Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 9
MIÐJUDAGUR 11. janúar 1972 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, Indriðí G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Stein- grímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — AfgreiSslusimi 12323. Augtýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. í lausasöiu kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Ingólfur og fjárlögin Ingólfur Jónsson fyrrv. rá'öherra birtir pistil í síðasta laugardagsblaði Mbl., þar sem hann ræðir einkum um fjárlagaafgreiðsluna og lýsir þeirri skoðun sinni, að hækkun útgjaldanna beri vott um „ábyrgðarleysi og kyndi undir verðbólguna.“ í tilefni af þessu munu ýmsir spyrja — og ekki sízt fylgismenn Sjálfstæðisflokksins, — hvað Ingólfur hafi gert til að sporna gegn útgjaldahækkun fjárlaganna. Því er bezt svarað með því að rifja upp eftirfarandi: Meginhækkun fjárlaganna stafar af ákvörðunum og fyrirheitum, sem fyrrv. ríkisstjórn hafði tekið eða gefið. Að sjálfsögðu greiddi Ingólfur ekki at- kvæði gegn neinni hækkun af þessu tagi, heldur lagði blessun sína yfir þær allar. í öðru lagi stafaði hækkun fjáriaganna af því, að tryggingabætur voru verulega auknar. Ingólfur Jóns- son greiddi atkvæði með hækkun þeirra, ásamt öðr- um þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. í þriðja lagi stafaði hækkun fjárlaganna af aukn- um framlögum til skólamála, heilbrigðismála og ým- issa verklegra framkvæmda. Ekki er kunnugt um annað en að Ingólfur og flokksbræður hans hafi greitt atkvæði með öllum þessum hækkunum. í fjórða lagi stafar hækkun fjárlaganna af þvi, að ríkið tók á sig ýms útgjöld sveitarfélaga og létti þannig byrðar þeirra. Ekki er kunnugt um annað en að Ingólfur hafi verið þessum breytingum samþykk- ur. Hér hefur þá verið gerð grein fyrir öllum meginhækk- unum fjárlaganna og jafnframt sýnt fram á, að Ingólf- ur Jónsson var samþykkur þeim öllum. En þetta er ekki öll sagan. Af hálfu Ingólfs og flokksbræðra hans, var ekki borin fram ein einasta lækkunartillaga, en þvert á móti ýmist fluttar tillögur af þeim eða studdar, sem hefðu haft rúmlega 500 milljóna króna hækkun fjár- laga í för með sér. Þessu til viðbótar hafa svo Ingólfur og flokksbræður hans flutt fjölda frumvarpa og þings- ályktunartillagna, er fela í sér útgjaldahækkun, er nema mörgum hundruðum milljóna króna. Ingólfur Jónssyni ferst því meira en óhönduglega, þegar hann er að tala um ábyrgðarleysi í sambandi við afgreiðslu fjárlaganna og telur útgjaldahækkun þeirra kynda undir verðbólguna. Hann hefur ekki aðeins lagt blessun sína yfir þær útgjaldahækkanir, sem hér er um að ræða, hel<j|ur viljað ganga miklu lengra í hækkunar- áttina. Vinnubrögö Geirs Morgunblaðið eyðir nú daglega miklu rúmi til þess að lýsa þeirri hættu, sem stafi af vaxandi verðbólgu. Á sama tíma vinna svo ýmsir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að því að magna verðbólguna, eins og þeir mest geta. Þannig beitir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, sér nú fyrir því, að rafmagnsverðið verði hækkað í Reykjavík um 16.2% og hitaveitugjaldið um 13.1%. Þó sýna útreikningar, að bæði Rafmagnsveitan og Hitaveitan geta skilað tekjuafgangi, án þessara hækkana. Hækkanir þessar væru þegar komnar til fram- kvæmda, ef ríkisstjórnin hefði ekki stöðvað þær. Þannig eru nú vinnubrögð foringja Sjálfstæðisflokks- ins. Þeir vara við verðbólgu í orði, en reyna eftir öllum ráðum að magna hana á borði. Slík stjórnarandstaða mun hljóta verðskuldaðan áfellisdóm. Þ.Þ. 9 Aífreð Þorsfeinsson, borgarfulltrúi: Æskulýðsstarfsemi á villigötum ? Styðja á viS bakið á hinum frjálsu félagasamtökum, íþrótta- hreyfingu, skátahreyfingu, taflfélögum, bindindisfélöguni og fleiri í stað þess að keppa við þau Það esr ótrúlegt — og óhugn- anlegt — að rúmlega þriaji hver piltur á aldrinum 15 ára, og fjórða hver stúlka á sama aldri, skuli neyta áfengis að jafnaði fjórum sinnum í mán uði. Þegar yfir hennan aidur er komið, fer áfengisneyzlan 5rt vaxandi. Og samkvæmt könn un, sem gerð var á þessum mál um hérlendis nýlega, kemur í ljós, að 90% pilta á tyítugs- aldri neyta áfengis og 84% stúlkna. Þessar tölur eru mjög slá- andi, en koma þó ekki á óvart þeim, sem t:J þekkja, og vita, að áfengisneyzla unglinga fer vaxandi f sifellt lægri aldurs flokkum. Samfara skapast svo önnur vandamál. Vaxandi af- brotahneigð uuglinga og hegð unarvandamál, sem foreldrar og kennarar verða að glíma við daglega. Að sjálfsögðu geta borgaryfir völd í Reykjavík ekki látið, ei.ns og þeim komi þessi mál ekki við, og gera ekki. En spurningin e rsú, nvort rétt sé staðið að æskulýðsmálum í borginni. Eins og kunnugt er, hefur Æskulýðsráð Reykjavíkur ver- ið starfandi um mörg undanfar in ár á vegum borgarinnar. Hef ur sú starfsemi leitt margt gott af sér. Til að byrja með beind- ist starfsemin nær eingöngu að alls konar tómstundavinnu, en upp á síðkastiö er eins og horf ið hafi verið frá þeirri stefnu — og skcmmtanahald orðið fyr irferðarmesti þátturinn í starf seminni. M. ö. o. tómstundar- vinnan er á hröðu undanhaldi fyrir tómst’ ndargamninu. Auðvitað væri það fásinna að ætla að útiloka allt skenuntana hald, en er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga þessi mál, þegar svo er komið, að skemmtanahald er orðið aðal- uppistaðan i starfsemi Æsku lýðsráðs? Starfsemin í Tónabæ er eðli- lega undir smásjá og sætir gagn rýni margra. Foreldrar spyrja, hvað Æskulýðsráð bjóði ungl- ingum upp á í Tónabæ annað en innihaldslausa skemmtun, sem leiði það eitt af sér, að Iunglingar fái þar smjörþefinn af hinu almenna skemmtana- lífi í Reykjavík. Tónabær sé nokkurs konar stökkpallur eða veitingahúsaskóli fyrir ungling ana. Slíkir dómar eru of harðir, en það verður þó að segjast eins og er, að Æskulýðsráð mætti að ósekju reyna að efla annars konar staifsemi. Skemmtana- haldið má ekki sitja í fyrirrúmi, þó að það eigi að fylgja með. Annars er ástæða til að gera úttekt á æskulýðsstarfseminni í borginni. Hér fer fram margs konar æskulýðsstarfsemi á veg Alfreð Þorsteinsson. um frjálsra fólagasamtaka. Þar er íþróttahreyfingin efst á blaði. Einnig má nefna skáta hreyfinguna, taflfélög, bindindis félög og KFUM og KFUK. Mín skoðun er sú, að stefna Reykja víkurborgar eigi fyrst og fremst að miðast að því að efla starf semi Kssara aðila — því að þeir hafa á stefnuskrá sinni skapandi verkefni. í félagsskap þessara aðila öðlast unglingar tækifæri til að reyna sig við ýmiskonar verkefni, hvort sem það er á keppnisvelli, yfir skák borði eða í útilegu. Nú er það svo, að margir ungl ingar ejga athvarf í þessum fé- lagasamtökum. T. d. má nefna það, að í Íþróttafélögunum í Reykjavík eru á 14. þúsund með limir. En það væri hægt að taka við miklu fleiri, ef betri aðstaða væri fyrir hendi. Það virðist t. d. alveg sama, hve mörg íþróttahús eru byggð í Reykjavík — alltaf vantar meira rými. Með þessu er ljóst, að mögulcikar íþrótta hreyfingarinnar eru miklu meiri — og sömulciðis hinna fclagasamtakanna, sem áður voni nefnd, ef þau fengju auk- inn stuðning borgarj'firvalda. Og þá er ég kominn að þeirri spurningu, hvort það sé ekki í rauninni röng stefna af hálfu Reykjavíkurborgar að taka bein línis UPP á sína arma og þenja út æskulýðsstarfsemi — sern virðist stefna að skemmtana- haldi — á meðan hér í borg starfa ýmsir aðilar að æskulýös málum, að mestu í sjálfboða- vinnu, og gætu aukið starfsemi sína verulega, ef þeir nytu meiri stuðnings af hálfu borgar innar. Ekkt má skilja þessi orð mín svo, að ég vilji leggja niður Æskulýðsráð. Það verður að starfa áfram, því að alltaf eru einhverjir unglingar, sem ekki hafa áhuga t. d. á íþróttum. En hvað á Reykjavíkurborg að ganga langt í þessu efni? Ljóst er, að ef gengið er of langt, þá er hreinlega verið að éfna til samkeppni. um unglingana milli félaganna og Æskulýðs- ráðs. Og að mínum dómi, er ekki aðeins frá því sjónarmiði, slík samkeppni varhugaverð, að sú stefna borgarinnar að annast sjálf æskulýðsstarfsem ina með launuðu starfsliði. með an hin frjálsu félagasamtök eru ekki nýtt til hlítar, er hæp in fjárhagslega, þá liggur í augum uppi, að félögin geta orðið undir í þeirri. samkeppni, því að óvíst er, að unglingarnir standist þá freistingu sem skemmtanahald Æskulýðsráðs óneitanlega er. En hvort sem æskulýðsstarf semi er rekin af hinum frjálsu félagasamtökum eða Æskulýðs ráði, ber að leggja mikla áherzlu á það, að hæfr.r menn veljist til að stjórna æskulýðs starfinu, og það á ekki að hika við að mennta menn sérstaklega til þeirra starfa. Slik menntun er góð fjárfesting fyrir hvaða bæjar- eða sveitarfélag sem er. Enn fremur ber að leggja áherzlu á að skapa unglingum góða aðstöðu. Núverandi for- ustumenn Æskulýðsráðs Reykja víkur hafa mikinn áhuga á því að byggja sérstök æskulýðs- heimili í úthverfum borgarinn ar, og er sú hugmynd góðra gjalda verð, en i þessu sam- bandi er þó vert að kanna gaum gæfilega, hvort ekki megi nýta skólahúsnæði undir æskulýðs starfsemi betur en gert er, og hvort ekki sé alyeg sérstök ástæða til að hanna skólahús- næði. í framtíðinni einmitt með það í huga, að þar geti farið fram æskulýðsstarfsemi um kvöld og helgar, þegar skóli starfað ekki. Skólahúsnæði er það dýrt húsnæði, að sjálfsagt er að nýta það sem bezt. Raun ar er fenginn nokkur forsmekk ur að því, hvernig nýta megi skólaliúsnæði á þennan hátt, en þar á ég við íþróttahús skól anna, sem nýtt eru af skólum á venjulegum skólatímum, en íþróttahreyfingunni. eftir skóla tíma. Um æskulýðsmálir í borginni má skri.fa langt mál, en ljóst er af öUu, að það verður að taka þau til endurskoðunar. Ef vel er staðið að æskulýðsmál um er um ieið byggður varan legur grunnur að heilbrigðara þjóðlífi framtíðarinnar. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.