Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 9
FTMMTUDAGUR 4. nóvember 1971 TÍMINN 9 (Jtgetandl FRAMSÓKNARFLOKKURINN rramlcvaemdastíórl Kristján Benediktsson Rltstjorar Þnrarinn Þórartnsson (ábt Jón Helgason. Indrini G Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýslngastjórl: Steingrtmur Gtslason Kit stjörnarskrlísrtofur 1 Eddubúslnu timar 18300 - IR3HR Skril vtofur Bankastraeti 7 - AfgreiOslustmt 12323 Auglýsingaslmi: 10923. AOrar skrlfstofur stmi 18300 Askriftargjald kr 193.00 i mánuSt Innanlands t lausasölu kr 12,00 etnt - Prentsm Bdda bf Sameining Loftleiða og Flugfélags íslands Nú standa yfir samningaviðræður milli fulltrúa ís- lenzku flugfélaganna, Loftleiða og Flugfélags íslands, um hugsanlega samvinnu eða sameiningu. Ríkisstjórnin hefur hvatt til þessara viðræðna og tekur þátt í þeim. Hafa þeir Hannibal Valdimarsson, flugmálaráðherra, og Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, setið á fundum með fulltrúum flugfélaganna um þessi mál. S.l. mánudag héldu ráðherrarnir fund með fulltrúum flugfélaganna. í viðtali við Tímann um gang viðræðna á þessum fundi sagði Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, að á þess- um fundi hefði komið greinilega fram, að flugfélögin hafa unnið mjög skipulega og einarðlega að þessum málum síðustu tvær vikur og af fyllstu einlægni og heilindum. Ekkert hefði komið fram á fundinum, sem valdið hefði vonbrigðum, heldur hefðu þvert á móti vaknað góðar vonir og bjartsýni um að af sameiningu ís- lenzku flugfélaganna geti orðið. Hann sagði, að þeir ráðherramir teldu það mikið gæfuspor, ef af sameiningu flugfélaganna gæti orðið, og til ótvíræðs þjóðarhags. Ráð- herrarnir teldu, að framtíðarhagsmunir flugfélaganna yrðu einnig bézt tryggðir með sameiningu oj gerði þeim kleift að búa sig betur í stakk til þeirrar samkeppni ”ví8 erlend flugfélög, sem óhjákvæmilega mun fara harðn- andi á næstu árum. Tíminn vill lýsa ánægju sinni yfir því, að slíkar við- ræður eru nú hafnar milli íslenzku flugfélaganna. í al- þjóðaflugmálum eru nú ýmsar blikur á lofti og sam- keppnin á alþjóðaflugleiðum fer nú mjög harðnandi. Stór og öflug flugfélög, sem eru margfalt stærri en ís- lenzku flugfélögin tvö til samans, búa sig nú undir þessa samkeppni með margvíslegri náinni samvinnu sín á milli. Það er enginn vafi á því, að íslenzku flugfélögin munu standa mun betur að vígi í þeirri hörðu keppni, sem framundan er, ef þau sameina kr-afta sína til að mæta þeim átökum, sem framundan eru og tryggja öfluga þátt- töku Íslendinga'í millilandaflugi. Af hverju nú? Það kemur fram í ýmsum myndum þessa dagana, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geta alls ekki sætt sig við að taka við hlutverki stjórnarandstöðu á íslandi. Til- löguflutningur þeirra' á Alþingi virðist allur beinast að því nú, að settar verði á fót alls konar nefndir, til íhlut- unar um stjórnarstörf ráðherra. Þannig leggur Jó- hann Hafstein nú til, að kosin verði sérstök stóriðju- nefnd með þátttöku 2—3 Sjálfstæðismanna til að starfa með iðnaðarráðherra að orku- og stóriðjumálum. .Jó- hann Hafstein var lengi iðnaðarráðherra. Allan þann tíma taldi hann enga þörf á sérstakri þingkjörinni nefnd til að stýra sér í stóriðjumálum. Núverandi iðnaðarráð- herra þarf ekkert á Jóhanni Hafstein, Eyjólfi Konráð og Geir Hallgrímssyni að halda í þessu sambandi. Skv. gildandi lögum, er Jóhann Hafstein beitti sér fyrir að sett voru, á Iðnþróunarráð að fylgjast með þessum mál- um og leggja á ráðin. Meðal síðustu embættisverka Jó- hanns eftir kosningar og rétt áður en núverandi ríkis- stjórn tók við völdum, var að skipa fulltrúa í þetta ráð eftir tilnefningu ýmissa aðila. Þeir, sem skipaðir voru, reyndust allir með tölu flokksbundnir Sjálfstæðismenn! Núverandi iðnaðarráðherra þarf ekki á fleiri Sjálfstæð- ismönnum að halda. — TK Forustugrein úr The Washington Post: Brotthvarf Formósu úr SÞ var ósigur fyrir Bandaríkjamenn Reginfirra væri að láta gremjuna yfiir þeim ósigri bitna á samtökunum BANDARÍKJAMENN héldu fraim á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, að Formósa væri „aðildarríki“ að samtökunum og mætti því ekki vísa því frá, enda færu fulltrúar þess með umboð íbúanna, sem væru 14 milljónir að tölu. Albaníuménn héldu hins vegar fram, að deil an stæði ekki um hver væri aðili og hver ekki, heldur hvor hinna tveggja aðija skyldi fara með umboð Kína, og það væri eðlilega ríkisstjórnin í Peking. Allsherjarþingið samþykkti II skilning Albaníumanna á mál- inu og féllst einnig á þá lausn, sem þeir lögðu til. Alþýðulýð- veldinu Kína var þar með boð- ið að taka við umboði „Kina“ á allsherjarþin_ nu, og taka sæti þess í Öryggisráðinu og öðrum sérstofnunum samtak- anna. VITANLEGA greiddi ekki fulltrúi neinnar þjóðar atkvæði um hinn lagalega skilning. Rök ræðurnar leyndu því naum- lega, að deilan stóð um endur- skipun heimsstjórnarmálanna í mikilvægum heinishluta, tft samræmis við veruleika mátt- arjafnvægisins. Ljóst var, að flestir fulltrúar töldu Alþýðu- lýðveldið Kína, — vegna mann fjölda, kjarnorkuafla, farsæll- ar lúkningar menningarbylting arinnar og mjög aukinnar við- leitni til bættrar sambúðar, — eiga skilið aðild að Sameinuðu þjóðunum og meira að segja samkvæmt skilyrðunum, sem það sjálft r setti ef nauðsyn krefði, jafnvel þó að það kost- aði að vísa Formósu frá. Fulltrúar sumra þjóða voru ánægðir með að geta slitið fjöð ur úr stéli bandaríska arnar- ins, ýmist af stærilæti eða stjórnmálaástæðum heima fyr- ir. Aðrir fulltrúar létu sig engu skipta þá staðreynd, að tengsl Bandaríkjanna og Formósu eru sérstaks eðlis. Gera verður ráð fyrir, að meirihlutinn hafi tal- ið fyllilega tímabært að taka raunsæja afstöðu til Peking- stjórnarinnar, i — en engir fylgja þeirri stefnu fastar en Bandaríkjamenn um þessar mundir. EKKI verður í efa dregið, að valdhafarnir í Washington biðu mikinn ósigur. Að leggja jafn hart að sér í baráttu og Banda ríkjamenn gerðu og tapa síðan, veldur ekki aðeins vonbrigðurn, — ekki hvað sízt þar sem sum- ir Bandaríkjamenn gerðu ráð fyrir sigri, — heldur sýnir og sannar rénandi áhrifavald Bandaríkjanna. Þegar til kast- anna kom brugðust öll aðildav ríki Atlantshafsbandalagsir.s nema Grikkland og Portúgal. svo og sex ríki Mið- og Suður Anieríku (þar á meðal Kúba) og einnig Pakistan. Auðvelt er að skilja ótta ríkisstiórnarinn- ar án þess að viðurkenna þá ýktu ályktun Bush sendifull- tlúa, að atkvæðagreiðslan hafi George Herbert Bush aðalfulitrút Bandaríkjanna hjá SÞ. verið'■ v.smánarstund'1- fýrir Bandaríkin. Öruggt er, að Peking-stjórnin reynir að not- færa sér þetta í áróðursskyni og hagnast á því. Aðstaða Rogers utanríkisráð herra er annars eðlis. Hann hafði sagt 2. ágúst í sumar: „Fulltrúar 127 aðildarríkja að Sameinuðu þjóðunum ákveða auðvitað, hver úrslitin verða“ f málflutningi sínum virtist hann nú hverfa frá þeirri frómu baráttu og þeim góða íþróttaanda, sem tilvitnuð um- sögn lýsir. Hann virtist í upp- hafi - dálítið óráðinn, en í svari við framborinni spurningu hafnaði hann lækkuðu fram- lagi Bandaríkjamanna til Sam- einuðu þjóðanna „í hefndar- skyni fyrir þessi úrslit í at- kvæðagrciðslu". En hann flýtti sér að bæta við, að Bandaríkja menn hefðu „sennilega lagt af mörkum meira en þeim ber“. Þessari umsögn er varla ætlað að halda aftur af þeim þing- mönnum, sem sýnilega ætla sér að draga úr framlagi okkar „í hefnadarskyni fyrir þessi úr- slit í atk'væðagreiðslu". EKKÍ verður bent á örugg- ari leið til að breyta viðráöin- legum ósigri í einu máli í alls- herjar öngþveiti fyrir alla að- stöðu Bandaríkjamanna á al- þjóðavettvangi en að láta má smugulega hefnigirni ráða í ákvörðunum um fjárframlög til Sameinuðu þjóðanna. Minnstu máli skiplir, að aðrar þióðir hlytu að álasa okkur fyrir liá afstöðu. Aðaiatriðið er, að Sam einuðu þjóðirnar eru í senn vettvangur og tæki til >arð veizlu og eflingar þjóðarhags- muna okkar, eða að því er varð ar varðveizlu friðarins, samn inga, aukið öryggi, framþróun og mannúðarstörf. Hér er ékki einungis um það að ræða, á8'‘'"barnavíl liæfir ekki heimsveldi, og enn síður er það stórveldi samboðið að svíkja skuldbindingar sinar samkvæmt gerðum sáttmála, en það yrðum við einmitt sekir um, ef ‘við lækkum framlög okkar til Sameinuðu þjóðanna. Eitthvað er bogið við það, ef sumir þeirra manna, sem kveða fastast að orði um nauðsynina á að „standa við skuldbinding- ar okkar“ þegar þeir eru að afsaka langvarandi þátttöku okkar í Vietnamstyrjöldinni, yrðu fyrstir til að bregðast þeim á heimsmælikvarða til hefnda fyrir meirihlutasam- þykkt á allsherjarþingi Samem uðu þjóðanna. ENNFREMUR er síður en svo víst, að ósigur Bandaríkj- anna sé „reginskyssa". Margir Bandaríkjamenn eru stoltir af hollustunni við Formósuroenn, og slík hollusta er þeim erlend um ríkjum mikilvæg, sem þurfa að reiða sig á hana — og meðal þeirra eru mörg :“á, sem létu fulltrúa sína greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum. Brottvísun Chiang Kai-sheKs ber að harma og er fordæmi fyrir brottvikningum, sem gíta verið uggvænlegar. En völdum hans á því landsvæði, sem nann ræður yfir, hefur ekki verið hnekkt, og hann heldur þeirri tryggingu, sem felst í banda- laginu við Bandaríkjamenn. Leiðtogar stjórnarinnar f Pek- ing yrðu manna fyrstir til að viðurkenna, að aðild veitti fremur táknrænt gildi en vald. Krafa þeirra um að fá aðild að samtökui_ þjóðanna sam- kvæmt eigin skilyrðum eða ekki ella, lýsir afstöðu þeirra betur en flest annað Að lokum þetta: Óánægjan með brottvikningu Formósu Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.