Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 5
B&STUDAGUR 3. desembcr 1971 / 'TIMINN MEÐ MORGUM KAFFINU — Ég Iieyri, að þú sért orðin ekkja. — Já, maðurinn minn datt niðnr af þakinu, þegar hann var að setja upp sjónvarpsloft netið. — Það var leitt. — Nei, myndin er miklu betri. Tveir ferðamenn voru villtir í eyðimörkinni og auðvitað að- framkomnir af þorsta. í þann mund, sem þeir voru að gefast upp, kom annar þeirra auga á vatn og þeir neyttu síðustu kraftanna til að dragast þang- að. — Húrra, hrópaði annar, er þeir höfðu sopið á. — Við erum að nálgast siðmenning- una. Það er sápubragð af vatn- inu. Þái var búið að malbika spottaaf götunni og maðurinn, sem stjörnaði vallaranum var að aðiuga verk sín. Hann gekk álntur fram og aftur um blett inn og athugaði hvem senti- metra vandlega. Tveir litlir strákar stóðu og horfðu á. Loks fékk annar þéirra kjark- rnn, gekk til mannsins, togaði í ermi hans og benti á valtar- ann. — Hann er þarna, sagði hann hikandi. — Ja,. en í staðinn hjálpar konan mér að búa um rúmin, rsfcsuga og svoleiðis .. . Fokvond kona hjá ostkaup- manninum: — Sögðuð þér að osturinn sem ég keypti í gær, hefði verið fluttur inn frá Sviss, eða var honum vísað úr landí? — Þegar ég segi upp mcð hendur, þá meina ég allar. — Hugsa sér, að gamla frú Ólsen skuli hafa eignazt tví- bura. — Hvað segirðu? Hún, sem er næstum níræð! — Já, en hún eignaðist þá fyrir 60 árum. — Þér skuluð ekki hafa neinar áhyggjur, sagði lækn- irinn. — Það er mjög algengt, að fólk tali við sjálft sig. — Já, en það er bara það, læknir, að ég er svo afskaplega leiðinlegur. DEMNI — Hvers vegna farið þið ekki í rúmið aftur, og svo get- um við talað um hávaðann á DÆMALAUSI mor®un- iiiuumKimfiiiuiniiiiiiuiiiiiiiiuimiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiHiiimiiiiMiMimiiimimintiiMiiMiiimiiumHiitii ^ 0 ISPEGU TÖM^K! Það má dæma fólk fyrir ýmislegt. Nú nýlega var kveð- in upp dómur yfir átta fjöl- skyldum í Ubberöd í Dan- mörku fyrir að hafa búið allt árið um kring í húsum, sem •★ — ★ í viðtali við Aftonbladet i Svíþjóð 4. júlí 1928 sagði söng- konan fræga Joséphine Baker: — Ég mun syngja enn í nokk- ur ár, en svo ekki meir. Fólk, sem er í skemmtanaiðnaðin- aðinum eins og ég, getur ekki haldið áfram endalaust, það veröur of einhliða í framsetn- ingu sinni á skemmtiefninu. Hver mundi trúa því nú, þegar Joséphine er orðin 65 ára gömul, að hún hafi fyrir rúm- um fjörutíu árum verið í þann veginn að leggja sönginn á hill una? Enn heldur hún áfram að syngja fyrir fullu húsi ánægðra áheyrenda, og ekkert lát er á vinsældum hennar. Joséphine kom fram opinber- lega í Svíþjóð í sumar, og þá var þetta'viðtal og þessi um- mæli dregin fram í dagsljósið að nýju, og þótti öllum, sem þau hefðu ekki rætzt fullkom- lega. j -★-★- Frakkar eru í þánn veginn að leggja á hillung gömlu at- kvæðakassana, en x stað þeirra munu koma atkvæðavélar, að minnsta kosti í stærstu borg- unum. Hefur verið ákveðið að festa kaup á 200 slíkum vélum og verða þær notaðar í borg- um, þar sem íbúatalan er kom in ytfir.'30 þúsund manns. — ★— ★ — Þegar fulltrúar Bretlands og Rhodesíu hittust fyrr á þessu ári til viðræðna var svo mikil leynd yfir fundi þeirra, sem fram fór í Salisbury í Rhodesíu, ið gestirnir voru ekki einu sinni skráðir undir sínum eigin nöfn um í gestabók hótelsins, sem þeir dvöldust á. En leyndin varð einum of mikil, þegar einn gesturinn gleymdi bæði nafni sínu og herbergisnúmeri. Hann sat klukkustund eftir klukkustund í anddyri hótels- ins, og beið eftir að hitta ein- hvern, sem hann þekkti, og sem gæti orðið honum að liði í þessum þi-engingum. Að lok- um kom hann auga á einn öryggisvörð Rhodesíu-stjómar og laumaðist til hans og hvísl- aði: í guðs nafni, segið mér, hver ég er. Ákveðið hefúr vei’ið, að ung um Frökkum, sem nýlokið hafa skólanámi, verði greidd sér- stök fjárupphæð, vilji þeir taka að sér störf í héruðum eða landshlutum Frakklands, þar sem skortur er á vinnu- afli. Fjárupphæð þessi vei’ður einungis greidd niönnum yngri en 25 ára, sem hafa ekki áður verið í fullu starfi, og mun upphæðin jafngilda einurn mán aðarlaunum, auk þess sem far- gjöld verða greidd fyrir menn ina á ákvörðunarstað. Lögin um þessar greiðslur taka gildi nú um áramótin, og er búizt við, að með tilkomu þeirra verði auðveldara að fá menn í vinnu í landshlutum, þar sem skortur hefur verið á vinnu- afli fram til þessa. — ★-★ — :Ö:íi$á:íííi4í«S»í:; í október sl. var haldin sýning á skartgripum í Idar- Oberstein í Þýzkalandi. Skart- gripaframleiðendur frá 13 löndum áttu þarna sýningar- gi-ipi, samtals 582 talsins. Hér var um að ræða sýningu, þar sem verðlauna átti beztu sýn- aðeins eiga að vera sumarbú- staðir. Fjölskyldur þær, sem dæmdar voru, hlutu 100 kr. sekt (danskar — eða um 1200 kr. íslenzkar), og þeim var fyrirskipað, að flytjast á brott úr húsum sínum eigi síðar en 1. apríl næstkomandi, og búa ekki í þeim aftur að vetrar- lagi. Gei’i fólkið þetta ekki, mun það verða látið greiða 50 kr. danskar á dag, fyrir hvern dag, sem fer fram yfir 1. apríl. í lögum, sem í Danmöi’ku gilda | um sumai’bústaði, segir, að fólk megi. ekki dveljast meira en 260 nætur í húsunum á ári. Það skiptir engu, þótt aðeins sé 15 mínútna akstur frá Ubberöd til miðborgar Kaupmannahafn ar, því þetta svæði hefur verið afmarkað sumai’bústaðaland. Hvernig líta svo þessi hús út, sem iólk má' ekki búa í árið um kring? Okkur hér á landi fýndist þau án efa sannarlega þess verð, að þau væru notuð í samtals 365 nætur á ári. -★-★- ingargripina, og verðlaunin hlaut Manfred Gysber frá Dússeldorf fyrir skartgripa- samstæðu, hálsband, armband og hring, sem stúlkan hér á myndinni er með og voru verð launin 6000 þýzk mörk. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.