Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 4
& mimÍ^m TIMINN SUNNUDAGUR 16. janúar 1972 USTAHÁTÍÐÍ REYKJAVÍK Laus staða Staða aðstoðarframkvæmdastjóra Listahátíðar 1972 er laus til umsóknar. Starfsmaðurinn þyrfti jafnframt að gegna blaða- fulltrúastörfum fyrir hátíðina. Umsóknir sendist framkvæmdastjórn Listahátíðar 1972, Norræna húsinu, Reykjavík, fyrir 1. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ivar Eskeland, framkvæmdastjóri. Reykjavík, 13. janúar 1972 Framkvæmdastjóm Listahátíðar 1972. Laus staða Staða aðalfulltrúa við bifreiðaeftirlit ríkisins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar 1972. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 14. janúar 1972. Sinfóníuhljómsveit íslands ORÐSENDING TIL ÁSKRIFENDA Fyrstu tónleikar á síðasta misseri verða haldnir 27. janúar. Endurnýjun áskriftarskírteina óskast tilkynnt nú þegar. Þeir, sem ekki hafa tilkynnt endurnýjun eða sótt skírteini síri fyrir 20. janúar, eiga á hættu að þau verði seld öðrum. Salan fer fram 1 Ríkisútvarpinu, Skúlagötu 4, sími 22260. Ingólfur Davíðsson: Svíar ráðast gegn mengunlnni Fyrir nokkrum árum spúði hitamiðstöðin við ..Suðursjúkra húsið“ í Stokkhólmi árle'ga 20 tonnum af sóti og 300 tonnum af brennisteinstvísýringi út í loftið. Með róttækum aðgerð- um hefur nú sótið minnkað um 90% og brennisteinstvísýring- urinn um 98% — og þó hefur stöðin verið stækkuð. Einu sinni var Veitur (Vattem), næststærsta vatn Svíþjóðar, frægt fyrir hið kristalstæra vatn. f kyrru veðri var hægt að sjá til botns á meira en 15 m. dýpi. En árið 1966 var vatnið orðið svo óhreint, að aðeins var hægt að sjá 6 m. niður. Bæði skólp og úrgangsvatn frá verksmiðjum ollu þessu. Sil- ungnum í vatninu leið illa vegna minnkandi súrefnis. Þessi uggvænlega mengun er nú stöðvuð. Hreinsitæki voru sett upp og vatnið verður stöð ugt hreinna og hreinna. Menn vona að árið 1973 verði vatnið orðið tært að nýju. f Svíþjóð hefur pappírsiðn. aðurinn verið einhver helzti mengunarvaldurinn.' Um % af vatnsnotkun Svía gengur til pappírsiðn.ðarins, og þetta óhreinsaða vatn frá verksmiðj- unum var að mestu leitt út í ár og vötn. Talið er, að fyrir hvert tonn af pappír sem framleidd- ur var, hafi úrgangurinn, sem í vatninu lenti, verið 1 tonn af spónum, hálfuppleystum trefj- um og ýmsum efnum. Menn sáu að þetta dugði ekki og hófust handa með hreinsitæki og hreinsunaraðferðir. f hinni ný- tízkulegu Múnksjö-verksmiðju í Vageryd er fasti úrgangur- inn nú tæp tvö kíló á móti tonni áður. Byggingameistarar - Húsbyggjendur 'Þér getið sparað þúsundir króna með einu símtali. 95-5298 Við framleiðum plasteinangrun í öllum þykktum á hagstæðasta verði, sem í boði er í dag. Flytjum á byggingastað á Reykja- víkursvæðinu yður að kostnaðarlausu. Pantið með fyrirvara, vegna mikilla anna. Eftirtalin fyrirtæki selja plast frá okkur á Norðurlandi: Akureyri: Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Ólafsfirði: Verzlunin Valberg h.f. Siglufirði: Einar Jóhannsson & Co., byggingavöruverzlun Blönduósi: Trésmiðjan Fróði h.f. Hvammstanga: Verzlun Sigurðar Pálmasonar h.f. DÚÐI hf, plastverksmiðja Sauðárkróki, sími 95-5298 Ingólfur Davíðsson Það var laust eftir 1960 að okkur varð mengunarhættan verulega ljós, sagði dr. Bou- veng, sem sér um skipulagn- ingu á vegum rannsóknarstofn- unar á vatni og lofti. Ljóst varð, að citthvað^ varð til bragðs að taka. Ástandið var orðið afleitt í mörgum ám og vötnum og mengun lofts var að verða alvarleg ógnun við heilbrigði þjóðarinnar. Kvart- anir höfðu borizt víða að, það varð nú að sinna þeim. Svíar eru mikið úti við. Hinar þrjár milljónir fjölskyldna eiga nær i/2 milljón sumarhúsa og álíka margar skemmtisnekkjur. Sví- ar kynnast landi sínu, sem bet- ur fer, og taka fljótlega eftir því, ef mengunar verður ein- hvers staðar vart. Iðnaðarstöðvarnar eru ekki svo mjög bundnar við borgirn- ar stóru, heldur liggja hér og hvar um landið. Þess vegna búa margir verksmiðjustjórar og iðjuhöldar einmitt utan borganna í eða nálægt iðnaðar stöðvunum, og kynnast meng- uninni af eigin raun. Um 1965 var farið að rita og ræða að marki um ipeng- unarhættuna. Blöð, útvarp og sjónvarp fengu áhuga á mál- inu og það var tekið fyrir í skólum og upplýsingastofnun- um. Sum iðnaðarfyrirtækin tóku að halda fræðslunám- skeið í baráttunni gegn meng- un og loks rumskuðu stjórn- málamennirnir og sáu sér ekki annað fært en að taka málið til greina og hefja baráttu gegn mengun. Iðjuhöldar tóku að skilja, að þykkur, svartur reykur verk- smiðjureykháfanna. og önnur mengunarmóða og úrgangur, sem eitraði ár og vötn, var míög slæm auglýsing fyrir iðn- fyrirtækin. Vitanlega horfðu sumir -fast á peningana og vildu ekki kosta miklu tH hreinsitækja, líkt og bér á fe- landi, sbr. álverksmiðjuna og fl. fyrirtæki. Sumir smákaup- staðir óttast að gamlar verk- smiðjur verði færðar eða lag5- ar niður og þá minnkar afcvimi an. En í Svíþjóð hefnr abnnnan- ingsálitið lagzt svo þungt #ega mengun, að sænska rikisþingið setti fyrstu lögin um mengan- arvamir. í lögunum (1. jwH 1969) segir, að roengun lofts og vatns, hávaði og svipwð óþægindi, skuli takmarka sw> mjög sem tæknilegar ástæSur og kostnaður leyfL Verksmiðjum eru settar regl ur um hreinsun reyks og úr- gangsvatns o.fl. Etfirlitsráð: var og sett á stofn. Allur þessi áróður og reglugerðir hafa haft mikil áhrif og iðjuhöldam ir eru famir að játa að úrbæt- ur stendur þeim næst að gera og era teknir að rannsa&a hvemig hægt sé bæði að hreinsa og finna nýjar hæfcto- minni framleiðsluaðferðÉc. — Þrjú mestu „mengunarsvmm", sem Svíar nefna svo, það er pappírs-, matvæla- og efna- iðnaðarfyrirtækin, bomu sér saman um það árið 1965 að koma sameiginlega á fðt rann sóknastofnun, til að finna hag- kvæmar mengunarvarnaaðferil ir. En ekki er sefið auðnro höndum meðan ranjBófaiÉr fara fram, heldur þegar í stað reynt að fyrirbyggja og draga úr mengun eins mikið og bost ur er á. í ýmsum löndum, þ. á m. fslandi, hafa varasöm þvottaefni verið auglýst grfðaa?- lega. Fósfötin í nýtázku þvotta efnum era hættuleg Iffi í ám og vötnum. Sænskar húsmæð- ur eru nú famar að nota þvottaefni með lágu fósfaönni haldi í staðinn. Þvofctaefna- framleiðendur hafa sumir hverjir neyðzt til að breyta framleiðslunni og koma með vöru með miklu lægra fósfat- innihaldi en áður. Olíukyndingu _ fylgir mikil mengunarhætta. í loftinu mynd ast brennisteinstvísýringur og brennisteinssýra, sem falla sið an til jarðar sem ósýnilegt regn, er svíður gróður, tærir bíla. vélar og hús. Fiskar drep ast í vötnunum. Talið er, að árlega dreifist um 20 millj. tonna af brennisteinstvísýringi og 1,5 millj. tonn af bienni- steinssýru yfir Vestur-Evrópu. En hægt er að hreinsa reyk inn að mjög miklu leyti, en vitanlega kostar það peninga. Enn er fsland tiltölulega hreint land og má með engu móti spillast. Betra er að fyrir- byggja strax í upphafi, þegar fyrirfram er vitað að viss iðn aður getur valdið mengun. Ingólfur Davíðsson. Rauðblesóttur hestur — fullorðinn, mark: tvíbiti a.h., hangfjöður (eða biti?) fr. vinstra, er í óskilum í Seljabrekku. Einnig músgrár foli á 2. vetri, ómarkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.