Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 8
5 TÍMINN FÖSTUDAGUR 3. desember 1971 ÁNÆGJAN ER EYÐILÖGÐ Óánægja almúgans með alla hluti, hérna í henni Ameríku, er einn af þeim þáttum, sem telja verður með þeim mikilvægari, þegar reiknað er dæmið um niður- lægingu þessarar stóru og vold- ugu þjóðar. Vitanlega hafa alltaf einhverjir verið óánægðir, en imeirihluti Ameríkana hefur ein- lægt verið þekktur fyrir að vera ánægður með sig og stoltur af því a® vera amerískur. Einhvern veginn hefur það verkast þannig, að á undan- förnum árum hafa einstaklingar og hópar sett sig upp, ekki ein- göngu sem gagnrýnendur, heldur dómarar um alla mögulega og ómögulega hluti, sem koma í snertingu við líf hins vinnandi manns. Millistéttirnar, sem púla inest, borga hæstu skattana, elska landið sitt, senda drengina sína í stríðin, sýna yfirvaldinu virð- ingu, ferðast ekki til útlanda, trúa á guð, virða fánann sinn og halda þjóðinni saman, hafa orðið verst úti í þessari niðurrifsherferð þeirra, sem vilja eyðileggja ánægjuna fyrir þeim, sem eitt- hvað hafa öðlazt i þessu lífi til að gleðjast yfir. Við getum tekið bílana sem dæmi. fslendingar skilja mæta vel, að ánægja getur legið i því að vinna sér fyrir góðri bifreið. Svoleiðis tæki var til skamms tíma mælikvarði á veraldargengi eigandans. Svo kom Ralph Nader, maður, sem ekki '■inu sinni á sjálfur bíl ,en lætur aka sér í leigubílum! Á skömmum tíma hefur honum tekizt að eyðileggja ánægju almúgamannsins yfir bíln- um og að steypa bílaiðnaði Banda ríkjanna í hálfgerða kreppu. Og Nader er enn á bezta aldri og ómögulegt áð vita, hverju hon- um tekst að afreka í viðbót. Boðskapur Naders og annarra sjálfskipaðra foringja neytenda hefur verið uppáhaldsefni frétta- manna, sem séð hafa um, að hann kæmist fyrir augu og eyru lands- lýðs. Það er almúginn, sem orðið hefur fyrir mestu hugarangrinu vegna þessa, en þeir, sem betur eru settir efnahagslega og gáfna- PÓSTSENDUM Rflálning & Járnvörur Laugavegi 23 simar 112 9s.* 128 76 RAFSUÐUTÆKI HANDHÆG OG ÓDÝR Þyngd 18 kg. Sjóða vir 2,5—3,0—3,25 mm. RAFSUÐUÞRÁÐUR, RAFSUÐUTANGIR, RAFSUÐUKAPLAR góðar teg. og úrval. S M Y R I L L Ármúla 7. Simi 84450. lega, hafa ekki tekið eins mikið mark á niðurrifsmönnum. Frammá menn í viðskiptaheiminum hafa flestir hina mestu skömm á Nader og kollegum hans. Það hefur farið með marga aðra hluti eins og bílana. Helzt hefur verið veitzt að tækjum og hlutum, sem mikilvægir eru í lífi fólks hér vestra. Ef ekki hefur tekizt að níða niður sérstakar vörutegund- ir, hefur verið reynt að koma þvi inn hjá fólki, að allir framleið- endur og reyndar allir, sem við- skipti stundi, séu svindlarar af verstu tegund, sem sitji um hvert tækifæri til að hafa fé af fóiki. Ekki má gleyma mengunar- mjálmurunum, sem gert hafa sitt bezta til að gera hinum vinnandi lýð lífið leitt. Þúsundum saman hafa sérfræðingarnir prédikað um syndir þeirra, sem stundað hafa atvinnurekstur og launþeg- anna, sem eitthvað hafa eignazt. Fáir setja hér bíl í gang án þess samvizka þeirra verði ekki fyrir hnjaski vegna meintrar mengun- ar, sem þeir valda með meintri fúlmennsku sinni. Þeir hinir sömu eru löngu búnir að missa tilfinn- inguna, sem þeir einu sinni þekktu sem bland af létti og ánægju, þá er þeir hægðu sér til baks og kviðar. Núna fyllast þeir hugarangist og kvíða í hvert sinn, er þeir pumpa niður úr’ salerninu, því þeir eru ekki vissir um, nema þeir séu að vinna stór- kostleg náttúruspjöll. Skólarnir hafa hamrað inn í börn og unglinga alls kyns hryll- ingssögum um það, hvernig eldri kynslóðin hafi eyðilagt landið „þeirra“. Hálfstálpaðir og alstálp- aðir unglingar deila við foreldra sína um svokallaða vandræðakyn- slóðina, og meina þá ekki sjálfa sig. Það mætti nú halda, að nóg hefði verið að eyðileggja þannig trú almúgamannsins á öllu veraldlegu í þessum heimi, og honum hefði verið leyft að halda trúnni á landið sitt, guð og yfir- valdið.Svo billega hefur hann þó ekki sloppið. Skioulega hefur vnnnið að •' laaöið og fána þess, s: m miilistéttunum hefur alltaf verið einkar helgur. Sjón- varpið hefur slengt inn á gafl hvers heimilis myndum af alla vega athöfnum hérlendra og er- lendra manna, þar sem Bandaríkj unum hefur verið sýnd óvirðing. Vietnam-stríðið hefur auðvitað komið sem af himnum sent og óspart verið notað í þessum til- gangi. Sögur af spillingu ráðamanna. blekkingum stjórnmálamanna. mútuþiggjandi lögreglusveitum og alls kyns öðru svínaríi í opipber- um rekstri hafa valdið almúgan- um sálarangist og kvíða Við þetta hefur bætzt ólga og óánægja inn- an kirkjunnar, sérstaklega hinmr kaþólsku. Ykkur finnst eflaust, að hér hafi verið tínt til allt það nei- kvæða, en ég get fullvissað ykkur um það. að margt mikilvægt hef- ur orðið útundan, t.d. blámanna- vandamálið. En við látum hér staðar numið, og höldum áfram að fyi?iast með því, hvernig þessi lýðræðistilraun ætlar að takast. Þórir S. Gröndal. Kristinn Björnsson, sálfræðingur: UMFEROAR- SIVS OG RÁÐ GEGNÞEIM Oft er nú rætt um hina miklu aukningu umferðarslysa og leiiðir til úrbóta. Margar skyn- samlegar tillögur hafa komið fram og margt mætti gera, svo sem auka löggæzlu, auka fræðslustarfsemi, herða á próf- kröfum og fleira. Tvær aðgerð- ir held ég þó yrðu áhrifamest- ar: 1. Svipta þá menn ökuleyfi, a.m.k. tímabundið, sem veru- lega brióta umferðarreglur eða sýna með því að valda * tjóni, að þeir eru ekki færir um að stjórna ökutæki svo öruggt sé. 3. Auka muninn á trygg- ingaiðgjöldum þeirra, sem aka örugglega. Þegar ökumað ur á sjálfur verulega sök á tjóninu með gálausum akstri og broti á umferðarreglum, ættu tryggingafélögin einnig að krefjast endurgreiðslu bóta. Ég vil rökstyðja þessar skoð- anir mínar. Flestum ber saman um, að of hraður akstur, miðað við aðstæður, sé einhver algeng asta ástæða tjóna. Það einfalda ráð að fylgja ákvæði umferðar- laga um ökuhraða mundi koma í veg fyrir marga árekstra. Ef þeirri reglu væri almennt fylgt að miða hraða ávallt við að hægt sé að stöðva ökutæki á % þeirrar vegalengdar, sem auð er og sýnileg framundan, eins og boðið er í lögunum, yfði t.d. lítið um aftanákeyrsl- ur. Svo er um fleiri reglur um- ferðarlaga, ef þeim væri fylgt, yrði litiið um árekstra ,og þær eru alls ekki settar af handa- hófi eða þýðingarlitlar. Þegar talað er um sviptingu ökuleyfis er þetta oftast kall- að „refsing“. Þetta finnst mér rangnefni. Þegar einhver sýnir með akstri sínum, að hann hefur ekki hæfni, kunnáttu eða persónulega' eiginleika til að aka örugglega, er það frekar verndarráðstöfun fyrir almenn ing og hann sjálfan, að leyfa honum þáð ekki framvegis. Sá sem veldur endurteknu tjóni vegna gáleysis eða brota á um fer^irréglum, sannar í raun- inni, að hann getur ekki innt verkið af hendi svo viðunandi sé. Honum er þá sjálfum bezt að fást ekki við það, a.m.k. Þangað til hann hefur lært meira. Með þessu legg ég áherzlu á, að svipting ökuleyfis er ekki gerð í hefndar- eða refsiskyni, eins og sumir álíta, heldur verður að gera háar kröfur til hæfni ökumanna. Þess er alls ekki að vænta ,að nær allir geti farið með jafn hættulegt tæki og bifreið er. Varðandi tryggingarmálin þá er spurning, hvort allt of örugg Kristinn Björnsson. trygging hefur ekki neikvæð áhrif á áhuga manna tU að forða tjóni. Að sjálfsögðu verð- ur tjónþoli að fá fullar bætur, en meira mætti e.t.v. gera af því að endurkrefja þær bætur frá þeim, sem tjónunum valda. Að minnsta kosti virðist sann- gjarnt, að þeir, sem áhættu vilja taka með of hörðum akstri og gáleysi í umferð, verði að einhverju leyti að greiða sjálfir það tjón, sem þetta veldur. Hinir sem var- kárari eru, ættu að fá að njóta þess í lækkuðum iðgjöldum. Nú þegar er nokkur munur á iðgjöldum eftir því, hvort tjóni er valdið, en sá mismunur þyrfti að vera meiri. Að lokum þær spurningar: 1. Eru íslcnzk lagafyrir- mæli nægilega skýr til að hægt ‘ sé að koma við svipt- ingu ökuleyfis í auknum mæli, eins og oft er rætt um og m.a. nýlega í sjónvarps- þætti, eða þarf að breyta lög- unum? Þessu gætu lögreglu- yfirvöld svarað. 2. Hvað gera tryggingarfé- lög í því að krefjast endur- greiðslu bóta af þeim, sem valda tjóni með miklu gá- leysi og brotum á umferðar- reglum, t.d. með allt of hröð- um akstri eða ölvun við akst- ur? Æskilegt væri að heyra um Þetta frá fulltrúum trygg- ingafélaga. Að síðustu: Gætilegri akstur og tillitssemi í umferðinni mundi bjarga nokkrum manns lífum, forða meiðslum og ör- kumlum margra manna og spara tugi milljóna kr. vegna minni skemmda á ökutækjum. Vandinn er aðeins sá, að fá fólk til að fara rólegar og með meiri gætni í umferðinni og taka tillit til annarra. Sumir geta e.t.v.. ekki lært þ'-tta eða fást ekki til þess. Þeir ættu því ekki að fá að stjórna öku- tækjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.