Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 14
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 1971 Landhelgismálið NÝTT FRÁ ATON RUGGUSTÓLAR SELSKINN OG SALUN ÁKLÆÐl ATON-umboðið: ÓÐiNSTORG Bankastræti 9 Sími 14275. , Sendum gegn póstkröfu. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu i GUÐM. ÞORSTEINSSON I gullsmiður, Bankastr. 12 Magnús E. Baldvinsson Framhald af bls. 2 eru a6 vísu engin 'uppsagnar- ákvæði, sagði forsætisráðhcrra ennfremur. — Samt getum við ekki fallizt á, að þeir séu ein- hverjir eilífðarsamningar. Við teljum, að þeim hljóti að vera hægt að segja upp með hæfilcgum fyrirvara. Við bendum í því sam- bandi á, að þessir samningar voru gerðir við ákaflega erfiðar og óvenjulegar kringumstæður. Enn- fremur bendum við á, að aðstæður eru gerbreyttar frá því þeir voru gerðir, bæði að því er varðar fiskveiðar og fiskveiðitækni og réttarskoðun í landhelgismálum. Er vægast sagt ólíklegt, að þeir hefðu verið gerðir, ef mönnum hefði þá verið ljóst, hver fram- vindnn myndi verða. Þessi rök þarf ekki að þylja hér íslend- inga vegna. Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst þeirri skoðun sinni, að samn ingar þessir séu uppsegjanlegir, þrátt fyrir vöntun sérstaks upp- sagnarákvæðis. Gagnaðilar Okkar munu hins vegar vera á annarri skoðun, eða láta a.m.k. svo, sem út af fyrir sig er skiljanlegt. Verð ur þó í lengstu lög að vona, að þeir haldi þeim skilningi ekki til streitu, þegar málið hefur verið skoðað ofan í kjölinn. Á hinn bóginn þýðir ekkert að loka aug- unum fyrir því, að fyrirhuguð út- færsla okkar á fiskveiðimörkun- um mætir andstöðu af hálfu ým- issa ríkja, jafnvel af hálfu .þjóða, sem ættu þó af ýmsum ástæðum að hafa ríkan skilning á okkar ' högum. Auðvitað þurfum við ekki að kippa okkur upp við það, þó að útfærslu sé mótmælt. Bretar hafa t.d. mótmælt og gripið til gagnaðgerða, þegar við höfum fært út fiskveiðimörk okkar, bæði 1952 og 1958. í bæði skiptin hafa þeir talið, að við værum að brjóta alþjóðalög. í bæði skiptin hafa þeir þó orðið að hverfa frá mót- mælum sínum. Sú saga er alkunn og er mönnum í fersku minni, og verður eigi rakin að sinni. Forsætisráðherra minnti á, að okkur bæri að vinna með þeim þjóðum, sem stefndu að stækkun landhelgi eða hofði fært land- helgi sína út, að þeirri þróun þjóðaréttar, sem styddi málstað okkar. Fram að þessu hcfði þróun í þjóðarétti verið okktir liagstæð, að því er til landhelgismála tæki. En að sjálfsögðu væri það s-vo á því sviði, eins og mörgum öðr- um, að þjóðarétturinn væri fyrst og fremst skapaður af hinum eldri og voldugri þjóðum. Það væri ósköp skiljanlegt út frá hreinu hagsmunasjónarmiði, að þær þjóð ir kysu tiltölulega þrönga land- helgi og sem mest svigrúm til fiskveiða fjarri heimaströndum. Þær hefðu aðstöðuna til að not- færa sér slíkt svigrúm. Frá sjónar miði fátækra þjóða og nýrri ríkja horfðu málin öðru vísi við. Þær berðust yfirleitt fyrir stærri land helgi. — Með þeim þjóðum eig- um við íslendingar samleið í þessu efni, sagði forsætisráðherra. Jóhann Ilafstein (S), sagði að þróun alþjóða- réttar væri hag stæður fyrir okk ur, tíminn ynni með okkur í landhelgismál- inu, eins og hann hefði sagt fyrir kosningar. Hann lagði áherzlu á, að íslendingar eignuðust allt landgrunnið sem fiskveiðilögsögu og að hlutverk landhelgisnefndar- innar í þessu máli yrði stórt og ennfremur lagði hann áherzlu á þjóðareiningu um þetta mesta hagsmunamál þjóðarinnar. Jóhann sagði, að á landgrunnslögunum frá 1948 grundvallaðist allt, sem gert hefði verið i þessu máli, og þegar þau hefðu verið sett hefði sóknin í landhelgismálinu hafizt. Jóhann ræddi um fjöldamörg önn ur atriði þessa máls og sjónar- mið Sjálfstæðisflokksins í þeim. I.úðvík Jóseps- son, sjávarútvegs málaráðherra, tók næstur til máls og sagði m.a. í ítarlegri ræðu, að ástæðan fyrir útfærslu land- helginnar væri af efnahagsleg- um og friðunarlegum toga spunn- in. Hér væri um að tefla lifs- hagsmuni þjóðarinnar og ofveiði- hættan á miðunuim umhverfis land ið væri augljós. Samingarnir við Breta og V-Þjóðverja þyrftu að vera úr sögunni. AlLt þref um aukaatriði þessa máls ætti að hverfa. Samstaða íslendinga í þ'essu máli myndi reynast sterkara vopn en öll þau herskip, sem e. t. v. yrðu send til þess að koma í veg fyrir framkvæmd ákvörðun- ar okkar erlendum þjóðum ætti að vera ljóst, að það gæti onginn veitt á miðunum hér við land í banni þjóðarinnar. Reynsl- an frá 1958 gæfi það glöggt til kynna. Benedikt Grön- dal (A) sagði að Alþýðuflokkur- inn legði áherzlu á einhug þjóðar- ihnar í landhelg- ismálinu, m.a. þess vegna legði hann nú einung- is til breytingar- tillögu við tillögu ríkisstjórnarinn- ar í því efni að fiskveiði lög- sagan verði landgrunnið miðað við 400 metra jafndýptarlínu, en þó hvergi minni en 50 mílur. Öll smærri ágreiningsatriði ætti ' að ræða í landhelgisnefndinni og ut- anríkismálanefnd. Gunnar Thor- oddscn (S) gerði grein fyr- ir þingsályktun- artillögu sjálf- stæðismanna í landhelgismái- inu, sem er svo- hljóðandi: 1. Fisveiðilög- saga Islands nær yfir allt land- grunnið umhverfis landið. Ytri mörk landgrunnsins skulu vera 400 metra jafndýpislína, I, þangað til mörk þess verða ákveð in með iögum, en þó hvergi nær landi en 50 sjómílur frá grunnlín um. Alþingi felur nefnd þeirri, sem kosin 'far á síðasta þingi til þess að semja trumvarp til laga um rétt íslendinga til landgrunns- ins og hagnýtingar nauðæfa þess, að ljúka störfum sem fyrst, svo að Alþingi það, er nú .situr, geti fengið slíkt frumvarp til meðferð ar afgreiðslu. 1 næstu 3 ár er erlendum fiski skipum heimilt að stunda veiðar upp að 50 mílna mörkum frá grunnlínum, nema þar sem sér- stök friðunarsvæði kynnu að vera ákveðin utan þeirra marka. Ályktun þessi kemur til fram- kvæmda þann dag, sem ákveðinn verður af yfirstandandi Alþingi. 2. Ákveðin skulu friðunarsvæði á mikilvægum uppeldisstöðvum ungfisks á landgrunninu út að ytri mörkum þess. Heimilt er að miða aðgerðir þessar við tiltek- inn tíma . árs, við ákveðin veiði- tæki og veiðiaðferðir og við stærð fiskiskipa. Friðunaraðgerðir þess ar skulu ganga í gildi 1. marz 1972. 3. Settar skulu reglur um tíma bundna friðun ákveðinna hrygn- ingarsvæða innan núgildandi fisk veiðimarka, m. a. hluta af Sehtogs banka og tiltekinna svæða við Vestmannaeyjar. Reglur þessar skulu gilda frá 1. marz 1972. 4. Ríkisstjórninnf er falið að halda áfram og auka þátttöku í samstarfi þjóða tii þess að bindra ofveiði og tryggja ís- iendingum eðlilega hlutdeild í fiskveiðum á úthöfum, þar sem íslenzkir fiskveiðihagsmunir ná til. 5. Ríkisstjórnin skal gera nauð synlegar ráðstafanir til Þess að koma í veg fyrir skaðlega meng un sjávar við strendur landsins og á hafinu umhverfis það og eiga samstarf við aðrar þjóðir í því efni, eftir því sem þörf kref- ur. Við framkvæmdir samkvæmt þingsályktun þessari skal ríkis- stjórnni hafa samráð við Haf- rannsóknastofnunina og Fiskifé- lag Islands. Einar Ágúntsson, utanrikisráð- herra, tók þessu næst til máls og gerði athuga- semdir við atriði er talsmenn stjórnarandstöð- unnar höfðu um rætt. Verður gerð grein fyrir máli utanríkis- ráðherra, í blaðinu á morgun. Þá tók til máls GuSlaugur Gíslason (S), en umræðunni var því næst frestað til kl. 21,00. TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir I samdægurs. Sendum um allt land. H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2. SILDIN Framhald af bls. 2 Danmörku 53,6 lestir fyrir 804, 579.00 kr. ísl. og er meðalverðið 15,01 kr. Hæstu söluna í vikunni var Fífill GK með, en Fífill seldi einnig þann 6. nóv. í Danmörku og 77,1 lest fyrir 1.094,475 kr. Sex bátar seldu fyrir meira en 700 þús. í vikunni og eru þeir þessir: Bjartur NK 85,9 lestir fyr ir 1.033, (tvær sölur), Fífill GK 77,1 lest fyrif 1.094. Loftur Bald- vinsson EA 76,5 lestir fyrir 728, I-Ielga Guðmundsdóttir BA 53,6 lestir fyrir 804, Eldborg GK 63,8 lestir fyrir 887 og Heimir SU 80,3 lestir fyrir 713 þús. Á víðavangi F mhald af bls. 3. hafa fært út lijá sér? Nei, ég lield ekki. Nei, í þessum efnum hafa fslendingar ætíð þurft að berjast fyrir rétti sínum. Þeir hafa engum áfanga náð Öðru vísi. Þeir verða enn að tala það mál, að viðmælendur okk- ar skilji að okkur er alvara. Þar dugar engin tæpitunga. Hún hefur aldrei dugað í ‘sjálf- stæðismálum fslendinga. En hér er í rauninni um sjálf- stæðismál að ræða. Við getum ekki sætt okkur við það, að okkur sé ætlað að fara eftir einhverjum ímynduðum réttar- regluni, sem' önnur ríki hafa ekki farið eftir, þegar þau hafa fært úr hjá sér eða helgað sér landgrunnsbotn og auðlindir þar.“ Stærsta málið f lok ræðunnar sagði Ólafur: „Landhelgismálið er stærsta mál þjóðarinnar um þessar mundir. Þess vegna setur rikis- stjórnin það ofar öllum öðrum málum. Það verður vafalaust erfitt mál á marga lund. Sjálf- sagt getum við búizt við ýms- um stundaróþæginduin í sam- bandi við það. Ég vil þó eigi að óreyndu ætla neinni þjóð það, að hún fari að reyna að beygja okkur með beitingu efnaliagslegra þvingunarað- gerða. Slíkar aðgerðir ef til kæmi, myndu valda öllum að- ilum vonbrigðum, og gætu aldrei gert nema ógagn. Við fslendingar munum standa fast á rétti okkar. Við munum sækja mál okkar með einbeitni og festu en einnig þó með hæfilegri gætni. Við vonum, að mcð þeim liætti fáist farsæl lausn á þessu lífshagsmuna- máli þjóðarinnar. Við vonum, að aðrar þjóðir skilji, þegar málavextir hafa verið nægilega kynntir þeim, að hér er um sjálfan tilverugrundvöll og sjálfstæðisskilyrði lítillar þjóð ar að ræða“. — TK Norður-írland Framhald af bls. 9. gætu írar tekið höndum sam- an um lausn, ef þeir viidu. Þeim væri mætavel ljóst, hvað af því leiddi að láta það undir höfuð leggjast. Ef ekki yrði úr saimkomulagi skylli óvefengjan lega á skefjalaus borgarastyrj- öld þegar herinn færi. Þá yrði ástandið eins og það var i Palestínu. Við trúum því, að mikill meirhluti fra vilji forðast þetta. Verkamannaflokkurinn ætti að berjast fyrir djarflegri stefnu, sem hefði í för með sér, að írar þyrftu ekki framar að standa í vigstöðu, heldur fengju tíma og tækifæri til að snúast til hófsemdar. taugavegl 12 •> Sfml 22804 Fósturmóðir mín. Helga SigurSardóttir, IjósmóSir, Bragagötu 31. Sem andaðist 3. nóvember, verSur jarSsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 12. nóvember kl. 3. Vegna fjarstaddrar fósturdóttur og annarra vandamanna. Jón Helgi Jónsson. —■■Illll ■■lllll I... Þökkum innilega samúS og vlnarhug vlS fráfall og útför Jóns Grímssonar, Klifshaga, AxarfirSi. Börn, fengdasynir og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.