Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 1972 — Gap vas gínninga en gras hvergi Hugleiðingar um áburðardreifingu á afrétti og úthaga Á síðasta ári var mikið rætt og ritaS um hina gífurlegu eyð ingu jarðvegs og gróðurs hér á landi, sem hófst með búsetu landnámsmanna og haldið hef. ur áfram til þessa dags með sívaxandi hraða. Margir sam- verkandi og óviðráðanlegar or- sakir hafa valdið þessari eyð- ingu eins og harðviðri, vatna- gangur .eldgos og önnur óáran, en búseta og atvinnuhættir eru án efa frumorsakirnar. Talið er, að strax við landnám hafi þegar gengið mjög á skóga og kjarrlendi en graslendi auk- izt að sama skapi. Isl. jarð- vegur er mjög fokgjarn vegna mikils öskumagns og skorts á bindiefnum, og megnaði gras- rótin ekki að binda hann. Vegna' þessarar snöggu gróð- urbreytingar hófst uppblástur, sem enn hefur alls ekki verið stöðvaður. Nú er unnið að því að snúa vörn í sókn með ýms- um ráðum. í þessari grein vilj- um við vekja athygli á einum þælti þessara mála, sem gæta verður varhugar við. Eitt af því, sem reynt er til þess að auka beitargildi órækt aðs lands, er að dreifa á það tilbúnum áhurði. Þessari að- ferð hefur verið beitt sums staðar erlendis, m.a. í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, og aukið þar nokkuð á sauðfjárafurðir bænda. Hér er þó ekki um viðurkennda aðferð til land- bóta að ræða, heldur eina af mörgum til skjóttekins gróða. Áburðardreifing á óræktað land hefur mikil áhrif á þau gróðurfélög, sem þroskazt hafa á löngum tíma við náttúruleg- ar aðstæður. Hún raskar eðli- legu samhengi og stöðu tegund anna innbyrðis, eins og nánar verður vikið að síðar. Skylt er að minna á það, að enn er þekking takmörkuð á einstaka atriðum áhrifa áburð- ardreifingar .Þar bíður mikið starf margra aðila. Handahófs- kennd áburðardreifing á stór landsvæði gæti orðið mikið slys, sem erfitt yrði að bæta. Ljóst er, að um margbrotið mál er að ræða, sem hugsa verður til enda áður en hafizt er handa. Mörg félög hafa á stefnuskrá sinni gróðurvernd og baráttuna gegn uppblæstri. Mikið og fóm fúst starf er þannig lagt af mörkum og með fjöldasamtök- um hlýtur að mega stýra þessu starfi inn á betri brautir. Hins vegar virðist stundum vera gripið til vanhugsaðra að- gerða. Er hér átt við meira eða minna skipulagslausa áburðar dreifingu út um hvippinn og hvappinn. Þannig getur góð meining orðið til skaða. — Þau félög og samtök, sem upp- græðslu og gróðurvemd unna hafa stofnað með sér Land- græðslu- og náttúmvemdar- samtök fslands (Landvemd). ' Þessi félagsskapur hefur miklu hlutverki að gegna og okkur ber að styðja hann á allan hátt — einnig með ábending- um og gagnrýni. Þau næringarefni, sem borin eru á, eru einkum köfnunar- efni, fosfór og kalí. Mest er notað af köfnunarefni, og þar sem venjulega er lítið um það l aðgengilegu formi í jarðveg- inum, taka plöntumar skjótum stakkaskiptum við köfnunarefn isgjöf. Þær vaxa hraðar, verða stærri og grænni, og beitar- gildi þeirra eykst verulega. En jafnframt er hætta á, að plönt urnar verði veikbyggðari, rótar kerfið nái ekki fullum vexti og að öll plantan verði viðkvæm- ari fyrir ytri áhrifum. Oft dregur úr blómgun á kostnað blaðvaxtar, henni seinkar eða ferst alveg fyrir. Af þessu leiðir, að fræmyndun verður minni og óöruggari. Fyrst og fremst á þetta við um gi*astegUn'dir svö'ló'g'ýiösáf'’ tvíkímblaða1 jurtir. Köfnunar- efnið hefur síður áhrif á marg ar aðrar plöntutegundir, t.d. starir, lyng og ýmsa runna. Það veikir samkeppnisaðstöðu þeirra gagnvart grösunum, og geta þær því horfið af áburð- arsvæðunum. Að öllum jafn- aði eru þessar síðastnefndu plöntur betur fallnar til þess að viðhalda jarðvegi og gróðri (án áburðar) en þær, sem koma upp við áburðargjöf, enda hafa þær aðlagast náttúruleg- um lífsskilyrðum og hafa vítt og þroskað rótarkerfi. Áburð- urinn verkar einnig á lægri plöntur (fléttur og mosa) og smáveralíf svarðar og jarð- vegs. Flest önnur áburðarefni auka einnig vaxtamöguleika sáðjurta á kostnað nægjusam- ari villuplantna. Meginbreytingin á gróðri er sú — og það er mergurinn málsins — að þær tegundir, sem hverfa, eru mun fleiri en þær, sem koma í staðinn, þ.e. að gróðurfélög og önnur líf- samfélög verða fábreyttari en áður. Fjölbreyttnin minnkar á köstnað mágnsins hjá fáeinum tegundum. í þessari breytingu ef fólgin veraleg hætta, ef um hirðu er ekki haldið áfram. Lífsamfélagið verður háð áburðargjöfinni líkt og rækt- að land, og getur ekki staðizt án hennar. Þá verður við sömu vandamál að glíma og í tún- ræktinni nú, en við miklu mun erfiðari aðstæður. Að líkindum mun hinar upp haflegu tegundir nema land á ný, ef áburðargjöf yrði hætt. Slíkt getur tekið langan tíma og mun lengur en útrýming þeirra. Sennilegt er, að vatn og vindar verði fyrri til og feyki jarðvegi út í hafsauga. Rétt er að geta þess, að áhrif áburðar era ekki ein- göngu bundin við jarðveginn og lífssamfélög hans, heldur ná einnig til ferskvatns og jafn- vel sjávar. í ferskum vötnum veldur hann stórauknum þör- ungagróðri, sem stafar af mik- illi fjölgunar einnar eða fárra tegunda. Rotnun þeirra getur leitt til súrefnisskorts, sem tak markar líf annarra lífvera í vatninu. Fjölmörg veiðivötn heims era þegar stórskemmd af áburðarmengun. Allt ber að sama branni. Mikil áburðardreifing á afrétti og úthaga verður því að telj- ast varhugaverð. ef ekki bein- línis hættuleg náttúru lands- ins. Við teljum það mikla ábyrgð fyrir samtök, sem öðr- um þræði kenna sig við nátt- úruvemd, að standa fyrir slíku meðan dregið verður í efa að af því sé nokkurt gagn en geti leitt til alvarlegrar röskunar á lífssamfélögum, veikt þau og komið af stað uppblæstri. Ágúst H. Bjarnason, Helgi Hallgrímsson, Stefán Bergmann. jí UMHUGSUNAREFNI „Ljúgðu nú, Pétur, ég skal trúa“. Einhver mesti ófögnuður í skrifstofum dagblaða — og þó helzt á siðum þeirra — en jafn- framt nokkurt skemmtiefni, eru falsfréttir, sem hrekkjalómar senda biöðum og reyna að smeygja inn ( þau. Sem betur fer fá blaðamenn og ritstjórar nokkra æfingu í að þekkja slík- ar sendingar, svo að þær verða oftast aðeins minjagripir i skrif- borðsskúffu. Fyrir kemur þó, að siikur samsetningur kemst á prent, viðkomandi blaði til háð- ungar. Munu flest blöð hafa eitt hvað af þessu að segja, enda er þetta stundum ísmeygilega gert. Þessi draugagangur á blöðum var tíðari fyrr á árum en hin síðustu missiri. Blöð og útvarp leika sér stund- um að þessum eldi, sem þó brenn ur heitast á þeim sjálfum, fyrsta dag aprílmánaðar, en fyrir kem- um, að þeir, sem þá láta gabb- ast, launa illyrmislega fyrir sig. Frægt er dæmið, þegar útvarps- hlustandinn í Helgafellssveitinni sendi útvarplnu fregnina um furðukálfinn og fékk lesna. Frægasta dæmið af þessu tagi er þó „lúsoddinn" í Morgunblað- inu forðum daga. Gráglettinn lesandi sendi Mbl. frétt um hástemmt íslandslof í stil, sem Mbl. var tamastur og sætastur, þegar það flutti gestahól, en þó með nokkuð tortryggilegu ivafl og útflúri, og var höfundur orð- anna sagður heimsfrægur, fransk ur íslandsvinur, Lúsoddi að nafni, sem ritað var og stafað upp á frönsku. Heilskyggnir lesendur sáu grikkinn á síðu Mbl. þegar morg- uninn eftir og kenndu þar nafn Lúsodda, frægrar sögupersónu úr riti Laxness. Síðan kalla blaða menn og margir fleiri serdingar af þessu tagl lúsodda og spyrja gjarnan, þegar þelm þykir fregn tortryggileg: „Er þetta ekkl lús- oddi?". Segja má, að ekki sé allt í hers höndum, meðan slikir upp- vakningar eru aðeins aðsendir, en þegar Lúsoddi er setztur inn á gafl, beinlínis orðinn heima- maður á blaði og hefur lagt und- Ir sig húsbóndastólinn, syrtir heldur en ekki i álinn. Það er engu líkara en þessi hörmungarsaga hafi gerzt á Morgunblaðinu síðustu vikur og mánuði. Þar birtast hvað eftir annað stjórnmálafréttir, sem eru heimatilbúnir lúsoddar, þeg- ar betur er að gáð. Það er engu líkara en Lúsoddi skepnan hafi hlaupið þar í alla fyrirmenn og búið um sig innan rifja í þeim, sleppi þaðan út við og við og teiki sér á siðum Mbl. elnn eða tvo daga, en siðan verða heima- menn að gleypa ódráttinn ofan i sig aftur, og enginn veit, hvenær hann bregður sér á lelk að nýju. Lúsoddasýkin i Morgunblaðinu virðist sífellt elna. Eitthvert fyrsta lúsoddakastið fékk blaðið allsnemma I haust, þegar skriffinnar þess. sögðu lús- oddafrétt af almennum fundi ungra Framsóknarmanna og gerðu forsætisráðherra gersam- lega upp orð og meinfngar. Rlt- stjórar Mbl. gripu lúsoddann hugarhrifnir á lofti og matreiddu hann í ritstjórnargreinum fyrlr þjóðina, en urðu svo að kyngja honum sjálfir. Næsta stórútrás lúsoddans varð 1. des. þegar Mbl. æpti allt í einu út yfir lönd og höf, að þrír þingmenn Framsóknarflokks- ins styddu ekki veigamikla yfir- lýsingu í stjórnarsáttmálanum né stefnu stjórnarinnar i þvi máli. Þessi lúsoddi hljóp síðan í þá báða, formann Sjálfstæðisflokks- ins og formann Alþýðuflokksins, á sjálfri nýárshátíðinni, svo að þeir vfrtust ekki hafa annað gómsætara að tönnlast á i þetrrl veizlu. Nýjasti og frægasti — en þvi miður varla síðasti — fúsoddinn i Mbl. var heldur en ekki víga- legur í smeltri brynju. Ungur blaðamaður sendi þá fregn sunn- an úr álfu, að utanrikisráðherra íslands hefði látið falla þar f ræðu orð, sem engum heilvita manni gat komið í hug að hann hefðl mælt. En ritstj. Mbl. tóku lúsoddanum eins og himnasend- ingu og hömpuðu honjim eins og stórasannleik framan i þjóðina. Siðan veltu ritstjórarnir lúsodd- anum fram og aftur dögum sam- an i boðskap sínum og gerðu sjálfum sér úr honum gullstól. tn Adam var ekki lengl í Para- dis. Þegar minnst varði opinber- aðist öllum lýði, að þessi lús- oddi var gömul heimsbjörgunar- orð Emils Jónssonar, utanríkis- ráðherra gömlu ihaldsstjórnar- innar. Og nú bráði kks litið eitt sem snöggvast af hinum lúsoddasjúku höfðingjum íhaldsins, eins og fyrir kemur um illa haldna menn eftir erfið köst, Þeir sáu sér þann kost vænztan að biðja suð- mjúkiega fyrirgefningar á iús. odda sinum og smáninni of hon- um. Slfk yfirbót er góðra gjalda verð í sjálfri sér. En verður batinn langær? Er Lúsoddi ekki lengur óskaprins og stjórnmálaritstjóri á Morgun- blaðinu? Hafa monnirnir, sem þar hafa eigrað á eyðimörkinni, komizt að raun um, að hillingarn- ar, sem þeir stefndu á, eru aðeins foksandur? Er þess að vænta, að þeir láti nú lúsodda sjúklegrar óskhyggju sinnar og sefasýki hætta að hafa sig að strengbrúð- um á ieiksviði ímyndunarveik- innar? Eða heldur stærsti stjórnmála- flokkurinn á fslandi áfram að heyja baráttu sína i stjórnarand- stöðunni í sporum karlsins, sem var kominn í þvilík* söguhallæri eftir nokkra vetrareinangrun, að hann sagðf við málreifan kunn- ingja sinn, þegar hann hitti hann loks á förnum vegl: „Ljúgðu nú, Pétur, ég skal trúa". Þetfa eru spurningar dagsins og ærið efni umhugsunar um stjórnmálabaráttuna á 'slandi. Jafnvel íhaldinu gæti maður óskað af he'lum hug nokkurs bafa af þessu fári. — AK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.