Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 16
Laugardagur 15. janúar 1972. Sundlaug úr plasti á Dalvík HD-Dalvík, SB-Rvík, föstudag. Plastsundlaug hefur verið tekin í notkun á Dalvík, en þar hefur ekki veriS sundlaug áSur, heldur notazt viS sundlaugina í LaugahlíS í SvarfaSardal. Nýja laugin er 12,5x6,5 m- aS stærS og er viS íþróttahúsiS, þannig aS klefar og böS< sem þar eru, nýtast viS hana. Sundlaug þessi er plastdúkur í trégrind og er hún niSurgraf in. Laugin er innflutt frá Sví þjóS og kostaSi um eina mill jón króna uppsett. VerSur hún aSallega notuS sem kennslulaug, en einnig til al- menningsnota, eftir þvi sem áhugi verSur á. Lézt undir stýri ■ bíllinn rann út ■ í Elliðaárnar ■ OÓ—Reykjavík, föstudag. ■ Bíll fór út af SkeiSvallarvegi ■ í morgun, rann niSur brekkuna ■ cg út í vestari kvisl ElliSaánna ■ og stöSvaSist þar. Þegar aS B var komiS reyndist ökumaSur- inn, sem var hátt á sjötugs- aldri, látinn. Mun hann hafa ■ orSiS bráSkvaddur og rann því ■ bíllinn stjórnlaust út í ána. ■ Bílnum var ekiS norSur SkeiSvallarveg. Þegar hann var m kominn rétt aS Miklubraut, en ■ þar er beygja á SkeiSvallarvegi, g Fór bíllinn út af götunni, rann _ niSur ávala brekku og í ána. ( Sennilega hefur bíllinn runn ■ iS hægt. Valt hann ekki en ■ rann á hjólunum út í ána, sem g er lygn en talsvert vatnsmikil á B þessum staS. Var ökumaSurinn fluttur á slysadeild Borgar- * 1 spítalans, og var látinn þegar ■ þangaS kom. Engir áverkar eru ■ á likinu. ■ 1245 minkar J til Dalvíkur J HD-Dalvík, SB-Rvík, föstudag Minkaflutningar í hiS nýja ■ minkabú viS Dalvík hófust í ■ dag og standa yfir næstu daga. B Minkarnir eru fluttir frá SauS árkróki og Akranesi, 1245 dýr, þar af 1030 læSur. Eigandi ■ minkabúsins viS Dalvík er Þor ■ steinn ASalsteinsson, en faSir ■ hans, ASalsteinn Loftsson, út- B gerSarmaSur, hefur einnig lagt hönd á plóginn. Bygging minkabúsins hófst ■ sl. haust og er búið a(5 byggja ■ eitt hús, sem er um 1000 fer B metrar að stærð. Annað hús þarf síðan undir hvolpana, þeg ar Þeir koma. Bústjóri er ■ Skarphéðinn Pétursson frá ■ Reykjavík. Stofnkbstnaður g minkabúsins mun vera um _ 12 milljónir króna. Fóðrið er allt fengið frá Frysti- og slátur ■ húsinu á Dalvík, blandað og ■ útbúið þar. ■ SEÐLABANKINN: indlriði G. Þorsteinsson, (t. h.) með Srlforhestinn og Jóhann Hjálmarsson. (Tímamynd — GE) Viöskiptajöfnuöuriiin mjög ðhagstæður ‘71 KJ—Reykjvaík, föstudag. Seðlabankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu um gjaldeyr Indríði G. Þorsteinsson isstöðuna í árslok 1971. Kemur þar fram að þrátt fyrir að gjald eyrisstaðan sé góð vegna langra erlendra lántaka, þá sé augljóst, „að viðskiptajöfnuðurinn , hefur orðið mjög óhagstæður á árinu 1971.“ Fréttatilkynning fer hér á eftir: Seðlabankans á Snæfelisnesinu JS—Ólafsvík, föstudag. Samkomulag hefur orðið um það milli verzlunarmanna og verzlunareigenda á Snæfellsnesi, að hafa sölubúðir lokaðar á laugardögum. Þá verða Þær breyt ingar á opnunartíma vcrzlana, að opið verður til klukkan sjö á föstudögum og opnað verður kl. tíu á mánudagsmorgnum. Þessi breyting tekur gildi um næstu helgi, þannig að opið verð- ur til klukkan sjö föstudaginn 21. janúar. Samkomulagi'ð gildir fyrir Ólafsvík, Grundarfjörð, Stykkis- hólm og að öllum líkindum Hellis sand líka. Loka á laugardögum íékk Silfurhestinn / ár EJ—Reykjavík, föstudag. Bókmenntagagnrýnendur dag- blaðanna veittu í dag vcrðlaun sín, Silfurhestinn, fyrir bcztu bók ársins 1971. Indriði G. Þorsteins son hlaut verðlaunin fyrir skáld sögu sína Norðan við stríð. Skáld saga hans hlaut 450 stig af 500 mögulcgum, og var 150 stigum hærri en næsta bók. Silfurhesturinn var afhentur við athöfn á Hótel Sögu, og flutti Jóhann Hjálmarsson, bókmennta- gagnrýnandi Morgunblaðsins, ræðu og afhenti síðan Indriða Silfurhestinn, en Indriði flutti síð an stutt ávarp. Báðar ræðurnar eru birtar á bls. 3. í ræðu Jóhanns kom fram, að aðrar bækur, sem atkvæði fengu hjá bókmenntagagnrýnendum að þessu sinni, voru þessar: Rímblöð eftír Ilannes Pétursson 300 stig, Farðu burt skuggi eftir Steinar Sigurjónsson 100 stig, Orð skulu standa eftir Jón Helgason 100 stig, Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson 75 stig, Spítala saga eftir Guðmund Daníelsson 50 stig og Vísur jarðarinnar eftir Þorgeir Sveinbjai-narson 50 stig. Þeir gagnrýnendur, sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, voru: Andrés Kristjánsson frá Tímanum, Árni Bergmann frá Þjóðviljanum, Helgi Sæmundsson frá Alþýðu- blaðinu, Jóhann Hjálmarsson frá Morgunblaðinu og Ólafur Jónsson frá Vísi. Jóhannes Jóhannesson smíðaði Silfurhestinn. I ræðu sinni sagði Jóhann m. a., að það væri von þeirra, sem að Silfurhestinum standa, að hann verði hverju sinni til að vekja athygli á íslenzkum bók- menntum, úthlutun hans verði mönnum hvatning til að vega og meta það, sem er að gerast í bókmenntalífinu. Sjá nánar á bls. 3. „Fyrstu bráðabirgðatölur liggja nú fyrir um gjaldeyrisstöðuna í' lok ársins 1971. Samkvæmt þeim nam nettó-gjaldeyriseign bank- anna í árslok um 4,750 millj. kr., og hafði aukizt um 1,490 millj. kr. á árinu. Þessi bati gjaldeyrisstöð unnar á að miklu le.vti rætur að rekja til langra erlendra lántaka, sem komið hafa inn í gegnum bankakerfið á þann hátt, a@ lán takendur hafa selt bönkunum gjaldeyri umfram það, sem sel\ hcfur verið til að standa straum af afborgunum erlendra lána. Innifalin í bata gjaldeyrisstöðunn ar er einnig úthlutun sérstakra dráttarréttinda frá Alþjóðagjald eyirissjóðnum, sem námu 216,6 millj. kr. á árinu 1971. Auk þeirra erlendu lána, sem Framhald á bls 14 NORÐANFLUG: Vantarenn fé tíl að kaupa sjúkrafíugvél ÞÓ—Reykjavík, föstudag. — Enn cr ekkert ákveðið um kaup á nýrri sjúkraflugvél fyrir Norðurflug, sagði Tryggvi Helgason, flugmaður, er við ræddum við hann í dag. Tryggvi sagði, að vél eins og þeir væru að reyna að kaupa væri af Pipergerð og lík gömlu sjúkravélinni, nema hvað þessi nýia yrði miklu kraftmeiri og hraðfleygari. Tryggvi sagði, að þeir væru að hugsa um að kaupa 3—4 ára gamla vél og mætti búast við að slík vél kostaði 4—6 milljónir. Samþykki hefði feng izt fyrir ríkisábyrgð, en það er einföld ábyrgð og eru því lánastofnanir eitthvað tregar til að lána fé til kaupa á vél inni. — En ef ekki fæst íjárm- þá er ég hræddur um, að lítið verði úr kaupunum. Annars á ég eftir að athuga hvaða sjóð ir gætu komið til með að lána til slíkra kaupa, því það er nauðsynlegt fyrir okkur að fara að skipta um sjúkraflug- vél, sagði Tryggvi að lokum. Það þykir víst mörgum furðu legt, að ekki skuli fást nauð synlegt fjármagn til kaupa á nýrri sjúkraflugvél fyrir Norð urland, þar sem allir eru sam mála um að sjúkraflug Tryggva hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir dreifbýlið. Félag Framsóknarkvenna, Reykjavík Fundur verður n.k. fimmtudag 20. þ.m. að Hallveigai’stöðum. — Fundarefni: Félagsmál og frjálsar umræður. — Takið með ykkur handavinnu. Stjórnin- ■ ■ fsland fékk 214 millj. frá Alþjóöagjaldeyris- sjoönum I ársbyrjun í byrjun þessa árs fór fram í þriðja sinn úthlutun sérstakra drátt- arrétlinda, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úthlutar þátttökuríkjum, og er með hcnni lokið að úthluta Því, sem samþykkt hefur verið að nota af þessum nýja gjaldmiðli til þessa. Hlutur fslands í þessari síðustu úthlutun jafngildir 214,5 millj. íslenzkra króna, og hefur fs- land þá á þremur árum fcngið alls úthlutað jafnvirði 653 millj. kr. Verðgildi hinna sérstöku dráttarréttinda er miðað við gullverð, og eru þau talin til gjaldeyris-ignar Seðlabankans. Suðumesjamenn Fulltrúai'áð framsóknarfélaganna í Keflavík heldur almennan stjórnmálafund í Ungmenna félagshúsinu í Keflavík, miðvikudaginn 19. janúar og hefst hann kl. 8,30 s. d. Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra verður frum- mælandi og ræðir hann um skattamálin og fjárlögin. Fundarstjóri verður Tryggvi Krist- vinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.