Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 16. januar 1972 TÍMINN ....................................................................................................................................................................................................... , 17 BORGARNES - SElfVRI Nú er mjög rætt um vegar- samband af Seleyri yfir í Borg- ames, ekki sízt af því, að upp- hafsmaður þess á þingi, Hall- dór E. Sigurðsson, er nú orð- inn fjármálaráðherra. Eins og kunnugt er hefur verið lögð mikil vinna í rann- •óknirnar. Okkar ágæta vega- málastjóra og hans mönnum er meiri vandi á höndum í þessu verki en virðast kann, þegar horft er um fjöru yfir hinar háffþurru leirur. Það er sem y sé meira að gera en byggja brú yfir árrennslin. Það verður v einnig að byggja yfir beljandi sjavarföll, se:i ná yfir ca. 2000 m. breitt svæði um flóð, 1 og geta orðið nær 5 m. á dýpt. Þessa brú verður að byggja á botelansu <Kki. Efri-Sandvik markast að norð austan af klettabelti, er nær frá Bjargi og vestur að Borgar- Stjum og endar þar á stapa, sem ég kalla hér I, en hinum megin vikurinnar er klappa- hoft, sem að mestu lokar henni frá Borgarvogi um. Granastaða- rúst, og nær holtið yfir í klett, sem ég nefni II. Að sunnan er svo samemað rennsli Anda- kiis- og Hvítár m.m. Víkin aðskilur klettana I og II við Borgarvog með mýr- arsundi en yfir það ætti brú- in að koma við þær trygg- ustu og ódýrustu aðstæður, sem í þessu kerfi væri völ á, • jafnvel þótt eitt og eitt klapp- aateft þyrftí, að sprengja, sem þó mun ekki koma til, eða að hann mylst á skerjum og grunni. En nú kann einhver að spyrja: Hvað verður um þær milljónir teningsmetra af sjó, sem áður flæddu inn fyrir? Auðvitað fer eitthvað inn í hinn nýja ós, sérstaklega þeg- ar vatnsborð ánna er lágt, en náttúran sér um sig sjálf. Yfir- borðsþrýstingurinn bælir niður að botni og þjappar til baka því sjávarmagni, sem þarna Fri'ðrik Þorvaldsson stöðvast, svo hin lárétt stelling wpið þyrfti að gieikka framan við stöplanna. Þar næst má rispa þvert um vikina fyrir nennsli ánna út í voginn, en þá fraroki'æmd verður að tak- marka við göngur laxins. Ef vel stæði á að þessu leyti geta sanddælumar tekið til starfa, og er það háð tækjabúnaði, hve marga daga tekur að fylla upp f vegarstæðið ásamt nauðsyn- legri landmyndun tíl stuðnings. Þar með eru ámar komnar i Hettaþröng undir bjargfasta brúna, og vegamálastjómin er uro aldur og ævi laus við þær hrellingar, sem sjávarföll, jafeaburður og vatnsflóð myndu valda, ef brúin hefði verið sett f efjuna, enda hefði sú tilhög- nn, sem hér hefur verið lýst, yfirstigið erfiðleikana með þvi hreSnlega að ganga af þeim dauðum. Til bagræðis má svo nefna, að traust og varanleg leið, aðeins 2—3 km. löng, er komin f stað króksins inn á Andakíls- og Hvítárbrú. Þegar hér er komið máli fer ég að skipta því í kafla til frekari skýringa. Aðfall og ís. Eins og kunnugt er gætir sjávarfalla upp fyrir Hvítárós, jalfnvel inn í Teningslæk. Þeg- ar ísalos og vatnavextir eru í ánum vill oft svo til í fyrstu iotu, að aðfallið stöðvar fram- rásina og undirlendin kaffær- ast. Svo þegar út fellur verð- ur leysingavatnið að rogast með ískösina, sem þrátt fyrir útfallið tefur vatnshraðann, einkum þegar jakarnir sargast við botn og suðvestan rok stendur á mótí. Loks kemst þó fsinn út að Borgareyjum, en þá snýr fallið honum við og sama «tgan endurtekur sig. Hin nýja strönd breytir þessu. Hún stöðvar ísinn og næsta útfall þarf nú stutta leið að fara með hann langt har sem hafsins verður hin sama og áður, þ.e. ca. 4,8 m. hið dýpsta. Brúin, ís og vatnavextir. Við venjulegar aðstæður mun ósinn geta fleytt fram miklu meira rennsli en vatna- svæðið þarf að losna við. Þó mun, við ísabrot og þegar leys ingaflóð skella yfir, álagið við brúna aukast mjög, og til að forða flatlendinu enn betur frá að undirleggjast má hafa við Granastaði stóra gátt, sem í botninn næmi við flóðmark. Þótt óraunhæft sé, mætti hugsa sér í asahláku 5 m. hátt vatns- yfirborð miðað við stórstraums- fjöru hjá Ferjukoti á sömu stundu og fjöruborðið er á O- punkti úti undir Borgareyj- um. í gáttinni og ósnum yrði þá eins konar bunandi fossa- fall, sem yki rennslishraðann vegna aðdraganda hrapsins hema rétt á meðan flóð varir. fsinn mun því strax hellast til baka á aðfalli, þótt megin ísinn muni síga inn að uppfyll- ingunni, þar sem Brákareyjar .munu halda honum í klemmu. Sá hluti hans, sem rekst inn voginn er háður öðrum veðra- háttum en þeian, sem oft geisa við sunnanvert nesið. Segja má, að við hinn væntanlega ós sé alltaf ládeyða og logn, og lengi vel mun ísinn mjakast hægt fram hjá mynninu upp að Borgar- og Suðurríkislandi eins og alltaf hefur gerzt. Samt mun nokkur ís berast inn í ós- inn, en þar verður á brattann að sækja því ódeifður rennslis- kraftur fallvatnanna stendur þar eins og veggur til and- stöðu, og sá ís, sem móti þeim flaumi kemst, þeytist innan skamms til baka undan tví- efldu átaki útfalls og vatns- halla. Um voginn munu svo ámar r«wna fram samkvæmt tæRninnar skikkan, ef með þarf. Borgarnes. Margt mætti í þessu sambandi segja um þann gamla og góða ferðamannabæ, og víst er það, að íbúarnir þar eiga nóga'at- orku og grjót að leggja til vars hinu nýja landnámi að sínu leyti. Mér ber fyrir sjónir íþróttavelli og gróðri gróin svæði, sem með uppmokstri og sogi mætti stækka að vild. En svo kemur það, að stórá mun renna gegnum byggðina. Það mun Borgnesingum ekki óa. Sjórinn liefur verið þeim á báðar hendur og Brákarsund hefur skorið nesoddann um þvert, auk þess er sams konar aðstaða víða kunn. Ég skal nefna nokkrar ár, fara sólar- sinnis og nefna aðeins stutt nöfn tíl að spara pappír: Pó, Signa, Thems, Rín, Dóná, Volga og tii fjölbreytni Rio Grande með bandaríska stórborg á öðr um bakkanum en Juarez í Mexico á hinum. Laxinn. Vera má, að einhverjir trúi því, að þessi röskun eyðileggi göngur laxsins, en ef það álit réði úrslitum er til lítils að hafa lesið og lært. Þess vegna ætla ég að fara nokkrum orð- um um þá skoðun, þótt ég viti að i Borgarfirði sé enginn mað- ur, sem í þessu falli þarf að telja trú fyrir. Þótt flúðir og snagar í ám í Alaska séu „þvergirt" af vasl- andi bjamdýrum. stekkur laxa- þvagan upp strengina —• einn og1 eihn jafnvel beint íinn í þjarnakjaftana. í annan stað orkar það á mann sem noma galdur að sjá þessa leiftur- hviku fiska sisast síðasta spöl- inn upp árlygnumar, yfir- þyrmda af svo gálausu of- stæki, að óp og hlaup áhorf- enda á báðum bökkum tmfla þá ekki hót, né heldur þótt lappaliprir strákar reyni að hlaupa þurmm fótum bakka milli á torfunum. Hér við Reykjavík hefur lax- inn sannað eðli sitt ákaflega vel, og margir þekkja örlaga- glímu hans við illkleifa fossa, þótt því sé ekki hér til að dreifa. Þegar laxamir koma af hafi og fara að kanna víkur og voga skammt frá höfuðborginni mæta þeim ýmsir afarkostir. Stórskipahöfn er komin í sund in og aðrar smærri um snerti- spöl burtu. Bátasmiðastöð er við voginn og vinnugnýr og ferðays geisar beggja vegna hans. Svo þegar gangan nálg- ast Elliðaárós er framundan ein hin mesta svívirðing, sem nokkrum laxi hefur verið fyrir búin. Þvert um ósinn er kom- in stærðar uppfylling úr bfl- hræjum og drasli, en árin lötr ar niður í grjóti í svo litlum mæli, að slíkar seitlur eru kall aðar hlandsprænur. En engar aðvaranir eða nývirki geta bug að skaphörku laxanna, sem þarna eru á heimleið, né af- kallað ásköpun þeirra og tilfinn ingar fyrir þeim stefnumótum, sem þeim eru fyrirsett inn í Elliðaám. Og þegar upp er kom ið i þennan ljómandi en þrönga dvalarstað bíður þeirra hin sumarlanga köllun, þótt einn og einn falli í valinn, en jafnvel þá hafa þeir svo vel séð fyrir sóma sínum, að þeir láta ekki bjóða sér minna en að sjálfur borgarstjórinn felli þann fyrsta. Ég ber saman í huga mér Elliðaárós og sameiginlegt mynni Andakíls- og Hvítár en því hef ég veríð nokkur fjölorð ur um þessi atriði í heild, að hér er enn á ný sett fram hug- myndin (hver sem hana á) um öruggustu aðferðina í þessu efni. Ég hef rætt hana út frá áratuga þekkingu á staðháttum. og vegamálastofnunin, sem hef ur á að skipa hinum færustu mönnum, mun betrumbæta það sem á skortir að nátlúr- leg aðstaða hafi lagt fram sjálf dæmi í málinu. En þá er hin félagslega hlið þess órædd. Fyrir mörgum, mörgum ár- um sagði einn af athafnamönn- um þjóðarinnar við mig: — Það er eins og þið Borgfirðingar gerið ekkert og getið ekkert nema í félagsskap, en þá eruð þið líka til alls vísir. Ég tók þetta sem hól, enda sjást nokk ur vea-ksummerki frá þeim ár- um. Þá varð til hafskipabryggja í Borgarnesi og yfir Brákar- sund var sett breiðasta brú landsins. Tvö ný skip voru keypt, Laxfoss og Eldborg, sem siðar setti heimsmet í sfld veiðum. Félagsheimili, sem enn er við lýði, var byggt í Borg arnesi, nýlokið var við fyrsta knattspyrnugrasvöll landsins þegar Englendingar reistu á honum herbúðir og stjórnin lét byggja Hvítárbrú og leggja veg yfir Holtavörðuheiði, sem var mesta afrekið eins og á stóð. í héraði gerðust margvís legar framfarir, m.a. bygging Reykholtsskólans. Þá heyrðum við oft talað um „erfiða tíma“ og stundum jaðraði við kreppu, en samt var sótt fram. sum- part með aðstoð en oftast ekki. Þetta var Borgfirðinganna fé- lagslega framlag — þeírra social credit inn í framtíðina. Þegar hugsað er til þessara tíma þarf ekki að óttast hind- urvitni, en ef Borgnesingar segja nei, vegna kvíða fyrir samskiptum við Hvítá, þarf ekki fleiri orð né rannsóknir hér um að hafa. Friðrik Þorvaldsson. HIN VIÐURKENNDU AC-RAFKERTI FYRIRLIGGJANÐI I ALLA BlLA. Athugið hið hagkvæma verð á AC-RAFKERTUWL CÍLABÚÐIN ARMtTLA 3 StMI 38900 Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum jáminnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bflastæði. Fljót og örugg þjónusta. „SONNAK RÆSIR BÍLINN" Tœkniver, afgreiðsla Dugguvogur 21. — Sfmi 33 1 55.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.