Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 2
2 TÍMINN FIMMTUDAGUR 4. nóvemher 1971 Handritafundur varpar nýju ljósi á * frumútg. Þjóðsagna Jfóns Arnasonar Hafstelnn Guðmundsson forstjóri Þjóðsögu, Hallfreður Örn Eiríksson, cand mag., Bjarni Vilhjálmsson, þjóSskjalavörSur, meS þann hluta prentsmlSju- haudrits þjóSsagnanna, sem er í Landsbókasafninu, Claudía DavíSsson, sagnfræSingur, sem fann þjó'Ssagnahandritin, og Einar Ólafur Sveins- son, prófessor. (Tímamynd Gunrtar) VEGAGERD UM SKEIDARAR- SAND LOKIÐ ÁRIÐ 1975 Samgönguráðuneytið hefur ný- lega falið Vegagerð ríkisins að gera framkvæmdaáætlun um lagn ingu vegar og byggingu brúa á Skeiðarársandi miðað við, að framkvæmdum yrði lokið á árinu 1974. Þeirri áætlanagerð er ekki lok- ið ennþá, en ljóst er, að ofan- greind tímamörk fyrir lok fram- kvæmda eru mjög þröng, og mun hagkvæmara og öruggara væri að hafa lengri tíma til ráðstöfunar, t.d. að miða við að ljúka fram- kvæmdum 1975. Hins vegar er ljóst, að til þess að ljúka lagn- ingu vegar yfir Skeiðarársand, hvort heldur yrði á þremur eða fjórum árum, verður að hefjast handa um framkvæmdir snemma á næsta vori og byrja á vegarlagn ingu frá Kálfafelli í Fljótshverfi og austur fyrir Lómagnúp. Jafn- framt yrði að byrja á undirbún- ingsframkvæmdum að brúargerð á Núpsvötn og Súlu. Þau vötn renna fram sandinn skammt austan við Lómagnúp, og í þau koma jökulhlaup úr Grænalóni eins og kunnugt er, en þau eru á hinn bóginn óháð hinum stóru jökulhlaupum, sem koma úr Grímsvötnum og falla í Skeiðará og Sandgigjukvísl. Hlaup úr Grímsvötnum hafa undanfarna áratugi komið með 5—6 ára millibili, hið síðasta síðla árs 1965. Hafa hlaupin komið, þegar vatnsstaða í Grímsvötnum hefur náð ákveðinni hæð. Við mælingar á vatnsstöðunni s.l. sum- ar kom í ljós, að hún var þá mjög svipui og þegar síðasta hlaup kom. Þetta, ásamt ýmsum öðrum atriðum, bendir til að skammt sé að bíða hlaups úr Grímsvötnum, en hönnun mann- virkja og tilhögun framkvæmda við Sandgígjukvísl og Skeiðará hlýtur að taka mið af niðurstöð- um mælinga og rannsókna á hlaup inu. Eru fullar líkur á því. að þær niðurstöður geti legið fyrir í tæka tíð fyrir mannvirkjagerð á Sandgígjukvísl og Skeiðará, mið- að við þann framkvæmdatíma, sem áður var getið. (Frá Vegagerðinni). Geri markaskrár fyrír hross í athugun ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag. Landsþing hestamanna var hald ið á Selfossi um helgina. Níutíu og fjórir fulltrúar áttu re'.t til setu á þinginu, en fjögur félög sendu ekki fulltrúa. Þingið hófst með því, að formaður Landssambands hestamanna, Albert Jóhannesson, Skógum, setti þingið, en síðan var gengið til kosninga þingfor- seta og voru kosnir þeir Jón Bjarnason, Selfossi og Gunnlaug- ur Skúlason, Laugarási. Mörg mál voru afgreidd á þing- inu, m.a. voru samþykktar nýjar reglur um kappreiðar. Þá voru gerðar smábreytingar á lögum fé- lagsins, og rætt var um þátttöku íslendinga á Evrópukeppni ís- lenzkra hesta, sem haldin verður í Sviss á næsta ári. Þá var rætt um gerð íslenzkrar markaskrá fyrir hross, og samþykkt að iáta fara fram athugun á notkun frost- SJ—Reykjavík, fimmtudag. Fyrir nokkru varð Claudía Davíðsson, þýzkur sagnfræðingur búsettur hér á landi, þess vísari að einhver íslenzk þjóðsagnahand rit, og e.t-v. fleiri heimildir varð- andi söfnun og útgáfu íslenzkra þjóðsagna og ævintýra frá 19. öld, væru í Bayerische Staats- bibliothek í Miinchen. Hún gerði íslenzkum fræðimönnum viðvart, og fór Bjami Vilhjálmsson, þjóð- skjalavörður, til Miinchen í októ- ber og dvaldist þar í nokkra daga til að athuga þetta mál nánar. Komst hann að raun um, að í Bayerische Staatsbibliothek var allt prentsmiðjuhandrit Jóns Ámasonar að íslenzkum þjóðsög- um og ævintýram, sem út komu í tveimur bindum í fyrsta sinni í Leipzig 1862—64, nema sá hluti, sem er í Landsbókasafninu (Lbs. 530, 4to). Þar að auki var þarna ýmislegt, sem Guðbrandur Vig- fússon — einn helzti aðstoðar- maður Jóns við útgáfuna, hafði bætt við, og þar að auki eigin- handarrit Guðbrands að formála hans að Þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar. Er nú miklu greinilegra en áður, hve mikil- vægan þátt Guðbrandur Vigfús- son átti að útgáfu þessa öndvegis- verks íslenzkra þjóðfræða. Þessi merkilegu handrit voru merkt Georg Ludwig von Maurer, en sonur þessa merka stjórnmála manns og réttarsögufræðings, Konráð von Maúrer, átti drjúgan þátt í útkomu Þjóðsagnanna. Konráð von Maurer (1823—1902) var prófessor í réttarsögu í Miinc- hen langa hríð og einhver merk- asti fræðimaður um norðurger- manskt réttarfar og sögu stjórnar- fars á Norðurlöndum. Hann var íslenzkumaður ágætur og ritaði margt um íslenzk fræði, jafnt á sínu aðalsviði sem um bókmennt- ir og þjóðsögur. Hann var og mikill vinur Jóns Sigurðssonar. Fékk Maurer því til leiðar kom- ið að bókaforlag í Leipzig gaf út þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssonar. Hafði hann einnig hönd í bagga með val sagna í safnið og las prófarkir af því ásamt Guðbrandi Magnússyni. Það er mesta gleðiefni, að fram angreind handrit skuli hafa kom- ið í leitirnar. Texti Jóns Árna- sonar að íslenzkum þjóðsögum og Framhald á bls. 14 Sagríður varð í þriðja sæti í Helsinki ÞÓ—Reykjavík, mánudag. Á laugardagskvöldið fór fram keppni ungra söngvara á Norður- löndum, í Helsinki. Annar is- ienzku þátttakendanna, Sigríður E. Magnúsdóttir, hreppti þriðja sæt- ið í keppni söngkvenna. Þær, sem hrepptu fyrsta og annað sætið voru frá Svíþjóð og Finnlandi. Norskur barytonsöngvari bar sigur úr býtum í keppni karla. Geysihá verðlaun eru veitt fyrir efstu sætin og nema t.d. fyrstu verðlaun 255 þús. kr. merkja í húð, en þau virka eins og brennimerki. Seinni daginn, sem þingið fór fram, flutti Sveinn K. Sveinsson erindi um ferðalög á hestum um landið, og var samþykkt að auð- velda mönnum að ferðast um land- ið á hestum. Hestamannafélögin voru hvött til að koma upp held- um girðingum, hvert á sínum stað, þar sem ferðamenn gætu geymt hestana sína. Kosningu í stjórn Lands- sambands hestamanna hlutu eftirtaldir menn: Alþert Jó- hannsson, Skógum, formað- ur, Jón Guðmundsson, ritari, Har- aldur Sveinsson, gjaldkeri og með- stjórnendur voru kosnir þeir Jó- hann Hafstein og Egill Bjarna- son. Egill Bjarnason, sem kosinn var i stjórrina núna, kemur í stað Kristins Hákonarsonar, sem ekki gaf kost á sér til °ndurkjörs. Samræmdar ráðstafanir til fækkunar á umferðarslysum og aukins umferðaröryggis KJ—Reykjavík, miðvikudag. Umferðarráð hefur sent frá sér ályktun í sjö liðum, um ráðstafanir til aukins umferð- aröryggis, og er ályktun þessi í beinu framhaldi af þeirri ískyggilegu fjölgun umferðar- slysa, og umferðarlagabrota, sem orðið hefur á síðustu mán- uðum. Hér fer á eftir ályktunin, og þar fyrir aftan eru birtir kaflar úr greinargerð þeirri, sem fylgir ályktuninni. „Umferðarráð vekur athygli á því, að samkvæmt tölfræðileg- um skýrslum sem fyrir liggja, hefir tala umferðarslysa farið hækkandi að undanförnu. Til þess að stöðva þá þróun telur ráðið nauðsynlegt að hafizt verði nú þegar handa um sam- ræmdar ráðstafanir sem lík- legt má telja, að gætu stuðlað að auknu umferðaröryggi í land inu og fækkun umferðarslysa. Vill Umferðarráð sérstaklega benda á eftirfarandi atriði, sem það telur mikilvægt að komi til athugunar og framkvæmda sem fyrst: 1. Umferðarlöggæzla verði auk in að mun, m.a. með f jölgun lögreglumanna á þeim stöð- um á landinu, þar scm um- ferðarslys eru flest. Jafn- framt verði tækjakostur lög- reglunnar aukinn og ]ög- gæzluaðgerðir samræmdar milli lögsagnarumdæma. 2. Sektir fyrir umferðarlaga- brot verði endurskoðaðar og þær hækkaðar verulega frá því sem nú er. 3 .Ökuleyfissviptingu verði beitt mun mei.r en nú tíðk- ast, þannig að þeir ökumenn, sem oftast brjóta af sér í umferðinni eða valda tjóni, verði sviptir ökuleyfi. 4. Meðfcrð mála vegna um- ferðarlagbrota verði gerð einfaldari og afgreiðslu þeirra hraðað. 5. Tekið verði upp skriflegt próf í umferðarlöggjöf við endurnýjun ökuskírtei.nis. 6. Fræðslu um umferðarmál verði fundinn sess í skóla- kerfinu og tryggt að hún verði framkvæmd. Kennslu- bókum um umferðarmál verði dreift endurgjalds- laust til nemenda á skyhlu- nómsstigi. 7. Umerðarfræðsla fyrir almcnn ing verði aukin að mun, bæði í fjöimiðlum og á annan hátt. í því sambandi er sérstaklega lögð áhcrzla á, að liafin verði nú þegar umferðarfræðsla í sjónvarpi og vcrði. nægilegt fjármagn tryggt til þessara mála.“ KAFLAR ÚR GREINARGERÐ. Orsakir umferSarslysa eru margþættar. Þær; má einkum rekja til þriggja 'atriSa, þ. e. ökúmartha og annarra vegfar- enda, vegakerfisins og ökutæk- isins. Ályktun þessi um ráð- stafanir til auking umferðarör- yggis f jallar eingöngu um nokk- ur atriði, sem ætla má að geti haft áhrif á breytni vegfar- enda. Hins vegar skipta ekki síður máli þau atriði, sem snúa að vegakerfinu í þéttbýli og utan þess, og ástand ökutækja. Til frekari skýringar á ein- stökum þáttum ályktunarinnar er bent á eftirfarandi: Umfcrðarráð telur, að hin mikla fjölgu" bifreiða hér á landi á undanförnum árum hafi leitt til stóraukinna verk- efna á sviði löggæzlu, samhliða því að önnur viðfangsefni lög- reglunnar hafa orðið fjölbreytt ari og umsvifameiri. Nauðsynlegt er að tryggja sem bezta árangur löggæzluað- gerða með því að samræma þær milli lögsagnaramdæma, eink- um þar sem umferð er mest. Umferðarráð telur mikilvægt, að viðurlögum vegna umferð- arlagabro.a verði beitt til hins ítrasta og sektir hækkaðar verulega frá því sem nú er. Ökuleyfissviptingar verði teknar upp í vaxandi mæli, þannig að ökumenn, sem brjóta oftast af sér í umferðinni, verði sviptir ökuleyfi og látnir taka ökupróf að nýju, áður en þeir öðlast ökuleyfi. Samhliða þessu er mikilvægt, að meðferð umferð- arlagabrota verði hraðað. í umferðarlögum er heimild til að láta menn sanna fyrir lögreglustjóra þekkingu sína á umferðarlöggjöf, þegar öku- skírteini er endurnýjað. Þýð- ingarmikið er að þessari heim ild verði beitt sem fyrst, þann- ig að þeir, sem endurnýja öku- skírteini, taki skriflegt próf í umferðarlöggjöf og rifji þannig upp helztu umferðarreglur. Umferðarráð hefur unnið að uppbyggingu fræðslustarfs um umferðarmál, sem nái til allra landsmanna. Til þessa hefur einkum verið lögð áherzla á að ná til yngstu vegfarendanna, þ.e. barna undir skólaskyldu- aldri. Hins vegar skortir enn verulega á að reglugerð um umferðarfræðslu í skólum sé framfylgt, ‘ida þótt hún hafi verið í gildi í meira en áratug. Umferðarráð leggur áherzlu á þýðingu umferðarfræðslu í sjónvarpi, en með því gefst betra tækifæri en á nokkum annan hátt að koma á framfæri leiðbeiningum um umferðar- mál

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.