Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 16
Reyndu að brjótast vestur um í nótt OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Vika er nú liðin síðan flutninga bílalestin, sem teppt er fyrir vest an, lagði af stað frá Reykjavík. f kvöld var hún enn einu sinni komin í Þorskafjörð, þar sem vötn eru bólgin og vegurinn ófær yfirferðar. Dálítil von er til þess að takist að koma bílunum yfir vatnsföllin, sem þar eru, í kvöld. Þar er stór jarðýta að verki við að ryðja krapastíflurnar. Undir kvöldið var búið að veita Músar- á í farveginn og ferðalangar voru vongóðir um að þeim tæk- íst að koma bílunum yfir f kvöld. Er þá bjartara framundan. Þá er Hjallás eftir, sem oft er erfið ur, en það eru ekki fleiri upp- bólgin vatnsföll á leiðinni, sem þarf að óttast. Búizt er við að snjóléttara sé eftir því sem vestar dregur. Jarð ýtan mun fara fyrir lestinni vest ur í Kollafjörð. Veghefill er svo væntanlegur að vestan til móts við bílalestina þegar vestar dreg Fyrsta skuttogara BÚR hleypt af stokk- unum í janúar ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Á síðasfa ,fundi útgerðan-áðs B. Ú.R. skýrði formaður útgerðarráðs ins frá því, að smíði fyrsta skut togarans, sem íslendingar eiga í smíðum á Spáni, miðaði mjög vel áfram. Er nú talið að unnt verði að hleypa skipinu af stokkunum um miðjan janúar, en ekki í febr úarlok eins og ætlað var. _ Skuttogarinn, sem B.Ú.R. fær fyrst frá Spáni, verður grár að lit, og einnig þeir sem síðar koma. 50 sjónvarps- menn segja ypp störfum EJ—Reykjavík, fimmtudag. Hátt í 50 starfsmenn við sjón v-arpið hafa sagt upp störfum sín um. Ástæðan fyrir uppsögnunum er óánægja með launakjör, en sem kunnugt er af fréttum hafa starfs menn sjpnvarpsins lengi verið ó- ánægðir með það, hvemig þeim var raðað niður í launaflokka, og þeir ekki náð fram kröfum sínum í því efni. Aigjör samstaða í efri deild um orlof og styttri vinnuviku EB—Reykjavík, fimmtudag. Efri deild Alþingis afgreiddi í dag frumvörpin um lengingu or- lofs og styttingu vinnuviku til neðri deildar. Var algjör samstaða um það í deildinni að bæði frum vörpin verði samþykkt sem lög, þrátt fyrir talsverðar umræður sem hafa orðið um málin. TÖLVA DRÚ í HAPPDRÆTTI OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Gjafaalmanakið, sem Rauði krossinn gaf út um s.l. áramót og sent var á öll heimili á landinu, er einnig happdrættismiði, og hvert almanak tölusett. Vinning- ar eru 50 listaverk eftir Barböru Árnason, sem hún gaf í þessu skyni. Dregið var um vinningana í dag og fór dráttur fram í tölvu Reiknistofnunar Háskólans. Númerin eru á öftustu síðu al- manaksins. Allir þeir sem fengu almanökin send eru fullgildir þátttakendur í happdrættinu, hvort sem þeir sendu inn fram- lag til Rauða krossins á árinu eða ekki. Á myndinni er verið að lesa númerin sem tölvan dró. Menn- irnir eru Axel Túliníus, Bjöm Tryggvason, Þorgeir Pálsson og Eggert Ásgeirsson. (Tímamynd — Gunnar) HANN KEMUR! OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Betur iítur út en á horfðist með viðgerð á Þverárvirkjun, sem bil aði í gærmorgun og orsakaði, að stójt svæði varð rafmagnslaust. Er jafnvel búizt við að hægt verði að ljúka bráðabirgðaviðgerð fyri.r miðnætti annað kvöld, föstu dagskvöld. Þrjár diselstöðvar eru á svæðinu og er rafmagn skammt að til ljósa og upphitunar húsa. Þvcrárvirkjun er sjálfstætt orku veitusvæði og ekki er hægt að tengja það öðrum raforkusvæðum eins og nú standa sakir, en í framtíðinni er áætlað að tengja þetta svæði og önnur fyrir vestan og norðan við orkusvæði Lands- virkjunar, en fullnaðaráætlanir liggja ekki fyrir um hvenær það verður eða í hvaða röð orkusvæð in verða tengd. — Okkur er nauð syn á að tengjast stærri orku- veitusvæðum, sagði Jón Alfreðs- son, kaupfélagsstjóri á Hólmavík, í viðtali. við Tímann í dag. Lang varandi rafmagnsleysi þessa dag ana sannar það. Við munum þifigja „hund“ með þökkum hvað an sem hann kemur. Guðjón Guðmundsson, fulltrúi hjá Rafmagnsveitum ríkisins, sagði í dag, að bilunin í Þverárvirkjun væri að öllum líkindum ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu, og útlitið með viðgerðina orðið held ur gott og líkur á að þetta kom ist í lag annað kvöld. Er það afarmikið háð veðri hve langan tíma tekur að gera við tréstokk inn. Hann er brotinn í djúpu gili og heldur erfiðar aðstæður við’viðgerð um hávetur. Svolítið rafmagn er á svæðinu, bæði frá diselvélum og svolítið frá Þverárvirkjun. Stöðin þjónar Hólmavík og Drangsnesi og sveit um þar í kring og svo er lína yfir í Króksfjarðarnes og í Reykhóla- sveit og suður í Saurbæ í Dala- sýslu. í Saurbæ er diselstöð, sem nú er í gangi, önnur diselstöð er í Drangsnesi, sem sett var í gang í dag og þriðja diselstöðin var send norður að Hólmavík í nótt með viðgerðarflokki frá Reykja vík og var hún sott í samband um hádegi í dag. Er ástandið því rétt þolanlegt eins og er. Er rafniagn ið skaimmtað til ljósa og upphitun ar húsa, en olíukyndingar eru háð ar rafmagni og kemur rafmagns leysi hvað verst niður á kynding unum, því ekki er líft í ókynnt- um húsum til langframa að vetri til. Til matseldar eru notuð gas- tæki. Orkusvæði Þverárvirkjunar er talsvert langt frá línum næstu raf orkusvæða. Frá Saurbæ er um 15 km að næstu raflínum sunnar í Dölunum. En þar mundi verða „veik tenging", þannig að styrkja yrði línur sitt hvoru megin við ef tengt yrði. Lengi hefur verið talað um að tengja þetta orku svæði við Dalasvæðið, en spurn ingin er, hvenær áfangarnir verða teknir. Þá er rætt um að tengja Dalasvæðið yfir í Borgarfjörðinn og er þá komið inn á Landsvirkj unarsvæðið. Samkvæmt áætlun- um til styttri tíma mundi lína norður yfir hálendið ekki ná til fyrrgreinds svæðis. Hins vegar er hugsað um að leggja aðra línu frá Andakílsár- og Landsvirkjunarsvæðinu í Borg arfirði vestur á Snæfellsnes og svo aftur þaðan yfir í Dalasvæðið. Yrði þá kominn þama allstór sam tengilína. Verður þá val á milli hennar og næstu virkjunar á Snæ fellsnesi næsta ákvörðun. Svo aftur sé vikið að biluninni í Þverárvirkjun, þá er þar helzt tíðinda að í gær fór flokkur við- gerðarmanna frá Rafveitum rík isins norður til Hólmávíkur, og höfðu þeir meðferðis eina disel varastöð, \sem búið er að koma upp. Heimamenn hófu undirbún ing að viðgerð strax í gær og fengnir voru smiðir frá Blöndu ósi til að vinna að viðgerðinni á tréstokknum. Jón Alfreðsson á Hólmavík sagði, að þar væri engin neyð vegna rafmagnsleysisins. Að vísu er nokkuð naumt skammtað, og er skipt á svæðin á nokkurra klukkustunda fresti og ekki má nota rafmagn til eldunar, en hægt er að halda hita í húsum. Engin vinnsla er í frystihúsun um 1 Hólmavík né Drangsnesi, en frystiklefunum er lokað og í nótt verður „keyrt á þá“. öll gastæki til eldunar seldust upp í Hólmavík og á Króksfjarðar nesi í gær, og vantar meira af slíkum tækjum. En allt gengur þetta vandræðalaust. Þeir sem ekki geta eldað heima hjá sér fá lánuð tæki hjá nágrönnunum eða fá að stinga í pottana hjá þeim og kvartar enginn um matarleysi. En talsvert er farið að ganga á dósamat í verzlunum. Aðalatriðið er að fá rafmagnið til upphitun ar. í gærkvöldi var talsvert um að fólk flúði úr húsum og fékk að sofa hjá kunningjum, sem kynda með gamla laginu. En allir eru nú fluttir heim til sín. í sveitunum er ástandið yfirleitt betra. Þar verður oftar rafmagns laust og er sveitafólkið betur und ir slíkt búið. — Hér er mikill áhugi ó að komast í samband við stærri raf orkusvæði, sagði Jón Alfreðsson. Við höfum ekkert á móti „hundi" hvaðan sem .hann kemur. Nú er það svo að rafmagn frá Norður- landi er komið í hluta af Hrúta firðinum, og aftur er lma frá okkur komin allt suður í DalL Finnst manni trúlegra að tenging in verði á þann veginn. En sum ir hér um slóðir eru ekki alltof hrifnir af því að héðan er búið að leggja línu í hluta af Barða strandarsýslu og Dalasýslu frá þessari virkjun, en það eru tveir hreppar hér innar í sýslunni al- gjörlega rafmagnslausir. Eru það Fellshreppur og Óspakseyrar- hreppur, sem eru hér innar með Hrútafirði. Ef um samtengingu er að ræða mundum við allir hér fyrir norðan og vestan verða fegnir. Það er mikið öryggi í þvl. Að vxsu geta staurar brotnað og linuí slitnað, en það er yfirleitt- fljótleg viðgerð á slíku. Og þá væri náttúrlega hægt að miðla á milli stöðva ef vatnsleysi eða aðrar orsakir valda skorti á raf- orku. Ólafur Ólafsson í Króksfjarðar nesi sagði í kvöld, að þar um slóðir hefðu menn haft rafmagn af og til í dag til ljósa og mið- stöðvakyndinga, nema að Reyk- hólasveitin hefur ekkert rafmagn fengið síðan kl. 11 í morgun. f kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi hefur verið mikil eftirspum eftir eldunartækjum og hefur ekki hafizt undan að afgreiða þau. Galli er þó að hér um slóðir, sagði Ólafur, er aðallega notað Optima gas og tækin gerð fyrir það. En það óhapp vildi til að siðasta sending af þessari gastegund fór í sjóinn. Erlent skip sem var á leiðinni til landsins var með farm inn á þilfari og skolaði honum fyrir borð. Er því tilfinnanlegur skortur á gasi hér. BJARGAÐI TELPU MEÐ SNARRÆÐI OÓ—Reykjavík, fimmtudag. bryggju, en skipverjinn á Þriggja ára stúlka féll í MánafosSi kastaði sér þegar í sjóinn í Reykjavíkui-höfn í gær stað á eftir barninu í myrkan kvöldi. Snarráður skipvei-i á sjóinn. Var samstundis hringt Mánafossi stakk sér þegar eftir á sjúkrabíl og lögreglu. Skip barninu og náði stúlkunni og verjinn náði strax til stúlkunn komust þau bæði á þurrt eftir ar og var þeim bjargað. Var skamma stund. barnið flutt á slysadeild Borg Stúlkan var með foreldrum arspítalans í öryggisskyni, en sínum niðri við Mánafoss, sem ekkert amaði að telpunni og var í þann mund að leggja úr fékk hún að fara heim í gær höfn. Einhveri-a hluta vegna kvöldi. Atburður þessi varð féll barnið milli skips og kl. 8,30. I---------—-----------------------—---------j /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.