Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 1971 Hestar og menn STONDUM VÖRÐ OKKAR SÉREINKENNI Við kappkostum að halda okkar fallega máli sero hrein- ustu pg beztu. Þannig ber okk- ur að varðveita að öll sérkenni þjóðarinnar, sem hún hefur haldið frá gamalii tíð, haldist óskert til cftirkomenda okkar. Eitf af þessum séreinkenn- um er hestamennska okkar. Ilúp ijefur haldizt npkkuð óbreytf til pkkai daga. Það er aðeins síðustu árin að gætt hef ur (u-lendar eftiröpunar í hesta mennsku, okku rtil lítils vegs- auka. Við þurfum ekkert til útlendinga að sækja í þpssu efni, það er bara að halda okk- ar aldagömlu venju, og fara heldur eftir gerðum og orðum olckar beztu manna á þessu sviði. Að láta erlenda menn kenna okkur reiðroennsku er jafn fráleitt og að fá hingað út lendinga til að kenna okkur ís- lenzka glímu, sem er þó eitt af okkar séreinkennum. Ef við færum inn á þá braut að temja hesta fyrir pólóleika eða í sirkussýningar, þá væri ekki óeðlilegt að við þyrftum að fá cinhverja til að kenna okkur, hvernig við eigum að temja hesta til þess. Hindrunarhlaup hefur verið kennt hér á landi, og hefur það verið gert af þeim, sem hafa lært það erlend is. Það er ekki óeðlilegt að eitt- fivað af þessu sé tekið upp hér. Það eykur fjölbreytni í hestamennsku, og getur auk þess vei’ið skemmtilegt sýmng- aratriði á hestamótum. ís- lenzkri hestamennsku, eing og hún hefur þróazt bezt hjá okk- ur, ber okkur að viðhalda, með an nokkur hestlaginn maður er til í landinu. Hestamennsku, eins og hún hefur birzt okkur j ljóðum, sögum og gömlum sögnum mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð. Ennþá lifa með þjóðinni minningar um afbragðs hestamenn, og góða hesta, sem þeir hafa haft undir höndum. Þetta hefur ver ið ljósvaki þjóðarinnar fyrir hina ungu kynslóð, fyrr og síð ar, sem hneigzt liefur til hestamennsku í okkar kæra landi. Kynslóð gengur af Kyn- slóð og skilur eftir arf til þeirra yngri. Svo hefur hún gert öld eftir öld. Eitt af þess- um arfi er hestamennska. Henni ber okkur að viðhalda og skila óbrenglaðri til eftir- komenda okkar. — Smári. SIGRÍDUR THORLACIUS: Kynnisför um V-Þýzkaland ¥. Síðasti viðkoimustaður okkar var Stuttgart, og komum við þangað að kvöldi 7. október. Fyrsti liður á dagskrá næsta dags var heim sókn á mæðraheimili og kom þang að einnig til móts við okkur einn af framkvstj. félagsmájastofnun- ar borgarinnar- Fyrirkomulag þessa heimilis var mjög svipað því, sem við skoð- uðum í Miinchen, en hér var ekki gert ráð fyrir að njæðurnar dveldu nema í þrjú ár, en að þeim tíma loknum aðstoðar félags málastofnunin þær við útvegun íbú'ða. Margar eru þó ófúsar að flytja af mæðraheimilinu, því íbúð irnar, sem þcim standa til boða, eru margar í úthverfum, þar sem dagheimilisrými fyrir börnin er takmarkað, þó að 63 dagheimili séu í borginni, auk þeirra, sem fylgja hinum tveimur mæðraheim ilum, sem til eru. Var að heyra, að þarna væri við að etja öll sömu vandamál og við þekkjiun: of ifá dagheimilisrúm og of skamman vistunartími daglega í hlutfalli við vinnutíma mæðranna. Leikskólar eru þar opnir frá kl. 8—11V2 og 2—4 og fara börnin heim til að borða í hádeginu, en koma svo aftur seinni Jiluta dagsins. Rætt hefur verið um að hafa tvískipta leikskóla, eins og hér tíðkast, en það strandar enn á því, að ekki eru til nægilega margar menntað ar fóstrur. Alls eru til í borginni 15 þúsund ieikskólapláss og 4500 dagheimilispláss. íbúar borgarinn ar eru 670 þús. Margar konur hafa sjálfar leyst vanda sinn með því að taka sig saman og hjálpast að við barna gæzlu innan síns hverfis. Þarna kom fram sama sjónanmið og hjá fulltrúa verkakvenna, sem við ræddum við í Dusseldorf, að félagsmálastofnunin var þess ekki hvetjandi, að verksaniðjur eða önn ur stónfyrirtæki stofnuðu eigin barnaheimili, þar sem hagur fyrir tækisins kynni að sitja í fyrir- rúmi fyrir hag bamsins. . Af þessum 63 dagheimilum borg arinnar eru aðeins 25 rekin af borginni sjálfri. Hin eru að mestu leyti rekin af kirkjuféiögum, en leyfi verður borgin að veita fyrir rekstrinum og hefur eftirlit með honum og er einnig ábyrg fyrir því, að hver stofnun hafi forsvar anlegt rekstrarfé. Gjöld á leikskólum og dagheimil um fara eftir efnahag foreldra og fjölskyldustærð. Stúlkurnar, sem dvelja á mæðra heimilunum greiða 110 mörk á mánuði fyrir herbergi sín, en frá því dragast 10 mörk, ef þær leggja sér sjálfar til húsgögn. Hrökkvi atvinnutekjur þeirra ekki, fá þær styrk frá bænum. Fyrir dvöl bams á dagheimilinu greiða þær 165 mörk á mánuði. Meðan stúlkurnar dyelja á mæðraheimilunum, er lögð megin- áherzla á a ðveita þeim mennt- un og starfsþjálfun, og sögðu þau okkur, sem þarna voru til frásagnar, að tekizt hefði að koma flestum það áleiðis, að þær hefðu við brottförina af mæðra heimilinu verið komnar í störf, sem væru betur launuð en al- menn verkakvennastörf. Ekki gafst okkur kostur að skoða neitt af þeim heimilum, sem starf andi eru fyrir munaðarlaus böm, en þau ej*u, a.m.k. j Stuttgart, með því sniði, að stofnaijirnar mynda éipsltopar þorp, sem skiptast í 10 bama fjölskyldur og era þrír fullorðnir í hverri fjölskyldu, sss&f' \ •; . í Stuttgart eru 63 dagheimili, en þó er DAGHEIMILASKORTURINN EKKI MINNI EN HÉR ýmist þrjár konur eða hjón og aðstoðarstúlka. í þessum barna þorpum hefur verið lögð áherzla á að ráða eingörigu karlmenn til kennslustarfa, svo að börnin fari ekki á mis við ,,föður“ í einhverri mynd. Eitt af því, sem forstöðukona heimilisins sagði okkur var það, að ekki alls fyrir löngu hefðí staðið svo á, að samtímis hefði staðið yfir í sama húsi fundur í félagi einstæðra mæðra og hjá prestum. Að loknum sérfundum sín um, mættust svo þessir hópar og ræddust við, og höfðu það orðið æði liflegar umræður. Deildu mæð urnar m.a. hart á klerkastéttina fyrir að viðhalda enn þeim sið, að hafa annað srtið á skírn óskilget inna bama en hjónabandsbarna. Að lokinni þessari heimsókn var okkur boðið til hádegisverð ar í veitingasal, sem er hátt uppi í sjónvarpsturni borgarinnar. Það an var dásamlegt útsýni yfir borg ina, sem liggur milli skógivaxinna hæða, en útborgir teygja sig upp um hálsa og brekkur. Var undur fagurt að líta yfir haustliti skógar ins til allra átta, og þótt Stuttgart sé mikil iðnaðarborg, þá sá hvergi skuggaleg verlcsmiðjuhverfi, held ur mun verksmiðjunum vera dreift vítt um, svo að ekki skemmi umhverfið. Þetta eru aðeins frásagnir af nokkrum þáttum þessa ferðalags, sem var á allan hátt mjög vel skipulagt og viðurgerningur var frábær, hvar sem komið var. Ég hef t. d. ekM lýst því, sem við fengum að njóta af hljómleikum, ballettsýningum eða óperum, né hef ég heldur minnazt á allar þær glaðværu og fróðlegu samveru- stundir, sem sköpuðust innan ferðahópsins, og margs fleira hef ég elcki getið. Vil ég aðeins ljúka þessum sund urlausu þáttum með því að tjá ambassador Karl Rowold þakkir mínar fyrir að hafa fengið að kynnast svo mörgum mönnum og málefnum í Vestur-Þýzkalandi í þessari skemmtilegu og fróðlegu ferð. Sigríður, TJiorlacius. GARDÍNUBRAUTIR Fjölskrúðugt úrval gardínubrauta og ghitfgatialda stanga. — Komið — Skoðið — eða hringið. GARDÍNUBRAUJIR H.F. Brautarholti 18. Sími 20745.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.