Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 16
ÞÓ—Reykjavík, laugardag. Rok og rigning höfðu engii. láhrif á þrettándagleði Keflvík- inga, en Keflvíkingar héldu mikla þrettándagleði á fimimtudagskvöld ið oig tóku að oninnsta kosti 1500 manns þátt í henni þegar flest var. Undanfarin ár hefuir þrett 'ndagleði verið haldin í Kefla vík annað hvert ár, og allan tím ann hafa það verið sömu aðilar sem séð hafa um undirbúniniginn, en það eru karlakór, kvennakór og lúðrasveit staðarins, og einnig hafa skátar og björgunarsveitin Stakkur aðstoðað við þennan fyrsta fagnað ársins. Blaðamaður og ljósmyndari Tímans brugðu sér á þrettánda fagnaðinn nú í vikunni. tíleðin byrjaði með því, að fólk safnað ist saman við Sé-'rleyfisbílastwð Keflavikur og var þaðan lagt af sitað í skrúðgöngu til íþróttavall arins. f broddi fylkingar fóru keflvískir hestamenn, á eftir þeim kom hópur blysbera, þá lúðrasveit Keflavíkur og á eftir henni kom margt forneskjulegt fólk, eins og t. d. Skugga-Sveinn og Ketill skræk ur, álfar og púkar og svo að sjálf sögðu álfadrottningin og álfa- kóngurinn akandi í gömlum opn um jeppa. Það var tilkomumikil sjón að sjá þessa skrúðgöngu ganga um götur bæjarins, og settu blys beramir hvað mestan svip á göniguna, en kyndlar þeirra lýstu upp allt næsta nágrennið og í rokinu stóðu neistamir frá blys unum í allar áttir. Þegar komið var til íþróttavall arrns, var búið að kveikja í helj- armiklum bálkesti, og álfamir í mjög Rtríkum klæðum, hófu að dansa gamla dansa, en það voru stúikur úr gagnfræðaskóla Kefla víkur sem léku álfana, og lúðra sveitin lék undir. Síðan byrjuðu kórarnir að syngja, „Bregðum blysum á löft og svo frv., en vegna roksins og rigningarinnar, sem nú var skollin á, fór söngurinn og spilið að mestu út í veður og vind, en Keflvíkingar létu þetta ekki hið minnsta á sig fá, heldur reyndu að syngja aðeins hærra. Þá gengu þeir Ketill skrækur og Skugga-Sveinn um völlinn og voru bömin misjafnlega hrifin af þeim félögum, jafn illúðlegir og þeir vora. Eftir því sem hvessti meira, fór neistaflugið úr bálkestinum að dreifast um næsta nágrenni, en sem betur fór var það ekki í svo ríkum mæli, að hætta stafaði af. Þegar fólk var búið að fá sig fullsat.t af söngnum í bili, byrj- uðu skátar og félagar úr björg unarsveitinni að skjóta á loft flug eldum af miklum krafti og ekki veitti af að hafa kraftinn mikinn, því sumir flugeldanna fóru rétt upp í loftið í rokinu og féllu síð an til jarðar. Er álfagleðin hafði staðið yfir á annan tíma fór fólk að tínast heim, enda komin úrhellis rigning, en fólk fór heim glatt og kátt eftir að hafa komizt í snert- ingu við okkar gömlu álfatrú. Blaðburðarfólk óskast á Laugarnesveg, I Túnin, Sólheima, Sel- | tjarnarnes og Akurgerði. | Sími 12323. | Eins og sjá má, þá var fjöldi manns á álfagleðinni, hvorki rok né rigning fældi fólkið í burtu frá þessari hátíð. — (Tímam. -. Gunnar) Hér koma blysberarnir eftir götum Keflavíkur. Jú, konan hans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.