftir. Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar sér um fjörið.
Framsoknarfélag Selfoss
Aðalfundur Framsóknarfélags Selfoss verður haldinn að
Eyrarvegi 15 fimmtudaginn 14. október kl. 21.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjör-
dæmisþing. Umræður um hreppsmál. — Stjórnin.
Haustfagnaður FUF
FUF í Reykjavík efnir til haustfagnaðar í Glaumbæ á fimmtu-
dagskvöldið. Hljómsveitin Ævintýri og diskótek. Dansað til kl.
1 cftir miðnætti. Fjölmennið. Stjórnin.