Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 16. janúar 1972 TIMINN SAUDFJÁRBÖÐUN f LXV árgangi Freys, bls. 37 og 434, bixtust greinar eftir und- iirritaðan um færilús og böðun. Seinni igreininni lauk með fyrir- spurnum til yfirdýralæknis um viss atriði varðandi fótakláða, sem mun vera leiður kvilli, og ég taldi og tel enn víst, að yfirdýra- lækni væri ljúft að gefa leiðbein- ingar um, hvernig hægast væri að útrýma, en svör við þeim hafa ekki komið. Ástæðan fyrir því mun hafa verið, að ritstjórinn hnýtti aftan við seinni greinina, að meira yrði ekki tekið um færi- lús og fjárböðun, óneitanlega dá- lítið kynlegt, að leyfa ekki yfir- dýralækni að svara fyrirspurnum, sem til hans er beint í búnaðar- blaði. Mun ég því árétta þessar spumingar í lok þessarar igreinar. Þar sem nú í vetur á að baða allt sauðfé í landinu, tel ég rétt að fara nokkrum orðum um færi- lús og böðun í þeirri von að veirða mætti að þau gætu orðið til að flýta fyrir því að færilús, fóta- kláða og kláðamaur verði með öllu útrýmt hér á landi. í þessum sama árgangi Freys (1969) er grein eftir Pál Agnar Pálsson yfir dýiralækni, sem nefnist: „Færilús og fjárkláði", (bls 115) og er fróð legasta grein, sem komið hefur á seinni árum um það efni. Ég leyfi mér hér að taka upp nokkrar síð- ustu málsgreinarnar úr þeirri grein: „Almennar baðanir eru kostnað arsamar, kemur þar til kostnaður við baðlyf, vinnu, fóðureyðslu, o. s.frv. Aldrei hefur þessi kostnað- ur verið áætlaður svo ég viti, enda erfitt verk, en vafalaust er hér um milljónaupphæðir að ræða. Því er nokkuð á sig leggjandi fyr- ir bændur landsins til að losna við þessi útgjöld fyrir fullt og allt. Þá er rétt að hafa hugfast, að því aðeins ná allsherjar sóttvarn- araðgerðir tilætluðum árangri, að hvergi bresti hlekkur og að þeir sem hlut eiga að máli, sýni mál- inu skilning og velvilja og vinni af fullum þegnskap við fram- kvæmd þeirra. Verið þess minnugir bændur, að .það er ykkar eigin hagur, að kláða og óþrifum verði útrýmt sem fyrst hér á landi. Ef allir eru samtaka, ætti það að geta tekizt“. Þarna virðist mér koma skýrt fram, að yfirdýralæknir telur ekki þörf á að bændur standi í að baða sitt sauðfé, eftir að færilús, fóta- kláða og kláðamaur hefur verið útrýmt, og að haim telur hægt að útrýma þessum snýkjudýrum, ef allir, sem hlut eiga að máli, sam- einast um það. Það er því til mikils að vinna fyrir alla þá sem sauðfé hafa und- ir höndum, að vinna svo að þess- um málum, að ekki þurfi að standa í að baða sauðfé í framtíð- inni. Reynslan sýnir líka að þetta er hægt, ef vel að er að unnið. Hér á bæ sáust síðustu færilýsnar (voru á aðkomufé) árið 1934, og litlu síðar var þeim með öllu út- rýmt hér í sveit. Allmiklu lengur dróst að henni væri útrýmt í öðr- um hreppum sýslunnar, en er lok- ið fyrir nokkrum árum. (Eftir síð ustu böðun, 1969, hefur ekki orð- ið vart færilúsa í sláturhúsinu á Djúpavogi, og er því líklegt, að þær séu einnig horfnar á svæðinu, sem að því liggur). f einum hreppnum var færilús- inni útrýmt með sameiginlegu á- taki, þannig, að smíðuð var bað- þró úr krossvið, sem farið var með um sveitina, og farartækið notað sem sigpallur. Þar sem svo háttar, að ekki er góð baðþró á hverjum bæ, (hefur ekki verið, eða er orðin léleg en færilús enn við lýði, tel ég sjálfsagi, <xl búnað arfélögin hafi forgöngu um að koma upp slíkum þróm. Sumir kynnu að segja, að ending þeirra yrði lítil, en hún yrði samt nóg, ef allir gerðu sitt bezta til að þær kæmu að gaigni. í haust talaði yfirdýralæknir- inn um böðun sauðfjár í útvarpi. Það er skaði um slík erindi, að fá þau ekki líka á prenti, því hætt er við að ýmislegt fari fram hjá mönnum, sem í útvarpi kemur, jafnvel þó svo eigi að heita að menn hlusti, sem ,eins og tíma bændanna er varið. ekki sízt að haustinu, er þó mjög undir hæl- inn lagt. í þessu erindi minntist hann dálítið á reynslu Skota í bar áttu þeirra við færilúsina og kvað þeim ganga illa að útrýma henni. Fróðlegt væri að fá að vita hvort Skotar hafa sama hátt á um böð- un, eins og ágætur bóndi, sem um skeið dvaldist í Skotlandi, birti á prenti að mætti hafa, sem sé að tveir menn böðuðu mörg hundr- uð fjár á dag í baðþró, sem höfð verði í garðahöfði. í þeim baðþróm er þó varla hægt að baða nema eina kind í einu. Enginn mun ætl ast til að menn vinni lengur en 10 tíima við slíka vinnu, en í reglu gerð um böðun er lagt fyrir, að hafa hverja kind eina rnínútu í þrónni, og sé skrokkur hennar all ur í kafi þann tíma. Nú eru ekki nema 600 mínútur í 10 tfmum, og mun öllum ljóst, sem við böðun hafa fengizt, að mikið vantar á að hver mímúta notist til að baða hverja kind. Ef til vill er það ein- mitt þetta, að menn hafi ekki gert nema að dýfa kindunum snöggvast í þræmar, svo að ullin blotni aðeins að utan og látið þar við sitja, sem veldur því að lús er ekki löngu hoirfin. Þeir, sem þekkja föt úr is- lenzkx-i ull, vita að þau eru furðu- lengi að gegnblotna, og það eru þykk reifi ekki síður. Annars tel ég betra að miða við að hætt sé að bóla upp af kindinni áður en henni er sleppt úr baðinu, en býzt við, að það verði til jafnaðar um ein mínúta. Þessi aðferð við að ákveða hvað lengi kindin skyldi höfð í baðinu, var hotuð hér á bæ með góðum áranigri. Það er alveg víst, að etf allir fjáreigiendur hefðu unnið sóma- samlega að böðun síns sauðfjár, væri færilús fyrir löngu útdauð hér á landi, en hitt skal viður- kennt, að eins ag lögin eru, geta þær ástæður verið fyirir hendi, að mannlegt sé að svíkjast um að framtfylgja þeim. Ástæður geta verið með þeim hætti, að heimili sé ekki unnt að annast böðun síns fjár og á þá dýralæknir (eða baðstjóri) að láta framkvæma böðun á kostnað eiganda, og mun ætlazt til að lögregluvaldi sé beitt ef þurfa þykir. Slíkar aðgerðir mundu ekki vetrða framkvæmdar án mikils kostnaðar, og er mönn- um vorkunn, þótt þeir beiti því ekki við þannig aðstæður. Vel gæti þetta hafa bjargað lúsinni til þessa. Þess vegna lagði ég til í greinum mínum í Frey, að lögun- um yrði breytt á þann hátt, að búnaðarfélögin yrðu gerð ábyrg fyrir þessu hvert á sfnu svæði, en sú tillaga hefur ekki notið náðar. Það er þó augljóst mál, að í til- vikxim, sem svo er háttað, að hlut aðeigandi hefur ekki möguleika á að baða sitt fé, t.d. af heilsufars- ástæðum, væri aðstaða þeirra sem um böðun eiga að sjá (baðstjóra) ólík, ef þeir mættu snúa sér til viðkomandi búnaðarfélags, en þyrftu ekki að bejta eiganda nein um harðræðum. Ég er hins vegar mótfallinn því að kostnaður veirði i slíkum tilvikum greiddur af rík- inu, sem þó gæti komið til greina. Ég er sammála yfirdýralækni (erindi í haust) um að ekki sé rétt að hafa sama hátt á og hafð- ur kvað vera í nágrannalöndun- um, að láta lögreglumenn sjá um böðun fjár, enda er þeim varla betur trúandi til þess en bænd- um. Hitt gæti fremur komið til greina, að þeir væru fengnir til að skjóta þær kindur, sem lús finnst á eftir einhvem ákveðinn tíma, því að eins og yfirdýralækn ir bendir á í grein þeirri, sem ég hef vitnað í, valda þeir, sem vðhalda lúsinni bændastéttinni milljónatjóni hvert það ár, sem þarf að baða sauðfé þeirra vegna, því að eins og nú er, verða allir að baða sitt sauðfé, jafnvel þar sem „óþrifa“ hefur ekki orðið vart um áratuga skeið. Þetta atr- iði býður líka annanri hættu heim: Þar sem menn era vissir eða telja sig vissa um að böðun sé í raun og geru tilgangslaus, en baða að- eins til að losna við sektir, er hætt við, að hún verði ekki vel af hendi leyst og því gagnslaus, ef þörf væri á böðun. Þess vegna held ég, að það hafi verið illa farið að tillaga, sem Búnaðarsamband A-Skaft. lét frá sér faira, og var á þá leið, að heimilaðar yrðu undanþágur frá böðun í þeim héruðum, sem dýra- læknar teldu laus við færilús, kláðamaur og fótakláða, og ekki hefðu samgang við héruð, sem sýkt væru af þessu. Slík tilhögun hefði örvað menn til að vinna svo að þessum málum, að þeir fengju sömu fríðindi, og hefðu enga hættu skapað, nema fyrir „óþrif- in“. Eins og áður er minnzt á, lagði ég til í fyrri grein minni í Frey, að búnaðarfélögunum yrði gert að skyldu að sjá um að aðstaða til böðunar yrði fyrir hendi í þeim héruðum, sem dýralæknar teldu „óþrif“ vera í, og gerði þá ráð fyrir að þau kæhiu upp færan legum baðþróm og legðu til menn á sinn kostnajð eftir því sem nauð- syn krefði. Ég tel enn, að þessi tillaga sé líklegust til að ríða fær- lúsinni að fullu ef framkvæmd yrði, takist ekki að vinna á henni í vetur. Ég vil því skora á búnað- arsamböndin að taka þetta mál til meðferðar á næstu fundum sín um, (þó það verði vonandi óþarft þá). Fari svo, að sama yrði upp á teningnum og talið er að verið hafi til þessa, að lokinni böðun, er sannarlega kominn tími til að búnaðarsamböndin taki málið að sér. Þeim ætti ekki að verða skota skuld úr því að eyða þeim „óþrif- 19 uiux , aoui txvia ixuxiua ou vuuS a sauðfé bænda, en augljóst er, að það sem getur sparað bændum milljónaupphæðir, er búnaðarsam böndunum mjög viðkomandi. Þetta yrði þó vitanlega að vera í samráði við dýralækna, enda þeirra að skera úr um hvort „óþrifum" hefur verið útrýmt.. Þá eru hér fáeinar spurningar um fótakláða, sem ég býst við að mörgum bændum þætti vænt um, Eru önnur efni betri til að eyða fótakláða en gammatoxsápa? Er nóg við fótakláða að baða einu sinni? Er nóg að baða aðeins fæturaa? Má hleypa nýböðuðu fé út á blauta jörð? Vel má vera, að svör við þess- um spumingum sé einhvers sfað- ar að finna á aðgengilegum stað, en ég vil benda á, að ef þörf er á að, baða tvisvar við fótakláða, verður yfirleitt nóg eftir af bað- lyfi við venjulega böðun til að baða fætuma, og talið er að lyfið dofni ékki fyrr en eftir tvo mán- uði. Að lokum þetta: Sauðfjáreig- endur, hvort sem þið eigið marg- ar kindur eða fáar, hafið það hug- fast, að etf þið vinnið ekki svo vel að böðuninni nú, að „óþrif- um“ verði útrýmt úr landinu, er- uð þið að valda bændum landsins milljónatjóni. Kvískerjum 1971 Sigurður Björnsson. HESTAR OG MENN; LISTAGANGUR Það hefur verið minnzt á dóma á hrossum í þessxun þátt- um. Við og við verður komið inn á þessi mál og önnur, t.d. dóma á gangtegundum hrossa. Þessu er oft á tíðum ábóta- vant hjá dómnefndum. Sérstak lega á þetta við, þegar dæmd- ur er töltgangur hjá hrossum. Það var ekki fjnrr en kornið var fram yfir síðustu aldamót, að tölt var farið að þekkjast að nokkru ráði. Að vísu hefur það alla tíð verið íyrir hendi í fslenzkum hesturn, og þeir hafa brugðið því fyrir sig, en var þá kallað öðru nafni, jafn vel híruspor. Engin gangteg- und hetfir verið eins misnotuð og tölt núna í seinni tið. Mönn um verður alltaf hætt við að láta töltrúma hesta þruma of mikið á töltt. Enginn gangur getur verið eins fjölbreytíleg- ur og tölt. Það mætti eflaust flokka hann í marga flokka og væru engir tveir eins. Enginn gangur í íslenzkum hesti er eins listilegur og hreint og rétt tölt með háum fótaburði. Nú er það svo, að sumt af því, sem er dæmt tölt, er alls ekki tölt og getur eng- an veginn flokkazt undir það ef rétt er dæmt. Stundum er þetta milligangur milli brokks og tölts, eða þá að hesturinn er svo nálægt skeiðinu, að frá- vikið er orðið of mikið frá tölti. Oft sér maður hesta, sem hafa ósamræmi í hreytfingum fram- og aftuirfóta. Góð reis- ing og réttur og góður höfuð burður er forsenda fjrir góðu tölti, ásamt því að hesturinn þarf að ganga vel innundir sig með afturfætur. Þá ríðuæ á að bakið sé vel sveigjanlegt og mjúkt. Það hetfur sézt á hesta mótum, og það oft, að dæmd- ur góðhestur hefir tekið sig þannig út undir knapanum, að hann teygir snoppuna fram sæmilega reistur, en ósamræm ið svo mikið í fótahreyfingum, að hann nær ekki framfóta- spori með afturfæti, þótt hann sé á sæmilegri millierð. Mér finnst þurfa að staldra við þetta, gera þessu betri skil í dómum. Þarna getur verið svo mikill munur á tveimur hest- um, að um samjöfnuð sé varla að ræða. Þessi dásamlegi lista- gangur er vart til nema í ís Jenzkum hestum, og því ekM að segja fólkinu, sem á sýn- ingar kemur, hvað er rétt og hvað rangt. Góð og vel gerð vísa er stund um sögð kveðin dýrum hættí. Sama hefur verið látið gilda um töltið. Glöggur hestamaður get ur jafnvel heyrt á hljóðinu, ef hesti er riðið eftir hörðum vegi, hvort töltið er hreint eða ekki og hvort það er dýr hátt- ur eða ekki. SMÁRI. SOLUM flestar stærðlr fyrlr hjólharða VINNUVÉLAR — VEGHEFLA — DRÁTTARVÉLAR — VÖRULYFTARA OG BIFREIÐAR SOLNING HF. Baldurshaga viS SuSurlandsveg, Reykfavlk. Simi 84320 Pósthólf 741.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.