Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 2
_____________________________TIMINN----------------,
Jökulsá a Fjöllum breytti aftur um farveg
Óttazt að áin verði í honum til frambúðar.
ÞÓ—Reykjavík, fiimmtudag.
„Núna óttumst við að Jökulsá
verði þama til frambúðar, og er
þetta versti staður, sem áin gat
valið sér“, sagði Gunnar Indriða
son, símstöðvarstjóri í Lindar-
brekku, er við ræddum við hann
í dag. — Jökulsá á Fjöllum breytti
aftur um farveg í nótt, og er hún
komin í sama farveg og hún
rann í é aðra viku, fyrir um
það bil 10 dögum. Keldunes
bæir eru aftur einangraðir, því
áin tók veginn í sundur á sama
stað og síðast, en nýbúið var að
gera við veginn.
Gunnar sagði, að frá því að
áin hvarf úr þessum farvegi fyr
ir stuttu og þangað til hún kom
aftur í nótt, væri hún búin að
fara í að minnsta kosti 4 gamla
farvegi, en einhvern veginn hefði
henni gengið illa að finna sér
leið til sjávar. Farvegurinn, sem
áin rennur eftir, er jafnbreiður
og síðast og rennur áin yfir rækt
að land og sandgræðsluna.
— Já, þetta er langversti stað-
ur, sem áin getur valið sér sagði
Gunnar, því hér rennur áin yfir
ræktað land, þetta væri allt í
lagi ef hún hefði valið sér far-
veg eitthvað austar, ef hún þarf
á annað borð að vera að skipta
um farveg.
Fundur í mann-
frædiféBagínu
Fyrsti fundur í íslenzka mann-
fræðifélaginu verður í kvöld,
föstudagskvöld. Hefst hann kl.
20,30 í 1. kennslustofu Háskóla
íslands, og er öllum heimill að-
gangur. Þorbjörn Broddason lekt
or, mun tala um Markmið félags-
fræðinnar á fslandi. Hannes Jóns-
son, félagsfræðingur mun stjórna
fundinum.
Vietnamfundur
í Háskólabíói
Á laugardaginn, 4. desember,
verður haldinn Víetnamfundur í
Háskólabíói og hefst hann kl. 17.
Á fundinum mun Phan Hoi frá
upplýsingaskrifstofu byltingastjórn
arinnar í Suður-Víetnam skýra af-
stöðu stjórnar sinnar. Þá flytja
félagar úr Grímu þætti úr bók-
inni „Og svo fór ég að skjóta . .”
Þröstur Ólafsson flytur ávarp, og
sýnd verður heimildakvikmynd
frá Vietnam, gerð af Þjóðfrelsis-
fylkingunni í S-Vietnam.
Aðstandendur fundarins eru
SÍNE, Verðandi, Fylkingin og
MFÍK.
Jólabazar
Hringsins
I Jólabazar Kvenfélagsins Hrings
ins verður að Hótel Borg á sunnu
daginn. Þar verður ennfremur hið
mjög svo vinsæla Hringskaffi,
með gómsætum kökum og alls
kyns kræsingum. Á bazarnum
Verður margt eigulegra muna, og
einnig verður þarna til sölu
Hringsplattinn, með teikningu
Halldórs Péturssonar, annar jóla
plattinn í röðinni, sem Hringur
inn selur til ágóða fyrir starfsemi
sína, en allur ágóði rennur til
geðdeildar Barnaspítala Hringsins.
Jólabazar
Kvenfélags
Hallgrímskirkju
Kvenfélag Hallgrímskirkju held
ur jólabazar sinn á laugardaginn
•og hefst hann kl. 2. Bazarinn verð
ur í kirkjunni, gengið inn að
norðan verðu. Þarna verður einn
ig selt hið fagra póstkort af
líkani kirkjunnar.
Jólabazar
Sjálfsbjargar
Hinn árlegi jólabazar Sjálfs-
bjargar í Reykjavík verður hald
inn í Lindarbæ, Lindargötu 9 á
sunnudaginn, 5. des. og hefst
hann kl. 2. Ýmiss konar jólavarn
ingur verður þarna á boðstólum
og auk þess kökur. Allur ágóði
rennur til hinnar fjölþættu starf-
Nýjar bækur frá Leiftri 1971
Vestur-Skaftfellingar, 2. bindi.
Eftir Björn Magnússon prófessor. Stutt æviágrip Vestur-Skaftfellinga 1903
—1966.
Úr byggðum Borgarfjarðar, 1. bindi.
Þóröur Kristleifsson bjó til prentunar. Kristleifur Þorsteinsson er svo
þekktur og viðurkenndur fræðimaður, að ekki þarf að kynna hann fyrir
íslenzkum lesendum.
Á tveimur jafnfljótum.
Sjálfsævisaga Ólafs Jónssonar búnaðarráðunauts á Akureyri. Eftir Ólaf
hafa áður komið ágætar og fróðlegar bækur, svo sem Ódáðahraun og
fleiri.
Að morgni, minningar Matthíasar á Kaldrananesi.
Þorsteinn sonur Matthíasar bjó bókina til prentunar. Minningarnar eru
bæði fróðlegar og vel skrifaðar, og að mörgu leyti eru þær sérstæðar.
Grímsey, byggð við norðurheimskautsbaug,
eftir séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup á Akureyri. Bókin lýsir lífi og
atvinnuháttum Grímseyinga og auk þess er í bókinni fjöldi mynda af fólki
og;byggð eyjarinnar.
Himneskt er að lifa, 4. bindi,
sjálfsævisaga Sigurbjamar Þorkelssonar í Vísi. Fróðum mönnum ber sam-
an um það, að ævisaga Sigurbjamar sé um leið vemlegur þáttur í sögu
þjóðarinnar á tímabili ævi hans.
Ljóðaljóðin.
Þeir, sem séð hafa þessa bók em samála um það, að varla hafi þeir augum
htið fegurri bók. Á annarri hverri blaðsíðu em skrautprentuð listaverk
og öll er bókin gerð af hinni mestu snilld — prentun og band, — enda
er bókin unnin í samvinnu við fjölmörg útgáfufyrirtæki í Evrópu og Ame-
ríku.
Utan frá sjó, 2. bindi.
Guðrún frá Lundi er svo vinsæll höfundur, að þótt nokkrir hafi gert til-
raunir til þess að þegja hana í hel, og hún hafi ómaklega verið svipt
rithöfundarviðurkenningu hins opinbera, þá metur alþýða manna verk
hennar, og bækur hennar eru venjulega uppseldar fyrir jól.
Passíusálmarnir, ný útgáfa.
Þessi útgáfa er sérstaklega ætluð rosknu fólki og er þess vegna prentuð
með stóru og greinilegu letri. — Bókin er falleg og handhæg.
Ástin spyr ekki um aldur,
eftir Guðmund Jónsson. — Guðmundur hefur áður samið nokkrar bækur.
en annars er hann vel kunnur fyrir framkvæmdir sínar til þess að reisa
minnisvarða yfir nokkra merka íslendinga.
Niðjatal
séra Jóns Benediktssonar og Guðrúnar Kortsonar konu hans. — Þóra
Marta Stefánsdóttir tók saman. í bókinni eru skrásettir 620 niðjar séra Jóns
hér á landi, auk þeirra, sem farið hafa til Ameríku. — Myndir em af um
300 manns.
Konurnar pukruðu og hvísluðust á.
Ástarsaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur — Eins og flestum er kunnugt, hafa
bækur Ingibjargar vakið athygli og umtal. Og ekki mun þessi bók fara var-
hluta af hvoru tveggja.
Bækurnar fást hjá öllum bóksölum og auk þess frá útgefanda.
Prentsmiðjan LEIFTUR.
FÖSTUDAGUR 3. desember MW
4
Færeyjar og EBE
Norska blaðið „Handels og
Sjöfartstidende" skrifar 17.
nóy. s.l. um þá athygli, sem
það hafi, vakið í höfuðstöðvum
Efnahagsbandalagsins í Briiss
el, að Færeyingar áskildu sér
rétt til að færa út fiskveiðilög
sögu sína jafn mikið og íslend
ingar, ef Danmörk (Færeyjar
einnig) gerðist aðili, að Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Bæði
Ivar Nörgaard, markaðsmála-
ráðherra í dönsku stjórninni,
og Atli Dam, hinn sérlegi full
trúri landsstjórnarinnar í Fær
eyjum, lögðu áherzlu á fyrir
varann um útfærslu fiskveiði
lögsögunnar við Færeyjar á
blaðamannafundi í Briissel, ef
íslendingar færðu fiskveiðilög
sögu sína í 50 sjómílur. Síðan
segir „Norges Handels og Sjö
fartstideijde":
„Engar ótvíræðar yfirlýsing
ar hafa verið gefnar um það,
hvar hið endanlega ákvörðun
arvald í þessu máli er, í Kaup
mannahöfn eða Þórshöfn, en
helzt var það að skilja, að
þessa kröfu Færeyinga yrði að
líta á sem skuldbindingu fyrir
stjórnirnar í Kaupmannahöfn.
Þá var af Dana hálfu gerð ó-
tvíræð grein fyrir því, að Dan-
ir eru reiðubúnir að fallast á
að Færeyingar standi utan við
Efnahagsbandalagið, þótt Dan
mörk gerðist aðiJi að því, þar
sem það myndi þýða of miklar
samningsflækjur og erfiðleika
að fá Færeyinga til að fylgja
með aðild Dana á þeim kjör-
um, sem Færeyingar vildu
samþykkja.“
Á að beita íslendinga
viðskiptakúgun?
„Af Dana hálfu var sú skoð
un látin í ljós að ekki þyrfti
endilega að koma til færeyskr
ar útfærslu, þótt íslendingar
færðu út sína fiskveiðilögsögu.
Var bent á, að unnt yrði að
semja við fslendinga, sem
hefðu þá þungann af stækkuðu
Efnahagsbandalagi eins og
hníf í hrygginn og Danir væru
ekki ókunnugir þeirri hugmynd
að nota öll viðskiptaáhrif hins
stækkaða Efnahagsbandalags
sem vopn fyrir Færeyinga gegn
íslandi. Þar með munu menn
komast hjá þeim erfiðleikum,
sem krafa Færeyinga um út-
færslu fiskveiðilögsögu myndi
hafa í för með sér.“
Eins og fram kemur í þess
ari grein hins norska blaðs er
krafa Færeyinga og fyrirvari
bundinn við útfærslu fiskveiði
lögsögunnar við ísland, þ.e.
Færeyingar gera ekki kröfu til
að færa út sína fiskveiðilög-
sögu, nema fslendingar hafi
gert það áður Skv; þessari frá
sögn, þar sem vitnað er í tals-
menn sjónarmiða Dana, eru
einhverjir danskir aðilar, sem
telja það færa leið til að
bjarga dönsku skinni frá fær-
eyskum réttlætiskröfum, að
Mta stækkað Efnahagsbanda
lag beita íslendinga viðskipta
þvingunum og knýja þá þannig
til undanhalds í landhelgismál
inu og þá að þyí er helzt verð
ur skilið eftir að útfærsla fisk
veiðilögsögunnar í 50 sjómíl
ur hefur átt sér stað. „Norges
naudcls og S jö f artstide*de“
Framhald á bls. 14