Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN FIMMTUDAGUR 4. nóvember 1971 SIGRÍÐUR THORLACIUS: Kynnisför um V-Þýzkaland IEI. Kona forstjóri í karlafangelsi í Berlín. Menn gera sér litla grein fyrir ástandi í stórborg eins og Berlín á hálfum öðrum degi. En óneitanlega er það miður notaleg tilfinning, að standa hvað eftir annað frammi fyrir þrælvarðri víggirðingu um þvera borg, vera varaður við að nema staðar á vissum blett- um, ganga ekki of nærri þessu hliði, sjá hermenn gráa fyrir járnum með gjammandi spor- hunda handan við gaddavír-, og múrinn, þetta undarlega fyrirbæri, sem skilur Vestur- Berlín frá Austur-Berlín. Áhrif in, sem eftir sitja, eru því all- einkennileg. Við sáum glæsi- leg söfn, hlustuðum á frábæra tónleika í nýrri og frumlegri tónleikahöll, nutum gestrisni og ágætrar leiðsagnar, en samt hvarf aldrei myndin af múrn- urii úr huga manns. j^á vera, að skuggacirættirn- ir' í dvölinni í þessari glæsi- legu borg hafi orðið dekkri vegna þess, að þar heimsóttum við fangelsi, eina karlafangels- Frú Harre, sem stjórnar karlafangelsi. ið í landinu, sem kona stjórn- ar. Sú heitir frú Harre, mynd- arleg kona á miðjum aldri, lög fræðingur að mennt. Samferða konum mínum þótti hún full hörð á brún, en mér fannst hún fyrst og fremst röskleg og bera með sér, að hún' fylgdi máli sínu fast eftir við hvert tækifæri. Enda mun það á fárra kvenna færi að stjórna fangelsi, þar sem dvelja 400 fangar. T>að sem einkum vakti már hroi;, var að heyra það, að yngstu fangarnir væru að- eins 14 ára, en þeir elztu 42 ára. Frú Harre heyrði fljótt, að við urðum allar hálf ókvæða við, er hún gaf þessar upplýs- ingar og bætti þá við, að ef fangelsi ætti á nokkum hátt að geta líkzt eðlilegum dvalarstað, þá væri betra að blanda sam- an aldursflokkum og eldri fang arnir væru allir þama til þess að hljóta einhvers konar menntun og starfslega þjálfun. Þama vom líka fangar, sem dæmdir höfðu verið fyrir ólík afbrot, um 20 morðingjar — allt niður í 14 ára gamlan pilt — en 80% voru að taka út refsingu fyrir þjófnaði. Frú Harre taldi síður en svo óeðlilegt eða óæskilegt, að kona gegndi þessu embætti. Húri gæti verið góður tengilið- ur á milli fanga «g starfsfólks, þeir ættu margir auðveldara með að se gj a, konu, ; írA .vanda-, e v málum sinum og þegar fang- arnir fyndu, að hún væri starf- inu vaxin, þá bæm þeir ekki síður viriðingu fyrir henni en karlmanni. Hitt væri svo ann- að mál, að kona yrði raunveru- lega að hafa meira til bmnns að bera en þeir karlmenn, sem hún keppti við um svona stöðu, annars væri hún ekki ráðin. Af þeim föngum, sem hún hefur haft afskipti af, sagði hún, að þriðjungurinn gerðist aldrei aftur brotlegur við lög- in, þriðjungurinn fremdi sjald an fleiri afbrot, en þriðjung- urinn bryti oft af sér og lenti þá fljótlega í strangari vist en þarna. Taldi hún þetta tiltölu- lega góðan árr-"ur -f hví end- urhæfingarstarfi, sem unnið væri í fangelsinu. En flest- ir, sem í fangelsið kæmu, t ættu þnð s"-n jiginlegt, að ' - ■ " Vti sér erfitt cg oit lirakningasamt líf. Þó að flest- ir fangarnir væra dæmdir allt frá 6 mán. til 6 ára vistar, þá reyndu yfirvöldin jafnan að sjá til þess, að þeir, sem lengsta dóma hlytu ,sætu ekki lengur inni en 5 ár. Á þeim tíma gætu þeir, sem hæfir væra, lokið verkmenntun, sem kæmi þeim að gagni. Þeir, sem dæmdir væra af æskulýðsdóm- stóíum, slyppu yfirleitt út þeg- ar þeir hefðu afplánað % hluta refsivistar, ef þeir höguðu sér vel. Þeir, sem brjóta af sér innan fangelsisins, eru settir í einangrunarklefa, mislangan tima. Sagðist hún alltaf kalla þá inn á skrifstofu til sín fyrst, skýra fyrir þeim hvers vegna þeir væra beittir slíkum refs- ingum og hvað þeir ættu í vændum. Starfsliðið var alls 220 manns, þar af 30 starfsþjálfar- ar, 4 félagsráðgjafar, 3 sálfræð ingar, 1 taugalæknir, 4 kennar ar og 4 prestar. Að sjálfsögðu væri tilgangur fangelsisvistarinnar sá, að gera fangana að betri monnum, eri fagrar fyrirætlanir væra auð- veldari en framkvæmdin. Flest fangelsin væra of stór, æskileg- ast væri að hvergi væra fleiri en 300 fangar saman. f þessu fangelsi hefur sál- fræðileg meðferð gefizt bezt þannig, að fangamir séu í hóp meðferð, 10—15 manns í hóp, nema um þau tilfelli sé að ræða, sem þurfa sérstaka lækn ishjálp og sérmeðferð sálfræð- ings um sinn. Fyrstu þrjá mánuðina er sjaldan hægt að taka fangana með í hópmeðferð eða starfs- þjálfun. Þá era þeir látnir gangast undir ýms próf, sem þeir era yfirleitt fyrirfram mót fallnir og það tekur venjulega þetta langan tíma að sannfæra þá um, að það sem fyrir þá er ,gert s#,,|il ,þess að hjálpa, þeim, en ekki að það sé verið að þröngva þeim að óþörfu til þátttöku. í fangelsinu er bæði tækniskóli og iðnskóli og flest- ir Ijúka prófum úr öðram hvor um skólanum. Einhver gerði þá athuga- semd, að naumast gæti verið æskilegt að setja 14—15 ára drengi á svona stað. Frú Harre játaði því, en sagði okkur nokk ur dæmi af glæpum, sem dreng ir á þeim aldri hefðu framið og voru hroðalegri en svo, að ég vilji endurtaka lýsinguna. Fyrir þessa pilta kvað hún engan annan stað tiltækan, Það væri ekki hægt að hafa þá á venjulegum uppeldisstofnun- um, en hitt væri annað mál, að það væri ákaflega erfitt að finna rétta meðferð unglinga, sem slíka verknaði fremdu. > ' Reynt væri að koma föngun- um sem fyrst í eðlilegt sarir band við þjóðfélagið. Oft væi‘íi" i ,;r - --v, uUn fangéls- isins eíUr vissan tíma. Jafnvðl morðingjar hefðu eftir 6% Írá fangelsisvist fengið að fara -í yinnu utan fangelsisins, en þó væri þeim alltaf fenginn eftir-í litsmaður. A síðasta ári struku 22 þeirra, sem fóru út í vinnu, en forstjórinn sagði, að það væri hvort eð væri ekki sérlega erf- itt fyrir þá að strjúka, ef þeir hefðu hug á því. Fangelsisgirð- ingin væri aðeins f jögurra feta há. Strokumennirnir finnast nær alltaf, og þegar þeir koma aftur, þá missa þeir ýms for- réttindi, sem þeir voru búnir að ávinna sér. Yfirleitt eru það sjálfboð-i- liðar, sem taka að sér að fyigj- ast með föngunum utan fang- elsisins og sjálf sagðist frú Harre hafa tekið að sér pilt, sem lent hefði í eiturlyfjum. Nú væri hann farinn til Hol- lands og þar hefði hann kom- izt í kast við lögregluna, en hún ynni nú að því að reyna að fá hann lausan, því þetta væri bráðgáfaður piltur, en geð klofi og ætti því mjög erfitt Á mörkum brezka hernámssvæölsins. með að standa óstuddur í sam- félaginu. 30 eiturlyfjaneytendur voru í fangelsinu, og taldi forstjór- irin litla von til að þeir fengju lækningu á þeim tíma, sem þeir ættu að dvelja þar, sem jVæri yfirleitt 8—10 mánuðir. „'Það, sem farigélsið skortir sár- lega, væri geðdeild fyrir af- '*brotamenn, sem þyrftu veru- lega alvarlegra geðlækninga við og þar sem tryggt væri, að dvalartími þeirra væri nægi- lega langur. Ekki kvað hún erfitt að fá átvinnu handa föngunum, er þeir hyrfu -úr fangelsinu, en það væri erfiðara að fá samfé- / lagið til þess að taka við þeim svo að þeim skapaðist eðlilegt og hollt umhverfi, þvi eins og hún tók áður fram, þá koma margir frá meira og minna hrakningslífi. Fangarnir fá laun þegar þeir eru farnir að vinna og er hluti 'af þeiiri geymdur, þar til þeir '• fa'ra burtu, en fjölskyldur ■þeirra fá framfærslustyrk frá t'rikinu meðan þeir taka út refs ;;ingu. Heimsóknir fá þeir eftir 114 daga vist. f Síðan gengum Við um fang- .-.elsið, litum inn í nokkra klefa, :.en útlit þeirra fór mjög eftir ,. einstaklingssmekk íbúanna. •fHvergi skorti þó litskrúðugar myndir á veggjum, einkum af í kvenfólki, Vatnsklósett og vask 3*íur voru inni í hverjum klefa, svo að' íangarnir fórri ekkert út að nætúrlagi, í kjallaránum voru einangrunarklefar, sumir allslaugir^ aðrir með steyptum bálkririí. L°ngsta dvöl í ein- angruharklefá í senn var þrír sólarhrjngar, en inn í allslausu ldefana voru aðeins þeir sett- ir, sem ærðust alveg, brutu alit og brömluðu í kringum sig. Einnig gengum við um vinnu- sali og íþróttasal. f einni lítilli setustofu sátu þrír piltar með matarskálar sínar á hnjánum og horfðu á sjónvarp á meðan þeir mötuðust. Sumir sátu að mat í vinnusölunum. Þarna voru kenr.dar iðnir eins og járn- og trésmíði, skósmíði og vélsmíði. Þar að auki unnu fangarnir í eldhúsi og þvotta- húsi. Frá götunni að sjá bar ekki á að þarna væri fangelsi, því íbúðarhús starfsmanna vora ut an girðingazlnwm, «æst göt- unni. Sjálfsagt er þetta fang- elsi sízt af lakari gerð slíkra stofnana, en jafnan er ömur- legt að fá, þó ekki sé nema stundarinnsýn í það, hve marg ir þeir era, sem verða utan- garðsmenn í þjóðfélaginu. Og þó einkum að ,gera sér ljóst, hve erfitt er að *finná leiðir til þess að beina þessiim einstakl- ingum inn á farsælli brautir. f Berlín hittum við einnig af máli konu frá félagsmálastofr un borgarinnar. Af nýmælum sem hún sagði mér frá, var t.d það, að nýlega hefðu verið set upp spjöld um alla borgina sem á stendur: Ef þú sérð ekk nágranna þinn dögum saman gerðu þá aðvart í síma nr. Sagði hún þetta einkum geri með tilliti til aldraðs fólks sem byggi eitt og e.t.v. enginr heimsækti að staðaldri. Mikil skortur er á dagheimilum Berlín og tóku stúdentar þai til bragðs að koma á fót dag heimili í gömlu verzlunarhús næði, fengu eina lærða fóstra en unnu annars sjálfir til skip is að barnagæzlunni. Að vísi þótti þessi stofnun heldur lé leg, en framtak stúdentanní vakti athygli almennings : vandamálinu. Annars taldi hún unglinga vandamálin einna erfiðust úr lausnar. Stúdentar hefðu einn ig gert tilraunir með að stofnE eins konar fjölskylduhópa oj taka þangað inn unglinga, sen annars áttu að dvelja á opin berum uppeldisstofnunum. Sí tilraun mistókst, stúdentarnii gáfust upp, en einnig þetts varð til þess, að meiri ræk hefur nú verið lögð við af skapa smærri einingar fyrii vandræðaunglinga og fá ungl fólk til þess að vinna mec þeim. En hún ~.agði það ekk: létt verk, að fá fólk til þes: að taka að sér að veita for stöðu heimilum fyrir 14—1! ára unglinga, sem væru á móti öllu og öllum. Raunar væri það ekki aðrir en sannir hug sjónamenn, sem leyst gætu a: hendi slíkt starf. Ég spurði hana um menntui félagsráðgjafa. Sagði hún, af nú væri hún orðin háskólafag sem og öll kennaramenntun. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.