Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 3
ÉAUGARDAGUR 15. janúar 1972 TIMINN r.-afrr 3 Haikion fékk 35,30 fyrir ufsakílóið í Þýzkalandi ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Halkion frá Véstmannaeyjum seldi 80,7 tonn af ufsa í Bremer haven í morgun fyrir 106.060 mörk og er verðið því 35,30 kr. fyrir kílói'ð. Þetta mun vera næst hæsta verð, sem íslenzkur bátur hefur fengið fyrir ufsa í Þýzka landi. Halkion veiddi þennan ufsa í net. Vélskipið Árni í Görðum seldi 50 lestir af ufsa í Bremer haven í gær fyrir 60.500 mörk og er meðalverðið 32.40 kr. fyrir kflóið., 1 Bretlandi seldu í gær, Örn fá Hofsósi, Dagný frá Siglufirði og Sigurbjörg frá Ólafsfirði. Öm seldi 51 lest fyrir 9600 sterlings pund og er meðalverðið fyrir kfló ;ið 41,90 kr., Dagný seldi 141 tonn ,'fyrir 26.654 sterlingspund og er mcðalverðið 41.95 köóið og Sig irrbjörg seldi 61 lest fyrir 12809 | sterlingspund; meðalverði® 46-70 íkr. kflóið. Hörpudiskur í Bolungavík Krjúl-Bolungavík, fimmtudag. Undanfarið hafa tveir bátar ver ið gerðir héðan út á hörpudisks veiðar og hafa þeir aflað skín- andi vel. Bátarnir hafa stundað hörpudisksveiði síðan hætt var á rækjunni og nú, er byrjað verð ur aftur á rækjuveiðum, mun ann ar báturinn verða að hætta veið um vegna anna í frystihúsinu. Bát amir hafa komið með 2—3 tonn í hverri veiðiferð, og er annar Framhald á bls. 14. Samvinnan komin út ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Samvinnan 6. hefti 1971 er komin út, og er efni blaðsins hið Jjölbreyttasta a® vanda. Aðalefni blaðsins að þessu sinni fjallar um kirkjuna og samtímann. Blaðið efndi til hringborðsumræðna um Kirkjuna og samtímann og tóku /þátt í þeim umræðum þau Árni Bergmann, séra Bernharður Guð mundsson, dr. Björn Björnsson, Gunnar Björnsson, Hólmfriður Pétursdóttir, Sigurður A. Magnús son, séra Sigurður Pálsson, Sigurð ur Öm Steingrímsgon og Svein- björn Bjarnason. Annað efni í blaðinu er m. a. Borgarskæruliðinn eftir Halldór Sigurðsson, Um stríð og frið eftir Grétar L. Marinósson, ísland af sjónarhóli bandarísks náttúruvernd armanns eftir Roger Caras, Þjóð sagan um konuna eftir Soffíu Guðmundsdóttur og heimilisþátt ur, sem Bryndís Steinþórsdóttir sér um. Þá er að finna ljóð eftir Hjört Pálsson og Unni S. Braga dóttur. Upphaflega átti blaðið að koma út um miðjan desember, en "egna verkfalls prentara og bók- Wadara, sem hófst 5. des., varð blaðið síðbúnara en ella. Indriði G. Þorsteinsson flytur ávarp eftir að hann hafði tekið við Silfurhestinum í gær. (Tímamynd GE) IGÞ fékk Silfurhestinn fyrír „Norðtm ríS stríð" „gagnrýnendur dagblaðanna óvenju sammála um að velja beztu bók ársins" EJ—Reykjavík, föstudag. Bókmenntagagnrýnéndur dag- blaðanna veittu í dag verðlaun sín, Silfurhestinn, fyrir beztu bók ársins 1971. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Indriði G. Þor- steinsson fyrir bók sína „Norðan við stríð“, og hlaut hann 450 stig af 500 mögulegum, og voru gagn- rýnendur dagblaðanna að þessu sinni „óvenju sammála um að velja beztu bók ársins“, að því er Jóhann Hjálmarsson, gagnrýn- andi Morgunblaðsins, • sagði við afhendingu Silfurhestsins. Silfurhesturinn vax afhentur við hátíðlega athöfn að Hótel Sögu í dag, og afhenti Jóhann Hjálmarsson Indriða Silfurhest- inn fyrir hönd bókmenntagagnrýn- endanna. Við það tækifæri flutti Jóhann ræðu um verðlaunaveiting una og skáldsöguna Norðan við stríð, en Indriði þakkaði fyrir með stuttu ávarpi. f ræðu sinni sagði Jóhann Hjálm arsson m.a.: „Einstök í íslenzkum bók- menntum“. Skáldsaga Indriða G. Þorsteins- sonar Norðan við stríð greinir frá þeim tímamótum, sem erlendt her- nám veldur í íslenzkum kaupstað; kyrrð hægfara bæjarlífs er skyndi- lega rofin af brezkum hermönnum. ísland er orðið hluti af umheim- inum. Norðan við stríð er hernáms saga, eihstök í íslenzkum bók- menntum. Hún er ekki rituð af beiskju vandlætarans, heldur sit- ur mannlegur skilningur hvarvetna í fyrirrúmi. Indriði G. Þorsteins- son þekkir sannarlega sitt heima- fólk. Hér er um heimildarskáld- sögu að ræða, en vitanlega ráða lögmál listrænnar frásagnar ferð- inni. Skáldsögur Indriða G. Þor- steinssonar greina frá miklum at- burðum, snerta sjálfa kviku þjóð- lífsins. Þær lýsa einkum sárs- auka þess að hverfa frá hinu gamla bændasamfélagi, en einnig tilhlökkun borgarlífsins. Nútím- inn vekur menn af dvalanum. í Norðan við stríð umturnar hernám- ið öllu, freistingar riýs mannlífs verða allsráðandi. Þjóðin verður frjálsari, en um leið í meiri vanda en nokkru sinni fyrr. Meistaralcg lýsing á miklum umskiptum. Indriði G. Þorsteinsson sagði nýlega í blaðaviðtali, að hernám- ið hefði „þeytt okkur inn í heim- inn“. Hann segir í sama viðtali: „Og við komum sterkari út úr hemáminu. Kannski svolítið tryllt, en annars helvíti góð. Og þá fyrst var farið að taka til hendi hér á landi“. Hinum miklu umskiptum, sem hernámið hefur í för með sér, lýsir Indriði G. Þorsteinsson meist aralega í Norðan við stríð. Við er- um leiíld til-fundar víci margar manngerðir, sumar eru grófar og •viiltar, aðrar fara sér hægt. En hernámið breytir þeim öllum á sinn hátt. Frá samskiptum íslend inga og setuliðs er sagt af vægð arlausu raunsæi, en þrátt fyrir djarflegar, stundum ofsafengnar lýsingar, er mild Ijóðræna eitt af sterkustu einkennum skáld- sögunnar. Við kynnumst þessari ljóðrænu í inngangskafla sögunn- ar, þar sem höf. dregur upp sviðsmynd þess drama, sem er að hefjast, einnig í frásögn af dag- legu lífi í bænum og á sjónum og ekki sízt £ þeirri fallegu ást- arsögu um íslenzku stúlkuna og norska herflugmanninn, sem er einhver veigamesti þáttur bókar- innar. Indriði G. Þorsteinsson hef- ur áður sýnt lesendum sínum, að hann kann í senn skil á ljóðrænu og fraunsæi. í Norðan við stríð beítir hann þessum hæfileika sín- um af mestri kunnáttu. „Þáttur í stón-i mynd“ Norðan við stríð er þáttur í stærri myiid, sem Indriði G. Þorsteirisson hefur verið að draga upp með skáldsögum sfnum Sjö- tlu og níu af stöðinni (1955) og Landi og sonum (1963). Þessi mynd „hangir saman á tímasetn- ingunni" eins og Indriði hefur komizt að orði, cn Norðan við stríð er sjálfstætt verk þrátt fyrir tengslin við fyrrnefndu skáldsög- urnar tvær. Hvað varðar markviss listræn vinnubrögð hefur Indriði hvergi náð lengra en í Norðan við stríð. Þessi skáldsaga gerir þá upplits djarfari, sem hafa trú á íslenzkum bókmenntum. Það mun reynast torvelt að finna jafningja Indriða G. Þorsteinssonar meðal íslenzkra skáldsagnahöfunda, sem fram hafa komið eftir stríð. Hann hefur unn- ið hvern sigurinn af öðrum frá því að fyrsta bók hans, smásagna- safnið Sæluvika, kom út fyrir meira en tuttugu árum. Eins og fyrr segir er greinilegt samhengi milli skáldsagna hans: Sjötíu og níu af stöðinni, Lands og sona og Norðan við stríð. En skáldsagan Þjófur í paradís (1967) er að vissu marki skyldari Norðan við stríð en önnur verk hans. Þjóf ur í paradís var til vitnis um þann mikla árangur, sem hann hafði náð sem skáldsagnahöfund- ur. Enn nærtækara dæmi um stöðu hans í íslenzkum bókmennt- úm nútímans ,er Norðan við stríð, skáldsagan, sem gagnrýnendur dag bloðanna hafa verið óvenju sam- mála um að velja beztu bók árs- ins 1971.“ Ávarp Indriða Er Indriði hafði tekið við Silf- urhestinum sagði hann: „Hross hafa löngum verið mér til yndisauka. Hestar báru mig á æskuárum, sem óðum fjarlægj- ast. Nú er skipt um. Mér er gert að bera hest. Við þetta tækifæri fer mér eins og látnum sveitunga mínum, sem stóð í heyskap við þjóðveginn. Yfir honum hvíldi tvísýnn himinn, en lítill tími til að hlusta á veður fregnir. Maður fór um veginn með tösku um öxl; kannski hafði hann haft spurnir af veðurspánni. Sveit ungi minn snaraðist upp á veginn og spurði göngumann hvort hann hefði heyrt spána. Maðurinn svar- aði því engu en fór að þylja upp nöfn á guðsorðaritum, sem hann bar í tösku sinni og vildi selja. Ileyskaparmaðurinn hafði nauman tíma, en sagði þó áður en hann snaraðist út í flekkinn: Ef þú ættir veðurspána í skrautbandi, þá skyldi ég kaupa hana. Þannig fer mér í hópi gagn- rýnenda. Ég stunda minn heyskap, en þeir bera orðið um þjóðveg- inn. Stundum mætumst við ekki, og stundum er maður á útengjum fjarri alfaraleiðum. En fyrst við erum hér saman, þá vil ég gjarn- an koma því til ykkar að hlusta eftir erindum heyskaparmanna. Yf- ir þeim hvílir oft tvísýnn him- inn. Ég skyldi þó sízt af öllu kvarta urdan því að hafa ekki fengið að heyra veðurspána í ár, og öll þau ár. sem ég hef skrifað bæk- ur. Gagnrýnendur hafa vorið mór mildir. Þann hest sem ég verð nú að bera met ég mikils af því hann er kominn úr ykkar höndum. Hitt myndi þó skipta mig meira máli að eiga þess kost að hlusta á álit kolloga ykkar að svo sem Framhald á bls. 14. AVIDA WMil Bráðabirgðalögin f tilefni hinna nýju bráða- birgðalaga um óbreytt iðgjald bifreiðatrygginga en lögskyld aða sjálfsábyrgð bifreiðaeig- enda, leitaði Þjóðviljin til nokkurra bifrciðaeigenda um álit á áhrifum laganna. Kom þar fram hjá formanni FÍB t. d„ að sjálísábyrgðin kæmi sér betur fyrir bifreiðaeigend ur en iðgjaldahækkun, ef starf andi væri umferðardómstóll. Nauðsyn bæri til að umferðar dómstóli yrði komið upp til að skera úr um skiptingu sak ar. Leigubifrciðarstjóri, sem blaðið hafði tal af, taldi, að þessi ráðstöfun ríkisstjórnar- innar væri til þess failin að draga úr umferðaróhöppum, en þeim tilfellum myndi fjölga Þar sem tjónavaldar hlypu brott frá ábyrgð sinni og þyrfti að gera ráðstafanir | til að koma í veg fyrir það. | f grein, sem Alfreð Þorsteins i son, borgarfulltrúi Framsóknar 1 flokksins, ritaði hér í blaðið | um æskulýðsmál taldi hann að hollara væri fyrir borgina að styrkja æksulýðsstarfsemi áhugafélaga en eyða fjármun um til að halda uppi skemmt anahaldi á vegum borgarinn- ar. Alfreð sagði m.a.: ,,Nú er það svo, að margir ungl ingar eiga athvarf í þessum fé lagasamtökum. T. d. má nefna það, að í íþróttafélögunum í Reykjavík eru á 14. þúsund með limir. En það væri hægt að taka við miklu fleiri, ef betri aðstaða væri fyrir hendi. Það virðist t. d. alveg sama, hve mörg íþróttahús eru byggð í Reykjavík — alltaf vantar meira rými. Með þessu er ljóst, að möguleikar íþrótta hreyfingarinnar eru miklu Í“ meiri — og sömuleiðis hinna . félagasamtakanna, sem áður j voru nefnd, ef þau fengju auk inn stuðning borgaryfirvalda. i| Og þá er ég kominn að þeirri spurningu, hvort það sé ekki í rauninni röng stefna af hálfu Reykiavíkurborgar að taka bein línis upp á sína arma og þenja út æskulýðsstarfsemi — sem ^ virðist stefna að skemmtana- p haldi — á meðan hér í borg starfa ýmsir aðilar að æskulýðs málum. að mestu í sjálfboða vinnu, og gætu aukið starfsemi sína verulega, ef þeir nytu Imeiri stuðnings af hálfu borgar innar. Ekki >má skilia Þessi orð mín svo, að ég vilji leggja niður Æskulýðsráð. Það verður að starfa áfram, því að alltaf eru einhverjir unglingar, sem ekki hafa áhuga t. d. á íþróttum. En hvað á Reykjavíkurborg að ganga langt í þessu efni? Ljóst er, að ef gengið er of langt, þá er hreinlega verið að efna til samkppni um unglingana milli félaganna og Æskulýðs- ráðs. Og að mínum dómi, er ekki aðeins frá því sjónarmiði, slík samkeppni varhugaverð, Iað sú stefna borgarinnar að annast sjálf æskulýðsstarfc,,m- ina með launuðu starfsliði með an hin frjálsu félagasamtök eru ekki nýtt til hlítar, er hæp in fjárhagslega, þá liggur í Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.