Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 13
/ ?. 3. desember 1971 ÍÞRÓTTiR Pctro Carrasco frá Spáni varð fihm nýi hehnsmeistari í létt- vigt í hnefaleikum um síSustu helgi. í keppninni nm titilinn, sem fram fór í Madrid, var hand- i hafi titilsins, Mando Ramos, frá Bandaríkjunum, dæmdur úr leik í-H. lotn. Keppnin átti að standa f 15 lotur. Ramos hafSi fram aS 11. lotu i le&rnn í sinum höndum, eða rétt- \ asa sagt hnefum. Hann sló Spán- verjann í gólfið þegar í 1. lotu og svo aftur í 8. lotu og tvisvar ) f þeirri 10. f þeirri 11. varð Ramos betet til of aðgangsharður og slengdi mótherjanum í gólfið með júdóbragði. Þetta Iíkaði dómar- amtm, sem var frá Nígeríu, ekki og dæmdi Ramos úr leik. — Varð þá allt á öðrum endanum í húsinu, sem í voru um 20 þús. maims, svo og í hringnum, þar sem Ramos hótaði dómaranum ölíu illu, svo og mótherjanum, sem hékk í sæti sínu gersamlega „út“bankaður“ og hafði enga vitn- eskju um að hann væri orðinn heimsmeistari. TÍMINN Jólamót T.B.R. í Badminton verður Uþidið í iþróttahúsi K.R. Aðalfundur frjálsíþrótta- deildarÁrmanns Frjálsíþróttadeildar Áxmanns verður haldinn sunnudaginn 5. des. n. k. kl. 2 eJi. á Hótel Esju. Frjálsfþróttafólk er beðið að fjölmenna. Stjórnin. R. des^.Kcppt verður í eftirtöld um flokkum í einlRfaléik: 1. fl. 16 — 18 ára piltar — stúlk- ur. 2. fl. 14 — 16 ára- drengir S— tdpur 3. fL 12 — 14;ára svein ar — meyjar. 4. fl. 12 ára og yngri strákar — stelnur. Þátttaka tilkynnist til Hættgs Þorsteinssonar símar 35770 eða 82725 fyrir 7. des. næstkomandi. Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur. Bréfaskólí SÍS og ASÍ 40 námsgreinar. Frjálst val. Innritun allt árið. Sími 17080. Fyrirliði Júgóslava afhenpr Geir merkið. (Tímam. Róbert) Ceir hefur skorað 242 mörk / 50 landsleikjum ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Hinn frábæri leikmaður FH í handknattleik, Geir Hallsteinsson, lék sinn fimmtugasta lándsleik í handknattleik fyrir fsland í gær- kvöldi, og vann Geir þar með af- rek, sem aðeins einn leikmaður hefur náð áður, en það var Hjalti Einarsson, félagi hans úr FH, sem varð fyrstur til að vinna það af- rek. hefur ekki misst úr nema tvo landsleiki á þessu tímabili. Geir hefur skorað langflest mörk íslenzkra landsliðsmanna. í gærkvöldi skoraði hann sjö mörk og hefur hann því skorað sam- tals 242 mörk í 50 leikjum, eða tæp fimm mörk í leik, sem er frábært. Fyrir leikinn í gær afhenti Rúnar Bjarnason, varaformaður HSÍ, Geir blómvönd í þakklætis- skyni og fyrirliði Júgóslavanna færði honum sérstakt merki frá Júgóslövunum. f leiknum í gær lék Geir mjög vel, hann skoraði 7 af mörkum fslands, þar af 4 úr vítaköstum, og voru þau hvert öðru fallegra. Allt frá því að Geir fór að leika með landsliðinu árið 1966, þá 18 ára gamall, hefur hann verið sjálfkjörinn í liðið. Hann Hraðkeppnis- mót Hauka Haukar í Hafnarfirði fengu um síðustu helgi í heimsókn 2. deild- arlið KA frá Akureyri. Á laugard. öttu gestirnir kappi við gestgjaf- ana og lauk þeirri viðureign, sem var nokkuð markamörg, með sigri gestgjafanna 29:21. Sunnudagur- inn var hafður til að heyja Hrað- keppnismót, þar sem þátttakend- ur voru Haukar, Valur, KA og FH. Valsmenn sigruðu Hauka 10:9, eftir að Haukar komust í 4:0 og 6:2. FH sigraði síðan KA 11:7 og Haukar gerðu slíkt hið sama í leiknum um 3ja sætið. Valur og FH léku til úrslita og fór sú viðureign á þann veg, að Valsmenn sigruðu 7:5. Hálf tætingsleg voru liðin, sem léku til úrslita, því í þau vantaði nær alla af beztu mönnum þeirra. Valsmenn voru án landsliðsmann anna, sem kepptu í Danmörku um helgina, svo og nokkurra fleiri, og FH var m.a. án Hjalta, Þórarins, Geirs og Viðars. Munar um minna þegar lið eins og þessi mætast, enda var viðureignin ekki upp á það allra bezta, þegar mið- að er við fyrri leiki þeirra. NÝJUNG HJÁ LEICESTER LEICHESTER CITY er á þessu leiktímabili að reyna allrnerki- lega nýjung, sem ætti að geta komið að góðum notum fyrir ís- lendinga. Nýjung þessi er gríðar- stórt tjald, úr polythene efni, sem þekur allan vöU félagsins við Fil- bert Street. Tjald þetta er mjög handhægt Framhald á bls. 12 Þarna er verið að breiða polyth ene-tjaídið á leikvöll Leicester, Og hér sést tjaldið uppblásið. Fylgið fordæmi meistarans. Þeir, sem gerast áskrifendur að tímaritinu SKÁK fyrir næstu áramót, fá yfirstandandi árgang ókeypis. (Áskriftargjaldið er kr. 1000,00 fyrir 10 tölublöð). Notið þetta einstæða tækifæri. Tímaritið „SKÁK", pósthólf 1179, Rvík. Sími 15899 (1 hádegi og á kvöldin).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.