Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 7
FIMMTUÐAGUR 4. nóvembcr 1971 TÍMINN UNESCO 25 ára í dag SB—Ee.vkjavík, miðvikudag. Menníngar- og vísindastoínun Sameinuðu þjó'ðanna (Unesco) er 25 ára á morgun, fimmtudag. Markmið stofnunarinnar liefur frá uppliafi verið að vinna að friði í heiniinum, með því að miðla þekkingu. Þegar Unesco var stofnað árið 1946 með aðalstöðvar í París, voru aðildarlöndin 20, en nú eru þau 125 talsins. Fjárhagsáætlun stofnunarinnar hefur hækkað úr 7 milljónum doll ara í 90 milljónir. Starfsemi Unesco má finna um allan heim og tekur hún til aðgerða eins og að bjarga egypzkum musterum undan vatni og kenna suður-ame- rískum börnum að lesa og allt þar á milli. Nefna má, að'sem stendur vinnur Unesco að því að koma í veg fyrir að Feneyjar sökkvi. Til að sýna, liverju Unesco hef ur komið í verk, má geta þess, að árið 1956 voru 25 milljónir manns við nám í S.-Ameríku, en 1965 voru það 60 milljónir. Kennara- fjöldi í S-Ameríkuróndum jókst úr 634 þús. í einn milljón á sama tíma. Hjá Uneseo starfa 700 manns í aðalstöðvunum í París, 1400 sér- fræðingar vinna á þess vegum víða um heim og 1500 aðstoðar- menn og skrifstofufólk. Starfslið stofnunarinnar er írá einum 100 þjóðlöndum. I Danir vilja ekki EBE-lög um innflutning áfengis NTB—Briissel, miðvikudag. Danska ríkið inun tapa milljörð um króna í tekjum, ef farið verð- ur eftir þeim vægu reglurn, sem gilda í EBE um að ferðamenn flytii inn með sér áfengi, tóbak og aðrar tollskyldar vörur. Lögð var mikil áherzla á þetta í viðræðum Danmerkur við nefnd EBE-landanna. Málið hefur borið á góma oft áður, en EBE vill enn ekki láta eftir Dönum, að þeir fái að halda þeim reglum, sem nú gilda um þetta. í þeim reglum er m.a. kveðið á um, að Dani þurfi að hafa dvalið að minnsta kosti 73 klukkustundir erlendis, til að mega taka með sér inn tollskyld- ar vörur. Formaður dönsku sendinefnd- arinnar segir, að ef EBE reglur um innflutning áfengis og tóbaks fyrir ferðamenn verði upp teknar í Danmörku, verði hreinustu þjóð flutningar fólks yfir landamærin til Þýzkalands, þar sem hægt er að kaupa þessar vörur ódýrar. Þetta þýðir, að danska rikið tapar milljörðum króna. Indland — Paklstan: Nota sér ástandið til að knýja fram loforð NTB—Karachi, miðvikudag. Pakistönsk dagblöð bera þess greinilega mérki í dag, að styrjald arhættan er mikil við Indland. Allt er rólegt i V-Pakistan, en dag- lega verða árekstrar á landamær- unum. Skæruhernaður er mikill í A-Pakistan og sjá Indvcrjar skæru liðuin fyrir sprengiefni. Útlendingum, sem búsettir eru í Pakistan, finnst helzt að ástandið sé logn á undan stornii. Pakistansk ur blaðamaður segir, að þessar víxl ásakanir Indverja og Pakist- ana séu til þess eins að nota sér ástandið til að fá stórveldin til að lofa sem mestu. Almenningur í V-Pakistan tekur þessu brölti með ró. Þeir, sem búa í grennd við Labore, þaðan scm flestir hermennirnir eru, vita, aö daglega falla margir hermenn, en eftir öllu að dæma, virðist það ósk yfirvalda, að sem minnst sé vitað um ástandið. Blaðamenn, sem nýlega hafa heimsótt Austur- Pakistan, segja, að þar sé skæru- hernaður líflegur og mun meiri en jafnvel indverskar frétta- heimildir skýra frá. Sérstaklega er mikið um skærur í sunnan- verðu landinu. Indverjar komi sprengiefni yíir landamærin og svo sjái skæruliðar í A-Pakistan um afganginn. 5 milljónlr manna nrbu fyrir barðinu á náttúrubamförum NTB—Nýju Delili, miðvikudag. Síðustu skýrslur sýna, að um 5 milljónir manna liafa orðið á einlivern hátt fyrir barðinu á flóðbylgjunni og fellibylnum, sem skall á austurströnd Indlands fyrir hclgina. Talið er, að allt að 2500 manns hafi látið lífið. Orissa-fylki hefur beðið ind- versku stjórnina um 6 milljarða króna til hjálparstarfsins og mat- ur og lyf eru komin til borgarinn- ar Cuttack. 300 þúsund skammtar af bóluefni eru komnir til hér- aðsins og 115 læknar munu bólu- setja fólkið til að koma í veg fyr- ir að drepsóttir brjótist út. FjármálaráðheiTa Indlands sagði í dag, að sparnaðaráætlun Indlands mundi ekki koma niður á þessu hrjáða fólki, en hefur jafnframt höfðað til alþjó sar.:- taka um hjálp. Risasprengjan kanski sprengd um helgina NTB—Wasliington, miðvikudag. Hin mjög svo umdcilda kjarn- orkusprenging á Aleútaeyjum verður eitthvað á eftir áætlun. Talsmaður bandarísku kjarnorku- málastofnunari-nnar sagði í dag, að verið gæti, að lienni yrði frest- að. Sprengjan verður sprengd í fyrsta lagi á laugardaginn. Upphaflega átti að sprengja í fvrra mánuði, en nokkru lengri tíma tók að undirbúa sprenging- una, sem er sú stærsta, sem hing- að til hefur verið gerð neðanjarð- ar. Talsmaðurinn tók fram, að bar-1 átta náttúruverndarmanna hefði ekki haft nein áhrif á undirbún- inginn. Mörg lönd hafa látið i ljós áhyggjur út af sprengingu þessari og jafnvel er talið, að hún geti komið' af stað jarðskjálfta og eyðilagt laxastofninn í Kyrra- i hafi. Sprengjan er 5 megatonn. __ ' ••*»”•• • Sendinefnd Kína fer vestur í næstu viku NTB—New York, miðvikudag. Hjá Sameinuðu þjóðunum í New York er nú beðið í ofvæni- eftir sendincfnd Kína, en til- kynnt var í gærkvöldi, hverj- ir skipa muni nefndina. For- maður hennar verður Chiao Ku- an-Hua, aðstoðarutanríkisráð- herra Kína. Hann og Huang Hua, núvcrandi ambassador í Kanada, verða fastir ambassa- dorar Kína hjá Sþ. í nefndinni eru 10 manns. Kuan-Hua sagði í dag, að sendinefndin hlakkaði til aö fara til New York og gera þar skyldu sína. Ekki er enn ákveð- ið, hveivær nefndin kemur, en það verður að likindum í næstu viku. Chiao, vildi ekki segja neitt um pólitíska þróun innan Sþ eftir að Kina hefur tekið sæti sitt þar. Hann sagði, að' Kína myndi standa með þeim þjóo- um, sem elska frið og réttlæti. Kina mun berjast fyrir friði milli þjóðanna og framförum mannkynsins. Fundu eitt tonn af hassi! NTB—Hockenheim, miðvikud. Vestur-þýzka lögreglan náði í dag í sínar hendur mesta magni af hassi, sem nokkurn tíma hefur fundizt i landinu. Hassið var í fóruin lióps Tyrkja, sem skutu á lögregluna. Þrír Tyrkir voru handteknir, en hinir ganga enn lausir. Þegar lögreglan rannsakaði flutninga- bil þann, sem Tyrkirnir voru í, fann hún 20 sekki, sem í reyndist vera alls um eitt tonn af hassi. Það var maður nokkur, sem gerði lögreglunni vi'ðvart, er hann hafði séð ljós bifreiöar- innar slökkt, áður en ekið var inn í gamla grjótnámu. Lög- reglan kom á vettvang en var mætt með skothríð. Enginn meiddist. Tító kominn til Kanada NTB—Ottawa, miðvikudag. Tító Júgóslavíuforseti, kom í gærkvöldi til Ottawa í Kan- ada. Hann mun dvcljast í Kan- ada í fiinm daga. Hópur fólks af króatískum uppruna koni til Ottawa i gær til að mótmæla, cn hópurinn var ckki það atkvæðamikill, að eft ir honum væri teki'ð. Tító var vel fagnað í Ott- awa og sagði hann vi'ð mót- tökuna á flugvellinum, a'ð hon um hefði fundizt ástæ'ö'a til að kynnast betur landi og þjóð, sem 'hefði verið vinuv og banda niaðú;* i stríðinu. Titó lagði áherzlu á, að hann vonaði, að heimsókn sín yrði til að styrkja samband Júgó- slavíu og Kanada. Enn verkfaii á Heathrow NTB—London, miðvikudag. Vonin um að friður og ró kæmist á á Heathrow-flugvelli í dag, varð að engp, þcgar starfsfólkið fclldi tilboð vinnu- veitenda. Verkfallið hefur nú staðið í tvo daga og lamað að mestu leyti samgöngur uni flug völlinn. Þrátt fyrir hótun um upp- sögn, ef verkfallið héldi áfram, litu starfsmennirnir ekki við málamiðlunartillögu yfirboð- ara sinna. Verkfallsmenn vilja senda fulltrúa sína á fund með brezka loftferðaeftirlitinu, sem ber ábyrgð á rekstri Heathrow- flugvallar. Konur í starfsliði flugvallar- ins taka ekki þátt í verkfall- inu, á þeim forsendum, að það sé ólöglegt. Þúsundir farþega sitja fastir bæði á Heatlirow og á flugvöllum erlendis vegna verkfallsins. Mesta bankarán í Svíþjoð NTB—Gedser, miðvikudag. Tveir Sviar frömdu á niánu- dagskvöldið mcsta kankarán í sögu Svíþjó'ðar. Bændu þeir um 23 milljónum ísl. króna, cr verið var að flytja peningana milli banka. Mennirnir munu hafa komizt tu Rostock / og segja austur-þýzk yfirvöld, a'ð þcir vcrði ckki framseldir í bráð. Báðir ræningjarnir struku i sumar úr fangelsi. Þeir stöðv- u" bankabifreiðina og frúin, scm ók, varð að gjöra svo vel og afhenda þeim 23 milljón- irnar, eða týna lífinu ella. Eftir öllu að dæma, fóru ræningjarnir til Danmerkur og þaðan til A.-Þýzkalands og sluppu í gegn, áður en sær ':a lögreglan hafði samband við starfsbræður sína í Danmörku. Ef a.-þýzka lögreglan vísar mönnunum úr landi og scndir þá til Danmerkur, geta Sví- ar fengið þá framselda. U Thant úrvinda NTB—New York, miðvikudag. U Thant, aðalritari S.Þ., var í gærkvöldi lagður inn á sjúkra hús vegna ofþreytu, og er þetta í annað sinn, sem sljkt kemur fyrir. í dag hefur hann verið aðalritari í rétt tíu ír. í gærdag kvartaði U Tliant um svima og þreytu, og í dag Framhald a bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.