Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.11.1971, Blaðsíða 1
smœ&AsjðwuHF 251. tbl. .— Fimmtudagur 4. nóvember 1971 55. árg. Fiskileitar- og hafrannsóknaskip í höfn Það er ekki á hverium degi, sem fiskileitar- og hafrannsóknaskip íslend- inga eru öll í höf-n samMmis, en ÞaS skeSur þó, eins og þessi mynd sýnir svo glögglega. Þetta er orSinn myndarlegur floti, eins og fiskveiðiþjóS sæmir. Yzt til vinstri er hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson, og fyrir aftan þaS er sildarleitarskipið Árni Friðriksson. Utan á Árna liggur svo Hafþór, sem Hafrannsóknastofnunin notar við ýmis konar leitar- og vís- ifxtastörf. (Tímamynd Gunnar) II Breytingar á almannatryggingalögum um áramótin hjón verður 216 Jjús. á ári EB—Reykjavík, miðvikudag. Magnús Kjartansson, trygginga- málaráðherra, upplýsti á fundi í efri deild Alþingis í dag, að um næstu áramót myndu væntanlega taka gildi þær breytingar við al- mannatryggingalögin, að séu tekj ur elli- og örorkulífeyrisþega lægri en kr. 120 þús. á ári, skuli hækka lífeyri hans um það sem vantar á þá fjárhæð og hjóna- lífeyrir verði í samræmi við það kr. 216 þús. kr. á ári. — Sem kunn ugt er, er nú miðað við kr. 84 þús. fyrir einstakling og kr. 151 þús. og 200 fyrir hjón. Tryggingamálaráðherra upplýsti ennfremur, að eftirfarandi tillög- ur ahnannatrygginganefndar, sem nú endurskoðar tryggingalöggjöf- ina, myndu væntanlega verða lög- festar um áramótin: • Stofnaður verði tryggingadóm stóll. • Til þessa hefur verið greidd- ur barnalífeyrir, ef faðir er örorkulífeyrisþegi. Lagt er til að bamalífeyrir verði einnig greiddur ef móðir er öryrki, / sem getur hvorki innt fram- færsluskyldu af hendi með starfi á heimili né utan þess. — Séu báðir foreldrar ófær- ir um að inna framfærslu- skyldu af hendi, verði greidd- ur tvöfaldur barnalífeyrir. Heimilt verði að greiða barna- lífeyri með börnum, sem ekki reynist gerlegt að feðra. Greiddur verði bamalífeyrir vegna barna manna, sem sæta gæzlu- eða refsivist, enda hafi hún varað a.m.k. 3 mánuði. Bætur, sem greiddar hafa verið ekkjum í 12 mánuði — kr. 7.368.00 í 6 mánuði og kr. 5.525.00 í næstu 6 mánuði — vegna fráfalls maka, verði einnig greiddar ekklum. Ákvæði um slíkar bætur í 12 mánuði í viðþót ef eftirlif- andi hefur barn innan 16 ára á framfæri sínu, verði greidd- ar til 17 ára aldurs þarns- ins. Niður verði felld ákvæði um að sveitarsjóðir greiði % hluta hækkunar frá hinum almenna lífeyri. Iðgjaldagreiðslur verði teknar inn í skattakerfið. Samkvæmt núgildandi lögum má lækka um þriðjung dag- peninga vegna manns sem dvelst á sjúkrahúsi eða hæli á kostnað sjúkrasamlags síns svo og sjúkradagpeninga, sem greiddir eru vegna barna hans. Lagt er til að ekki verði Framhald á bls. 14 Lægra verð er nú í Grimsby ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. Þrír bátar hafa selt afla í Grimsby í gær og í dag. Verð ið hjá bátunum, sem seldu í gær, reyndist miklu lægra en það var í síðustu viku, en Ársæll Sigurðsson, sem seldi í dag, fékk 38.90 krónur fyrir kílóið. í gær seldu Margrét NK og Matthildur SH. Margrét, sem var með 49 tonn, fékk 6601 pund fyrir aflann og var með- alverðið 29.25 kr. Matthildur seldi 40 tonn fyrir 5461 pund og var meðalverðið hjá henni 29.75 kr. í dag seldi svo Ársæll Sig- urðsson GK 48 lestir fyrir 8471 pund og er meðalveröið hjá hon um 28.90 krónur 'fyrir kflóið. Aflinn, sem Ársæll Sigurðsson var með, var mest þorskur, ýsa og koli. Rjúpan seld á 260 krónur ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. Það sem af þessu hausti er rjúpnaveiði orðin mun meiri en á sama tíma undanfarin ár, og ber rjúpnaveiðimönnum saman um, að meira sé um rjúpu en verið hefur, og gæti vciðin verið mciri. ef tíðarfar hefði verið liagstæðara. Ekki er þar með sagt, að rjúpan hafi Iækkað í verði, þar sem út- söluverð hennar er 260 kr. íit úr búð, cn í fyrra var rjúpan seld á 220 til 260 kr. stykkið. Hafsteinn Ólafsson í Forna- hvammi sagði í viðtali við blaðið í dag, að þar uppfrá hefði verið mjög leiðinleg veðrátta til rjúpna veiði undanfarið, bæði hefði ver- ið mikið um þoku og rignt hefði mikið, og menn því latari að leita að rjúpu en ella. í nótt snjóaði Framhald á bls. 14 LANDHELGIS- VIÐRÆÐUR í LONDON SJ—Reykjavík, miðvikudag í dag, miðvikudag, hófust í London viðræður um landhelg- ismálið milli fulltrúa íslands 'og Bretlands. Viðræðurnar stóðu fram eftir degi, en full- trúarnir vildu ekkert um þær segja í kvöld. Þó kváðust Bretarnir ánægðir með að ís- lendingar vildu ræða um vænt- anlega útfærslu landhelginnar. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun, fimmtudag. En síðan heldur íslenzka sendi- nefndin til V.-Þýzkalands sömu erinda. Hans G. Andersen, sendi- herra, er formaður íslenzku sendinefndarinnar. En Herbert Keeble ráðherra er formaður viðræðunefndar Breta. íslenzku sendinefndina skipa auk Hans G. Andersens, Níels P. Sigurðsson, sendiherra, Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri Jónas Árnason, alþingismaður, Már Elísson, fiskimálastjóri, og Þórarinn Þórarinsson, al- þingismaður. Síldin veiðist á daginn ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. Síldin lét aftur á sér kræla í dag, og fékkst hún á svipuðum slóðum og áð- ur, en það er 10—30 mílur vestan við Ingólfshöfða. Síld- in hefur fært sig á dýpra vatn Dg veiðist nú á 20 til 30 faðma iýpi. Margir síldarbátanna köstuðu í dag, og var vitað um ifla 7 báta í kvöld og voru Þeir neð 170 lestir. Síldin, sem veiðzt hefur síð- ustu tvær vikurnar, hefur öll fengizt yfir dagtímann og er >að heldur óvenjulegt. Sjó- menn eru að vonum fegnir þessu uppátæki síldarinn- ar, þar sem ólíkt betra er að vinna köstin yfir dagtímann en yfir nóttinp, en þá er slökkt i öllum ljósum nema siglingaljós um þegar kastað er. Vitað var um afla eftirtalinaa báta: Akurey 45 tonn, Öskar Halldórsson RE 20 tonn, Höfr- ungur III AK 15 tonn, Kópur VE 15 tonn, Ófeigur VE 20 tonn, Gullberg VE 30 tonn, Skarðsvík SII 25 tonn, og að auki var vitað um að Keflvík- ingur KE var búinn að fá síld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.